Morgunblaðið - 20.10.1948, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. okt. 1948
»*■■■■■■■■
PILSVARGUR
Slzátdóaya eftir J/ameó iQonald
Þsð var þá frá föðurbróður
hennar, sem hún háfði ekki sjeð
síðan hún var séxi eða sjö ára
gömul. Og hún hafði aðeins
frjett frá honum • tvisvar eða
þrisvar allan þarfh tíma sem
hún hafði dvalist í Green Acres.
Seinasta brjeiið var skrifað frá
Cleveland, en brj'e'fið þar á und
an frá Detroit. f hæði skiftin
skýrði hann frá því að hann
hefði þá nýskeð stofnað verslun
og væri að rífá sig upp. Hún
hafði svarað brjefunum en ekki
feneið neitt brjef; i staðinn.
Þegar hún opnaði umslagið
duttu tvær ljós-myndir úr þyí-
Önnur var af manni, sem gat
verið stækkuð útgáfa af föður
hennar. Stóð hann í trjágarði
og helt um herðapnar á tveim-
ur vnglingum, dreng og stúlku.
Hin myndin var af harðlegri en
skrautlegri konu um þrítugt.
Sat hún á dyráþrepi og sömu
börnin sátu þar hjá henni. Aft-
an á myndirnar var skrifað að
þetta væri Walter föðurbróðir
hennar, Edna kona hans og
börn þeirra.
Hún helt myhdunum sinni í
hvorri hendi, vi'rti þær fyrir
sjer og reyndi að finna til skyld
leika vinsemdar með þeim, en
það tókst ekki. Þetta voru þó
einu ættingjarrrir sem hún átti
að undaneknum þeim frú Oli-
fant og Fern. Máðurinn var að
vísu mjög svipaðttr föður henn-
ar, en konan var henni með öllu
framandi. Og hálf leið á að
horfa á myndimar lagði hún
þær frá sjer. Það gat verið að
henni.gæti farið að þykja vænt
um þetta fólk ef hún kyntist
því, en hún gat ekkert um' það
dæmt af ljósmyndupum hvern-
ig það mundi Vera.
Svo braut Janet upp brjefið.
Hún sá út undan sjer að frú Oli-
fant gaf sjer gætur þótt hún
þættist vera að lesa í blaði. j
—■ Kæra Janet mín.
Þú verður sjálfsagt hissa á
því að fá brjef frá honum Walt
er frænda eftir öll þessi ár. —
Jæja, jeg er heldur ónýtur að
skrifa. En það er ekki sama
sem að við konan mín höfum
gleymt ykkur. Við minnumst
oft á þig og tölum um hvernig
þjer muni nú líða. En jeg þyk-
ist alveg viss um það að þjer
hefur liðið vel þarna hjá henni
frænku þinni í Connecticut.
Það hefur gengið á ýmsu fyr-
ir okkur, Meðan á stríðinu stóð
gekk fyrirtæki mitt ekki vel.
Jeg var dæmdur ófær til her-
þjónustu, en jeg lagði þó fram j
mitt lið og vann í hergagnaverk
smiðju, og jeg hefi aldrei á ævi j
minni lagt jafn hart að mjer,
en jeg huggaði mig við það að
nú yrði hver góður drengur að
vera þakklátur fýrir að fá að
vinna. Hún mágkona þín hefur (
sjerstaklega gott vit á verslun
og viðskiptum, og hún fekk at-
vinnu í skrifstofu og gekk ágæt
lega. En hún varð að segja upp (
því starfi þegar við fluttumst (
hin^að til Philadelphia, enda;
þátt firma henriar hafi utbú.
hjer og vilji ehdilega fá hana |
-— en einhver verður að hugsa
um börnin, og hjer er enga
hjálp að fá. Það er hart fýrir
hana með aðrar eins gáfur, að
þurfa að slíta sjer út á húsverk-
um, og svo er betra að fá kaup
fyrir tvo heldur en einn, en hún
er nú orðin miklu leiknari í
20. dagur
húsmóðurstörfunum heldur en
hún var fyrst. En hann frændi
þinn gamli hefur komist í sam-
bönd hjer sem gefa von um stór
kostlegan arð. Og jeg held að
það sje þetta sem jeg hefi verið
að leita eftir alla mína ævi.
Þetta er mjög efnilegt firma og
jeg hefi von um að geta orðið
forstjóri þess með tímanum.
Þegar við vorum búin að
koma okkur vel fyrir hjer fór
Edna mágkona þín að tala um
það að gaman væri ef þú heim-
sæktir okkur. Og það er ófært
að hún skuli ekki þekkja þig
og að blessuð börnin fái ekki
að kynnast henr*i fallegu
frænku sinni. Hvað segirðu um
það, Janet? Hvað segirðu um
það að koma hingað og dveljast
lengi hjá okkur? Þú getur reitt
þig á það að við skulum gera
alt til þess að dvölin verði þjer
sem skemtilegust.
Edna og börnin biðja kær-
lega að heilsa þjer.
Þinn elskandi föðurbróðir
Walter P. Graham.
Um leið og Janet hafði lesið
: brjefið lagði frú Olifant blaðið
frá sjer og þær litust í augu.
J „Það er frá Walter föðurbróð
ur“, sagði 'Janet og seildist í
kaffibollann sinn.
„Jeg þekti utanáskriftina“,
sagði frú Olifant. „Hvað vill
hann nú? Líklega ekki að biðja
um lán aftur?“
! „Hann biður mig að heim-
sækja sig“, sagði Janet. „En
hvað áttu við með því sem þú
sagðir? Hann hefur aldrei beð-
ið mig um lán“.
j „Hann bað mig um lán“,
sagði frú Olifant. „Það eru nú
sex eða sjö ár síðan“.
„Þú hefur aldrei sagt mjer
frá því“.
i „Það var þarflaust og hefði
ekki orðið til annars en valda
þjer gremju. Hann bað mig að
lána sjer työ hundruð dollara
— aðeins til bráðabirgða. Mig
minnir að 'hann lofaði að borga
það eftir tvo mánuði. En auð-
vitað hefur hann aldrei greitt
það“.
,,Og þú lánaðir honum pen-
ingana?“
,,Þú þarft ekki að setja upp
þenn.an undrunarsvip. Víst lán-
aði ieg honum þá, enda þótt jeg
vissi að jeg mundi aldrei fá þá
aftur. En jeg vonaði að það yrði
til bess að við frjettum ekki
meira af honum“.
„Þjer hefur altaf verið í nöp
yið hann?“
,,Mjer hefur altaf verið í höp
við óráðsíumenn“, sagði frú Oli
fant og rjettist í setinu.
..Heldurðu að þú þekkir hann
nó";t vel til þess að dæma hann
svo hart?“ sagði Janet, en frú
Olif'mt svaraði engu, leit að-
eins . nögt á hana og fór svo að
sm’-rja sjer brauð.
,.Jeg hefi stundum verið að
hursa um það hvort þjer sje
ekki í nöp við hann aðeins
vegrrT þess að hann er mjer
jafriskvldur og þú“, gloppaðist
upp úr .Tanet.
Frú Olifant hætti við að bíta
í brauðið.
,H''°rnig á jeg að skilja
þetta?“ sþurði hun. .
„Blátt áfram eins og það er
talað. því að ef Walter föður-
bróðir væri ekki, þá ætti jeg
engan að í heiminum nema þig
og Fern“.
„Nú, og svo?“
Hún starði svo alvarlega á
Janet að hún kafroðnaði og ósk
aðiþess með sjálfri sjer að hún
hefði aldrei minst á þetta. Það
var heimskulegt. Og hún var í
stökustu vandræðum með hvern
ig hún ætti að snúa sig út úr
þessu. ^
„Jæja?“ sagði frú Olifant og
lagði mikla áherslu á þetta eina
orð.
„Mjer hefur oft fundist að þú
vildir helst að jeg ætti engan
að nema ykkur“.
„Á jeg að skilja það svo að
þú hafir haldið að jeg vildi
hafa þig alveg út af fyrir okk-
ur Fern?“
„Það hljómar dáh'tið kjána-
lega þegar það er sagt með orð-
um“.
Frú Olifant þerraði munninn
á sjer með pentidúknum.
„Hann hefur þá alt í einu
fundið til þess að það væri gam
an að hafa þig hjá sjer“, sagði
hún. „Og þjer þykir vænt um
það?“
„Hann á tvö börn og þau eru
nánustu ættíngjar mínir. Mig
langar til að kynnast þeim“.
„Hann hefur ekki hugsað
mikið um þig fyr en nú. Manstu
nokkuð eftir því þegar faðir
þinn dó?“
„Jeg man að jeg grjet mikið,
og fanst jeg ein og yfirgefin í
marga daga“.
■ „Þá var það að jeg ljet senda
þig til mín. Hvernig heldurðu
að ieg hafi frjett um hvernig
komið var fyrir þjer? Ekki
hafði jeg haft neitt samband
.við föður þinn í mörg ár“.
„Jeg býst við því að konan
sem við bjuggum hjá hafi skrif-
að bjer“.
„Hún hafði aldrei heyrt mín
getið. En hún skrifaði Walter
föðurbróður þínum. Hann svar-
aði ekki brjefi hennar — hann
sendi það til mín“.
„Hann var ungur á þeim ár-
um og hefur máske ekki treýst
sjer til að taka að sjer þrettán
ára telpu“.
„Hann var ákveðinn í að
komast hjá því að skifta sjer
af þjer“, sagði- frú Olifarit.
„Það er alt og sumt. Og eftir
að hann sendi mjer brjefið
hvarf hann gjörsamlega. Það
liðu mörg ár áður en hann Ijet
svo lítið að grenslast eftir því
hvað um þig hefði orðið. Ef
nokkur ærleg taug hefði verið
í honum þá hefði hann ráðgast
um við mig og ekki Ijett fyr
en hann hefði sjeð þjer farborða
Honum bar siðferðileg skylda
til bess að gera allar hugsan-
legar ráðstafanir þín vegna“.
„Jeg get ekki ásakað hann
eftir öll þessi ár“, sagði Janet
og brosti framan í frænku síria.
„A hinn bóginn skal jeg aldreí
gleyma því sem þú hefur gert
fyrir mig“,-
„Væri jeg sem þú. Janet, þá
mundi jeg ekki svara þesju
brjefi“.
Janet hristi höfuðið.
„Þannig get jeg ekki farið að
ráði mínu“, sagði hún. „Satt að
segja hefi jeg afráðið að þiggja
heimboðið. Mig langar til þess
að sjá föðurbróðir minn aftur
og mig langar til þess að kynn-
ast frændsystkinum mínum“.
Kenni
rúmteikningu, flatateikn-
ingu, fagteikningu og
reikning.
Kristján Einarsson,
Freyjugötu 37, bakhús.
Til sölu
sjerlega falleg kristals-
kanna og fjögur samstæð
glös. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir kl. 6 í kvöld,
merkt: „Kristall—192“.
Til leitju
suðurstofa í Karfavog 11,
kjallara.
Hafnarfjörður
Söngfólk vantar í kirkju-
kór Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði. Uppl. á Öldugötu
2 milli kl. 7—8 e.h., sími
9357.
Svört
Kamgarnsföf
á stóran fermingardreng
og fermingarkjóll á háa
og granna stúlku, til sölu.
Uppl. eftir kl. 5 í dag í
bragga no. 7 við Sölvhóls-
götu.
iuiiiiin«iiHmi»mwnri»iHBimn
BráðahirgðaíbúÖ
Braggi eða íbúðarskúr ósk
ast til leigu eða kaups. —
Tilboð, merkt: „V. B. 1000
—195“, sendist Mbl. fyrir
föstudagskvöld.
iiuiiimiininiiiiiiiiiiiiinHiiiiiNiiHMHniimiii
Hreingern-
ingarkona
óskast. Upplýsingar í síma
6482.
om»mimimiiiimmmm***H*mmmmi»mnmMi
Herbergi
Reglusaman bókara vant-
ar-gott herbergi, sem næst
bænum. Sendið, vinsamleg
ast tilboð, merkt: „Gott
herbergi—194“, til afgr.
blaðsins fyrir laugardag.
fiiiiiimmmnsniHininHRimmnmMRaiminieHmi
Rafvirkjar
Ungur, reglusamur mað-
úr, óskar eftir atvinnu.
Er vanur allskonar raf-
magns- og radio-teknik.
Einnig startara- og dina-
mó-viðgerðum. Minna bíl-
próf Tilboð sendist blað-
inu fyrir föstudagskvöld,
merkt: „Rafmagn 608—
193“.
Notuð íslensk
Frímerki
keypt hæsta verði.
Verslunin Hverfisgötu 16.
Mjög vandaður
Klæðaskápar
lítið notaður til sölu.
Húsgagnaverslun
Ólafs Guðbjartssonar
Laugaveg 7.
■niimiHiiiiiiiiHHmiimimiiRiiiiiiii«mmmmi<*n
Herbergi
til leigu í Bólstaðahlíð 3
kjallara. Aðeins fyrir ein-
hleypan reglusaman mann.
3 3
Góð stofa
I óskast
| í'mið- eða vesturbænum.
1 Há leiga, — Uppl. í síma
I 7000.
s
Í OIIIIIIIIHHHIHHHHHHHIHIIIimiSHHIHHHHHHHtl
Bljóðfæri
I . Allskonar viðgerðir á
; strengjahljóðfærum. Setj-
: um hár í boga. Hreinsum
i og stillum píanó. Sími
i 4721. .
Hljóðfæravinnustofan
Vesturgötu 45.
• nttuiitiiimiiiimniimmiiimmiiiiNiiitiiKiiiifim
Skrifsíofuherkergi
sem næst miðbænum ósk-
ast hið fyrsta. — Tilboð
merkt: „Á götunni —196“
sendist blaðinu.
iiHHinimimn> I
Til sölu
. Stofuskápar, tvær gerðir,
Klæðaskápar, tvær gerðir,
Kommóður, fjórar gerðir,
Borðstofustólar, 3 gerðir,
Skrifborð, tvær gerðir,
Borð, ýmsar gerðir,
Dívanar,
Armstólar,
Blómaborð og margt fl.
VERSLUNIN ELFA
Hverfisgötu 32. Sími'5605.
■urMHmHHHiHiHiiiiiHiiiiiiHiiiiiiiiimimrrfmm
Jeppafelgur
Tilboð óskast í 4 jeppa-
felgur á gúmmíum. Þeir
sem vilja sinna þessu leggi
nöfn sín og heimilisföng á
afgreiðslu blaðsins fyrir
25. okt. merkt: „Tækifæri
320 — 198“.