Morgunblaðið - 10.10.1948, Side 8

Morgunblaðið - 10.10.1948, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. okt 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, irmanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Nýtt varðskip — Nýtt skipulag landhelgis- gæslunnar FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt að ríkisstjórnin hafi nýlega undirritað samning um smíði á nýju varðskipi og björg- unarskipi fyrir íslendinga. Á þetta skip að verða 650 rúmlestir að stærð, hraðskreitt og vel búið. Það er ástæða til þess að fagna þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Hún mátti heldur ekki koma mikið seinna. Það er hreint hneyksli, sem núverandi ríkisstjórn á að vísu ekki fyrst og fremst sök á heldur margar fyrrverandi ríkisstjórnir, hversu landhelgisgæslan hefur verið vanrækt undanfarin ár. í þeim málum hefur þróunin verið gjör- samlega öfug. Skipakosti landhelgisvarnanna hefur stöðugt verið að hraka. í raun og veru er nú aðeins eitt skip til, sem hæft sje til gæslunnar, þ. e. a. s. Ægir. Önnur skip, sem til hennar eru notuð eru vjelbátar, sem segja má að sjeu vita gagnslausir enda aðeins hafðir við þessi störf til þess að sýnast. Niðurlægingarsaga landhelgisgæslunnar hefur verið rak- in svo oft og svo nýlega hjer í 'blaðinu að það er óþarfi að endurtaka hana nú. En um leið og fagnað er smíði hins nýja og fullkomna varðskips verður enn á ný að árjetta þá kröfu að sjeð verði í framtíðinni fyrir skynsamlegri stjórn landhelgisvörslunnar. Sá háttur er eins og kunnugt er hafð- ur þar á nú að yfirstjórn þessara mála er í horninu sjá sam- göngufyrirtæki, sem ekkert tóm hefur til þess að sinna henni þótt þeir menn, sem því stjórna sjeu allir af vilja gerðir til þess. Það á að breyta þessu. Yfirstjórn landhelgisgæslunnar á að vera í dómsmálaráðuneytinu í höndum sjermenntaðs manns undir yfirumsjón dómsmálaráðherra, sem er æðsti maður laga og rjettar í landinu. Landhelgisgæslan er dómsmál en ekki menntamál þó hún heyri nú undir menntamálaráðherra. Það er bókstaflega hlægilegt og raunalegt í senn að slíkur háttur skuli vera á hafður. Þeirri mótbáru hefur verið hreyft að umrædd brevting á stjórn landhelgisgæslunnar mundi kosta aukin fjárútlát fyrir ríkið. En það er hreint yfirvarp. Rekstur varðskip- anna þarf ekki að verða dýrari undir stjórn sjerstakrar deildar í dómsmálaráðuneytinu en Skipaútgerðar ríkisins, sem rekin er með miljóna tapi árlega. Hann hlýtur auk þess að koma að betra gagni ef stjórn löggæslunnar er í höndum sjermenntaðra manna, sem hafa það hlutverk eitt að sinna henni. Sannleikurinn er sá að íslendingar hafi ekki lengur efni á að reka löggæsluna á hafinu við strendur landsins með þeim hætti, sem þeir hafa gert undanfarin ár. Merkileg tilraun TILRAUN StJ, sem Flugfjelag íslands hefur gert í haust með Ioftflutninga á afurðum bænda í Öræfum og nauðsynj- um þeirra hefur gefist svo vel að hún er þess virði að henni sje veitt athygli. Ein af Dakotaflugvjelum fjelagsins hefur á skömmum tíma farið 13 ferðir milli Reykjavíkur og Fag- urhólsmýrar og flutt rúmlega 63 þús. kg. af vörum til og írá hjeraðinu. Öræfin eru ein afskektasta byggð á Islandi. Bændur þar hafa átt í miklum örðugleikum með að losna við afurðir sinar og fá nauðsynjar sínar. Loftfiutningarnir hafa skip- að þeim stóraukið hagræði. Verður að telja líklegt að þeim verði haldið áfram framvegis. En þessi tilraun með vöryflutninga í lofti bendir langt áleiðis um not af flugferðum hjer á landi í framtíðinni. Hing- að til hafa flugvjelar fekki verið notaðar hjer til annars en farþegaflutninga. Hafa þeir flutningar vaxið hröðum skref- um hin síðari ár. Én nú er að því komið að tekið verði að nota flugvjelar til vöruflutninga. Er ekki ólíklegt að það geti reynst mjög hagkvæmt þar sem sjerstaklega stendur á. I/íhvem ikrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ljelegir þjónar ÍSLENDINGAR eru yfirleitt slæmir veitingaþjónar. Hvort þessi staðreynd verður talin til þjóðar kosta, eða lasta, sltal ó- sagt látið, en oft er hún baga- leg fyrir -veitingahúsgesti, sem ættu að fá þá þjónustu, sem þeir eiga kröfu til, því hjer er greitt fyrir þjónustu í ekki minna hlutfalli við veitinga- verð, en tíðkast annarsstaðar, þar sem þjónusta er góð, eða ágæt. Veitingaþjónsstarfið er vanda samt starf og víða um lönd, þar sem veitingahúsmenning er komin á sæmilega hátt stig, er krafist la^igs náms af þjónum. Góðir þjónar hafa ágætar tekjur og víða þess betri, sem þeir eru iiprari og þægilegri í viðmóti. *-Jeg hefi átt tal um þetta við reynda veitingaþjóna og þeim ber saman um að hjer vanti veitingaþjónaskóla og að meiri krpfur verði gerðar til mentunar veitingaþjóna og hæfni, en nú er alment gert. • Ohreini þjónninn TILEFNIÐ til þessara hug- leiðinga er brjef, sem kom í gær frá „kaffikarli". — Hann kvartar sáran yfir framkomu og þó sjerstaklega-útliti veit- ingaþjóns i einu veitingahúsi bæjarins. Hann var í svörtum samkvæmisfötum, en þau glöns uðu af óhreinindum. Skórnir hans höfðu augsýnilega ekki kom.ist í kynni við skósvertu nje bursta svo vikum skifti o.s. frv. Brjefritari hvaðst hafa kvartað undan því, að honum var ekki borinn ostur með brauðinu, sem hann þó hafði pantað og er hann benti þjón- inum á það svaraði sá óhreini: „Ha, pöntuðu þjer ost?“ Með það fór hann og kom aftur eftir nokkuð langan tíma með ostinn, en ekki eitt afsökunarorð. • Brauðkrílin og hnífapörin KAFFIKARLINN heldur svo áfram að lýsa þjóninum og hvernig hann fór að er hann var að leggja á borð. — Hann tók brauðkrílin með berum höndunum og setti þau á sinn stað á diska á borðinu og hnífa- pörin fór hann eins með. Skeið arnar fitlaði hann við og var þá ekki að gera sjer rellu útaf því, þótt hann snerti þær með berum höndunum og sömu sögii var að segja um gafla og hnífa. Þetta þótti kaffikarli ógeðs- legar aðfarir og bað mig bless- aðar. að minnast á þetta. Hann vildi að jeg nefndi veitingahús- ið með nafni, en það er varla rjett., að taka eitt veitingahús undan í þessum efnum, því á- líka aðfarir eru svo altof al- gengar hjer á landi til þess, að hægt sje að tala um undantekn- ingar. Mikið eftir að læra ÞAÐ er alveg rjett hjá brjef- ritara, að við eigum mikið eftir að læra hvað snertir veitinga- menningu, ef við þá lærum hana nokkurntíman. Ep jeg veit að mörgum veit- ingaþjóninum, sem fengið hafa tækifæri til að læra sitt fag, leiðist hve aumt ástandið er hjá okkur og vilja bæta úr með því að veita ungum mönnum, sem vilja leggja fyrir sig veitinga- þjónsstörf, tækifæri til að kynnast faginu í góðum skóla. Hjar vantar tilfinnanlega mat- sveina- og veitingaþjónsskóla. Einu sinni var talað um að hafa slíkgn skóla í Sjómannaskólan- um og einhverjar ráðstafanir hafa verið gerðar til að undir- búa þá deild. En á einhverju hefur strandað, því miður. • Hreinasta list TIL gamans má geta þess, að oft hefi jeg sjeð veitingaþjóna erlendis koma fram af mestu sniJ;1 og jafnvel list. Einu sinni var mjer starsýnt á þjón, sem var að skera niður steikta önd fyrir gesti á erlendu veitingahúsi. Það voru nú hand bxögð! Og viss er jeg um, að þjónn inn vissi meira um fugla, en það sem menn læra alment í skól- um. Um prúðmannlega fram- gön"u og kurteisi í hvívetna hjá veitingafólki ásamt þrifn- aði þarf ekki að ræða. — Það er pokkurn veginn hægt að segja um það hvað eru bestu veitjngahúsin á hverjum stað eftir framkomu þjónustufólks- ins. • Onnur hlið málsins EN svo er og önnur hlið á veitingahúsmenningunni, en það eru gestirnir. Ef hægt er að segia, að íslenskir þjónar sjeu ljelegir, þá er hitt ekki síður rjett. að íslenskir veitingahús- gestir eru slæmir gestir oft á tíðu.m. Þeir geta verið heimtufrek- ir, hrokafullir og umgangast þjónustufólk, eins og það sje skör lægra sett en gestirnir. Vitanlega er slík framkoma ekkf^-t annað en skortur á hátt- vísi og stafar af því, að veit- ing?hús eru tiltölulega ný á ís- landi. Skal ekki farið út í þá sálma frek.ar að sinni. • Nafn á Kefla- víkurgistihúsið FYRIR nokkrum dögum var vikið að þvi lítillega og pins og á milli sviga, að það mundi ekki vera búið að velja gistíhúsinu nýa í Keflavík neitt nafn. Jeg bjóst ekki við þeim mikla á- huga hjá lesendunum, sem kom ið hefur ffam. — Fjölda mörg brjef hafa borist með tillögum um nafn og þótt þessir dálkar hafi ekki neitt umboð til þess að ákveða nafn á þenna stað, þá ætti ékki að saka, þótt gerð- ar sjeu tillögur. Meðal nafna, sem stungið hefur verið upp á eru: Thule, Keijir, Frón, Hof, Höfn, Ey- land. Þ-;ð gerði ekkert til þótt fleiri uppástungur bærust. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . iiiiiiiiiiiiininiiimmininiiiRuainiiiiMiiiiiiiiiiiiiHuiiiinHBHMmaMDMMMaiMMnaBH Fagerholm ræðir rógburð finskra kommúnista. FAGERHOLM, forsætisráð- herra Finna, hjelt í byrjun þessa mánaðar ræðu i finska þinginu og var það fyrsta ræða hans síðan þingið kom saman. Vjek hann nokkuð að störfum kommúnista í innanríkismálum Finnlands og einnig verkum þeirra í þeim málum, sem við koma sambúðinni við Rússa. Forsætisráðherrann sagði m. a.: Ríkisþingið getur ekki sætt sig við að horfa steinþegjandi á, hvernig fólkdemókratarnir (kommúnistar), gerast sekir um það hvað eftir annað að reyna að skaða föðurlandið, í ilskp sinni yfir þvi að „stjórn- málakænska" þeirra olli því, að enginn flokkur vill eiga stjórnarsamvinnu við þá leng- ur. • • TIL AÐ SVERTA STJÓRNINA „Allir heiðarlegír menn hljóta að sjá að áróðurinn um að ný stefna hafi verið tekin upp í utanríkismálum, fjand- samleg Sovjetríkjunum, er lýgi _ rrá rótum og markmiðið með þvi er eingöngu að sverta stjórnina. Það er að vísu sjaldgæft að ráðist sje á stjórnina fyrir sam- skipti hennar við Rússa, en dag lega birta kommúnistísku blöð- in f jarstæðukendar kjaftasögur á fremstu síðum, sem aðeins geta. gegnt því hlutverki, að skaða þjóðina út á við. í ágúst- mánuði birtist í kommúnista- blaðinu Työkansan Sanomat skýrsla um það, að hinn nýi dómsmálaráðherra í stjórninni hefði sem saksóknari við rjett- inn í Ábo á styrjaldarárunum krafist þess, að allir meðlimir Sovjetvinafjelagsins skyldu handteknir og dæmdir í þunga hegningu. Viku síðar var frjett in lesin upp í útvarpi í Moskva í nokkuð breyttu formi, Forsæt isráðherrann lýsti því yfir, að Suontausta dómsmálaráðherra, hefði aldrei verið saksóknari í Ábo, heldur væri það bróðir hans. Þannig hefði kjaftasagan orðið til. • • SALLÁ OG PORKALA Fagerholm mintist í ræðu sinni á orðsendingu þá, sem rússneski sendiherrann hefði afhent stjórninni, varðandi Sallaj árnbrautina og ólöglegar ferðir skipa um Porkalasvæð- ið. Kommúnistar hafa haldið því fram, að með orðsending- unni um Sallabrautina hafi Rússar sýnt andúð sína á hinni nýu finsku stjórn, en Finnar vilja eins og á stendur nú ekk- ert síður en að vekja andúð Rússa. Fagerholm sagði, að eng inn vitiborinn maður gæti skil- ið Salla-orðsendinguna sem andúð og sama væri að segja um Porkala-orðsendinguna, sem mest kæmi við fráfarandi stjórn, þótt núverandi stjórn tæki það til athugunar. • • FINNLAND Á EKKI í LEYNIMAKKI Kommúnistablaðið Työkans- an Sanomat skýrði nýlega frá því, að Fagerholm hefði átt langar viðræður við bandaríska sendiherrann í Helsingfors og hjelt því fram, að þar væri eitt- hvað leynimakk á ferðinni. — Fi amh. á bLí. .11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.