Morgunblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 14
M UORGVNnLA®1» Föstudagur 1. október 1948. Ft'oaa i »(•■■■■» PILSVARGUR Jj^amei í^onaícl 5a^a Á haustin er fegurst í Con- necticut. „Hjer er fallegt“, sagðl hún. ,,Það sýnir að þú hefir góðan smekk“, sagði hann. „Trúðu mjer, barnið gott, hjer mun þjer líða vel“. Þessa mintist Janet nú er hún ók til innkaupanna. Hún mint- ist fyrstu ferðarinnar sinnar. þegar hún þrettán ára barn átti að fara óraleið á ókunnan stað og til ókunnugra manna. Húsin ií Chicago hurfu til beggja handa inn í myrkrið eins og þegar tjald er dregið fyrir. Skröltið í hjólum eimlestarinn- ar sagði án afláts: Að heiman, að heiman. að heiman. Og hún mintist úthverfanna í borginni, þar sem börnin ljeku sjer á göt- unum eftir skólatíma þangað til aldimt var orðið. Henni hafði ckki altaf liðið vel á meðai þeirra. Þau höfðu kallað hana „Fuglahræðu11 eða „Gulrót“ og þau -höfðu hermt eftir pabba hennar hvernig hann slangraði drukkinn heim á kvöldin. En hún hafði ekki erft þetta. Hún var að hugsa um hve oft hefði verið gaman þarna. Hún hafði líka átt margar gleðistundir rneð föður sínum, en á drykkju- skap hans mátti hún elcki ó- grátandi minnast. Hann hafði verið besti Ijós- myndarinn sem til var milli New York og San Francisco. Hann hafði sagt henni það sjálf ur, og hann fór ekki með nein ósannindi. Auk þess hafði hún sjeð smágreinar um það í blöð- um í Chicago. Hann hafði geng ið of nærri húsi, sem var að brenr.a og logandi veggurinn fjell á hann. Móðir hennar var dáin nokkrum árum áður, og nú var Janet algjör einstæðíng- ur og átti engan að nema frænku sína, sem hún var nú að fara til. Janet kom heim úr innkaupa ferðinni um hádegi. Hún fór þegar með kápuna og nokkur. brjef til frænku sinnar. Fern var bá enn í rúminu. hafði hrúg að utan að sjer ótal svæflum og var að tala í síma. „Elskan mín, en hvað mjer þykir vænt um það að þú kem- ur“, sagði hún, og Janet taldi Svo sem sjálfsagt að hún væri að tala við kærastann. Fern var nú orðin tuttugu og þriggja ára, en hún var ósköp barnaieg enn. Hún var einna líkust brúðu með gula lokka og stór augu. Hún rjetti Janet höndina og talaði við hana jafn Ííliða því sem hún talaði í sím- ann, alt í einum hrærigrut „Góð an daginn“ — „Þakka þjer fyr- ir að þú komst með kápuna mína“--------„Nei, farðu ekki strax, jeg þarf að tala við þig á eftir“. Þetta var eftir Fern. Janet settist á rúmstokkinn hjá henni og var að hugsa um alt bað, sem þurfti að gera svo að h#»n tók ekkert eftir því hvað Fern sagði í símann. Hún átt- aði sig fyrst þegar Fern lagði heyrnartólið frá sjer, og afhenti henni þá brjefin. ,,Og hjerna er listi um allar gjafirnar, sem hafa borist“, sagði hún. „Það er best fyrir þig að skrifa þakkarbrjef strax, því að það verður nóg að snúast seinna í dag“. Fern teygði sig og geispaði og ^agðl blíðíe'ga: 4. dagur „Æ, gerðu það fyrir mig að skrifa þakkarbrjefin". „Ekki að tala um. Þetta er skvlduverk sem þú kemst ekki kjá“. „Skrifaðu þau á ritvjel og svo skal jeg skrifa undir“. „Þú veist það að menn eiga altaf að skrifa þakkarbrjef sín sjálfir“. „Jæja þá“. sagði Fern ar- mæðulega og stakk listanum undir koddann hjá sjer. „Hvernig líður þjer?“ spurði Janet. „Æ, jeg er ósköp löt — en mjer líður þó vel“. „Ertu búin að ná þjer eftir byltuna í gær? Jeg hefi skoðað verandapallinn, því að jeg hjelt að þú hefðir hrasað um lausa tígulflögu þar, en það er engin flaga laus“. „Jeg hrasaði ekki. Jeg skil ekkert í hvernig þetta vildi til. Það var eins og annar fóturinn á mjer yrði skyndilega mátt- laus.. og jeg datt“, sagði Fern. „Hefirðu sagt Debbie frænku frá því?“ „Nei, jeg hefi ekki gert það og þú mátt ekki gera það, hún yrði svo hrædd4. „Væri ekki rjett að láta Noorah nudda á þjer fótinn?“ „Nei, nei, það er ekkert að mjer“, sagði Fern brosandi og klappaði Janet á kinnina. Hún gat verið undur blíð. „Þjer finst alt svo alvarlegt. Jeg veit hvað þú ert að hugsa núna, að jeg sje veimiltíta og jeg verði að gá að mjer. En það eru fjölda mörg ár síðan að jeg hefi kent þessa veikleika“. Janet mintist þess er hún kom fyrst til Green Acres. Þá var Fern ellefu ára og hún hafði þá legið í rúminu eins og nú. Frú Olifant hafði sagt að hún hefði fengið vonda mislinga og væri nú að ná sjer eftir þá. „Áður en langt um líður get- ur hún farið á fæur og leikið sjer við þig“, sagði frú Olifant, „en hún verður að liggja dálítið lengur. Jeg vona að þjer líði vel hjerna hjá okk- ur, Janet, og að þið Fern verðið góðar vinkonur“. Þótt Janet væri ekki nema þrettán ára þá skildi hún það, að til þess að sjer gæti liðið vel í Green Acres, þá yrði hún að vera vinkona Ferns. Það hafði ekki verið af einskærri með- aumkun að frú Olifant tók Ja- net að sjer. Hún hafði fengið hana til þess að vera leiksystir Ferns, á líkan hátt og aðrir kaupa loðinbirni og brúður handa sínum börnum. J*net veittist það ekki erfitt að verða vinkona Ferns. Henni fanst þessi litla stúlka með björtu lokkana vera eins og álfaprinsessa. Herbergið henn- ar var fult af allskonar barna- gullum og leikföngum og myndabókum. Og eitt af því fyrsta sem Fern sagði við hana var betta: „Þú átt að eiga þetta alt saman með mjer“. Þessi morgun, er þær voru að kvnnast,' var eins og fagur draumur í minningunni. En það knm skvndilega bobbi í bátinn. Norah Noonan vatt sier inn til þeirra, þreif sængurfötin ofan af Fprn ,og byrjaði að nudda á heriríi fntlcgáiná. Svö lfeít húh um öxl og mælti hranalega við Janet: „Farið burtu. Þið getið leikið ykkur seinna“. Janet gekk niður stigann og inn í herbergið þar sem fóstra hennar sat. ,,Hvað gengur að Fern í fót- unum? Verður hún að hafa hjólastól eins og þú?“ spurði hún. Frú Olifant tók snögt við- bragð og heilbrigða höndin á henui læstist um úlfliðinn á Janet með ótrúlegu afli. Janet hljóðaði af hræðslu og sárs- auka. „Hvernig dettur þjer í hug að segja þessa vitleysu?“ þrumaði frú Olifant. „Hvernig dirfist þú að sggja þetta?“ Ep, svo var eins og móðurinn rynni af henni og takið losnaði. „Fern hefir verið veik“, sagði hún stillilega. „Mjög veik. Og hún hefir ekki náð sjer enn. Skilurðu það?“ „Já“, snökti Janet. „Þú mátt aldrei segja þetta framar". Það fór sem frú Olifant hafði spáð, að innan skams var Fern komin á fætur og farin að leika sjer, kát og f jörug eins og hvert annað barn. En þær fengu ekki að leika sjer eins og þær vildu, því að oft var þeim skipað að sitja inni og lesa í stað þess að vera úti við. Og nú, á trúlofunardaginn sinn, var Fern glöð og kát. „Hvernig skyldi það vera“, sagði hún upp úr eins manns hljóði, „að sofa hjá karl- manni?“ „Jeg vorkenni þjer ekki, en jeg vorkenni honum að sofa hjá þjer ef þú setur svo mikið af ilmvötnum í fötin þín og rúmið að þar verður álíka þefur og í lyfjabúð". „Manstu það þegar við kom- umst að því hvernig börnin verða til?“ sagði Fern. „Jeg sagði þá að fyrst það væri þannig þá skyldu öll mín börn verða tökubörn1'. „Þú venst brátt af þeirri hugsun“, sagði Janet. „Jeg hefi vanið mig af henni“, sagði Fern. Nú heyrðu þær í hjólastóln- um hennar frú Olifant úti fyrir og Janet flýtti sjer fram að dyr um til þess að opna fyrir henni. Gamla konan rendi stólnum af leikni inn í herbergið og stýrði honum þannig að rúmi Ferns, að hún gat kyst hana á kinnina. „Hefirðu sofið vel, elskan mín?“ spurði hún. „Já, mamma“. „Það var gott. Góðan daginn, Janet“. „Góðan daginn, frænka“. H-^rug þeirra spurði um það hvort frú Olifant hefði sofið vel. Enginn mátti spyrja um það. En skyldi einhver í ógáti gerp það, þá héfði frú Olifant skrökvað því blátt áfram að hún hefði sofið ágætlega. En sannleikurinn var sá, að um mör« ár hafði hún aldrei sofið væran dúr, og þjáðist oft mikið á nóttunni. Þá sjaldan Janet varð andvaka þá heyrði hún ætíð mannamál inni í herbergi frænku sinnar, og vissi þá að Norah Noonan mundi vera að reyna að lina þjáningar hennar, ,með því að núa hina visnuðu limi. FÁTÆKI KLÁUS i. Kláus var fátækur skósmiður, og latúr var hann. Hann vildi helst kasta hamrinum út í horn og liggja aðgerðarlaus allan liðlangan daginn. Og kráin. Það var staður, sem hon- um líkaði við. Ef einhver ætlaði að finna hann, þá var oftast leitað að honum þar. Hann drakk og spilaði í staðinn fyrir að stunda sína iðn, þó hann gæti haft nóg að gera, því að þegar hann vildi var hann allra flínkasti skósmiður, en þvi miður var hann svo" leiður á vinnunni, að jafnvel þótt gat kæmi á hans eigin skósóla nennti hann e'kki að gera við það, en gekk á skónum, þangað til tærnar stóðu út úr. Kona hans hjet Gerða og var engu betri. I staðinn fyrir að vera kyr heima og halda húsinu vistlegu og hreinu, flækt- ist hún milli húsa í borginni, leitaði uppi kjaftasögur og sluðr- aði þeim víða. Það var líka allt annað en skemtilegt að koma í hús skósmiðsins. Konan stoppaði aldrei í einn einasta sokk, eða gerði við föt, sem slitnuðu og maðurinn nennti aldrei að gera við fótabúnaðinn. Og þannig fór það, að þar sem ekki hefði þurft nema fáein nálspor, fjekk allt að danka, uns slitið var orðið svo mikið, að það var vonlaust að revna að gera við það. Það var líka allt slitið og óhreint heima hjá skósmiðnum, allt var í druslum, því að ekki höfðu þau, sem aldrei nenntu neitt að gera, peninga til að kaupa sjer nýtt í staðinn fyrir það, sem eyðilagðist. Þannig hlýtur það altaf að fara fyrir letingjum, þangað til þeir sjá að sjer og verða íðnir og duglegir, en þeim Kláusi og kónu hans datt ekki x hug hvað vinnan gæti fært þeim. Þau hfðu slóðalífmu, en voru skapvond yfir því, að þau væru fátæk, en að drottinn iiefði gert annað fólk ríkt, enda öfunduðu þau alla aðra, svo eð duglegt og góðgjarnt fólk fjekk enga meðaumkun með þeim og hjálpaði þeim aldrei. Kláus var nú alveg hættur skósmíðunum og það eina, sem hann gerði var að fara sem sendill til næstu nágranna, með brjef eða eitthvað slíkt, fyrir það fjekk hann nokkra skild- mga og það verk líkaði honum betur, að flakka um, heldur — Kringum hnöttinn á tíu dögum ... það er enginn vandi bara ef maður má vera nógu llengi að því. ★ Frönsku lögreglunni tókst ný lega með miklum erfiðleikum að komast að því, hver stolið hafði myndavjel frá einum vel- metnum borgara í París. Frakk inn hafði keypt vjelina í versl- un, sem er í eigu Svisslendings, en síðan var henni stolið úr íbúð hans. Þegar Frakkinn svo ætlaði að kaupa sjer aðra myndavjel hjá sama kaupmann inum, sá hann myndavjelina, sem hann hafði keypt nokkrum dögum áður og stolið hafði ver- ið frá honum, stillta út í glugga. Lögreglan fann það út að sá sem stal myndavjelinni var franskur stúdent, sem hafði selt hana Belgíu- manni, sem hafði selt hana Egyfta, sem hafði selt hana Portú- gala, sem hafði selt hana Pólverja, sem hafði selt hana ítala, sem hafði selt svissneská kaupmanninum hans. ★ Lögregluþjónninn Harald Jones í Philadelphia stóð fyrir rjettinum og skýrði frá því hvernig hann hefði handtekið unga manninn, sem stóð við hlið hans fyrir of hraðan akst- ur. Jones varð að skjóta á bíl mannsins áður en hann gat fengið hann til þess að stöðva. „Hann er gerspiltur, drengur- inn“, sagði Jones, „hann var rekinn úr sjóliðinu, vegna þess að þar hlýddi hann ekki settum reglum, og 18 mánuði hefir hann setið I unglingafangelsi. Jeg hefi hvað eftir annað reynt að hjálpa honum en árangurs- laust“. Jones brá ekki hið minsta, þegar dómarinn dæmdi son hans í þriggja mánaða fangelsi. * P. Imker Hoogenhourt, sem er landstjóri í Suðvestur- Afríku, skýrir frá því, að hann hafði fundið fimm meðliml negra-ættkvíslar, sem ætlað var að væri algerlega útdauð. Hoogenhourt heldur að aðeins muni til um 50 einstaklingar af ættflokk þessum. Þeir fimm, sem fundust stóðu á mjög lágu menningarstigi. Þeir notuðu boga og örvar og kveiktu eld með því að nú saman trjábút- um. 4VGLÝ SII\G FR GVLLS IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.