Morgunblaðið - 18.12.1948, Blaðsíða 4
I
4
MORGUTS BL 4ÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1948-
Gjafir hinna
verulega
vandláfu:
Babbit
eftir Sinelair Lewis
Frægasta skáldverk
Ameríu.
Bæði bindin innb. 52,00.
Langt út ■ iöndin
Úrval íslenskra ferðasagna eftir yfir 30 þjóðfræga Islendinga. I bandi aðeins.
kr. 46,00.
Glöggt er gests augað
Ferðasögur fjölda frægra erlendra manna, sem ferðast hafa um Island. Verð
í bandi kr. 46,00.
Beethoven
ægifögur bók eftir Roman Rolland handa tmglingum. Verð i bandi kr. 20,00.
’ennincjar- prœ&ólaóamban d ja^í
^y4^aíútóa(a: &j, i
*ur ocj n
itjl
ÁLFABÓKIM
Álfasögur — Álfaljóð
T Stefán Jónsson rithöfundur valdi efnið. Myndir eru eftir Halldór Pjetursson.
I þessa fallegu barna- —
9g unglingabók hefur Stef
án Jónsson valið vinsæl-
ustu álfasögurnar og ævin
týrin, sem sögð hafa verið
börnum á Islandi á liðn-
úm öldum. Einnig eru
með kunnustu ljóðin, sem
Skáldin hafa ort um huldu
fólk og álfa.
. Þessi bók verður góður
fengur hverju íslensku
bami eins og efni hennar
fiefir verið vinsælt hjá
éldri kynslóðum. og marg
ir munu hafa ánægju af '>
áð rifja upp með börnum Þetta er þjóðlegasta barnabókin
sínum álfasögurnar, sem
|)eim voru sagðar í æsku. Jólabók íslenskra barna í ár.
■J
Brjef:
Ufsýnisfurn á EskihliS
Brjef frá Fjelagi íslenzkra
atvinnuflugmanna.
NÝLEGA BIRTIST í Morgun-
blaðinu grein um byggingu út-
sýnisturns á Oskjuhlíð. Viljum
við gera eftirfarandi athuga-
semdir við þá tillögu.
Fyrst viljum við taka það
franiað aðra eins fjarstæðu
þykjumst við ekki hafa heyrt
í langa tíð. Bresku hernaðar-
yfirvöldin bentu, á sínum tíma,
rjettilega á, að slíkur turn yrði
hættulegur flugi í grend við
Reykjavíkurflugvöll, og fenftu
því ráðið að turninn var ekki
reistur. Það hefði mátt halda
að hver einasti heilvita mað-
ur sæi rökin fyrir þessu, en nú
virðist eins og sumir menn
telji að með brottför Breta sje
lokið flugi við þennan flug-
völl ■— eða ef til vill halda
þeir að við íslendingar sjáum
betur en aðrir í ljelegu skygni
svo að af blessuðum turninum
stafi okkur engin hætta. Því
lík rökvísi.
Þessi fyrirhugaði turn, sem
ekki aðeins á að vera hærri en
Landakotsturninn, heldur á
einnig að standa á hærri stað,
myndi verða nákvæmlega í
umferðahring flugvjela við
Reykjavíkurflugvöll, og það
sem er enn verra, hann myndi
standa mjög nærri þeirri leið
sem flugyjelar stýra frá radió-
miðunarstöðinni á Alftanesi
til Reykjavíkur, eftir að hafa
lækkað sig niður úr skýjum,
eða þegar þær nálgast Reykja-
vík í slæmu skygni. Turninn á
því að standa á versta hugs-
anlegum stað, og yrði
þess valdandi að flugvjelar
myndu neyðast til að lenda á
Keflavíkurflugvelli í hvert
skipti sem skyggnið takmark-
aðist, sem ekki er svo sjald-
gæft hjer á íslandi.
Hjer skal á það bent, að hin
stóru erlendu flugfjelög hliðra
sjer við að nota Reykjavíkur-
flugvöll, og það ekki 'sökum
smæðar hans — hann er feyki-
lega nógu stór fyrir þær milli-
landa flugvjelar sem alment
eru í notkun nú — heldur
vegna þess að þeim
Öskjuhlíð of há og of nálægt
flugvellinum. Sjálfsagt stafar
minni hætta af Öskjuhlíð fyrir
íslenska flugmenn sem eru
þaulkunnir Reykjavíkurflug-
velli — þ. e. a. s. á meðan
að enginn turn er á henni.
Einnig skal á það bent, að
Reykvíkingar hafa alveg prýði
legan útsýnisturn, Landakots-
turninn, sem ávalt hefir verið
opinn fyrir almenning. Þeir
virðast þó litt kunna að meta
hann. Er ekki mjög líklegt að
eins færi um hinn nýja Babels-
turn?
Fjelag okkar befir lengi bar-
ist fyrir að loftskcyíastengurn-
ar á Melunum yrðu teknar nið-
ur, enda er ekki lengur þörf
fyrir þær, en það er farið að
verða auðsjeð að þær hverfa
ekki fyr en einhver flugvjelin
reltur þær um koll. Fjelagið
mun því beita sjer af alefli
gegn byggingu þessa fyrirhug-
1 aða „hámenningar“-turns, svo
ekki þurfi sömu aðferð' til að
losna við hann.
Ef einhver skyldi virða okk-
ur til bleyði, þessi mótmæli
okkar, viljum við segja hin-:
um sama, að okkur er trúað
fyrir fleiri mannslífum en okk-
ar eigin.
F.h. Fjelags íslenskra atvinnu-
flugmanna,
Þorsteinn Jónsson.
Bðrnabækur
Draupnisúfgáfunnar
DRAUPNISÚTGÁFAN gefur út
nokkrar barna- og unglinga-
bækur nú fyrjr jólin cins og að
undanfÖrnu. Þær eru þessar: .
Jeg er sjómaður, sautján ára,
sa.ga handa drengjum og ung-
lingum eftir Arne Skougenr
þýdd af Andrjesi Kristjánssvni.
Aðalsöguhetjan er norskur ung.
lingspiltur, sem ræðst í sigl-
ingar fjórtán árá gamall og er
í siglingum í þrjú ár samfleytt
án þess að koma heim. Hann
fer víða, ratar í ýmis ævintýri
og öðlast reynslu og þroska —
Þetta er vel sögð saga, skcmti-
leg og spennandi án þess að
hafa á sjer nokkurn reyfara-
eða „hasar“-brag.
Smyglararnir í skerjagarðin-
um er unglipgasaga eftir Jón
Björnsson rithöfund. Hún ger-
ist í Noregi. Ungur piltur er
ranglega grunaður um smygl,
handtekinn og varpað í fang-
elsi. Honum tekst að flýja og
hefst þá barátta hans fyrir því
að sanna sakleysi sitt. Á hann
að lokum drýgstan þáttinn í að
Ijósta upp um harðsnúinn flokk
smyglara, og sannast þá um
leið sakleysi ha*ns sjálfs. Þetta
er spennandi saga, þar sem
góður málstaður hefur sigur að
lokum.
Sagan af honum Sólstaf er
falleg og hugþekk bók handa
litlu börnunum, þýdd af Frey-
steini Gunnarssyni skólastjóra,
Bókin er öll prentuð í mörg-
um litum, bæði myndir, og lesT
mál, og er hún tvímælalaust
með allra fegurstu barnabókum
hjer hafa verið prentaðar.
Músaferðin, bók handa litl-
um börnum, kemur nú út öðru
sinni. Hún kom fyrst út fyrir
síðustu jól, en seldist þá upp á
skömmum tíma og varð mjög
vinsæl. Þetta er skemmtileg
saga, prýdd ánægjulegum
myndum. Freysteinn Gunnars-
son íslenskaði.
Prinsessan og flónið. — Þetta
eru nokkur skosk ævintýri,
prýdd vel gerðum myndum,
þýdd af Sigríði Ingimarsdóttur.
Skotar-eiga mikinn fjársjóð æv-
intýra og þjóðsagna, og eru
sögurnar í þessari bók teknar
úr vönduðu úrvrfii skoskra æv-
intýra.
London í gær.
SIR Stafíord Cripps skýrði frá
því í neðri málstofu breska
þingsins í dSg, að hernám
Þýskalands hefði kostað Breta
537 miljón sterlingspund frá
ófriðarlokum til 31. mars í ár.
■— Reuter.
þykir
■sem