Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Ærauða-útsala Jrá dllþýðuBrauégQréinni hefir nú verið opnuð í kiallaranum undir Uppsölum. Hentugt fyrir okkar gömlu viðskifta- menn úr Grjótaþorpinu og í Miðbænum. \ Útlenðar jrétiir. Debs og Wilson. Eins og sagt hefir verið frá áður í Alþýðublaðinu, er forseta- efni jafnaðarmanna í fangelsi. Nú hafa amerískir verkamenn sent 200 manna nefnd til Washington til að ræða við Wilson um lausn Debs. Kvað Wilson náðarsamleg- ast ætla að veita nefndinni áheyrn. Debs hefir nú setið i ár inni, en var dæmdur i io ára fangelsi. •Gtjöf frá Vínurhorg til Syíaríkis Borgarráðið í Vín hefir ákveðið að gefa Svíum gjöf íyrir þá mikla hjálp er þeir hafa veitt bþrnum frá Vfn. Gjöfin er leðurkylfa Gústafs Adólfs, er hann bar í bardaganum við Liitzen, og sem nú er geymd í vopnasafninu f Vín. Veðrið í dag. Vestm.eyjar ... A, hiti 9,8. Reykjavík .... NNV, hiti 11,0. ísafjörður .... logn, hitin S. Akureyri .... logn, hiti 8,0. Grímsstaðir . . . logn, hiti 10,5. Seyðistjörður . . Iogn, hiti 5,6. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 13,0. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog hæzt fyrir norðaustan land og fallandi, nerna í Færeyj- um. Austlæg átt á suðurl., kyrviðri annarsstaðar. UadimtQndin ekki óskeikul. (Draumur.) Eg hafði um langan tíma verið að velta fyrir mér einu af við- íangsefnum sálarrannsóknanna, nfl. tvískynjun eða tvfvitund manns- sálarinnar, og var farinn að hallast að þeirri skoðun að undirvitund- in, er aðallega starfar hjá oss í svefninum, mundi að öllu saman- lögðu reynast áreiðanlegri en sú, er starfar í vökunni, en auðvitað væri erfiðara að ráða goðsvör hennar. En fyrir skömmu bar nokkuð fyrir mig, er hefir sýnt mér og „Andvaka". (Sjá blöðin næstu viku). sannað, að hún getur orðið manni næsta brellin. Eg var um kvöld- tíma að lesa blað nokkurt; voru þar í ýms vel valin orð um áfeng- isbannið og stuðningsmenn þess. Að vísu var þar gengið feti nær mannorði manna, en feti fjær mál- efninu en alment þykir sæmandi, en það kemur ekki þessu máli við. Þegar eg var sofnaður um kvöld- ið, þótti mér eg vera orðinn þreytt- ur á þessu sífelda striti og erfiði lílcamans, en lítið upp úr því að hafa, annað en sæmilega þrýstinn maga og þolanlegt að drekka. Eg lagði því höfuð mitt f bleyti, til þess að finna mér nýjan atvinnu- veg, er færði mér nóga peninga, án mikils erfiðis, og féll val mitt að lokum á áfengissölu. Eg hafði sem sé orðið þess var, er eg var þyrstur sjálfur, að á þá vöru myndu lögð góð sölulaun. í svefninum gerðist eg því á- fengissali. En eg ætlaði mér ekki að verða neinn fúskari í þeirri grein, heldur skara frara úr öðr- um er slíkt starf rækju. Eg stóð vel að vígi hvað húsnæði snerti, því eg þóttist búa í eigin húsi, án þess að þurfa að þrengja mjög mikið að mér. Eg kom því á fót gildaskála í fbúð minni fyrir þá er óskuðu eftir að fá áfengi í smá- kaupum, nfi. staupum og glösum. Þó dálftill hávaði væri stundum frain eftir nóttinni, vissi eg að leigjendurnir myndu varla fara að kvarta, því þeir máttu þakka fyrir að fá að vera kyrrir, í húsnæðis- eklunni. Aftur á móti vildi eg ógjarna að sumir þeirra færu, svona fyrst um sinn, þvf skeð gat, ef lögregluna bæri skjótlega að, að eg gæti þá skotið nokkrum A.IJ>ýönt>la,did er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. flöskum inn til þeirra án þess á bæri, og þá væri ég úr klípunni, þvf ég hefi litlar byrgðir heima fyrir, byrgðirnar geymdi ég hjá ýmsum vinum mínum og aðstoð- armönnum út í borginni, og af- henti því marga flöskuna á stræt- um úti. Konunni sem ræsti veitingastof- ur mfnar, þótti nú að vísu ekki ætfð sem þrifalegast inni, en ég lofaði henni þá bara hærri borg- un íyrir ræstinguna, og féll þá alt í ljúfa löð. Hvað þessa kauphækk- un snerti, er til greiðslu kora, var eg ekkert að hugsa um, því eg hafði Iokað samvizkuræfilinn inni í vatns- loft- og eldtraustum skáp, auðvitað ekki f sama skápnum og áfengið, nei, samvizkuskápnum lauk eg aldrei upp! Eg haíði því um langan tíma látið dragast yfir það að borga fyrir ræstingu, enda hafði eg fyrir skömmu lesið sögu, þar sem söguhetjan var svo hrifin af götustelpu að hann hætti störf- um sínum, gekk út á eina götu höfuðstaðarins, og teygaði þar í sig loftið og göturykið sér til svölunar, vegna þess að hún hafði gengið þar um kvöldið áður. Mér fundust það því næg laun handa ræstingar-konunni að mega tak- markalaust soga ofan í sig rykið í herbergjum mfnum, því eg var þó, að mínu áliti, meira virði en götustelpuræfill. Verzlunin gekk allvel. Viðskifta- vinum fjölgaði óðum, og að sama skapi óx viðskiftaveltan. Mér þótti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.