Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 2
s blaðsics er í Alþýðuhúsinu við I* Ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Leikmót Í.S.Í. (17. júní) Hátíðahöldin, sem reyndarbáru alt of lítinn hátíðablæ, byrjuðu kl. 3. „Gígja“ lék á lúðra frá Austur- velli suður að kirkjugarði. En þar hélt Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi ræðu fyrir minni Jóns Sigurðsson* Var þá og lagður krans á leiði forsetans. Þvi næst var haidið suður á íþróttavöll og ruðst um fast af manngrúanum, til þess að hann kæmist inn. — Hliðum þarf ber- sýnilega að fjölga á vellinum. Klukkan 4 setti Axel V. Tuli- níus leikmótið, sem síðan hófst með 100 metra hlaupi. Tóku 6 menn þátt í því og urðu tveir og tveir jafnfijótir að marki (J. B. J. og V. V., og T. G. og H. H ). Hlupu þeir aftur og varð Halldór Halldórssen þá fyrstur, /24/5 sek., Tryggvi Gunnarsson næstur, 13 sek., og Viðar Vik (Norðmaður) hinn þriðji, 13V5 sek. Stangarstökkið, sem var næst, er fögur iþrótt og ætti að vera meira iðkuð, en gert er. Aðeins þrír menn tóku þátt í því og urðu þeir Sigurliði Krist- jánsson og Ólaýur Sveinsson jafn- ir, stukku 2 m 56 cm, Haraldur Aspelund stökk 2 m 331/* cm. Kúinvarp er mjög bundið kröftum manna og hæð. Tóku firnm menn þátt í því og varpaði Vidar Vík kúlunni 10 m I21/2 cm og setti þar með nýtt íslenzltt met í þessari íþrótt (met áður 9,95 m). Tryggvi Gunn- arsson varp henni 10,5 m og Guðm. Kr. Guðmunddsson 9,60 m. Kringlukast, sem er fögur íþrótt, ef vel er æfð, ALÞYÐUBLAÐIÐ mishepnaðist mörgum. Níu tóku þátt í því og kastaði Vidar Vik kringlunni lengst, 31,75 m. Setti hann þar nýtt íslenzkt met (var áður 30,88 m). Guðm. Kr. Guð- mundsson varð næstur, [kataði 27,90 m, og Ólafur Sveinsson kastaði 27,19>/a m. Sig. Eggerz hélt nú snjalla ræðu og kom víða við. Langstökk hófst næst. Tóku átta þátt í því og stökk Tryggvi Gunnarsson 5,69 m og setti nýtt met (var áður 5,55), næstur varð Osvald Knudsen stökk 5,51 m og Ágúst Jónsson, stökk 5,39 m. Spjótkastið tókst ver nú en síðast. Skaut Ólajur Sveinsson 36,62 m (met, sem hann áður hefir sett, er 38,55 m), Sigurliði Kristjánsson skaut 34,55 m. og Agústjóhann- esson 34,36V* m. 1500 metra hlanp vann Ingimar Jónsson, rann hann skeiðið á 4 mín og 4VI5 sek. (met áður 4 mín. og 52 */* sek.), Jón B. Jónsson var 4 mín. 48V2 sek, Komust þeir þannig báðir yfir gamla metið, og er þáð fram- för. Fleiri hlupu ekki. Dansað var frá kl. 8V2 til kl. 1. Yfirleitt mátti sjá það á íþrótta- mönnunum, að þeir eru alt of lítið æfðir, enda engin furða, þegar litið er á það, hve skamt er liðið frá vetri. Af þeim árangri, sem þegar er fenginn, má þó sjá nokkra framför. í dag verður: Boðhlaup, 800 m hlaup, hástökk fimtarþraut og 5 km hlaup. — Farið suður á Völl, það borgar sig. I. J. Um daginn og veginn. „17. júní“ söng nokkur lög í gær fyrir fólkið. Gnllfoss kom í morgun frá Danmörku. Margir farþegar. Snðnrland kom að vestan í morgun, Fer austur um land á mánudáginn. Aptl salttjlt útvegar Saupfelag Reykjayíkur í gamla bankanum. Lysthafendur gefi sig fram fyrir næstu helgi. Fiskiskipin. í gærmorgun kom Geir með 60 föt lifrar. Fiskaði £ salt og fs; fór til Englands í gær- kvöldi. Maí kom úr fyrstu ferð sinni með 85 föt. Gylfi með 90 föt og í morgun kom Austri. Sameiningar Snðnrjótlands við Danmörku var minst hér í gær með messugerð í Dómkirkj- unni og samsæti í Iðnó af hálfix Dana hér í bæ. Bifreiðarnar eru óþolandi og til stórskammar, eins og þær hegð- uðu sér í gær. Þegar eitthvað er um að vera á íþróttavellinum og annarsstaðar úti við, er engu lík- ara, en sumirfgeri sér það að leik, að láta aka sér í bifreiðum um mannþröngina. Siíkt má ekki vera. Þeir, sem standa fyrir úti- samkomum hér, verða að skerast í leikinn, og fá því framgengt, helzt með samkomulagi við bif- reiðareigendur, að þeir leggi niður þann óvana, að aka um mann- þröngina. Ef ekki tekst á þennan hátt að afstýra þessum ófögnuði, þá verður fólk áð taka til sinna ráða, að víkja ekki úr vegi fyrir bifreiðunum, er svona stendur á. Dansba stjórnin lét í gær leggja blómsveiga á styttu Krist- jáns IX. og á leiði Jóns Sigurðs- sonar. Srala kom í fyrrinótt frá Eng- landi, hlaðin vörum til Sambands- ins og ýmsra annara. c&fóma6ÚB&mjör9 Cgg og SauésRinn fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur, (Gamla bankanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.