Morgunblaðið - 18.12.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUISBLÁÐIÐ Laugardagur 18. des. 1948- Síðan sneri hún frá honum og fjekk á burt. Don Luis ætl- aði að fara á eftir henni, en þá kom hann auga á nokkra skip verjana, sem horfðu undrandi á hann og Biöncu. Hann nam staðar og sneri sjer undan. Þegar skipið var komið suð- ur fyrir miðjarðarhafslínuna, kólnaði skyndilega í veðri. Bi- anea stóð á þilfarinu með sjal um herðarnar og horfði á há- vaxna skógana á ströndinni hverfa í fjarska, en við tók lág vaxið kjarrlendi. Hún vissi að eiginmaður hennar horfði á hana þungbúinn á svip, en hún )jet eins og hún sæi hann ekki. Sjórinn var orðinn grænn að Ht og gróðurinn á ströndinni minnkaði æ eftir því sem þau sigldu lengra suður á bóginn. Þungbúin ský svdfu lágt á himninum, en samt var landið svo þurrt, að það minnti hana á hugmynd hennar um Sa- hara. „Hvernig stendur á því, að landið er svona þurrt og ó- frósamt, þrátt fyrir öll þessi ský?“, spurði hún mann sinn. Don Luis varð glaður við. Loksins hafði hún rofið þögn- ina, sem hafði verið á milli þeirra undanfarna daga. „Það hefir ekki rignt í Perú siðustu sjö árin“, sagði hann. ,,Það er sagt, að sum börn nái íullorðinsaldri áður en þau sjá dropa koma úr lofti. Samt sem áður er allt af skýjað hjer á þessum slóðum á þessum tíma árs. En guð einn veit, hvernig stendur á því. að það rignir aldrei“. „Hvernig fer fólkið að því að lifa hjer?“, spurði Bianca. „Sjerðu fjöllin þarna hand- an við hæðirnar?“, sagði hann og benti til lands. „Þegar ský- in koma, sest væta, þó að það sje varla meira en þoka, á fjöllin. Það er kallað garua. Jarðvegurinn verður renn- blautur og grasið og jurtirnar spretta næstum á einni nóttu. Þessi grös eru fyrirtaks fóður fyrir nautgripina og kindurn- ar og lama-dýrin. „Lama-dýr, hvað er það?“. „Þau eru ekki ósvipuð úlf- öldum, en þau eru ekki með hnúð á bakinu. Það er margí undarlegt í Perú“. Næsta morgun sannfærðist Bianca um að þessi orð manns hennar voru sönn. Hún vakn- aði við fuglakvak og vængja- þyt. Hún klæddi sig í skynai og fór út á þilfarið. Það sást varla í himininn fyrir fugla- mergðinni. Það var eins og vængir þeirra snertust eins 36. dagur hringja og þá varð henni ljóst, að hún hafði setið þarna hreyf ingarlaus í tvo klukkutíma og enn sá hún ekki fyrir endann á pelikanaflokknum. Framundan stefninu sá hún að sjórinn var ólgandi, eins og hann væri sjóðandi heitur að- eins á þessum eina bletti. En þegar skipið kom nær, sá hún að ólgan stafaði af því, að haf- súlur steyptu sjer hver á fætur annarri niður undir sjávar- borðið til að fá sjer fisk. Hún starði á hafsúlurnar, þangað til hún sá, að þær voru líka óteljandi. Þá sneri hún sjer við og leit aftur fyrir skipið, þar sem dökkt óveðurský lá yfir haffletinum. Hún heyrði fóta- tak að baki sjer, og Don Luis staðnæmdist við hlið hennar. — Hann rjetti henni kíki. „Sjáðu“, sagði hann. „Þetta er skarfaflokkur“. Þegar Bianca leit í kíkinn, sá hún að skýin leystust upp í óteljandi fugla, sem virtust ör smáir vegna fjarlægðarinnar. Og enn ofar, flugu kríur, lóur og máfar og fjöldi annarra fuglategunda. Hafflöturinn var þakin fuglum á sundi á alla vegu, sem dönsuðu ljetti- lega á bárunum. „Hvað eru þeir margir?“, sagði Bianca og leit á Don Lu- is, þegar hún loksins gat litið af fuglamergðinni. „Það má guð vita“, sagði Don Luis. „Ef einn maður stæði allt af á sama bletti og gerði ekkert annað en telja fuglana, mundi hann þurfa til þess að minnsta kosti tíu mannsaldra .... og hann mundi samt ekki hafa talið þá alla. En komdu nú niður. Jeg býst við, að við komum til Callao fyrir myrkur“. En þau fengu betri byr en hann hafði búist við. Það var enn nokkuð eftir af deginum, þegar þau sigldu fram hjá San Lorenso-eyjunni, sem var eins og skjólgarður fyrir höfnina í Callao. Á þessum slóðum er allt af frálandsvindur úr suð- vestri, svo að skip Don Luis sigldi upp í vindinn og lagðist upp við bryggjuna, án þess að þurfa að kasta akkerum fyrir utan. Á bryggjunni. var margt um manninn. Fólkið var allt á iði hvað innan um annað, en allar hreyfingar þess voru hægar og rólegar, eins og allir hugsuðu: „Það liggur svo sem ekkert á. Þetta má allt bíða til morg- uns“. Bianca stóð við hlið eigin- langt og augað eygði. Flokkur manns síns og horfði á mann- pelikana flaug fyrir skipsstafn ið. Þeir höfðu einkennilega lítið höfuð, en stór poki hjekk niður úr nefi þeirra. Bianca varð æ meira undarndi. Hún ætlaði að fara að telja þá, en þegar hún var komin upp í fimm hundrvð þá gafst hún upp. Hún stóð þarna svo lengi, að hana var farið að verkja í hnjen. Þá settist hún á kaðal- hrúgu á þilfarinu og hjelt á- fram að stara viðutan á þessa einkennilegu fugla. Allt í fjöldann. Allt í einu kom hún auga á ungan mann, sem tók hatt sinn ofan fyrir henni og hneigði sig djúpt. Þegar hann rjetti úr sjer aftur, sá hún að hann var hár og myndarlegur með brúnt hár og augu hans voru blá, eins og augu Kits. „Mjer mun allt af verða und- arlega innanbrjósts, þegar jeg sje svona lit augu“, hugsaði Bianca .... Hún sneri sjer að eiginmanni sínum. og sá að hann brosti kunnuglega til einu heyrði hún varðbjollunaunga mannsins. | „Þetta er Ricardo Golda- mes. Jeg er guðfaðir hans“, sagði hann. Bianca tók um hönd Don Luis og gekk niður landgöngubrúna. — Ricardo Goldames beið þeirra á bryggj unni. Hann fylgdist með hverri hreifingu Biöncu og aðdáunin skein úr augum hans. „Heiðraði guðfaðir“, sagði hann. „Jeg er yfir mig kominn af hrifningu“. „Vafalaust yfir því. að jeg er kominn“. sagði Don Luis og brosti hæðnislega. „Auðvitað“, sagði Ricai'do og brosti líka. „En einnig yfir því, að sjá hina nýju guðmóð- ur mina. Jeg vona, að tengsl okkar leyfi það, að jeg kyssi á hönd hennar“. Hann greip hönd hennar og þrýsti á hana kossi, sem var bæði lengri og heitari en nauðsyn krafði. „Seniora“, sagði hann, „jeg er miður mín af sorg“. Bianca leit á unga manninn. Hún gat ékki sjeð þess nokkur merki í svip hans að hann væri sorg- bitinn. „Hvers vegna, senior?“, spurði hún. „Vegna þess, að þessi gamli karlskröggur guðfaðir minn, hefur hrifsað fegursta blómið, sem fyrirfinnst á jarðríki, og hjeðan í frá verð jeg að syrgja það, sem jeg hef misst“. Hann sagði þetta svo alvar- lega og rólega, að Bianca hop- aði eitt skref aftur á bak, og leit óttaslegin á mann sinn. En Don Luis kastaði til höfðinu og rak upp skellihlátur. „Þú hefur ekki breytst, Ric- ardo“, sagði hann. „Þú ert ennþá sami þorparinn. Jeg býst við því, að prófdómendurnir við San Marcos, hafi verið orðnir svo þreyttir á hrekkja- brögðum þínum, að þeir hafa gefið þjer brottfararskírteini aðeins til að losna við þig. En nóg um það. Hefur þú vagn til að flytja okkur til Lima?“. „Jeg fjekk besta vagninn, sem til var“, sagði Ricardo. „Jeg fjekk landsstjórann sjálf- an til að lána mjer vagn sinn. Hann æskir þess, að þú heiðrir hann með því að búa í húsi hans, meðan hátíðahöldin fara fram“. Bianca leit á mann sinn. Þeim var sannarlega heiður sýndur. Landsstjórinn í Perú var eiginlega alveg einráður og miklu voldugri en margir prinsarnir í Evrópu. En Don Luis ljet sjer hvergi bregða. „Við tökum boðinu með þökkum“, sagði hann. Vagn landsstjórans var úr quebracoviði. Bianca hafði aldrei sjeð svo glæsilegan vagn. Hann var útskorinn af hinni mestu snilld og skreyttur silfur þinnum hátt og lágt. — Fjórir gríðarstórir hestar gengu fyrir honum. Ökumað- urinn og fylgdarsveinninn voru báðir negrar, biksvartir á hörund, en þeim mun meira bar á hinum glæsilegu einkenn isbúningum þeirra. Ökumaðurinn settist í sæti sitt og sló í og þau hjeldu ó- léiðis til Lima. Enda þótt rykið væri.mikið á veginum, og ekki væru nelnir gormar til þess að mýkja sætin í vagninum, naut Ný bók „Framþróun og fyrirheit u eftir GRETAR FELLS. í ■ ■ : ■ Mannkynið hefur •< stundum verið nefnt »| „munaðarleysinginn ;| mikli“, og má það til S sanns vcgar færa. En I mikið af auðnuleysi • bess stafar af skorti á * 'jettri hugsun og af van ; þekkingu. Þess vegna í hrekst meginborri þess > enn þá á milli trúaróra ■ annars vegar og and- jj| leysis og örvænis efnis ; hyggjunnar hins veg- • ar. f bókinni „Fram- • þróun og fyrirheit“, er ■ fjallað um nokkra úrkosti mannsandans, nokkur leiðar- ■ ljós á hinum vandrötuðu vegum „munaðarleysingjans : mikla“. Hún á því erindi til þeirra manna, sem láta'sig • slík mál einhverju skipta, og hverjir skyldu ekki vilja vita •: sem mest um sin eigin hamingju- og þroskaskilyrði. Bók- ■ in fæst í bókabúðum og kostar kr. 30,00. : Muniö þessar bækur er þjer veljið jólagjafir: MINNINGAR CULBERTSONS, ævintýramanasins mikla frá Kákasus. Höfundurinn er talinn snjallasti spila maður veraldar, en auk þess hámenntaður sálfræðing- ur og heimskunnur rithöfundur. Bókin er bráðskemmti- leg, enda metsölubók vestan hafs og víðlesin um allan heim. Fyrra bindið kom út i fyrra á íslensku og hlaut þá einróma lof allra ritdómara. Bókin fæst bundin í úryals geitarskinn. íslenska þýðingin er eftir Brynjólf Sveinsson. Fallegri og skemmtilegii bók getið þjer ekki gefið á næstu jólum. SVONA VAR ÞAÐ, síðasta skáldsaga Sonnnerset Maughams, Þ\'ðing Brynjólfs Sveinssonar. — Kostar aðeins kr. 35,00 í bandi, óbundin kr. 25,00. SAGA AIvUREYRAR eftir Klemens Jónsson kemur út skömmu fyrir jól í mjög vandaðri úígáfu, prýdd fjölda mynda af gömlum og merkum borgurum og bænum áður fyrr. — Upplagið er vegna pappírsskorts mjög litið. VEFNAÐARBÖK eftir Sigrúnu P. Blöndal er ný- komin út- Kostar í bandi kr. 30,00. 'OKOtU tjcijan TILKYNNING frá liárgreiðslustofum bæjarins. Allir viðskiptavinir vorir, sem pantað hafa meðhöndl un fyrir jól, eru vinsemlega beðnir að sækja kort út á pöntun þá, fyrir mánudag 20. þ.m. annars veitt öðrum. Meistarafjelag hárgreiðslukvenna. Þorskanetaslöngur I úr hampi og bómull væntanlegar. E ■ ^JCriótján Cj. CjíóÍaóon Cr* CCo., L.j. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.