Morgunblaðið - 28.12.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1948, Blaðsíða 12
EDINBORGAEBÚAR tóknj <j£ENGUR sennilega t hvassa euðaustanog suðvestan átt wmeð sfcára- og jeljaveðri þegai- líð- tir á daginn. á Akur eyri úíbreiddari, en væqari en áöu SJU sjS iamasf verulega. ■ SAMKOMUB ANNINU hafði verið afljett á Akurevri um skeið, er sett var þar vegna mænuveikinnar. En 'bannið var sett á aftur. Litu menrt svo á, að það stafaði af því, að far- aldurinn hefði aukist að nýju. Er Morgunblaðið átti í gær tal við Jóhann Þorkelsson hjer- aðslækni, sagði hann, að sam- tcomubannið hefði verið sett á fyrir jólin vegna þess, að menn fcefðu viljað forðast smithættu. er kynni að stafa af jólasam- homum. En annars væri far?Id- ur þessi nú búinn að geisa svo, að fcalið væri að hann væri í t-jenun. 3 40 Iiafa veikst. Als hafa 340 sjúklingar ver- itj skrásettir á Akureyri. En telja má líklegt, að því er lækn irinn sagði, að mun fleiri hefðu tekið veikina, því margir sniit- ast, þó þeir verði þess ekki var- ir,v Af þessum 340 sjúklingum, bafa. 90 orðið varir við lömun. Eb>- ekki nema 7 af þeim eiga það á hættu að rá .langvarandi kmun. Hjeraðslæknirinn skýrði enn- fremur svo frá: Þessi mænuveikisfaraidur fcefir að því leyti verið öðru vísi en hinir fyrri. sem hjer hafa verið, að tiltölulega margt ífullorðið fólk og unglingar, hafa tekið veikina en færri börn, ckkert barn veikst, sem hefir verið innan við 8 ára aldur. Talsvert víða hafa fleiri en cinn sjúklingur verið á sama heimili. Og t. d. í heimavist Menntaskólans, hafa 36 nemc-nd ur tekið veikina af 70 sem þar •eru. En allmargir af beim, sem nluppu í þetta sinn, hafa haft mænuveikina áður. 4 sinnum á 24 áfum. Á 24 árum hefir, mænuveik- fisfaraldur komið upp fjórum fiinp.um á Akureyri. I þetta sinn útbreiddari þar í bænum en áð- ur en minna hefir veikin breiðst úí um sveitir en hin fyrri ár. í þetta sinn er veikin mikið neins meins. En þegar það fór Árið 1924 urðu sjúklingarnir um 40, og dóu 13 þeirra. Arið 1935 urðu dauðsföllin 5, og ár- *ið 1946 dóu tveir sjúklinganna. Þurfa að fara varlega. Allmikið hefir á því faorið. ffcgir lækni'rinn enn fremur, að juönnum hafi slegið niður aft- ur, eftir að þeir hafa talið, að þeim væri batnað. Fólk far- ■i& á fætur, eftir að það hefir 'légi'ð í rúminu nokkra daga lótalaust, og ekki kent sjer neins meins. En þegar það fór eítthyað að reyna á sig á fót- um, hefir veikin gert vart við sig að nýju, og verið þá oft þyngri, en hið fvrra sinn. Þrír af læknum bæjarins hafa tekið veikina síðustu tólf daga. Fyrst var það Jóhann, hjeraðs- læknir, en hann er nú byrjaður að klæðast. Guðmundur Karl Pjetursson spítalalæknir og Ól- afur Sigurðsson. En enginn þeirra hefir verið þungt hald- ínn. Tilgátur um smitun. Engin vitneskja er um það, meðal lækna enn, hvernig fólk smitist af veiki þessari. Sagði hjeraðslæknirinn, að ýmsar get gátur væru um það. — Sumir hjeldu, að smit gæti borist beint frá manni til manns, og færi um öndunarfærin í líkamanum. Aðrir hjeldu, að menn smituð- ust gegnum meltingarfærin. — Sagði læknirinn, að því miður hefði hann ekki haft tíma til þess, meðan á þessum faraldri hefir staðið, að gera á því þær athuganir, sem hann hefði vilj- að, hvernig útbreiðsla veikinn- ar hagaði sjer. Slökkviliðið kaliað út þrisvar SLÖKKVILIÐIÐ var þrisvar sinnum kallað út yfir hátíðis- dagana. Hvergi var um mikinn eld að ræða er slökkviliðið kom, og tókst því að ráða niðurlög- um eldanna, áður en verulegt tjón hlytist af. Á einum þessara staða kvikn aði í, vegna óvarkárni. — Það var kertaljós, sem kveikti í gluggatjöldum. Nikill fjöldi áreksira UM LANGT skeið hafa ekki orðið jafn margir bílaárekstrar hjer í Reykjavík og nú um há- tíðarnar. Ekki hafði rannsóknarlög- reglan neinar tölur fyrir hendi í gær, en nokkrir tugir af kær- um höfðu borist. Slys á mönn- um munu ekki hafa orðið svo otð sje á gerandi, en margir bílar höfðu stórskemst. Önnur umferðarslys voru fá yfir hátíðisdagana og að því er rannsóknarlögreglan skýrði blaðinu frá, var ekkert þeirra alvarlegs eðlis. Tveir menn og ein kona urðu fyrir bílum og hlutu meiðsl, Eftir að gert hafði- verið að sárúm þeirra; var'fólfcið flutt heim til sín. MORGUNBLAÐINU liefur borist fyrsta myndin, sem birtist hjer af íogaranum „Ncptunus“, efíir að kviknað hafði í honum í Grimshy. Blaðið „Grimsby Evening Telegraph“ birti upphaf- iega þessa mynd. ásamt frásögn af slökkvisíarfinu, en slökkviliðsrnennirnir gengu har fram með dugnaði og hugprýði. Eins og menn mtinu minnast, kviknaði í togaranum 15. desember s.l., er hann var nýbúinn að ianda afla sínnm og og um það hil að leggja af stað hingað heim, Eldurinn kom upp í keíiirúminu og óttast var um það um tíma, að hann mundi komast í olíu- geyrna skipsins. Þegar kyiknaöi í .Nepiúnys’ í Grimsby v- Tveimur mentaskólanemum in 10 mkm skóladvól 9 ámeríku Verölauflasamkeppni „New York Tribune" TVEIR ÍSLENSKIR mentaskólanemendur, piltur og stúlka, leggja af stað 30. þ. m. flugleiðis til Bandaríkjanna í boði stór- blaðsins New York Herald Tribune og flugfjelagsins American Overseas Airlines til 10 vikna ókeypis dvalar í skólum í Ame- ríku. Þau urðu sigurvegarar í verðlaunasamkeppni. sem efnt var til í Mentaskólanum í Reykjavik og á Akureyri um eínið „Heimurinn, sem við kjósum“ og var ritgjörðin á ensku. Sigurvegarinn liggur í mænuveiki | stjóri hefur verið milligöngu- Samkeppnin var jafnt ndlli maður í þessu-^máli gagnvart pilta og stúlkna, en þó þannig, ‘ skólunum. Sagði hann Morg- að til ferðarinnar skyldi veljast | unblaðinu, að lagt hefði verið ein stúlka og einn piltur Af stúlkunum varð hlutskörpust Vilhelmína Þorvaldsdóttir í 5. bekk Mentaskólans á Akureyri, til, að verðlaununum yrði skift milli skólanna úr því að svo fór, að stúlkan, sem hlaut fyrstu verðlaun í stúlkuflokknum, gat en hún liggur í mænveiki og eigi tekið boðinu. En dómnefnd getur ekki þegið boðið. Næst; in hefði ehki talið sig bundna af henni í samkeppninni varð (öðru en ritgerðunum, án til- Rósa Björk Þorbjörnsd. (pípu- iagningarmeistara Bjarnasonar hjer í bæ) í 5 bekk Mentaskól- ans í Reykjavík og fer hún ferð- ina. Af piltunum varð nlutskarp- astur Einar Benediktsson, (Más Benediktssonar, sonarsonur Ein ars Bene,diktssonar skálds). en hlutskarpastur af piltum í Ak- ureyrarskóla varð Gunnar Schram (símstjóra á Akureyri). Um ritgerðirnar dæmdu þeir Jóhann Hannesson lektor við Háskóla íslands og dr. G. Reese, lits til úr hvorum skólanum þær kæmu og þessvegna fari tveir nemendur úr Mentaskól- anum í Reykjavík. Dvelja í hliðstæðum skólum Dvöl og ferðir mentaskóla- nemendanna tveggja verður al- gjörlega þeim að kostnaðar- lausu. Þau munu dvelja í skól- um, hliðstæðum við Mentaskól ann- hjer og dvelja í hverjum skóla fyrir sig 2—3 vikur. New York Herald Tribune hefur efnt forstjóri upplýsingaskrifstofu til samskonar samkeppni milli Bandaríkjastjórnar hjer á landi. Ritgerðirnar rjeðu úrslitum Helgi Elíasson fræðslumála- mCntaskólanemenda í um’ 16 Evrópulöndum og er búist við að þessari tilhögun vefði huld- ið áfram á næstu árum. Jóiaeplin komin SKIP ÞAÐ, sem flytur jólaepl- in til kaupmanna bæjarins, er nú loksins komið, en gert hafði verið ráð fyrir, að það kæmi nokkru fýrir jól. Það kom á jólanóttina. Byrjað var að afferma skip- ið í gær, ‘og koma eplin vænt- anlega i búðirnar í þessari viku. Epli þessi eru frá Ítalíu. RisaklúÚbur STOKKHÓLMUR: — í Stokk- hólmi var fiýlega stofnaður klúbb ur, sem þeir einir mega gerast meðlimir í, sem eru að minnsta kosti sjö feta háir. í klúbbnum er „æskulýðsdeild“, ,þar sem sex fet og sjö þumlungar er lág- markið. Meðal þeirra, sem gengu í klúbbinn fyrsta daginn, voru lögregluþjónar, leikarar og risar úr hringleikahúsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.