Morgunblaðið - 30.12.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 30.12.1948, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. des 1948. Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Frarákv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Aug-lýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Ásltriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. KINA EFTIR að kommúnistaherinn braut á bak aftur varnir Ohang Kai sjeks við Suchow, hefur sókn hans haldið áfram, í áttina til Nanking. Ennfremur nálgast árásarherinn hina gömlu borg keisaranna Peiping. Stjórn Chiang Kai-sjeks er orðin völt í sessi. Hefur verið talað um, að annar maður verði settur í forsæti Kuomin- tangflokksins. Og reynt verði að koma á laggirnar sam- steypustjórn, sem hefði stuðning þjóðarinnar. í Kína, sem annarstaðar hafa kommúnistar runnið á það lag að ná hylli bænda í bili, með því að afhenda þeim jarðeignir, og láta þeim í tje vopn. Segja síðan við þá: Notið þessi vopn, sem þið hafið fengið til þess að verja eignir ykkar, Annað mál er svo það, hvernig Stalinistum tekst að brjóta hina vopnuðu bændur til hlýðni við hið er- lenda vald rússnesku kommúnistanna, og hvernig þeirri viðureign lýkur, er þar að kemur. Kunnugir menn málefn- um Kína fullyrða, að Kínverjar sjeu fyrst og fremst þjóð- lega sinnaðir menn, sem fyrir hvern mun vilji komast hjá cílum erlendum áhrifum, enda þótt þeir hafi hjer slegist í íylgd með kommúnistum gegn stjórn landsins, sem eigi hefur tekist að ná vinsældum. Sem stendur er greinileg upplausn í flokki Chiang Kai- sieks. Nokkrir herforingjar hans hafa lagt niður virka and- stöðu gegn kommúnistaherjunum. Skipuleg herstaða þeirra megin, er naumast fyrir hendi. Þó eru horfur á, að herstjórn Chiang Kai-sjeks muni ætla sjer að búast til einbeittrar varnar fyrir sunnan Yangtse-fljót í því skyni, að halda yfir- ráðunum í Suður-Kína,' hvað sem verður um hina hluta landsins. ★ Alt frá því Bandaríkjamenn áttu í styrjöldinni við Japan, hefur Bandaríkjastjórnin stutt Chiang Kai-sjek með mikl- um fjárframlögum og vopnasendingum. Talið er, að sú hjálp mimi alls nema um þrem miljörðum dollara. í vandræðum sínum hefur Chiang Kai-sjek nú, sem kunnugt er, sent konu sína til Washington, til þess að hún reki þar erindi hans, og stjórnar hans, og reyni að fá Bandaríkjastjórn til að bæta enn við hina fjárhagslegu aðstoð við þjóðveldisher- inn. En eins og forystumenn kínversku þjóðaiinnar eru ósammála um það nú, hvernig þeir eigi að snúast við hin- um aðsteðjandi erfiðleikum, eins er talið, að skiftar sjeu skoðanir um það meðal stjórnmálamanna í Washingtqn, hvernig Bandaríkin eigi að snúast við vandræðum Kínverja, og styrkbeiðni Chiang Kai-sjeks. ★ Marshall utanríkisráðherra hefur lengi látið uppi efa- semdir um það, að Kuomintang stjórnin í Kína sje fær um það, að koma á fót friðsamri umbótastjórn í Kína. Auk þess er á það að líta, að auðlindir Bandaríkjanna eru ekki ótæmandi, en þau hafa skuldbundið sig til allmikilla fjár- framlaga á þessu' ári, og þeim næstu, til endurreisnar Ev- lópulanda. Auk þess hneigjast margir áhrifamenn Banda- rikjanna að því, að þeim sje fullt eins holt, að beina aðstoð smni ekki síður til Japana, og koma því til leiðar, að sú þjóð, sem hefur meiri tæknilega mentun, og undirstöðu, en Rínverjar geti sem fyrst komið framleiðslu sirrni í gott horf, og orðið á þann hátt Bandaríkjaþjóðinni og öðrum styrk stoð á viðskiftasviðinu. En alt fyrir það þykir ólíklegt, að Bandaríkjamenn sleppi hendinni með öllu af þjóðveldisstjórninni í Kína. Þó telja megi líklegt, að stjórnarvöldin í Washington athugi vel allar aðstæður í Kína, áður en miklum fjárframlögum verði lialdið áfram, til Kuomintang-stjórnarinnar. Því fái komm- xinistaherinn fullan sigur í bili yfir Kína, þá yrði það til styrktar og uppörvunar fyrir skipulagðar 5. herdeildir kommúnista í öðrum Asíulöndum, til þess að láta til skarar skríða gegn löglegum stjórnum landanna. Annað mál er svo það,_hversu hinir vopnuðu bændur Kína verði auðsveipnir jyjnskyavaldinu, er fram í sækir ^ar: XJíLuerji ábripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Skraut, sem skemmt er SUMIR húseigendur gerðu það að gamni sínu, að setja mislitar ljósaperur á trje í görðum sín- um, eða fyrir framan hús um jólin. Var þetta víða til feg- urðarauka og vegfarendur námu staðar til að horfa á dýrðina. Það er algengt er- lendis, að fólk skreyti þannig hjá sjer I tilefni af jólunum og það hefur sýnt sig, að jafnvel hjer á íslandi er hægt að koma þessu skrauti við úti, þótt ætla mætti að veðurfar væri slíkt hjer um háveturinn, að þess væri lítill kostur. En þetta skraut hefur ekki fengið að vera í friði, fremur en svo margt annað, sem gert er í „sama tilgangi. • Strákar sprengja perurnar HÚSEIGANDI sagði mjer, að hann hefði lýst upp hjá sjer trje í garðinum sinum um jól- in, sjálfum sjer til ánægju og til þess að prýða. Hafði þetta auðsjáanlega fallið mörgum í geð, því fjöldi manns hefði staðnæmst við garðinn til að horfa á Ijósadýrðina. ' En svo hafi strákar komið með barefli og brotið perurn- ar á trjenu og þá fór gamanið af. Það er alveg furðuleg skemmdafýkn hjá unglingum þessa bæjar, að geta ekki einu sinni sjeð jólaskraut manna i friði. • Alvarleg aðvörun LÖGREGLUSTJÓRI HEFUR beint þeirri áskorun til al- mennings, vegna íkveikjuæðis, sem grípur unglinga um þetta leyti árs, að gæta þess vel, að ekki sje skilið eftir eldfimt efni í portum og húsagörðum. Til þess telst brjefarusl alls- konar, spýtur og kassar og fleira, sem þessir litlu íkveikju vargar sækja í. Það er ekki seinna vænna en í dag að hreinsa til hjá sjer. Ættu menn að taka vel í þessa áskorun lögreglustjórans og hjálpa þannig til að forða sjer og öðrum frá yfirvofandi voða og tjóni. • Dagatöl og vasabaekur MÖRG fyrirtæki halda enn uppi þeim gamla og góða sið, að senda viðskiptavinum sín- um dagatöl, eða vasabækur. Þykir mörgum fengur í að fá þetta til að fylgjast með tím- anum á nýja árinu, sem nú fer í hönd. Veggalmanökin, eða daga- tölin er farið að senda út til manna fyrir nokkru, en það var kominn á sá siður á und- anförnum árum, að þessar góðu auglýsingar fyrirtækj- anna og þarfi hlutur fyrir fólk almennt, kom ekki fyr en eftir dúk og disk, eða þegar nokkuð var liðið á árið nýa. En sami siður virðist eiga að haldast með vasabækurnar, sem eru hið þarfasta þing, einkum þær, sem prentaðar eru í ýms- ar gagnlegar upplýsingar, sem að notum koma í daglega lífinu, svo sem skrá um mál og vog ýmsra landa, gengistafla, skrá yfir söfn og opinberar stofn- anir og svo framvegis. • Þörf á endurbót ÞESSAR vasabækur eru flest- ar eða allar prentaðar í sama forminu og jafnvel eftir sömu fyrirmynd. Eru þær flestar eins að innihaldi, nema hvað firma eða fjelagsnafni er breytt eftir því. sem við á, á kápu. Ekkert er við því að segja. En hitt er satt, að það er bráð- um kominn tími til að endur- bæta þessar bækur, sem hafa verið eins núna um margra ára skeið. Það er vafalaust of seint, að gera breytingar fyrir næsta ár, úr því sem komið er, þar sem búið mun vera að prenta bækurnar. En væri það ekki athugandi fyrir útgefendur, að endurskoða efni vasabókanna og bæta inn í ýmsum þarfleg- um upplýsingum, sem menn hafa not fyrir í daglega lífinu. Og svo, að koma bökum þess um út nógu snemma, helst þannig að þær sjeu komnar í hendur þeirra, sem þær eiga að fá, ekki síðar en á gamlárs- dag og helst um jólin. Slík bók er enda prýðileg jólagjöf. • Skemmtileg dagbók FYRIR jólin sendi eitthvað fyr irtæki Víkverja skemmtilega dagbók. Því miður var ekki getið um nafn útgefanda og veit jeg því ekki hverjum á að þakka, en það er gert hjer með og vona jeg, að viðkom- andi sjái þessi orð. Það er góður og skemmti- legur siður, sem margir halda árum saman, að skrifa dag- bók. En þá er gott að hafa til þess sjerstaka bók með daga- tali. Til skemmtunar f ylgja málshættir hverjum degi, sem Sigurður Skúlason hefur val- ið í þessa nýju bók. Þetta fannst mjer góð ,,jóla- gjöf“, hvort sem mjer endist nú þol til að skrifa í hana dag- lega, það sem fyrir ber, eða ekki. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . Mlkill nótlamannaslraumur III HMtgkong Frá frjettaritara Reuters. IIONGKONG — Enn á ný ligg ur flóttamannastraumurinn til Hongkong. Kínverjar flykkj- ast nú þangað undan fram- sókn kommúnistaherjanna í norðurhluta -landsins, alveg eins og þeir flúðu undan Jap- önum 1937 og 1938. Hvert ein- asta skip og fjöldi flugvjela, sem þangað koma daglega, færa nýja flóttamenn. En það er munur á flótta- fólkinu í dag og hinu, sem til Hongkong kom 1938. • • EFNAÐ FÓLK FLÓTTAFÓLKIÐ, sem innrás Japana orsakaði, kom allsstað- ar að úr Kína og meðal þess voru þúsundir af alslausu fólki. Þeir. sem í dag flýja, eru flestir hverjir efnaðir menn og minniháttar embættismenn frá Shanghia, Tientsin og Nan- king. Áhrifanna af þessu aðflutta efnafólki er þegar farið að gæta í Hongkong. Verðlagið i hefur hækkað að undanförnu {og húsnæðisvandræðin eru ó- j skapleg. Sagt er, að milljóna- mæringur frá Shanghai hafi borgað 110,000 Hongkong- dollara (tæplega 7,000 sterl- j ingspund) fyrir að fá að flytja ' inn í íbúð. Er mælt að hann hafi greitt þessa upphæð fús- lega. ÖLDIN ÖNNUR í DAG er svo komið, að rifist er um íbúðirnar, sem fólk til skamms tíma ekki vildi líta við, ýmist vegna þess að þær þóttu of dýrar eða þá alls ekki hæfir mannabústaðir. Allar íbúðir hafa jafnvel þegar yer- ið pantaðar fyrirfram í hús- um, sem enn er ekki lokið smíði á, eða jafnvel ekki er byrjað að reisa. Flóttafólkig hefur ennfrem- ur haft það í för með sjer, að umfangsmikil svarta markaðs verslun er á ný byrjuð með þær vörur, sem skortur er á. Fyrsta flokks sígarettur eru seldar fyrir þvínær tvöfait hið lögboðna verð, og mjólk og smjer er selt fyrir 100—200 prósent hærra verð en löglegt er. Fullyrt er, að nýlendu- stjórnin hafi hagnast vel á hin um breyttu aðstæðum, sem auðvitað bitna fyrst og fremst á borgurunum. • • BROTTFLUTNINGUR SVO einkennilega vill til, að enda þótt Hongkong megi nú teljast einna öruggasti staður- inn í Kína og flóttafólkið haldi áfram að koma þangað, hafa sumir tekið þann kost að flytja frá nýlendunni. Hjer er fyrst og fremst um að ræða fá- tæka Kínverja, sem eru að flytja sig til Canton og sveit- anna í kring, þar sem fram- færslukostnaðurinn er mun iægri. • • ..EKKERT AÐ ÓTTAST“ FLESTIR útlendingar og Kín- verjar í Hongkong munu líta svo á, að enda þótt kommún- istum kunni að takast að leggja undir sig Kína, muni Hongkong lúta áfram breskri stjórn, og því verði ekkert að óttast. Stjórnarvöldin líta þó öðr- um augum á málið. Þau hafa að vísu ekki látið um of á því bera, en frjettamenn eru sam- mála um, að framtíðin valdi Hongkongstjórn talsverðum áhyggjum. Stjórnin gerir sjer það ljóst, að ef borgarastyrj- öldin berst til Suður-Kína, getur orðið geysierfitt að afla matvæla, þar sem allur matur í Hongkong er aðfluttur. Ánægður með viðræður Washington í gærkv. ROBERT Lovett, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði hjer í dag, að við- ræðum um Norður-Atlantshafs bandalag miðaði mjög vel á- fram. Þeim mun sennilega ljuka innan tveggja mánaða. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.