Morgunblaðið - 12.12.1948, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.12.1948, Qupperneq 14
:i4 ’VOStGUNBLAiííio Svmnudagur 12. des 1948. „Það liggur ekkert á“, hvísl- aði hún. „Þú getur haldið áfram að ræna og rupla hjerna á morgun“. Hann ýtti henni frá sjer. „Eiginmaður þinn beið bana íyrir nokkrum klukkustundum síðan. Jeg er hræddur um að það sjeu ekki aðeins karlmenn >n.eðal mannkynsins, sem geta hagað sjer eins og skepnur“. Hún leit á hann og brosti drýgindalega. „Já, jeg get það og jeg veit það. Það er ágætt. Jeg hefi verið heiðarleg nógu 5engi“. Hún sá, að hann hnykl- aði brýrnar. „Farðu ekki strax“, hvíslaði hún. „Jeg hefi sent margan mann inn yfir í eilífðina um daganaí1, sagði Kit. „En jeg hefi ekki fall ið svo lágt ennþá, að arepa eig inmanninn og leita ástar hjá eiginkonu hans á eftir. Verið þjer sælar frú“. Hann hneigði sig kurteislega og gekk út. A tfeiðinni gegn um skóginn heyrði hann skrækan hlátur hennar innan úr húsinu. Fjórum dögum síðar hjelt Kit aftur til sjávar með menn sína. Þeir ráku með sjer tvö hundruð svertingja, sem Bern- ardo hafði valið. Herferðin hafði hepnast vel eftir því sem við var að búast. Tvö hundruð og fimtíu ekrur höfðu verið íagðar í eyði og þrettán hundr uð svertingjar höfðu verið tekn j.r höndum. En Englendingarn- ir á Jamaica voru ekki sigrað- ir, þeir voru aðeins í sárum. Sjóræningjarnar gengu í halarófu í áttina niður að sjón um. Þeir voru skeggjaðir og illúðlegir útlits. Að baki þeim og uppi yfir blöðum pálma- trjánna sá Kit svarta reykjar mekki leggja upp í loftið. Hann taldi strókana: ....... fimtán, sextán, sautján, átján, nítján. ...“. Alt voru þetta hús, sem menn höfðu bygt í sveita síns andlits og sykurekrur, sem menn höfðu komið sjer upp í órfjósamri jörðinni og verið farið að þykja vænt um. Fjöldi sykurekrueig- enda lá nú limlestur í brenn- andi rústum heimila sinna. Og rnargar eiginkonurnar höfðu hlaupið æpandi inn í þyrniskóg ana eða út á sljetturnar undan ræningjunum. En flestar þeirra höfðu náðst og verið slegnar nið ur af þrjótunum, sem hann ljet leika lausum hala. Hann strauk með fingurgóm unum yfir silkidúkinn sem vafinn var um mitti hans með myndinni af hegranum. Með an hann svalaði hefndarþorsta sínum á saklausu fólki, sat Don Luis hinn rólegasti í höll sinni í Cartagena. Bianca sat vafalaust við hlið hans. Bianca sem var svo falleg, að enn kom ust hugsanir Kits á ringulreið þegar honum datt hún í hug. Ef það væri útilokað, að að Rouge komi til Petit Goave á tilsettum tíma, hugsaði hann þá mundi jeg tafarlaust klifra yfir vegginn cg drepa hann sam stundis. Nei, jeg get gert meira en það, jeg get komið fram enn sterkari hefndum Jeg læt binda hann upp við súlu, kefli hann með fánanum, og geri mjer svo 30. dagur dælt við Biöncu fyrir augun- um á honum. Dauðinn bindur enda á allar þjáningar. En þeg- ar hann hefir sjeð Biöncu í fangi mínu, þá fær hann ekki einu sinni frið i gröfinni.... Þeir voru komnir upp á hæð og sáu niður í dalverpi. Kit hnyklaði bryrnar. Framundan þeim var enn ein ekra, sem hafði einhvernveginn farið fram hjá þeim. Beimardo leit spyrjandi á Kit. Hann horfði þegjandi fram fyrir sig og síð- an á menn sína. ..Hvað segið þið, drengir“, spurði hann. „O, skitt með það“, sagði Smithers. „Það sakar ekki að fá nokkra svertingja í viðbót“. Hinir kinkuðu kolli til sam þykkis. Kit andvarpaði. Hann hafði vitað hverju þeir mundu svara. „Þið látið íbúðarhúsið í friði“, sagði hann. „Jeg ætla að drekka vín eigandans. Og ekkert kvennastúss. Þið fáið nóg af kvenfólki þegar þið kom iðið aftur til Saint-Domingue“. „Ef við springum ekki áð- ur“, sagði Smithers og brosti. Hinir fóru að hlægja. Þeir voru allir í góðu skapi vegna þess að þeir voru farnir að hlakka til að komast aftur til Saint Domingue. Kit gaf merki og þeir þustu niður á sykur-ekruna. Kit og Bernardo hjeldu beina leið að íbúðarhúsinu. Löngu áður en þeir voru komnir þangað, stóð sykurekran í björtu báli á víð og dreif og þeir heyrðu skark- alann frá myllunum, þegar menn þeirra voru að velta kvarnarsteinunum og umturna öllu lauslegu. Þeir gengu eftir snyrtilegum akvegi upp að stóru hvítmál- uðu íbúðarhúsinu. Þeir höfðu tekið með sjer fimm eða sex af sjóræningjunum, því þeir á- litu það nægan mannafla til að ráða niðurlögum þeirra, sem í húsinu voru. Þegar þeir áttu aðeins eftir nokkra faðma að húsinu, gengu einir tólf svertingjar á móti þeim. Bernardo virti þá vand- lega fyrir sjer, höfuðlag þeirra og líkamsbyggingu. „Þetta eru Whydah-negrar“, sagði hann. „Við þurfum ekki að óttast þá, þeir eru engir bar- dagamenn“. „Við skjótum yfir höfuð þeirra“, sagði Kit. Sjóræningjarnir lögðu riflun um við öxl sína og miðuðu. — Skothvellirnir bergmáluðu frá veginum. Kit sá í gegn um pálmatrje, að Svertingjarnir lögðu strax á flótta. „Lífið er flókið“, tautaði Bernardo. „Annað hvort kaupa menn Dahome-negra og Coro- mat-negra og þá eru verkin illa unnin. Eða þá að menn kaupa Ebo-negra og Whydah-negra, og þá er ekran varnarlaus fyrir árásum. Kit svaraði engu. Hann starði stórum augum á konuna, sem hafði komið út úr húsinu. Hún sló Svertingjana með flötu sverðinu og reyndi að reka þá til baka. Það sást á því. hvernig hún höndlaði sverðið, að hún var vön að bera vopn. Kit var hreyfingarlaus andartak, en alt í einu tók hann til fótanna og hljóp í áttina til hennar. Bernardo horfði undrandi á eftir honum. Svo leit hann á konuna og hljóp svo sem fætur toguðu á eftir Kit. Þó að fjar- lægðin væri töluverð á milli, sá hann samt að hár hennar var rautt, eins og eldtungurnar, sem breiddust yfir sykur-ekr- una. Kit hljóp beint í fangið á Svertingjunum og þeir beindu byssustingjunum að brjósti hans. „Leggið niður byssurnar“, skipaði konan. Kit gekk til hennar og aðdá- unin skein úr augum hans. „Rouge“, hvíslaði hann. — „Elsku litla Rouge“. „Jeg heiti lafði Jane Golp- hin“, sagði hún og græn augu hennar skutu neistum. -„Snáf- aðu burt, morðinginn þinn, eða... Hann steig skrefi fjær henni og bros Ijek um varir hans. — „.. eða, hvað, Rouge?“ sagði hann stríðnislega. „Er rauð- hærð hafmeyjan orðin hefðar- kona?“ „Þjer skjátlast“ sagði hún rólega. ,Jeg þekki enga Rouge“. „Þá skal jeg rifja upp fyrir þjer það, sem þú ert búin að gleyma. Þú ert einkennilega lagin við sverð, augun þín eru græn, eins og sjórinn, varir þínar eru freistandi og þær langar til að jeg kyssi þær“. Hann flutti sig nær henni en hún stöðvaði hann með sverðs- oddinum. „Ekki lengra“, hreytti hún út úr sjer, „eða jeg drep þig“. Kit leit niður og sá, hvernig oddurinn stakkst inn í dökka húð hans. Síðan flutti hann sig hægt, en ákveðið nær henni. Blóðið fór að seitla undan sverðsoddinum. Þegar hann lyfti fætinum til að flyta sig nær, sleppti hún sverðinu og Kit greip hana í fang sjer. Tár- in streymdu undan luktum augnalokum hennar og vættu kinnar hennar. „Jeg er veikgeðja“, sagði hún snöktandi. „Jeg er veikgeðja. Þú ættir skilið að jeg dræpi þig“. „Hvei'svegna, Rouge“, hvísl- aði Kit. „Þú hefir rænt mig því, sem jeg var farin að trúa góðu um karlmenn. Þú hefir sýnt fram á að þú ert morðingi, einmitt þegar mjer var farið að þykja innilega vænt um þig“. Hún leit á hann með tárin í augun- um. „Þú kemur hingað og ræn- ir og drepur og brennur fyrir fólki, sem þú átt ekkert sök- ótt við. Og þegar þú fanst Reg- inald Parish, drapstu hann, af því að þú vissir að jeg hafði einu sinni elskað hann. — Þú fórst illa að ráði þínu. Hann var giftur og við vorum fyrir löngu orðin aðeins kunningjar ö<* návrannar“. Kit ætlaði að reyna að grípa fram í fyrir henni, en hún bar óðan á. „Þú drapst aumingja Reginald“, sagði hún og hækk aði röddina, „og svo svafstu í leit að gulli eftii M. PICKTHAA& 42 "' 1 Þeir fóru nú framhjá fjallsrana einum mikium. Fyrir handan var alldjúpur klofningur og skyndilega hrópaði Yilli upp yfir sig. Sjáið hjerna. Hjeran er ágætur stað- ur, Leifur. Þetta var eins og vin í eyðisandi. Þarna niðri í dal- skorunni var græn grasbreiða og smákjarr og milli klett- anna glampaði á lítið fagurblátt stöðuvatn. Svo þeir tóku klyfjarnar af hestunum, slógu upp tjald- inu og kveiktu bál, sem bráðlega sendi frá sjer upp í himinhvolfið bláan reykstrók. Brennið er ekki nógu þurrt, sagði Villi. Það kemur of mikill reykur af því og hann getur komið upp um okkur hjerna. En Leifur var dauðþreyttur bæði á líkama og sál og cskaði einskis annars en að hvíla sig, liggja þarna á grænu grasinu og horfa á stöðuvatnið, sem breytti um lit frá því að vera blátt, yarð það rautt, því það endurspeglaði lit loftsins. Hestarnir voru á beit skammt frá og Villi hafði hlaupið eitthvað upp í hlíðina, um leið og hann lofaði að fara varlega. Já, sem sagt, Leifur lá kyrr í grasinu, rólegur, þangað til Villi kom hlaupandi ofan úr hlíðihni, og hrópaði um leið og hann benti þvert yfir dalinn: ! — Hvað heitir þetta fjall beint á móti? — Jeg held að það heiti Púkahorn, svaraði i.eifur. Það nafn stendur minnsta kosti á landabrjefinu, en hversvegna spyrðu um það? — O, ekki til neins, svaraði Villi. Eh komið þjer hingað upp, þá skal jeg sýna yður nokkuð. . Leifur reis þegar í stað á fætur, því að hann heyrði á málróm drengsins, að eitthvað mjög óvenjuh.gt var á seyði. Hann gekk því upp eftir hlíðinni til drengsins og síðan gengu þeir saman nokkurn spöl norður með hlíð- inni. —• Jæja, sagði Villi Nú skuluð þjer snúa yður við og horfa beint á austurátt. Leifur gerði það, sem honum var sagt og sá, að þeir voru komnir langtum hærra en hann hafði haldið. ffljxT 'mjývzýjjráv:-1 jsmj Maður nokkur, sem kallað- ur hafði verið í herinn, en vildi als ekki stofna lífi sínu í hættu á þann hátt, fann upp á því snjallræði, að segjast vera nær- sýnn. — Þjer segist vera nærsýnn, sagði liðsforinginn, og ekki geta fengið gleraugu við yðar hæfi. Hvernig ætlið þjer að sanna það? i — Sanna það, sagði maður- inn, og ljet sjer hvergi bregða. Sjáið þjer fluguna þarna á veggnum? — Já, svaraði liðsforinginn. — Ja, jeg sje hana ekki, hvernig, sem jeg reyni. * — Jeg hefi heyrt sagt, að sonur þinn sje altaf að taka stærri og stærri lán, og borgi svo engum neitt. Er það satt? — Já, það er satt. Hann er elskulegur ungur maður, sem kann að komast áfram í lífinu. * Maður nokkur kom með mikl um asa inn í þvottahús eitt. — Viljið þjer koma og líta á, hvernig þjer hafið farið með það, sem jeg sendi til yðar um daginn. Þvottahúseigandinn: •— Jeg get ekki sjeð annað, en það sje alt í lagi með þennan vasa- klút. Maðurinn: — Vasaklút. Þetta er það sem eftir er af lakinu mínu. — Forfaðir minn, sagði gort arinn, barðist í Frelsisstríðinu. — Nei, þú segir ekki satt, með hverjum barðist hann. Frú L. H. hefir sótt um skiln að við mann sinn á þeim grund velli að hann hafi 4. maí s.l. svívirt hana með því að vera framhald á bls. 9. (Úr frjetta- grein í bandarísku blaði.). Stór rúlla Linoleum, Baðker og 2 handlaugar til sölu. Sá gengur fyrir sem út- vegar óupptekna þvotta- vjel. Tilboð sendist blað inu fyrir mánudagskvöld merkt „Kaupskapur— 0090“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.