Morgunblaðið - 26.10.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 26.10.1948, Síða 8
8 MORGUTSULAÐIÐ Þriðjudagur 26. okt. 1948. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 é roaisuQt ínnanisnda, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aui-a raeð Leabók. .,Ný menning“ KOMMÚNISTAFLOKKURINN á íslandi hefur nýlega minst 10 ára starfs síns. Af því tilefni hafa ýmsir af leiðtogum llokksins ritað greinar í blöð hans. Einn þeirra, Sigfús Annes, komst að þeirri niðurstöðu að valdataka kommúnismans skapaði möguleika „nýrrar menningar“. Þetta er alveg rjett hjá Annesi. En hverskonar „menning“ er það, sem kommúnisminn skapar? Það skiptir meginmáli. Til þess að komast að raun um, hvernig þessi „nýja menn- ing“ muni verða eftir valdatöku kommúnismans á íslandi, er nauðsynlegt að athuga ástandið í þeim löndum, þar sem kommúnistaflokkar hafa þegar komist til valda. En hvað kemur í ljós við þá athugun? Það, að í öllum þeim löndum, sem kommúnistar ráða er útrýmt þeim skilyrðum, sem meðál vestrænna menningar- þjóða eru talin grundvöllur alls gróanda í andlegu lífi Frumskilyrði þróttmikils menningarlífs er frelsi, frelsi til þess að skapa ný menningarverðmæti á sviði bók- mennta, lista, tæknilegra uppgötvana o. s. frv. Aðferð kommúnismans til þess að íullnægja þessu skilyrði ér sú að afnema allt einstaklingsfrelsi, einoka listirnar í þágu áróðursvjelar sinnar og leggja á þær fjötur einsfiokks- skipulagsins. ★ Um þetta bera aðfarir kommúnista í Sovjet Rússlandi greinilegan vott. Á það hefur þrásinnis verið bent hjer, án þess að málgögn kommúnista hafi treyst sjer til þess að mótmæla því, að í Sovjetríkjunum sje listamönnúm bannað að fylgja ákveðnum listastefnum. Myndlistamönnum er bein- línis forboðið að aðhyllast ákveðnar stefnur í t. d. franskri og spánskri málaralist.. Sá hæstarjettardómur var kveðinn upp í ritstjórnargrein í Pravda, aðalmálgagni kommúnista. Hefur hluti þeirrar greinar verið birtur hjer í blaðinu. Ekki alls fyrir löngu var í sama blaði ráðist heiftarlega á nokkur þekkt rússnesk tónskáld fyrir tónverk þeirra vegna þess að þau hentuðu ekki hinu kommúnistiska þjóðfjelagi þeirra. Urðu tónskáldin að biðjast afsö'kunar á „yfirsjónum“ ■ sínum og lofa að gera betur. í bókmenntum, skáldsagnagerð og leiklist, hefur sama sag- an gerst. Rithöfundarnir verða að skrifa þannig að það henti stjórninni. Annars gæta þeir ekki skyldu sinnar við sovjet- skipulagið. UR DAGLEGA LIFINU Flugvallarbyggingin í Keflavík. BLÖÐIN og útvarpið segja frá flugvallarbyggingunni nýju í Keflavík., eftir heimsókn blaðamanna þangað á laugar- daginn var. Byggingin er nú það langt komin, að það er hægt er að sjá, að það eru engar ýkj- ur, sem sagt hefir verið að hún sje vönduð. Og mikill verður sá munur fyrir farþega, að koma í þau húsakynni, í stað bragg- anna, sem notast hefir verið við til bess, og' sem nú eru farnir að ganga mjög úr sjer. I síðasta mánuði fóru nærri 10.000 flugfarþegar um Kefla- víkurflugvöllinn. Allar líkur benda til, að tala farþega, sem þar koma við, aukist enn til mun.a. Til sóma. ÞAÐ ER DEGINUM ljósara hvers virði það er fyrir okkur, að Jlugfarþegar, sem landið gista. þótt ekki sje nema næt- ursakir,. fái hjer sem besta að- hlynningu og það munu þeir fá, er hin nýja bygging verður tek- in í notkun, væntanlega um ára mótin næstu. I hinum rúmgóðu veitinga- sölum, biðsölum og skrifstofum verða öll nýtísku þægindi. Flug farþegarnir, munu minnast komu sinnar hingað og bera saman við aðra áfangastaði. Og samanburðurinn verður án efa okkur i vil. • „Island í myndum“. Á_ VEGGJUM verða myndir víðsvegar að frá íslandi. Von- andi að-val þeirra mynda hafi tekist vel, því þessar myndir verða einu kynnin, sem marg- ir gestir fá af íslenskri náttúru- fegurð. Flestir þeir kynnast ís- landi aðeins af myndunum og um leið og það er nauðsynl., að sú kynning verði góð, þá er og sjálfsagt að hún verði rjett, eða með öðrum orðum, að mynd irnar gefi rjetta hugmynd um náttúru landsins og atvinnu- vegi, eftir því sem hægt er að koma því við. Það er engin ástæða til að ætla annað, að ósjeðu, en að þetta hafi tekist sómasamlega. • Nú dugar enginn kotungsháttur. í EINU HORNI aðalbiðsalar- arins. í flugvallarbyggingunni nýju er gert ráð fyrir vínveit- ingarborði (bar). Þegar Hörð- ur Bjarnason skipulagsstjóri gekk með blaðamönnum um bygginguna gat hann þess, að öll innrjetting í hana væri kom in til landsins, nema þessi bar. ..Við vonumst til að fá að setja hann upp“, sagði Hörður. Mier datt ekki í hug að spyria Hörð nánar út í þetta, en fór svo síðar að hugsa um, að bað væri svo sem eftir- öðru., ef það ætti að koma með ein- hvern kolungshátt í sambandi við yreiðasölu á þessum alþjóða áfangastað. e Ekki drykkjukrá. ÞVÍ AF FYRRI REYNSLU mætti svo sem búast við því, að gerð yrði tilraun til að koma í veg fyrir, að höfð yrði sóma- samleg greiðasala í Keflavík- urflugstöðinni, t. d. með því að banna vínveitingar. Það yrði þá ein af fáum flug- stöðvum í heiminum, sem slíkt ætti sjer stað. Sennilega verða nógu margir til að segja, að þarna yrði drykkjukrá, ef vín- veitingar yrðu leyfðar. Kefla- vík yrði þá eýaa alþjóðaflug- stöðin í heiminum, sem það hefði komið fyrir á. • Hressing. FLUGFERÐALÖG yfir At- lantshafið eru oft þreytandi og farþegum þykir gott að geta fengið s.ier hressingu á áfanga- stað. Vill hver og einn fá að hafa sína hentisemi um hvað hann, eða hún kalla hressingu, hvort, sem það kann að vera staup af víni, kaffisopi eða annað. Það er drepið á þetta hjer í tíma, ef nokkur hætta skyldi vera á því, að einhver vitleysa kæmist að í sambandi við veit- ingar fyrir flugfarþega á Kefla víkurflugvelli í framtíðinni. • Á Tjörninni. ÞAÐ VIRÐIST hafa verið orð í tíma töluð hjer í þessum dálk- um á dögunum, að minnast á skautasvellið á Tjörninni og hvað gera þyrfti til að halda því við í frostum í vetur. Á sunnudaginn var komu ung ir og gamlir niður á Tjörn til að renna sjer á skautum, en sveilið var hulið ryki og ekkert hafði verið gert til að bæta það. Flestir hurfu frá vonsviknir. En aðrir reyndu að renna sjer á skautum með þeim eina árangri, að þeir eyðilögðu bit- ið í skautunum sínum og fóru illir heim aftur. Þar fór góður dagur til litils vegna framtaksleysis, að gera ekki gott svell á Tjörninni. Von andi, að betur takist til næst. • Munum eftir fuglunum. NÚ ER FUGLUNUM á Tjörn inni kalt. Þeir hafa lítið æti. Það var ekki að sjá um helg- ina, að bæjarbúar myndu eftir þessum vinum sínum í harð- indunum. En vel væri það gert, einmitt þegar Tjörnin er lögð, að gefa öndunum brauðmola. Þær þurfa meira á því að halda nú, vesa- lingarnir, en um hásumarið, þegar nóg er af æti, þv nú eru þeim allar bjargir bannaðar. Jeg veit, að það þarf ekki nema rjett að benda fuglavin- unum á þetta, og þá munu þeir sjá um, að endurnar fái nóg að borða, á meðan þær halda sig á Tjörninni. MEÐAl ANNARA ORÐa Verkföllin í Frakklandi Þannig er þetta í öllum löndum, sem kommúnistar ná völdum í. Listin er gerð að þernu í eldhúsi flokksins. Þetta er hin „nýja menning“. sem Annes ætlar að gefa íslendingum kost á að njóta, ef kommúnistaflokkur hans kemst til valda í landi þeirra. Þannig ætlar hann að skapa skilyrði auldns þroska og gróanda í íslensku menningarlífi. Vilja íslendingar þessa „menningu“? Hvernig lýst íslensk- um listamönnum á hana? Væri það ekki ánægjuleg tilhugs- un fyrir þá, að þurfa að eiga örlög sín undir mati t. d. „f je- íaga“ Annesar á list þeirra? Það er raunar óþarfi að svara þessum spurningum hjer. Islendingaar vilja ekki þessa „nýju menningu“ vegna þess tyrst og fremst að hún er ekki menning í þeim skilningi, sem frjálsir menn leggja í það orð, heldur ómenning, kámug ambátt í bænahúsi krjúpandi þræla. Barátta íslendinga, eins og allra annara þjóða, fyrir aukinni menningu, hefur byggst á auknu frelsi, þroskun hæfileika einstaklinganna. ★ í áhuga sínum fyrir hinni „nýju menningu“ gleymdi bæði Sigfús Annes og aðrir afmælisrithöfundar kommúnista að geta þess, hvaða afmælisgjöf íslensk verkalýðshreyfing hef- ur gefið kommúnistaflokknum. Hún hefur með kosningun- um til Alþýðusambandsþings svipt kommúnista völdum í heildarsamtökum sínum. Þjóðviljinn minntist heldur ekkert á síðustu „hátíð“ sína í stærsta kvikmyndahúsi höfuðbohgar- innar. Það er ekki heldur von, húsið var hálftómt og dauft yfir liðinu. En allt þetta og margt fleira bendir til þess að hin „nýja menning“ Annesar eigi langt í land á íslándi. VERKFOLLIN í Frakklandi hafa staðið yfir í 22 daga og • er þegar orðið geysimikið tjón af þeim. Ekki er enn hægt að sjá hve mikið tjónið yrði, þó j verkföllin hættu á stundinni,' því að margar námur hafa fylst: af vatni, eða kviknað í þeim j og verða þær alls ekki starf- j hæfar fyr en um nýjár. — Og verkföllin halda enn áfram. Verkföllin í Frakklandi núna ’ eru 'ein árás kommúnistanna1 gegn Marshalláætluninni og ef til vill sú alvarlegasta. Aðra j samskonar árás reyndu þeir í | fyrra, rjett um sama leyti og verið var að hleypa Marshall- j áætluninni af stokkunum, en sú j tilraun þeirra fór að mestu út um þúfur vegna þess, að verka- mennirnir hlýddu ekki verk- fallsskipunum kommúnistanna. • • TIL AÐ GRAFA UNDAN EFNA- HAGSMÁLUNUM Bæði þessi verkföll voru póli- isk, gerð í þeim tilgangi ein- um að grafa undan efnahags- ’egu sjálfstæði Frakka, til þess að koma fjármálum Frakk- lands í öngþveiti, til þess að leiða fátækt og armæðu yfiryfir, að sannanir hefðu fengist frönsku þjóðina, allt eftir fyr- fyrir því, að Kominform hefði irskipun frá æðstaráði komm- stutt að verkföllunum í Frakk- únista Kominform. ■ landi með fjárframlögum og á En hversvegna ætti Komin- ýmsum stöðum, þar sem verk- form að óska Frökkum fátækt- föllin hafa verið hörðust hafa ar? Þessu svaraði Truman erlendir erindrekar haft sig í Bandaríkjaforseti í ræðu, sem frammi með kommúnistiskan hann hjelt í Chicago í sumar. áróður. Hann sagði: Kommúnisminn Svar stjórnarinnar við þróast best í fátækt og eymd. þessu er, að hjeðan í frá verður Ef við berjumst því gegn kom- hverjum þeim útlendingi, sem múnismanum, verðum við fyrst tekur þátt í verkfallsæsingum og fremst að berjast gegn fá- tafarlaust vísað úr landi. tæktinni, hvar sem er í heim- inum. Tvö öfl eigast við í Frakk landi. Annað kemur fram sem Marshalláætlunin. er reynir að reiSa úr rústum atvinnulíf lands ins, reynir að færa allri þjóð- inni næga vinnu og nóg brauð. • • SKOTVOPN NOTUÐ Seinnihluta s.l. viku hörðn- uðu verkföllin mjög, þegar tek- ið var til að nota skotvopn í Hitt aflið kemur fram sem skærunum milli verkfallsmann verkföllin í landinu, með eyði- anna og lögreglunnar. Skeði leggingu framleiðslutækjanna, það við kolanámurnar í þorpinu með því að banna verkamönn- Friminy, skamt frá St. Etienne. um að vinna sjer fyrir daglegu er staðfest, að verkamenn brauði, með róstum og fanta- skutu fyrsta skotinu og síðan tökum. svaraði lögreglan í sömu mynt. Getur verið, að þetta sje nýr e o KOMINFORM VEITIR FJE Innanríkisráðherra Frakka, liður í hernaðaráætlun Komin- form, sem vissulega telur sig græða á því, að koma sem mest um æsing og hatri í verkfalls- Jules Moch, lýsti því nýlega deilurnar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.