Morgunblaðið - 08.12.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1948, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIt* Miðviíudagur 8. des 1948. „Það finst þeim of langt“, sagði hann. „Lægsta skarðið yfir eiðið er líka hjerna fyrir ofan, svo að kaupmönnunum frá Lima og öðrum borgum á Kyrrahafsströndinni finst auð- veldast að koma hingað til Porto Bello. Ef við finnum ein hvern samastað í nótt getum við þakkað guði fyrir“. Nokkru síðar stigu þau í bátinn, sem reri með þau til lands. Þegar báturinn nálgafS- ist bryggjuna, átti róðrarmað- urinn fullt í fangi með að þræða slóðina upp að landi án þess að rekast á báta og alskonar fleytur, sem lágu svo þjett sám an, að varla sást í sjóinn. A landi var það enn verra. Del Toro gekk fyrir framan Biöncu og fylgdarmenn hans fyrir aftan hana, en samt var henni ýtt og hrint á alla vegu. Á aðalgötunni hafði verið sleg ið upp tjöldum. Hvarvetna hafði verið komið fyrir búðar borðum, þar sem vörunum var hrúgað, fataefnum, knippling- um ,skóm, smíðaáhöldum, víni, vinnuvjelum fötum, skrautmun um, olíum og ilmvötnum. Og þar var einnig þrælasala. — Bianca nam staðar og starði stórum augum á grannvaxnar Dahomey-stúlkurnar. Þær voru dökkar á hörund og það glamp aði á nakta líkami þeirra, eins og þær væru skornar út í fíla- bein. En hún var ekki sú eina, sem starði á þær. Hópur manna stóð í kringum sölu- pallinn, og Bianca sá og heyrði að stúlkurnar voru dæmdar ekki eftir því, hvað þær þóttu líklegar til að vera duglegar til vinnu. Hún leit skelfingu lostin á eiginmann sinn. „Jeg hefði átt að vara þig við“, sagði Don Luis. „Haltu áfram“. Við skarðið þurftu þau að biða í klukkutíma, áður en lestinni linti, sem kom frá há- lendinu. Asnarnir voru hlaðnir vörum eins og þeir mögulega gátu borið. Loksins komu þau að litlu og daunillu veitinga- húsi, þar sem þau gátu fengið næturgreiða, en Don Luis þurfti að borga þúsund pesos fyrir nóttina. Biöncu fanst maturinn óæt- ur, enda þótt hann kostaði tutt ugu sinnum meira en góð mái- tíð í Cartagena. Eftir kvöld- verðinh fór Don Luis Quitu að gæta Biöncu og tvo varðmenn setti hann við dyr hennar. Bianca spjallaði stundarkorn við Quitu. Síðan fór hún að biðjast fyrir um að eiginmað- ur hennar kæmist heilu og höldnu til baka. Hún vissi, að hann hefði farið til að leigja múlasna til að flytja þau og farangur þeirra yfir skarðið að Kyrrahafsströndinni, þar sem anaað skip biði þeirra, sem mundi flytja þau til Lima. En í miðjum bænunum stóð henni alt í einu Kit lifandi fyrir hug- skotssjónum og hugsanir henn- ar fóru á reik......Ef Luis mundi ekki kom. aftur .... heilaga guðsmóð fyrirgefðu mjer .... gæti jeg farið aftur til Cartagena og sent honum boð .... Ó, nei, þetta eru álög á mjer. Það er ljótt að hugsa 27. dagur svona. Jeg má það ekki, jeg má það ekki. En einmitt þá gekk Don Luis inn. Bianca stökk á fætur, yf- irkomin af iðrun vegna vonsku sjálfrar sín og fleygði sjer í fang hans. En strax á eftir sá hún, að hún hafði verið fljót á sjer. Ástríðan' íogaði úr svörtum augum hans. Hann greip utan um hana svo fast að hún gat varla dregið andann. „Farðu út“, sagði hann yfir öxlina við Quitu. Bianca fyltist skelfingu, þegar hún heyrði skrjáfið í kjól Quitu um leið og hún gekk út úr herberginu. Don Luis lagði hana mjúklega nið- ur á rúmið. Þegar hann var sofnaður við hlið hennar,. settist hún upp og starði út í myrkrið sem um- lukti hana á alla vegu. Þetta hafði verið öðruvísi en áður. Óheill líkami hennar hafði end urgoldið ástaratlot hans. Her- bergið var lítið og hitinn í því var óþolandi. Svitadroparnir spruttu fram af hörundi henn- ar, svo að henni fanst hún vera rennblaut. En hjarta hennar var kalt og hún skalf, þrátt fyrir allan hitann. „Vertu sæll, Kit“, hvíslaði hún. „Þú ert horfinn mjer að eilífu. — Heilaga guðsmóðir, þú, sem ert verndari allra kvenna, veittu mjer þá bón, að það verði sonur“. IX. Kit fórst miður hönduglega að stjórna hvíta graðhestinum sem hann sat. í æsku, þegar hann var í Cadix, hafði hann vanist að sitja á baki múldýr- um, en þau voru aðalflutninga tæki Spánverja yfir hásljett- urnar. Stundum hafði hann fengið vinnu hjá einhverjum riddaranum og þá hafði hann fengið að koma á bak stóru Andalúsíu-hestunum. En nú hafði hann verið á sjónum í mörg ár og hafði gleymt að sitja á hestbaki, svo honum veittist erfitt að stjórna lítt tömdumm hestinum, sem hann var nýbúinn að kaupa. Hann vissi, að Bernardo Diaz horfði glottandi á hann. Honum veittist auðvelt að stjórna sínum hesti, og það ! gramdist Kit. Kit greip fast- ara um beislistaumana og rak sporana í síður hestsins. Hest- urinn var óvanur slíkri með- ferð og tók undir sig stökk, svo að engu munaði að Kit hentist af baki. Kit gat stilt hann aft- ur og ljet blótsyrðin rigna yfir höfuð hans. Bernardo brosti stríðnislega. ,,Þú hefðir aldrei átt að stíga af skipsfjölinni, Kit“, sagði hann og hló. „Þjer ferst ekki vel við hesta“. „Hættu- þessu bulli“, sagði Kit önugur. „Hversvegna ert þú kominn hingað. Jeg sá það á svipnum á þjer, að þú hefir einhverjar frjettir að færa“. „Því miður hefir altaf mátt lesa allan fjandann út úr smett inu á mjer“, sagði Bernardo. „Þar af stafar öll mín ógæfa. í þessum heimi verða menn að 39. Leifur kinnkaði kolli. Já, við verðum að gæta okkar fyrir rnörgum hættum. Og snjóskriða, Villi, er ekki það versta. Ef til vill ekki, svaraði Villi, en þjer hafið ekki. sjeð eins stórkostlegar snjóskriður og jeg hef sjeð. Jeg þekki þær cg mig myndi ekki langa til að grafast undir snjóinn. — Þó það sje kannski eitthvað sjerkennilegt að þyrlast niður með ógurlegum hraða inni í snjónum og ísnum. En það er ckki síður óþægilegt að fá skot í hrygginn, þegar maður situr rólegur við bálið, eg það er algengara. Svona, Villi, sagði Leifur. Jeg vil ekki hafa að þú talir svona um þetta. Aldrei hafði honum fundist dauðinn jafn ægilegur og nú. Og hann sem hafði sjeð hann daglega hjá fólkinu á Skeljum. í hlíðinni einhversstaðar fyrir ofan þá losnaði stór steinn og með miklu skarki hentist hann með loftköstum yfir höfði þeirra fram af klettabrúninni og brotnaði síðan í þúsund mola í gljúfrinu. Blesi staðnæmdist, frísaði og skalf allur. Hann heyrir betur en við, sagði Villi og klappaði Blesa um makkann. Hesturinn varð brátt rólegur. Leifur hafði undanfarna daga verið hissa á þvf, hvað dreng urinn hafði gott lag á hestunum. Það var eins og drengur- inn og hestarnir skildu hvern annan á leyndardómsfullan hátt. Þetta eru góðir hestar, sagði Villi, en jeg held, að Brand- ur hafi hug á því að strjúka þegar tækifæri gefst. — En nú komum við bráðum niður í Demanta-gjá. — Demantagjá, sagði Leifur undrandi. — Hvað veist bú um hana. Jeg held að það sjeu aðeins tíu manns, ekki fleiri, í Skeljum, sem vita um hana. — Já, sagði Villi, en jeg þekki hana, og jeg skal sýna yður hana. — Ja, það er ekki svo lítið, sem þú þekkir, Villi. fiító- nrnjohjq/Xj/rJkcJ, líi/nu geta verið undirförulir og slótt ugir“. „Hættu þessari heimspeki“, sagði Kit. „Komdu með frjett- irnar. Þær hljóta að vera merki legar, úr því að þú hefir getað slitið þig frá drykkjubarnum og kvenfólkinu!“ „Ein eða tvær gleðikonur • gætu ef til vill stilt taugar þín- ar og gert þig skapbetri11, sagði Bernardo. „Þú fæddist ekki í þennan heim til að stunda mein lætalifnað". „Komdu með frjettirnar“, öskraði Kit. „Jeg hefi engar frjettir. E.n jeg átti að flytja þjer boð frá landsstjóranum, hvort þú vild ir borða kvöldverð með honum á mánudaginn heima hjá hon- um að Leogane“. „Hvernig stendur á því, að herra Ducasse er að bjóða mjer til kvöldverðar?“ „Jeg hefi oft átt leið yfir syk urakurinn hans, eða nákvæm- lega talið, þrisvar í viku. Það býr lítil dúfa þar skamt frá, sem lætur ganga mátulega mikið á eftir sjer. Og styttsta leiðin heim til hennar er yfir akut- herra Duacasse“. „Ertu viss um, að þú hafir ekki dregið einhverja hulu fyrir sjónir hans í sambandi við mig?“ „Mjer þykir leitt, hvað þú ert tortrygginn að eðlisfari“, sagði Bernardo og brosti. .— „Hversvegna hefði jeg svo sem átt að gera það?“ „Hver veit, hvað þjer kann að detta í hug. Það var auð- vitað hreinasta hending að þú hittir Ducasse?“ „Já. Og landsstjórinn er af húgenotta-kyni, og hann hlust ar á messu eða þá hann hlustar ekki á messu, eftir því sem honum þóknast. Jeg held frek ar, að hann kjósi það síðar- nefnda. Þessvegna var honum fjandans saman um upphaf mitt eða trúskipti. Við töluðum saman um sjóinn og siglingar. Það var gaman að tala við hann, Kit. Hann veit lengra en nefið nær“. „Einmitt. En hvernig stend- ur á þessu heimboði?“ „Mjer varð á að minnast á það, að jeg hefði verið á Sea- flower og þá fór herrann að leggja hlustirnar við. Nafn þitt er orðið víðfrægt, Kit. Lands- stjórinn ætlar líklega að fá þig til að gera sjer smágreiða“. „Það veit jeg ekki, hvernig gengur. Jeg er hættur öllu slíku“. „Það borgar sig að hlusta á, hvað hann hefir að segja. Ekr- urnar hans eru svo stórar að þær ná yfir margar fermíl- ur og negrarnir hans eru í hundruða þúsunda tali. Lands stjórinn mintist eitthvað á, að það væri ekki ólíklegt, að þú fengir slíka ekru. Það er auð- veldara að verða auðugur hjer í nýja heiminum en hinum meg in við hafið. Ef jeg væri í þín- um sporum, mundi jeg taka til athugunar orð landsstjórans“. „Þú segir margt fallegt, j Bernardo“, sagði Kit, „en. .“. Maður nokkur, sem vildi alt til vinna til þess þess að öðl- ast gleði heimilislífsins, var nýlega dæmdur í sjö ára fang elsi x Bretlandi. Það upplýst- ist, að hann var giftur fimm konum á sama tíma. Sjer til varnar, sagði hann: —• Jeg hefi aldrei öðlast neitt reglulegt heimilislíf, og með þessu gerði jeg úrslitatil- raunina. ★ — Þegar Óli frændi var í Ameríku, sá hann þar mann í „cirkus“, sem var svo horaður að hann varð að koma tvisvar inn á senuna til þess að fólk kæmi auga á haann. ★ Rússneska orðið nei — „njet“ er orðið frægt vegna þess, hve Visjinski og aðrir fulltrúar Rússa hjá Sameinuðu þjóðun- um nota það oft, var nýlega notað af fulltrúa Suður-Afríku á þingi S. Þ. Það var verið að ræða Grikk lands-deiluna, og var komið að atkvæðagreiðslu um tillögu frá Rússum. Þegar komið var að Suður-Afríkufulltrúanum, hróp aði hann hátt og skýrt: „Njet“. í stað þagnarinnar og alvör- unnar, sem hvílt hafði yfir, varð almennur hlátur í þing- salnum. ★ Rússneska blaðið „Pravda“ hefir fengið mikið af brjefum frá ungu fólki, sem óskar eftir því, að giftingarsiðunum. í Rússlandi verði breytt, og þeir gerðir hátíðlegri. „Það fólk, sem vinnur á hjú- skaparskrifstofunum, gerir sjer oft enga grein fyrir þeim til- finningum, hinna ungu hjóna- efna“, skrifar einn brjefritar- inn. „Maður fær það einhvern veginn á tilfinninguna, að ver- ið sje að skrifa upp á víxil, eða dánarvottorði“. ★ Tuttugu og tvö börn Fertug þýsk kona fæddi ný- lega 22. barn sitt. Elsta barnið er nú 17 ára. Hún hefir einu sinni eignast þríbura og tvisvar tvíbura. ★ Þríðjudags-kona Frú Amelia Albury í Pad- v/orth í Englandi var fædd á þriðjudegi, gift á þriðjudegi, og öll voru börn henn'ar fjögur fædd á þriðjudegi. Frú Albury hafði yfirleitt verið mjög heilsuhraust, en þegar hún var orðin 92 ára, veiktist hún alvarlega og var nær meðvitundarlaus í heilan mánuð. Hún kom þó aftur til meðvitundar og virtist hin hressasta, en þegar hún spurði, hvaða dagur væri, og henni var sagt að það væri þriðju- dagur, fjekk hún alvarlegt á- fall, og dó eftir nokkrar klukku stundir. Það skeði kl. 1.00 f.h. á mið- vikudegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.