Morgunblaðið - 21.10.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1948, Blaðsíða 1
16 síður ?-5. árgangw 248. tbl. — Fimtudaginn 21. október 1948 PrentsmiSj i Morgunblaðsini Gyðingar sækjasi effir lífi hans iAuknar viðsjár í Frakklandi -s> EFTIR VIG Bernadottc greifa er íeiðtogi Araba, Glubb Pacha, | cvinur hermdarverkamanna Gyðinga nr. 1 og hafa þeir svarið, ( að þeir skuli myrða hann. Hier á myndinni sjest Glubb Paeha með konu sinni og dóttur, en þau voru nýlega á ferð í Frakk- landi, þar sem myndin var tekin. Frá þingi S.Þ.: Sfjónimálanefndin iresfar umræðum um Palestínu-deilunu Skorar einnig á sfórveldin að finna var- anlega lausn é kjarnorkumálinu París í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. STJÓRNMÁLANEFND S. Þ. samþykkti á fundi sínum í dag eð skora á stórveldin fimm og Kanada að róa að því öllurn árum áð komast að varanlegu samkomulagi um eftirlit með kjarn- orkunni. — Síðan var samþykkt að fresta umræðum um skýrslu Bernadotte greifa um Palestínumálið og ræða í stað þess til- lögu mexikanska fulltrúans, þar sem hann fór þess á leit að stórveldin gerðu enn ítrekaðar tilraunir til þess að jafna deilu- málin og koma á fót varanlegum friði í heiminum. Harðar umræður. ^ Allharðar umræður urðu innj an nefndarinnar áður en sam- þykkt var að ræða tillögu mexikanska fulltrúans og stóðu 1 þær yfir í þrjár klst. Fulltrú- ar Rússlands og annara Aust- ur-Evrópuþjóðanna kröfðust þess að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna gæfu fullnægj- andi skýringu á því, hvers- vegna þeir vildu fresta umræð- unum um Palestínu-málið. — Eftir nokkurt þóf var síðan sam- þykkt með 35 atkv. gegn 9 að ræða tillögu Mexíkó, en 10 sátu hjá. WASHINGTON — Rússar hafa neitað að afhenda Bretum og Banda ríkjainönnum tólf orustuskip úr ítalska fljtanum. Segjast þeir ekki láta skipin af hendi fyr en þeir hafi fengið þí® scm þeim ber. Nýr sendiherra Svía í Bandaríkj- unurn Washington í gærkvöldi. HINN NÝI sendiherra Sví- þjóðar í Bandarkjunum afhenti Truman forseta embættisskil- ríki sín í Hvíta húsinu í dag. Við það tækifæri ljet sendi- herrann svo ummælt að Svíar myndu vinna eftir megni, á- samt öðrum Evrópuþjóðum, að viðreisn Evrópu. Truman for- seti kvaðst sannfærður um að Svíar myndu hafa nána sam- vinnu við Bandaríkin um að efla heimsfriðinn. — Reuter. Fjögur vilahús lek- in í notkun VITAMÁLASKRIFSTOFAN tilkynnir, að tekin hafi Verið í notkun fjögur ný vitahús við strendur landsins. Er hjer um að ræða eldri vita, sem fluttír hafa verið í ný hús og eru þeir pessir: Bjcrgtangaviti, yst á Látra- bjargi. Nvja húsið stendur á sama stað pg gamla vitahúsið og er 5.8 metra hátt grátt stein- steypt hús. Malahornsviti, norðanvert við Steingrímsf jarðarmynni, hefir verið fluttur í nýtt 3 metra hátt steinsteypuhús og ljóseinkenn- um vitans hefir verið breytt og sýnir nú hvítt, rautt og grænt leiftur á 15 sek. bili. Höskuldseyjarviti á Breiða- firði hefir verið fluttur í nýtt hús, sem er rjett austan við gamla húsið og er 7,2 m. hár hvítur turn. Ingólfshöfðaviti er nú í nýju húsi 7,2 m. háum hvítum turni. Þúsund verkamenn ráð- ast á hersveitir stjórn- arinnar Tjónið af verkfallinu orðlð tilfinnanlegf París í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ENN HEFIR komið til alvarlegra átaka milli franskra verka- rnanna annarsvegar og lögreglu og hers hinsvegar. Meira en eitt þúsund kolanámumenn, sem nú eru í verkfalli, rjeðust á her- sveitir stjórnarinnar á Loire-svæðinu í dag. Kom til harðra á- taka. — Margir særðust úr báðum flokkum. Lögreglan handtók 23 karlmenn og 5 kvenmenn. Ræddi við Molofov London í gærkvöldi. BRESKI sendiherrann Moskvu ræddi í dag við Molo- 1 tov, utanríkisráðherra Rússa, í tæpa klukkustund. Ekkert hef- l ur enn verið látið uppskátt um viðræðurnar. — Reuter. Jhorshöldi' stærsla hvalveiðimóður- skip í heimi í FYRRADAG var í skipasmíða stöð Burmeister & Wain, lokið smíði hvalveiðimóðurskipsins „Thorshöfdi“, sem er eign Norð raanna. Skip þetta er stærsta hval- veiðimóðurskip í heimi og með smíði þess, er hvalveiðiskipa- floti Norðmanna orðinn jafn- stór og hann var fyrir stríð. G. A. Rússneskir liðsior- ingjar Hýjg lnnd Segjasf vera pólitískir fiótlamenn Vínarborg í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÞRÍR RÚSSNESKIR liðsforingjar voru í flugvjel. sem fvrir 11 dögum lenti á flugvelli einum nálægt Linz á bandaríska her- r.ámssvæðinu í Austurríki. Tveir þeirra lýstu því yfir þegar þeir stigu út úr vjelinni, að þeir væru pólitískir flóttamenn og kváðust ekki mundu snúa aftur til Rússlands. 'i'Tilfinnanlegt tjón. Franski iðnaðarmálaráðherr- an ljet svo ummælt í París í kvöld, að stjórnin myndi ekki hefja viðræður við námuverka- menn fyrr en öryggisvörðunum hefði verið skipað að halda aft- ur til námanna. — Hann gat þess og að á þeim 17 dögum, sem liðnir eru síðan verkfallið hófst, hefði að öllu jöfnu átt að vera hægt að framleiða 2 milj. smál. af kolum. Tjónið af verk- fallinu væri því orðið tilfinn- anlegt fyrir frönsku þjóðina. Ummæli Duzuet. Ritari námumannasambands- ins franska, sem stjórnað er af kommúnistum, Victorin Duzu- et, skýrði blaðamönnum frá því í París í dag, að námuverka- menn myndu „berjast eins og ljón“, til þess að varðveita verk fallsrjett sinn. Hanri sagði, að öryggisverðir myndu ekki hverfa aftur til námánna fyrr en stjórnin hefði kalláð her- menn og lögreglulið brott það- an. Hann sagði, að nær allir franskir námuverkamenn hefðu hlýtt verkfallsskipuninni, nema fáeinir í Norðaustur-Frakk- landi, sem hefðu látið kúgast af hersveitum stjórnarinnar. Frá Ukraínu til Austurríkis. Liðsforingarnir flugu rúss- neskri hernaðarflugvjel. Þeir skýrðu frá því, að þeir hefðu fengið fiugvjelina til æfinga- flugs og lagt upp frá flugvelli einum í Ukrainu. Þeir hefðu verið búnir að fylla bensín- geyma vjelarinnar af bensíni og því ákveðið að flýja land ó- frelsisins. Pólitískir flóttamenn, Tveir liðsforingjarnir kváð- ust vera pólitískir flóttamenn, en sá þriðji, sagðist engan þátt eiga í flótta þessum, heldur hefðu þeir flutt hann nauðugan. Einn snýr aftur. Rússneski ræðismaðurinn í Linz fór þegar á fund liðsfor- ingjanna. Honum tókst ekki að telja ,,flóttamennina“ tvo á að snúa aftur heim, og munu þeir dvelja áfram á bandaríka her- námssvæðinu. Þriðji liðsforing- inn verðuf fluttur til Rússlands við fyrSta tækifæri. Forsætisráðherrar á fundi 1 . - London i gærkveldi. NIU forsætisráðherrar samveld islandanna bresku samþ. á lokuð um fundi, sem haldinn var hjer í London í dag, að vegna styrj- aldarhættunnar váeri nauðsyn- legt að korna á fót öflugum og vel þjálfuðum hersveitum. Með því móti einu væri hægt að fá þann, er hygði á árásarstríð, til þess að hætta við áform sin. Forsætisráðherarnir hjeldu fund þennan til þess að ræða hervarnir og varðveislu heims- friðarins. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.