Morgunblaðið - 21.10.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1948, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. okt. 1948 — vioreisnarsamningurinn Framh. af bls. 10.' að íslendingar láti stjórn Banda ríkjanna í tie gögn svo sjeð verði, hvort Islendingar standi við samninginn af sinni hálfu, hvernig þeir framkvæmi hann og verji fje samkv. honum og til undirbúnings þess, að við getum fengið áframhaldandi aðstoð samkv. samningnum frá Bandaríkjastjórn. Allt þetta er eðlilegt og óhjákvæmilegt frá sjónarmiði þeirra, sem á ann- að borð eru samningnum fylgj- andi og telja hann horfa til góðs. I VIII. grein kemur fram við- urkenning þess, að nauðsynlegt er, að almenningur fylgist sem allra best með framkvæmd samnings þessa í heild og ein- stökum atriðum og áhrifum hans á efnahagslíf þjóðarinnar og þátttökuríkjanna yfirleitt. Að sjálfsögðu er ráðgert, að Bandaríkjamenn þurfi að hafa sjerstaka sendimenn til þess að sjá um framkvæmd og fullnæg- ing samningsins af sinni hálfu og ræðir um þá og rjettindi þeirra í IX. gr. Þau rjettindi eru með sama eða svipuðum hætti og venjulegra diplomat- iskra sendimanna, svo sem siálf sagt er. Þessar sendinefndir Bandaríkjamanna eru í sumum löndum all-fjölmennar, eink- anlega í París, þar sem efna- hagssamvinnustofnun Evrópu á heima, og hugsanlegt er, að slík sendinefnd eða nefndir komi einnig hingað til lands- ins, en ennþá hefur ekki svo orðið, holdur hefur sendiráð Bandaríkjanna hjer eitt farið með þetta mál, og er íslenska ríkisstjói’nin mjög ánægð með þá skipan. Gerðardómur og gildistími. í X. gr. sbr. 9. tölulið fylgi- skjalsins, ræðir um rjett til að leggja- nánar tilteknar kröfur er ríkisstjórnir beggja land- anna taka að sjer fyrir gerðar- dóm, þ. e. a. s. alþjóðadóminn, eða annan dóm, sem samkomu- lag verður um. Þetta er gagn- kvæmt og skiptir vænt'anlega ekki miklu máli fyrir ísland, en berum orðum er fram tekið í 3. tölulið að hvorug ríkis- stjórnin muni taka að sjer kröfu samkv. þessari grein fyrr en hlutaðeigandi þegn heíur leit- að rjettar síns fyrir öllum þeim stofnunum og dómstólum, sem því landi, er krafan varð til í. XI. gr. samningsins fjallar um orðaskýringar og þarf ekki frekar um hana að ræða. Samkv. XII. gr. öðlaðist samn ingurinn gildi með undirskrift og á að vera í gildi til 30. júní 1953. Frá þeim tíma er hægt að segja honum upp með 6 mánaða fyrirvara. Fyrir þennan tíma er hægt að segja samningn um upp samkv. ákvæðum XII. gr. og kemur það til álita ef önnur hvor ríkisstjórnin telur meðan á samningstímabilinu stendur, að grundvallarbreyt- ing hafi orðið á höfuðsjónarmið um þeim, ,sem samningurinn byggist á. Getur hún þá til- kynnt það skriflega hinni ríkis- stjórninni og ráðgast þær síð- an við um málið. Ef samkomu- lag næst ekki innan þriggja mánaða frá því, að slík tilkynn ing kom fram, getur hvor ríkis- sttjórnin tilkynt hinni skriflega að hún vilji að samningur þessi falli úr gildi. Fellur hann þá úr gildi 6 mánuðum eftir að slík tilkynning um uppsögn hef ur farið fram, og með styttri fyrirvara ef samkomulag verð- ur um. V. gr. og 3. mgr. VII. gr. skulu þó halda gildi sínu þar til tvö ár eru liðin frá slíkri tilkynningu um uppsögn, þó eigi lengur en til 30. júní 1953, en samkv. framansögðu mun V. gr. hafa litla eða enga þýð- ingu varðandi Island. Ákv. IV. gr. haldast auðvitað þangað til búið er að ráðstafa fje því, sem lagt hefur verið til hliðar skv. gr. Samsvarandi ákv. eru um 2. mgr. III. gr. Rikisstjórnirnar geta og hve nær sem er breytt samningi þessum með samkomulagi sín á milli svo sem sjálfsagt er. tIIIIIIIIItlllllfIIIIIIIIIIiiiiii•IIIIIIIIIIIIIiiitIIIIIIIIIIIC m m Telpukápur SÓLV ALLABÚÐIN Sími 2420. 5 5 MlllllllllllllllllllllllllllllllIIlllllllIII111111111111111111111111|| 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Eitt til tvö herbergi og eldhús 1 óskast strax til leigu. Að- § eins tvennt fullorðið í | heimili. Uppl. í síma 3774 i í dag. i - Húsmæðraskólínn Framh. af bls. 2. dóttir, sem kennir kjólasaum, fröken Guðrún Jónasdóttir, er kennir vefnað, fröken Sigurlaug Björnsdóttir, er kennir þvotta og ræstingu og frú Sigríður Eiríks er kennir hjúkrun. Aðstoðarkennari í handavinnu og matreiðslu, er ungfrú Sig- ríður Gísladóttir. Forstöðukona kennir handa- vinnu á heimagöngunámskeiði. Skólastarfið fram undan. Forstöðukona sneri að lokum máli sínu til nemenda. I hvert skifti, sem nýr nemendahópur kæmi í skólann, fyndist sjer eins og væri verið að leggja af stað í langferð. Ýmsar torfær- ur væru á leiðinni og spurning- in um það, hvernig takast myndi að komast á leiðarenda, hlyti að vakna. En árangur skólastarfsins ylti mjög á því, að nemendurnir umgengjust hverjir aðra af lipurð og óeigin- girni. Lífið stefnir að kærleika og ef að þið ungu nemendur hafið það í huga í daglegri fram komu ykkar og umgengni þá þurfum við ekki að kvíða ferða lokum. Frú Hulda Stefánsdóttir sagði skólann síðan settan. — Síðan var sunginn sálmurinn Faðir andanna og lauk þar með skóla- setningarathöfninni. Fantt gimstein. BRISBANE, Ástralíu — Fyrir skömmu fann verkamannskona í Ástr alíu stóran safir-stein sem sjerfræð ingar segja að sje sá stærsti í heimi. Fann hún steininn skamt frá Emer- ald, er hún var í skemtiferð með kunningjum sínum. 111111111111111111111111111111 ( Bókhald ( É Tek að mjer í heima- \ | vinnu bókhald og aðra 1 i skrifstofuvinnu. Þeir sem i | vilja hafa tal af mjer, leggi | 1 nöfn sín inn á afgr. Mbl. i É merkt: „Október — 229“. É ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiif iiiii 1 . Gólfteppahreinsunin, Bíócamp, Skúlagötu, sími 7360. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111! I(lllllllllllllllflllllllllll|llllllllllllllllllll lllllllllllllllll Eggert Claessen } Gústaf A. Sveinsson { Odfellowhúsið Sími 1171 | hæstar j ettarlögmenn Allskonar lögfræðistörf Frú Cathinca Sigfússon Minningarorð 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111iii 111111111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii Á vordögum æskunnar er ungvið ið viðkvæmt, sjerstaklega þegar það er flutt úr stað og gróður- sett í nýju umhverfi. Þá er viss ara að gæta þess vel og gefa því með nærgætni útsýni til fegurðar og þroska. Svo fór þjer sem við nú kveðjum í þakk- látri endurminningu. Þú tókst að þjer erfitt og ábyrgðarmikið starf, er þú veittir unglingahóp viðtöku á heimili þitt og sást þeim fyrir þörfum sínum, ein- mitt á viðkvæmasta skeiði æv- innar, þegar skapgerðin er að mótast og móðurhöndin í fjar- lægð. Enginn veit, hve miklu þú hefur bjargað í erfiði þínu og önnum, en í fegurð endur- minninganna var starfið ómet- anlegt og verður aldrei full- þakkað. Frú Cathinca Sigfússon and- aðist 15. þ.m., eftir langa van- heilsu. í dag verður hún jarð- sungin. Frú Cathinca var fædd í Hafn arfirði 15. sept. 1872. Foreldrar hennar voru hin kunnu heiðurs hjón Christian Zimsen, kaup- maður og konsúll og Anna Cathinca. Ólst hún upp í Hafn arfirði hjá foreldrum sínum í stórum systkinahóp og hlaut hið besta uppeldi. Af þeim ágætu systkinum eru nú aðeins 2 á lífi, Knud Zimsen, fyrrum borg arstjóri, og frú Lára, sem um langt skeið hefur verið búsett í Danmörku. Hinn 12. sept. 1893 giftist Cathinca Jóhannesi Sigfússyni, guðfræðikandidat, sem þá var kennari við Flens- borgarskólann. Árið eftir varð hann yfirkennari við Mennta- skólann í Reykjavík og var heimili þeirra upp frá því hjer í bænum og fyrstu 10 árin í Menntaskólahúsinu. Eftir að þau hjón fluttu hingað, tók frú Cathinca upp þá ráðabreytni að taka hóp Menntaskólapilta í fæði og mun það hafa verið mjög í anda manns hennar, því hann ljet sjer mjög annt um hag pilta og var hinn ágætasti maður. Var þetta ómetanlegt happ fyrir þá pilta, er nUtu þess að komast á heimili þessara göfugu hjóna, enda bundu þau ævilanga tryggð við þá og báru jafnan hag þeirri og velferð fyr ir brjósti. Má þó nærri geta, hvílíkt erfiði hin unga kona hef ur tekið á sig með þessu, en hún taldi það ekki eftir sjer. [ nnniiiiiniiniimnfiiiiia Markús £ £k 'y^niiiii*iiniiiiiiiini(iiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiii*ii(i*ii*iiiiiiifi >. ______/ ,0 ' v-ajíra - -i«""rr^ ^ | Eftir Ed Dodd i B !FiOiBiiii*ii*iiiiiiiiiin*iiiiii(iiuuu(iimMitÁ —J ANOy, WÉ'VE GOT AáAKE TOWNE LIKE ALL r-O WJLL ME'Ll. clean RíVEU anio save 'M J TMAT AAAY HELP ^ C.HANGE CHERRY'S MlND ABOUT — Já, Andi, við verðum að láta Towne þykja svo skemmti- legt, að þegar hann kemur \\ heim, lætur hann hreinsa Söngá þegar í stað. — Og hver veit nema að það' breyti tilfinningum Cherry til mín. — Hvernig gengur, Towne? — Ekki ein einasta branda. — Já, við verðum víst að taka okkur upp á morgun. Fara á annan stað. Það er hættulegur staður, en ágæt veiði þar. Hún hafði þegið þann göfuga arf að vilja varða veginn fyrir aðra og jafnframt þá atorku, sem til þess þurfti. Góðmenska og kærleikur var hjónunum í blóð borin. Á sumrum hjelt frú Cathinca heldur ekki kyrru fyrir. Hún ferðaðist eftir því sem þá varð við komið, ýmist á hjóli eða hestum. Fjörið og þrekið var óþrotlegt og hún var svo mikið náttúrubarn og fegurð landsins svo rikur þáttur í eðli hennar, að hún hlaut að fullnægja því, meðan heilsan entist. Og jafn- vel í vanheilsu síðari ára, fann hún hressingu og styrk í skauti náttúrunnar. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp að mestu frænda Jóhannesar, Ólaf V. Davíðsson og reyndist hann þeim ætíð sem besti sonur. Kjör dóttur ólu þau upp, ungfrú Rósu Bjarnadóttur, hjúkrunar- konu, sem mjög hefur reynst þeim að verðleikum í erfiðum veikindum. Auk þess er hinn stóri hópur manna, er í æsku naut handleiðslu þeirra og upp eldisáhrifa. Mann sinn' missti frú Cathinca í árslok 1930. Um þær mundir og upp frá því fór heilsu henn- ar að hraka og naut hún þá mjög aðstoðar og umhyggju kjördótturinnar og fóstursonar ins, auk skyldmenna og vina. En alltaf hjelt hún sínu með- fædda fjöri, jafnvel í sjúkra- húslegu síðustu árin. Hvíldin var henni nú kærkomin og fjekk hún hægt og fagurt and- lát. Langri ævi og miklu starfi er lokið, sem að vonum hefur borið góðan ávöxt. Börnin, bróðir, systir, vinir og vandamenn kveðja hana og blessa í þakklátri endúrminn- ingu. Steindór Gunnlaugsson. iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiirtitiiitiii^ 1 SENDIBÍUSTÖÐIN SÍMI 5113. lllllllllltlllllllllllllllllllltlMlllllllllllllllllllllllllllllltllll í Þú sem tókst svörtu 1 rúsfiskáRsbomsumar I í ganginum á efri hæð | 1 hússins Mánabraut 2 í gær § É skili þeim strax þangað É é aftur. | 1111111111111111111111111 iitiiimiiiiiiiiiiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.