Morgunblaðið - 10.10.1948, Side 14

Morgunblaðið - 10.10.1948, Side 14
u MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. okt. 1948. {jpnHföTi» i m iibi m ■•■■■■■■«» o o a o o o o o a m a alaijnfiMi ■ ■ ■ ■■’■'■ ■!■ ■"■ ■■■■■. OTíJÖQÍOICilCO'^SMÍ* «■■■■■*■■■«■■■■■■*■■■■■■■ ■ PILSVARGUR iJTti u a'n u u ■«■■'■■■■■■■■■ ® t*» a ® ““ n ° n ® Henni varð litið í augun á ílú Olifant og í sömu svipan varð henni það ljóst að frú Oli- ■fant vissi það að hún elskaði 4?eter, og að hún hafði altaf vitað það, jafnvel áður en Janet gerði sjer sjálf grein fyrir því. Henni lá við að reiðast, en hún fann að það var ástæðulaust. -JEkki gat frú Olifant gert að =t>assu. Eftir dálitla umhugsun •sagiji hún svo að það mundi t*es| fyrir sig að leita sjer at- vinnu. „Ertu enn að hugsa um það að yfirgefa mig?“ ,,Já, jeg hefi altaf verið að hugsa um það. Þegar þau Pet- cr og Fern koma heim þá verð- ur mjer ofaukið hjer. Og þá er betra fyrir mig að reyna að ■koma mjer fyrir annars staðar“. „Þú mátt ekki fara“, sagði frú Olifant alvarlega, „Gerðu t»að fvrir mig að vera kyr“. „Hvers vegna?“ spurði Janet. „Jeg veit að þetta er eigin- girni úr mjer. En jeg er að hugsa- um Fern“,- „Hún hefur Peter“. „Hún þarfnast þín líka“. „Það fæ jeg ekki skilið. Ef jeg væri nýgift manní, sem jeg elskaði, þá vildi jeg helst af öllu vera ein með honum“. „Biddu mig ekki um neinar skýringar og taktu mjer það ckki illa upp þótt jeg hugsi fyrst og síðast um Fern. Hún t>'arf á þjer að halda. Jeg full- vissa þig um það. Gerðu það henna-r ■,vegna- ;að fara 'ekki hjeðan“. „Fyrst þú segir þetta, frænka, þá' skal • jeg vera kyr“, sagði Janet dauflega. Hún lagði frá sjer bókina og reis á fætur. „Jeg sje að Henry líemur með frú Probert þarna út úr lesstofunni", hvíslaði hún. ,,Ef það er ekki þjer á móti skapi þó ætla jeg að forðast hana, þvrað jeg nenni alls ekki að tala við hana og þoli það ckki, því að hún leitar að dul- >«ni menningu á bak við hvért orð, sem maður segir“. ■ Janet og Bob Elder höfðu ek- ið út. á land og snætt miðdegis- verð í veitingahúsi þar. — Þau höfðu fengið þar silung og jarð arber og sátu úti á verönd. rjett við foss. A eftir fengu þau sjer kaffi og vindlinga. Það var orð- >ð svo dimt að þjónninn kveikti Ijós í keri á borðinu hjá þeim. Hjer var svo viðkunnanlegt að þau vildu dvelja sem lengst, en auðvitað urðu þau þá að aka hraðara á heimleiðinni. Foss- *nn niðaði rjett við eyrun á t*eim og rökkrið var hlýtt og «otalegt, og Ijósið var hæfilega hjart til þess að þau sæu hvort framan í annað. En í rökkrinu sýndust þau borðin vera langt ; burtu. ,,Við höfum nú talað um bæk ur og málverk og músik“, sagði Eob. „Og mat og drykk“, bætti Janet við í spaugi. Hann tók um hönd hennar. „Qg nú skulum við tala um okkur sjálf“, sagði hann. Hún horfði beint framan í hann. Hann var talsvert eldri on hún. líklega kominn undir fertugt, hugsaði hún. En hann liafði farið vel með sig. Hann hafði hvergi safnað vott af fitu, en hárið var aðeins að byrja að grána í vöngunum. Sviþur hans 12. dagui bar vott um að hann vissi hvað hann vildi og var vanur því að fá sínu framgengt. — Þó voru augu hans blíðleg og einlægleg. Og brosin hans voru skemtileg. „Það er fátt af mjer að segja“, sagði hún. „Þú veist að jeg er einstæðingur. Þú þekkir frænku mína og fóstru. Jeg á ekki aðra ættingja að undan- teknum föðurbróður, sem jeg hefi ekki frjett neitt um í mörg ár. Fóstra er ekki hrifin af hon- um. Hann er einn af þessum veltandi steinum, sem aldrei geta safnað mosa. Jeg held að hann sje kvæntur, en þó veit jeg bað ekki. Annars hefur þú verið nágranni okkar og veist hvernig ævi mín hefur verið“. „Jeg veit líka hvernig hún gæti orðið“, sagði hann. „Já að jeg fengi rjettar bæk- ur, málverk og músik?“. „Og rjettan mann“, sagði hann blátt áfram. Hann slepti hönd hennar og lyfti glasi sínu, sem þó var tæmt. „Jeg býst við að þú hafir heyrt söguna um Lorna og mig?“ sagði hann. „Jeg hefi ekki heyrt annað en ykkur hafi komið saman um að skilja“, sagði hún. * „Það gekk alt vel í byrjun hjá okkur“, sagði hann. „Þá urðum við að hafa okkur öll við að láta tekjur og gjöld mæt- ast, og það var gaman. En við þoldum það ekki að verða rík. Jeg .held að það hafi verið vegna þess að auðæfin bárust okkur svo skyndilega. Við höfðum fyrst ekki nema sextíu dollara á viku, en svo gerði jeg smá- uppjíötvun — og hún var þús- unda virði. Það er skrítið að hún skuli nú þegar vera orðin úrelt. En hún kom undir mig fótunum. Svo fann jeg upp fleira, og peningar streymdu að mjer. Jeg vann nótt og dag til þess að kcrra öllu í kring með framleiðsluna“. „Það hefur verið erfiður tími fyrir Lorna“. „Jú, ætli jeg viti það ekki. Hún hafði ekkert að gera, en hún lærði fljótt að nota tímann. Og begar við áttuðum okkur þá komumst við að raun um að við vorum komin sitt á hvora hyllu. Það var hvorugu okkar að kenna sjerstaklega“. „En ef þið hefðuð átt börn?“ „Við heldum að við mættum ekki leyfa okkur það á meðan við höfðum ekki nema sextíu dollara á viku. En svo gerðist þetta alt í fljúgandi fartinni“. Hann skelti glasinu á borðið. „Það sem jeg vildi segja, Janet, er þetta: „Jeg hefi hlaupið af mjer hornin og jeg mun ekki gera sama glappaskotið aftur“. Janet gat engu svarað. Hún fann að bónorðið var að koma. En hún var ekki viðbúin að svara því. „Jeg er ekki fimur að koma orðum að því sem mig langar til að segja“, sagði Bob og horfði beint framan í hana. — „Jeg vil ekki vera nærgöngull, en mig langar til þess að þú vitir það að jeg elska þig. Og ef þú vilt giftast mjer þá mun jeg verða hamingjusamasti maðurinn undir sólinni“. „Seg^u ekki meira, Bob. Jeg get ékki svara'ð þjer núna, þú verður að gefa mjer umhugs- unarfrest“. „Þú segir þá ekki blákalt nei?“ Hún brosti. „Engin stúlka með fuilri skynsemí mundi hafna þjer svo hiklaust. Og það get jeg sagt þjer að mjer geðj- ast vel að þjer“. ,-Þú hefur þá ekki neitt á -móti því að umgangast mig á meðan þú ert að hugsa þig um?“ „Hún hikaði ofurlítið. ,,Þú mátt þá ekki elta mig’ á röndum“, sagði hún. A leiðinni heim voru þau alveg eins og þau áttu að sjer að yera. Þau spjölluðu um alt milli himins og jarðar, nema ■ einkamál sín. Morguninn eftir borðaði Janet snemma og ók svo til þorpsins til bess að fara í búðir. Hún kom heim aftur um ellefuleyt- ið. Henry sagði henni þá að Mr. Elder hefði hringt tvisvar sinn- um frá New York og ætlað að finna hana. A meðan þau voru að tala um þetta hringdi síminn enn. Ski’ifstofustúlka Bobs var í símanum og gaf Janet sam- band við húsbónda sinn. „Hvað er svo áríðandi að segja að þú þurfir að hringja svo oft til mín?“ sagði Janet. „Það er fagurt veður í dag“. „Veit jeg það. Jeg er að koma heim. Það var því ekki nauð- synlegt að hringja oft til mín frá Nevv York að segja mjer það“. „Menn, sem ekki gera annað en það sem nauðsynlegt er, fara oft á mis við margt skemtilegt“, sagði hann. „En á svona fögr- um degi er yndislegt í garðinum mínum, Janet“. „Ætli það sje nokkuð yndis- legra en í öðrum görðum?“ „Já, og jeg vil að þú skoðir hann á meðan hann er fegurst- ur. Og í dag er hann upp á sitt besta. Má jeg ekki koma og sækja þig? Við getum snætt miðdegisverð heima hjá mjer eða annars staðar, ef þú vilt það heldur“. „Jeg skoðaði garðinn þinn 1 fyrrasumar“. „Þá varstu með mörgu fólki, og heldurðu að hann sýni sinn besta svip þá? Auk þess langar mig til þess að sýna þjer húsið mitt“. ,.-Teg get ekki borðað miðdeg- isverð með þjer. Jeg á að borða með þeim Debbie fóstru og frú Probert. En jeg skal drekka hjá þjer seinna; ef þú vilt það“. „Jeg legg þegar á stað og bý alt undir heima“. „Blessaður vertu, jeg kem ekki fyr en klukkan fimm“. „Komdu klukkan fjögur“. Hún hló. „Það er miklu betra fyrir þig að halda kyrru fyrir og hugsa um viðskiftin“. „Viðskifti? Hvað er nú það?“ sagði hann. Þegar samtalinu var lokið rakst Janet á póstkort til sín. Það lá á silfurbakka í fordyr- inu. A því var mynd af fiksi- bát í höfn. Hinum megin hafði Fern skrifað: „Hjúskaparlíf er dásamlegt" og á eftir voru fjög ur upphrópunarmerki. Engin fjögur orð hefðu getað sært Janet meira, en hún vissi að Fern hafði ekki skrifað þau til þess að særa. FÁTÆKI KLÁUS 8. H bví, að hann hefði stolið nje rænt peningunum, var honuffi loksins sleppt. En veslings Kláus hafði orðið að sitja heilt ár í fangelsi og á þeim tíma höfðu heimilisaðstæðurnar breyst, allt var kom- ið í mestu niðurníðslu, annaðhvort ey.tt eða eyðilagt, það voru hvorki til peningar nje vörur. Einasta og síðasta von hans var þriðji tinnusteinninn, sem hann hafði geymt í veggskápnum. Og nú var hann ákveðinn j'að nota peningana betur en áður. Hann ætlaði að flytja til annarrar borgar þar sem hann yrði ekki fyrir slíkri öfund og hatri og þar ætlaði hann að nota peningana á rjettan hátt. Eins og tvisvar áður fór hann með konu sinni að eldstæð- inu, kveikti þar upp eld og kastaði tinnusteininum á glóð- ina, um leið og hann sagði töfraorðin. Og þegar í stað kvað við hár brestur og kolin í stónni þeyttust í háaloft. Kláus og Gerða urðu dauðhrædd, en þegar ósköpin voru liðin hjá og þau litu í arininn urðu þau hissa á því að sjá ekki gull eins og venjulega. Það eina, sem þau lundu var gömul skósmíðanál og nokkrar ryðgaðar saum- nálar. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir þau. Kláus var ofsareiður yfir því, að álfakonungurinn hefði leikið á hann. Hann tók nálarnar reiddi þær hátt upp og kastaði þeim í gólfið. Hann langaði mest til að berja allt og alla. Gerða var eins reið, en ljet sjer nægja að ryðja iit úr sjer öllum verstu fúkyrðum, sem hún þekkti um álfakon- unginn og alla álfana. Það sljákkaði samt bráðlega reiðin í þeim og í stað þess kom samviskubitið. Gerða ásakaði mann sinn fyrir að hafa eytt peningunum til ónýtis og hann svaraði henni, að hún hefði verið eyðslusöm, löt og óhófssöm. Þau voru bæði mjög sorgbitin yfir allri þessarri ógæfu og settust að lokum mátf- vana niður á bekk og fór að skæla. Margir dagar liðu og það voru vissulega sultardagar, því að brátt var ekkert eftir af auði þeirra. Þau seldu allt sem þau áttu, sem var að vísu ekki mikið. jRíljtGr Frúrnar í heimsókn hjá mönnum sínum, sem voru svo ólánssamir að vera í steininum. ★ Samþykt hafa verið í Kan- ada lög, sem veita Indíánum þar í landi aukin mannrjettindi, þannig að þeir fá aftur „eld- vatnið“ og kosningarjett. Sam- kvæmt Indíánalögunum frá 1880 er Indíánum bannað að drekka eða kaupa brennivín og aðeins þeir, sem hafa þjónað í hernum hafa haft kosninga- rjett. Nú hafa aftur á móti ver- ið samþykt lög, sem eiga að „hjálpa Indíánum til þess að verða góðir borgarar". ★ — Pabbi segir að tóbaks- reykur drepi allar mölflögur. — Já, en hvernig á maður a'ð fara að fá mölflögurnar til þess að reykja? ★ Systirin heimsótti einu sinni bróður sinn, sem var ungur stúdent. — Heyrðu, sagði hann, jeg vil ekki að nokkur sjái þig hjer hjá mjer, og ef einhver bankar, þá verðurðu að fara inn í skáp- inn. Það íeið ekki á löngu þar til knúð var á dyr, og unga stúlk- an þaut inn í skápinn. Miðaldra maður kom inn. —■ Hann skýrði frá því að hann ætti nú heima í Ameríku, en væri hjer á ferðalagi. •— En þegar jeg var ungur stundaði jeg nám hjer við skólann, sagði hann, og bjó þá í þessu her- bergi. Hann hað um leyfi til þess að fá að lítast þar um og ryfja upp gamlar endurminningar. — Hjer er ekkert breytt, sagði hann. Sama gamla skrif- borðið, sama rúmið, sami ofn- inn og sami skápurinn. Hann opnaði skápdyrnar, og þegar hann sá stúlkuna sagði hann: — Sama gamla sagarf. — Þetta er nú raunar systir mín, sagði stúdentinn. •— Og sama gamla afsökunin, sagði Amerikaninn og farosti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.