Morgunblaðið - 28.12.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. des. 1948. Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austiu-stræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánúði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. • Jólaboðskapur Þjóðviljans JÓHANNES ÚR KÖTLUM skáld og kommúnisti er nokk- íið leikinn í því að koma miklum fjarstæðum, öfgurn og vitleysum í tiltölulega stutt mál. Það sýndi sig m. a. í jóla- boðskap er Þjóðviljinn flutti eftir hann á þrem síðum. Þar birtist einskonar útdráttur úr einræðis- og ofbéldiskenning- um MoskvumannS. Ef meta ætti þessa grein skáldsins á venjulegan mæli- kvarða vestrænnar menningar, þá er engu líkara en grein- in sje skrifuð út úr myrkri fullkominnar vanþekkingar á ctaðreyndum og nútíð, eða töluð upp úr svefni af manni. sem sdfnað hefir út af, áður en upplýst var, að þar sem Moskvastjórnin ræður þar hefir verið horfið frá grund- vallarreglum hvítra manna um heiðarleik og mannrjett- indi, en t. d. verkafólk hneppt í þrældóm.. Austan járn- tjalds, þar sem kommúnistar hafa öll völd, hefir verka- lýðurinn, sem kunnugt er nú ekkert atkvæði um kjör sín, um lífsþægindi eða verustað. En þeir sem leyfa sjei að sýna henni skefjalausa harðstjórn andúð sína, eru settir í fangabúðir, sveltir þar og pýndir uns yfir lýkur. Þá háttvísi hefir Katlamaðurinn, að hann reynir ekki að mótmæla þessum staðreyndum. En tekur það ráð sem þægilegra er fyrir hann og flokksmenn hans, að tala um hina róttækustu ofbeldisstjórn kommúnismans eins og ,.sjálfsagða framvindu þjóðarinnar(!)“ og „ósigrandi bylgju sósíalismans“ að svifta almenning öllum sjálfsögðustu rnannrjettindum. En þeir sem dirfast að andæfa villimensku kommúnisnians eins og hann er rekinn fyrir austan Járntjald, segir Jóhann- es að berjist „gegn siðmenningunni“(!) Menn sem svo djúpt eru sokknir í „svað spillingarinnar“ svo notuð sjeu Jóhannesar eigin orð, eru vitanlega ekki meira en svo hæfir til samfjelags í siðuðu þjóðfjelagi. En þar eð maðurinn er af íslensku bergi brotinn, er ástæða til að líta á hann sem þjóðfjelagsfyrirbrigði, er kemur íslendingum við. Þó hann í rauninni sje ekki annað en pólitísk grín- iígúra, sem gaman er að virða fyrir sjer, til kynningar á hinni skipulögðu afbökun staðreynda, sem iðkuð er í aust- anverðri álfunni, og íslenskir kommúnistar eru látnir hafa eftir hjer á landi. í jólaboðskap sínum tilkynnir Jóhannes m. a. að það sje „öhjákvæmileg þjóðfjelagsbreyting“ að koma hjer á komm- unistisku einræði. Hann reynir að vísu ekki að rökstyðja þessa „nauðsyn“ en lætur í það skína, að hún stafi af því, að vonir kommúnista bæði heima-kommúnistanna í Moskvu, og útsendaranna hjer rætist um það, að hersveitum Stalins lakist að færa Járntjaldið hingað vestur í Atlantshafið, svo ísland verði lítil hjálenda Moskva-valdsins, einskcnar litli fingur á hinni austrænu krumlu, í fálmi hennar vest- 'ur á bóginn til heimsyfirráða. Kátbroslegastur er boðskapur Katlamannsins, er hann sggir það vera svik við Sameinuðu þjóðirnar(!) að vera andvígur einræði og einráðum Moskvustjórnarinnar. Og ,,brot gegn íslenskum hegningarlögum“ að ganga ekki í fimtu herdeild kommúnista hjer á landi(!) Ef manntetrið meinar þetta í alvöru, þá verður erfitt að gera sjer fulla grein fyrir því, hvar hann á heima í þjóðfjelaginu. En þeir sem hirða um að hugleiða sálarástand Jóhannesar skálds úr Kötlum, mega líka minnast þess, að hjer skýtur upp hinum hreinræktaða kommúnisma, eins og hann er út- færður í paradís einræðisins austan Járntjalds. Því þar er það brot gegn hinum „heilögu“ forskriftum Stalins, að hafa aðra skoðun en þá sem hann fyrirskipar. Jóhannes gætir ekki að því, að einræðisvald hinna austrænu kúgara nær ekki til íslands, og nær aldrei íslenskri þjóð. Því á sömu stundu og frjáls hugsun er þurkuð út á íslandi, eftir ósk kommúnista, þá er íslensk þjóðarsál, íslenska þjóðin ekki lengur til, hún verður eins og sjórekið lík í sínu eigin landi. UR DAGLEGA LÍFINU Maðurinn með „kíkirinn“ DAGINN fyrir Þorláksmessu kom til mín maður nokkur og bað um viðtal. „Aðeins nokk- ur orð, jeg skal ekki tefja lengi“, sagði maðurinn. Mjer varð litið á hann og jeg verð að segja, að við fyrstu sýn virtist mjer ekki maðurinn þesslegur, að hann ætti við mig neitt erindi, sem ekki gæti beðið fram yfir jólaannirnar. Yfir vinstra gagnauga og niður á kinn var heljarmikill plástur, en kinnin stokkbólg- in og rosabaugur í öllum regn bogans litum, kringum augað. Hann var með það, sem einu sinni var kallað „kikir“ og þyð ekki af minni sortinni. • Þokkaleg jólagjöf FYRST datt mjer í hug þessir menn, sem kendir eru við Hafnarstræti og mest hefur verið rætt um undanfarna mánuði í sambandi við hælis- vist, en sem enginn virðist vilja hafa hjá sjer eða ljá húsa skjól. En við nánari athugun sá jeg að þetta var þokkalegur maður og gat ekki verið af því sauðahúsi. Enda kom það í Ijós er hann hóf mál sitt. „Þetta“, sagði hann og benti á ,,kíkirinn“, er nú jóla- gjöfin mín, svo þokkaleg sem hún er“. • Hafði nærri misst augað KAVELERAR, sem mæta með skraut, eins og þessi maður hafði í andlitinu, öðru hvoru megin við Þorláksmessu, eða endranær, eru vanir að segja sögur um hurðir, sem hafi skollið á þá, eða eitthvað álíka. En þessi maður hafði það eitt til saka unnið, að snúa sjer við á götu og við það rekist á eitt af skiltum lögTeglunnar, sem sett hefur verið upp í þeim tilgangi, að auka öryggi borgaranna, forða slysum og gera umferð alla sem örugg- asta. Þessi varúðarráðstöfun hins opinbera, hafði nærri kostað þenna mann annað augað. Varað við voðanum ÞESSI merki, sem á stendur stop, stanz, eru sannkölluð hættumerki. Og það hefur ver ið varað við þeim fyrir löngu. Sú bjánalega aðferð var höfð er þau voru sett upp, að járn- skiltin, sem eru með hvössum brúnum hafa verið sett uþp í sömu hæð og meðalmenn. — Þannig að ef einhver rekur sig á þau, fer ekki hjá þvi, að höf uðið lendi á skiltinu og hittist svo á, að höfuðið lendi á brún skiltisins er voðinn vís. Það sanna ótal dæmi, því margir bæjarbúar ganga með ör eftir þenna fjára. 4 • Loks lofað betrun og bót MAÐURINN, sem sagt er frá hjer að framan fór beint af spítalanum, eftir að gert hafði verið að meiðslum hans, til lögreglustjóra og bar sig upp Við hann. Lögreglustjóri tók manninum vel og viðurkendi, að þessi skilti væru stórhættu leg, eins og þau hafa verið sett upp. Lofaði hann að beita sínum áhrifum til þess, að skiltunum yrði breytt þegar eftir ára- mótin. Vafalaust hefur það eitt hvað fróað manninn að fá svo góðar viðtökur hjá yfirvald- inu, en þó varla megnað að breyta ógæfu hans í jólagleði úr því, sem komið var. Því fyrir utan líkamlegan sárs- auka, sem stafar af glóðaraug um, þá er stundum erfitt að útskýra hvernig þau eru til- komin, ekki síst um jólaleytið. Ráðin, sem ekki voru þegin EN hefði verið farið eftir ráð- leggingum, sem gefnar voru í þessum dálkum fyrir hálfu öðru ári, um að hækka þessi hættumerki, þá hefði þessi jóla saga aldrei orðið til. En fleiri slíkar sögur hljóta óhjákvæmi lega að endurtaka sig, ef lög- reglustjóri stendur ekki við loforð sitt um að láta breyta skiltunum nú þegar eftir ára- mótin. Venjan, sem livarf > FYRIR hádegi í gær hafði jeg ekki hitt einn einasta mann, sem bauð „gleðilega rest“. — Þessi gamli, leiði ósiður er gjörsamlega að hverfa úr mál inu — og mátti enda missa sig. Hinsvegar sögðu margir gleðileg jól, þótt sjálfir jóla- dagarnir sjeu liðnir hjá og það er alveg rjett að halda áfram að bjóða gleðileg jól, því sam- kvæ:*it gamalli, íslenskri venju eru jólin ekki liðin fyr en á þrettándanum. Vonandi að það hafi ekki verið nein tilviljun að enginn skyldi bjóða „gleðilega rest“, heldur sje hægt að segja með sanni, að þetta sje venjan, sem hvarf. Hið síðbúna jólatrje OG loksins kom svo jóiatrjeð á Austurvöll, en ekki fyr en á aðfangadag, eins og oftast áð- ur. Betra er seint en aldrei, kunna menn að segja, og má til sanns vegar færa. Jólatrjeð á Austurvelli er einstaklega fallegt í ár, hátt og beint og mislitu Ijósaper- unupi komið smekklega fyrir. Trjeð setur sinn svip, sinn jóla svip á borgina. En það hefði mátt koma fyr til þess að auka á jólaskapið fyrir jólin. • Og svo var það OG svo var það kunningi minn, sem sagði í gærmorgun: „Viltu nú ekki skamma útvarpið rækilega fyrir að bjóða manni upp á annað eins og þessa jóla dagsskrá. Jafnvel börnin voru svikin um jólasveininn hvað þá meir“. Það munað; minstu, að jeg ljet hann æsa mig til að gera þetta, en þá mundi jeg eftir því, hvað það er ágætt að sofna frá jólakveðjunum og ánægjunni, sem svo margir hafa haft af því, að slökkva á viðtækinu sínu einmitt núna um jólin. iiMiiiiiiiMuiiiiiimiiniiimHinmfimimiimniiiiiininininniiiiiiiiiiuiHBiiiinniniiiiirr-witvfrtiMiiiHMniiBHMiwiiinmriitiiiini*' iinntmMM MEÐAL ANNARA OROA . ainn||MM|HMMMMMMMniinnvnMiiWNMMumHMnMiniiiiiii.i>>iiinBUKiui Maðurinn, sem berst fyrir einni aiheimssijérn Eftir RUSSELL HOWE, frjettaritara Reuters. PARlS — Garry Davis, maður- inn, sem fæddur er í New Jersey en afsalaði sjer hinum amer- ísku borgararjettindum sínum til þess að verða „fyrsti alheims borgarinn“, er með heimþrá. Það eina, sem jeg vil nú, segir hann, er að „koma þessu í fram kvæmd“ (að fá þjóðirnar til að fallast á eina stjórn fyrir allan heiminn) og halda síðan heim. En þar til því er lokið, er Davis vegabrjefslaus og getur ekki á löglegan hátt farið til Banda- ríkjanna nje nokkurs lands annars. • • LEIKARI. DAVIS, sem einu sinni var að- stoðarmaður Denny Kaye, var í bandaríska flughernum í stríð inu. Hann er fæddur í Bar Horbour 1921, en fluttist til Philadelphiu með foreldrum sín um, þegar faðir hans gerðist hljómsveitarstjóri þar og í New York. Móðir hans er píanisti og syst ,ur hans tvær stunda listnám. Bróðir hans drukknaði í orustu, er hann var í bandaríska flot- anum. Davis lagði stund á leiklist og gerðist skopleikari. Hann vakti talsverða athygli fyrir þá hæfi- leika sína, að geta sagt skemti- legar skrítlur án þess að brosa sjálfur. • • FER TIL PARÍSAR. ÞEGAR stríðinu lauk, hóf Davis aftur leikstarfsemi sína. I frístundunum starfaði hann í skrifstofum fjelagsskapar, sem vann að því, að alheimsstjórn yrði mynduð. Hann sannfærðist um það, að n ýheimsstyrjöld væri yfir- vofandi og að fjelagið hjeldi stefnumálum sínum ekki nógu ákveðið fram. Hann sótti þess- vegna um það til bandaríska utanríkisráðuneytisins, að fá að afSala sjer borgararjettindum sínum, og þegar hann fjekk af- svar, ákvað hann að fara til Parísar og afhenda þar vega- brjef sitt. Þegar til Parísar kom, leið ekki á löngu þar til Davis fór að vekja alheimsathygli. Hann afsalaði sjer vegabrjefinu, „sett ist að“ í svefnapoka á „alþjóða- svæðinu“ við aðalstöðvar alls- herjarþings S. Þ., var rekinn þaðan í september, en kom aft- ur og tjaldaði þá yfir sig. • • INNRÁS í S. Þ. ÞEGAR lögreglan á ný flæmdi hann burt, hjelt hann marga blaðamannafundi og opinberar samkomur og hlaut stuðning tveggja Parísarblaða og ýmsra þekktra Frakka, meðal annars rithöfundanna Albert Camus og Vercors. I nóvember tókst Davis ásamt nokkrum stuðningsmönnum sín um, að komast inn í aðalsal alls herjarþingsins, en þaðan var hann rekinn, eftir að hafa gert tilraun til að flytja ræðu úr áheyrendastúkunni. Robert Sar Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.