Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Cs. Suðuríanó fer héðan til Austfjarða á mánudag 21. júní síðdegis. Skipið kemur við á öllum Austfjörðum til Seyðisfjarðar. 3CJ. CimsRipa/díag úsíanós. sð vísu óhagræði þegar mena urðu rnjög druknir inni hjá mér, því eg neyddist þá til að kasta þeim út um bakdyrnar, og komu þeir þá ekki ætíð standandi niður, en hjálpfúsir nágrannar komu þeim þá oft til hjálpar. Samt sem áður þótti mér ekki ráðlegt að sami fólksstraumur héld- ist yfir bjartasta tíma ársins, án þess að þeir hefðu eða gætu haft annað erindi. Eg varð því að finna upp einhverja verndarblæju er breiða mætti yfir þessar tíðu gesta- komur, en þar var úr vöndu að ráða. Eg sá það í hendi mér að eg hlaut að auglýsa einhver opin- ber störf er eg tæki að mér, svo sem kenslu, ritstörf, málafærslu eða jafnvel leiðbeiningar í andleg- um málum. Kenslu hefði eg helzt kosið hefði það verið um haust, en mér fanst í svefninum vera að líða að vori. Ritstörf voru mér óljúfari, en þau voru þessu sam- rýmanleg, hvaða tíma árs sem var; málafærslustörf gerðu minna gagn, þvf færri þurftu þeirra með, enda var eg þar ekki eins sterkur á svellinu. Andlegar leiðbeiningar hugði eg að gerðu mér meira ógagn en gagn. Eg valdi þvi rit störfin. Ritstörf og leiðbeiningar í öllum viðskiftaináiura, bæði við einstaka menn og hið opinbera, og verndarblæjan þar með fundin. Þetta hepnaðist ágætlega. Eg hjáipaði mörgum, enda kom þessi ákvörðun mín sér vel, þegar ráðist var á eimn vin minn og starfs- bróður, er kom til mín og bað mig asjár. Eg settist við skrifborð mitt, og fór að leita í ruslakistu hugans að öllum þeim fúkyrðum er þar voru til, til þess að ausa yfir mót- partinn; var þar úr miklu að velja, en ekkert af því komst á pappír- inn að því sinni, því við það vakn- aði eg. Eg mundi þá að öll þessi fáryrði, er eg hafði ætlað að gera að mínum eigin, höfðu staðið í því sem eg las um kvöldið, und- irvitundin hafði þannig illa leikið á mig. Auðnist mér að rannsaka vit- undarlífið nánar, mun eg síðar gera almenningi kunnan árangur- inn, Síðan þetta skeði hefir mig ekkert dreymt, því eg hefi sofið hverja nótt eins og Steinn. ieii koBnngnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Já, glæpamaaini. Manninum, sem innsiglaði námuna**. „Innsiglaði námunaf" át hinn eftir. „Hvað áttu við?“ „Eg skal skýra það fyrir þér. En fyrst ætla eg að kynna fólkið. Harrigan, þetta er Keating vinur minn“. Alt í einu mundi Biiiy Keating, að hann hafði hatt á höfðinu. Hann þeytti honum af sér. En það var lika alt og sumt, sem hann mundi eítir við þetta tæki- færi. Hann gat ekki annað gert, en að glápa, og enn stóð hann á öndinni. „Billy er fréttaritari", sagði Hallur, „við „Gazette", en þú þarft ekkert að óttast — hann er heið- ursmaður og svíkur engan. Þér skiljið, Billy, þér megið ekki skrifa um þetta“. „Já“, sagði BiIIy daufiega. „Og þetta“, hélt Hallur áfram, er Jeff Cotton, námueftirlitsmaður í Norðurdalnum. Eg býst við að þú vitir, að námurnar í Norður- dalnurn eru eign G. F. C. Cotton, þetta er vinur minn, herra Percy Harrigan, þér eruð í þjónustu föður hans“. „Þá mundi Cotton eftir hatti sínum — og skammbyssunni, sem hann reyndi að fela að baki sér. „Og þetta“, hélt Hallur áfram, er herra Pete Hanun, en hann hefir það fyrir atvinnu, að berja tennur úr mönnum. Þessi maður, sem eg veit ekki hvað heitir, er lagsbróðir Pete Hanun. Báðir í þjónustu föður þíns. Og eins og eg sagði, þeir eru að veiða glæpa- mann — þann mann, sem ber ábyrgð á því, að námunni var lokað, en það hefir kostað fjölda manns lífið". „Hvaða námu ertu að taia um, Hallurf* „Þú veizt líklega, að námu- sprenging er nýafstaðin í Norður- dalnum ?“ „Jú, eg hefi heyrt það“. „Námusprenging. Eítt huadrað og sjö fullorðnir menn og drengir voru að minsta kosti að vinnu þar niðri. Sumir biðu bana strax, en flestir hafa þó vafalaust forðað lífi sínu. Þeir hafa farið inn í instu rangaíana og hafa gert skil- rúm úr viði og mold, til þess að verja sig fyrir eiturlofti, sem mynd- ast við námusprengingu. Þar dvelja þeir nú, meðan þeir bíða eftir björgunarmönnunum. Það var nauð- synlcgt að gera við loftdæluna og setja hana af stað, svo eiturloftið næðist burtu og björgunarmenn- irnir gætu farið niður í námuna. Skilurðu mig?“ „Já, auðvitað“. Verzlunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubíáma, Þvottadufit (Vi to Wiliemoes-kraít og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerm), Götukústar, Gólfskrubbur, Poítaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (í glös- um), Teiknibólur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Glerið svo vel og lítið inn í búðina eða Eringið í síma 503. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenherg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.