Morgunblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. októbej 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: ÍVusturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanland*, tr. 12,00 utanlands, í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skólagarðar og mannrækt FYRIR nokkrum dögum var slitið yngsta skólanum, sem starfar hjer í Reykjavík, hinum svokölluðu skólagörðum bæjarins. Síðan í byrjun júní í vor hafa 55 börn á aldrinum 10 til 14 ára verið við nám í þessum skóla, sem tók þá í fyrsta skipti til starfa. Á þessum tíma hafa þessir ungu garðyrkju- menn framleitt kartöflur og grænmeti fyrir 45 bús. krónur. Kennslutilhögun hefur verið þannig að nemendurnir hafa undir umsjón kennara annast sameiginlega reiti í görðunum en jafnhliða hefur hver einstakur þeirra annast lítinn af- mældan reit, sem hann hefur borið ábyrgð á. Yfirleitt hafa börnin sýnt mikinn áhuga fyrir að rækja skyldur sínar í þessum skóla. Flest þeirra unnu störf sín af mikilli natni og umhyggjusemi fyrir að ræktunin tækist sem best, ekki hvað síst í litlu reitunum, sem hverju ein- stöku þeirra höfðu verið fengnir til umhirðu. Það er þannig álit þeirra manna, sem þessari tilraun stjórnuðu að hún hafi gefist mjög vel og orðið börnunum, sem þátt tóku í henni til gagns og þroska. Um það er óþarfi að fara mörgum orðum að stofnun skóla- garðanna og starfsemi þeirra í sumar er ein hin merkilegasta nýung síðari ára í uppeldismálum okkar. Með henni er stefnt að því að þroska og rækta skapgerð æskunnar við skapandi starf. Hlutverk skólagarðanna er þannig ekki fyrst og fremst ræktun og framleiðsla garðávaxta og grænmetis heldur mannrækt. Við eigum að halda þessari starfsemi áfram og gefa stöð- ugt fleiri börnum og unglingum kost á að gerast þátttakend- ur í henni. Sannleikurinn er sá að þó að við höfum komist af án slíkrar sfarfsemi til þessa þá er hún mjög nauðsynleg og þýðingarmikil. Það er mikið talað um nauðsyn tómstunda- heimilis fyrir ungt fólk og víst er æskilegt að koma slíkum áamkomustöðum upp. En grundvöllurinn að manndómi og þroska barna og unglinga verður þó aldrei lagður á tóm- stunda og æskulýðsheimilum. Hann er lagður á allt öðrum vettvangi, nefnilega á heimilum barnanna og í þeim störfum, sem þeim eru engin á fyrstu starfsárunum þegar þörfin fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni er ríkust. Hið unga þjettbýli og borgarbúskapur okkar íslendinga hefur skapað fjölmörg vandamál í uppeldismálum. Þessvegna eru þau víxlspor, sem í þeim hafa verið stigin eðlileg. En þjettbýlismenning okkar er nú að ná þeim þroska að gáleysi það, sem ríkir um vernd æskunnar fyrir áhrifum götunnar og iðjuleysisins, er ekki lengur afsakanlegt. Það er t. d. hneyksli, sem verður að útrýma hið fyrsta, hvernig börnum innan fermingaraldurs er liðið að flækjast úti á götum, jafnvel inn á veitingastöðum og kvikmyndahúsum, langt fram á kvöld, allan ársins hring. Það er ekki nóg að banna þetta með lögum og reglugerðum. Það verður að fram- kvæma slíkar reglur. Böm og unglingar innan við 16 ára aldur eiga alls ekki að hafa aðgang að veitingastöðum að kvöldlagi. Þau hafa ekkert að gera þar. Á götunum eiga þau heldur ekkert erindi á þeim tíma sólarhringsins. Þau eiga að vera heima á heimilum sínum. Annars verður ekki gengið á snið við þá staðreynd að sú stefna hefur verið alltof mikils ráðandi hjer, sem lagt hefur á það höfuðáherslu að beina unglingunum burt frá heimilum sínum til opinberra samkomustaða. Það getur verið ágætt og nauðsynlegt að eiga góð fjelagsheimili og æskulýðshallir þar sem ungt fólk getur átt athvarf og tekið þátt í hollu íjelagslífi. En það er óskaplegur misskilningur að venja seskuna frá heimilum sínum og fá þau uppeldisáhrifum slíkra hópstöðva. Kjarni málsins er sá að við þurfum að leggja meiri alúð við að rækta og þroska skapgerð íslenskrar æsku. Skólagarð- arnir, skapandi starf og vinna að nytsamlegum framkvæmd- um, eru líklegri. til; þess að leggja þeirri viðleitni lið en samkomuhúsafjelagslíf, jafnvel þó að það eignist yfir sig myndarleg salarkynni; *ar: werji óbrifa ÚR DAGLEGA LÍFINU Laxveiðirabb. Á DÖGUNUM hitti jeg Sig- björn Ármann kaupmann og þessa leið: „Ef þið íslendingar hafið áhuga fyrir að hæna ferðafólk til landsins til þess að spurði hann hvort hann gæti. hafa.upp úr því erlendan gjald- sagt mjer eitthvað frá laxveið- eyri, þá eigið þið ekki að aug- unum í sumar. Jú, það gat lýsa neitt lúxusflakk heldur hann raunar, en var ekki alveg eigið þið að auglýsa landið sem tilbúinn, svo jeg sló því upp í ævintýraland, þar sem menn grín og gat þess til, að varla geti komist 1 ferðalög um væri nógu langt um liðið frá óbygðir á íslenskum hestum og j veiðitíma'bilinu til þess, að lax- kynst óhréyfðri náttúru og nátt , arnir væru orðnir hæfilega úrupndrum. stórir til að segja frá þeim og þá einkupa þeir, sem ekki náð- ust á land. Laxveiðimaðurinn. OG UFP ÚR þessu spratt svo samtal, nokkuð fróðlegt, því Sigbjörn fór að segja mjer frá amerískum kunningja sínum, Með því gabbið þið engan, en j hinsvegar þurfið þið ekki að . kvíða því, að ekki fáist ferða- mer.n til landsins á þeim for- sendum bæði vetur og sumar". • Minkandi áhugi. EN ANNARS er eins og á- hugi ráðandi manna fyrir að fá sem hann hafði fengið brjef frá hingað ferðafólk hafi mjög dofn nýlega, en þessi maður, sem! að upp á síðkastið. Það eru margir munu kannast við hjer, j fleiri og fleiri, sem segja. „Til Clifton Lisle ofursti, var mik- i hvers er að narra hingað ferða- ill laxveiðimaður og fjek'k fólk, þegar ekki er hægt að mikinn áhuga fyrir landinu á veita því sæmilegan beina og laxveiðiferðalögum sínum á aðbúnað. meðan hann dvaldi hjer. Pjesi Benjamíns Franklín. En þá hafa menn luxusflakk ið í huga og það er alveg víst, að enn er langt í land, þar til að ísland verður annað eins OG NÚ SÝNDI Sigbjörn ferðamannaland og t. d. Sviss. mjer fornfálegt plagg, en það I • var pjesi, sem Benjamín gamli j Franklín stofnaði til útgáfu á j Uppgjöf? ÞAÐ ER óþarfi að gefast upp. 1741, en er nú gefinn út af ‘ Nú á Ferðaskrifstofa ríkisins að Pennsylvanía háskóla. í þessu I gefa skýrslu um ferðalög er- riti er grein um ísland eftir Lisle ofursta. Greinin er mjög vingjarnleg í garð okkar, eins og við erum vanir að segja, þegar eitthvað lendra manna hjer á landi á þessu ári og reyna að komast eins nærri því og hægt er, hvaða gjaldeyristekjur hafa orðið fyrir þjóðina af ferðafólk birtist um okkur erlendis, sem inu. Þá er hægt að gera sjer ein- ekki eru beinlínis skammir. j hverja grein fyrir, hvort það Rjett og satt frá hlutunum skýít. Að öðru leyti er óþarfi að rekja efni greinarinnar. En reynsla Lisle ofursta minti mig á setningu, sem út- lendingur sagði einu sinni er rætt yar um ísland sem ferða- mannaland. Ekki luxusflakk, heldur ævintýri. borgar sig, að vera að leggja það á sig, að hæna hingað ferða menn, eða hvort við eigum að gefast alveg upp. • MaSurinn úr Vogunum. FYRIR NOKKRU hitti jeg Suðurnesjamann, sem var í leiðu skapi. Nú geta Suðurnesja menn átt það til eins og aðrir, að vera leiðir í skapi og þetta MAÐURINN sagði eitthvað á hefði ekki verið neitt tiltöku- mál, ef hann hefði ekki sagt mjer, hvað það var, sem angr- aði hann. „Það er verið að stela af okk ur Voganafninu", sagði hann, ,,og það dugar ekki“. Og hann hjelt áfram „Fyrir nokkru var auglýst í dagblaði, að hús í Vog- unum væri til sölu. Jeg hitti nokkra samsveitunga, sem spurðu mig hver væri nú að selja í Vogunum. Síðar kom það upp úr kafinu, að það var enginn að selja í Vogunum, heldur við Nökkvavog eða Ell- iðaárvog við Reykjavík. • Nafnaþjófnaður. ÞAÐ ER hægt að vera hinum þungbúna Suðurnesjamanni sammála um, að það nær ekki neinni átt, að láta þá hefð kom ast á, að eitthvað pláss, annað en en hinir rjettu Vogar, sem svo hafa heitið frá landnáms- tíð, haldi sínu nafni einir. Og það má gera ráð fyrir, að þegar menn fara að hugleiða þetta, þá gefi þeir sig ekki í þvílíkan örnefnaþjófnað. Þá mun líka þessi Suður- nesjamaður, sem jeg mintist á og aðrir taka gleði sína aftur. • Viðkvæmni. ÞANNIG GETA menn verið viðkvæmir fyrir nöfnum, eins og Suðurnesjamaðurinn. Og það er ekki rjett að gera sjer leik að því, að búa til ný ör- nefni eða götuheiti og hverfa hjer í Reykjavík, sem minna á þekt nöfn úti á landi. Það eru ekki allir eins ljett- lyndir í þessum efnum, eins og maðurinn, sem var spurður hvaðan hann væri og sagðist hann vera frá Englandi, sem er bæjarnafn í sveit hjer á landi. Sá, sem spurði, hváði við og fannst maðurinn ekkert Eng- lendingslegur og þá kom svar- ið, sem lengi hefir verið minst: „Það er víðar England en í Kaupmannahöfn“. MEÐAL ANNARA ORÐá Landakröfur Júgóslavíu á hendur Auslurríki Eftir HUBERT HARRISON, frjettaritara Reuters. Vínarborg. DR. KARL RENNER, forseti Austurríkis, hefur enn á ný far- ið þess á leit við júgóslavnesku stjórnarvöldin, að þau falli frá landakröfum sínum á hendur Austurríkismönnum. — Telur Renner, að kröfur þessar hafi gert sambúð Austurríkism. og Júgóslava óþarflega erfiða, og vekur athygli á vinsamlegri sam- vinnu þessara þjóða fyrir stríð. I ræðu, sem dr. Renner flutti í Klagenfurt (rjett við landsvæði það, sem Júgóslavar gera kröfu til) komst hann meðal annars að orði á þessa leið: • • „FRÁMUNALEGA LEITT“. „Það er frámunalega leitt, að iandamæradeila skuli hafa kom- ið upp milli okkar og nágranna- ríkisins í suðri. Meðan Austur- ríki fór sjálft með stjórn mála sinna, var sambúð þess og þessa nágrannaríkis hin vinsamlegasta. En rjettindamissir okkar og heimsstyrjöldin síðari hafði því miður truflandi áhrif á þessa góðu samvinnu“. Dr. Renner lýsti því yfir í ræð- unni, að öll austurríska þjóðin hefði glaðst yfir sjálfstæði Jú- góslavíu. Austurríkismenn, sagði hann, bera virðingu fyrir þeim iei ðtogum'Júgósi ava, sem tókst að gera þetta að raunveruleika, enda þótt starfsaðferðir þeirra komi Austurríki stiundum ein- kennilega fyrir sjónir. „En við höfum aðeins eina ósk: Góða sam búð við þetta nágrannaríki“. • • FYRIR 30 ÁRUM. Dr. Renner vjek nokkrum orð- um að því, að Austurríkismenn sjeu þeirrar skoðunar, að gengið hafi verið endanlega frá kröfum Júgóslava fyrir 30 árum síðan. Þá hafi íbúarnir á landsvæðinu, ! sem Júgóslavar gera kröfu til, með allsherjaratkvæðagreiðslu lýst yfir þeim vilja sínum, að þeir yrðu áfram hluti af Austur- ríki. Þessu verður ekki breytt, sagði Renner, enda er rjettlætið okkar megin í málinu. • • HITLER. Dr. Renner vakti athygli á því, að Hitiler hefði jafnan leitast við að afsaka yfirgang sinn með ým- iskonar innlimunarkröfum, ekki ósvipuðum þeim, sem Júgósavar nú bera fram. Hann hefði þannig haldið því fram, að þýsk þjóð- arbrot í öðrum löndum ættu kröfu á því, að verða hluti af Þýskalandi, enda þótt Þjóðverjar væru í litlum meirihluta eða jafn vel í minnihluta á sumum þeim landsvæðum, sem hann heimtaði yfirráð yfir. Þetta leiddi að lok- um til heimsstyrjaldarinnar síð- ari og allra þeirra hörmunga, er henni fylgdu. • • ÁSKORUN. Renner lauk ræðu sinni með því að lýsa yfir, að Austurríkis- menn sjeu staðráðnir í að berjasti gegn öllum breytingum á landa- mærum þeirra, frá því sem þau voru áður en Hitler innlimaði Austurríki. Hann skoraði því á Júgóslava, að falla frá landakröf um sínum og leggja í þess stað höfuðáherslu á að treysta vin- áttu og samvinnu Austurríkis og Júgóslavíu. BERLIN — Þakið á Palmet leik húsi í Berlín hrundi nýlega. Til- kynning var gefin út skömmu síðar um að 13 hefðu látist og 40 slasast alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.