Morgunblaðið - 05.01.1949, Qupperneq 8
8
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. janúar 1949
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
íslendingar og utanríkis-
mál kommúnista
TJNDANFARNAR vikur hafa borist fregnir um það, hvað
eftir annað, að íslendingum muni verða boðin þátttaka í
væntanlegu varnarbandalagi vestrænu þjóðanna. Er bví tal-
ið líklegt, að svo verði, þó engin slík boð eða orðsending
rnuni vera komin til íslenskra stjórnarvalda.
Allir, sem gert hafa sjer grein fyrir meginrás heimsvið-
burðanna á síðastliðnu ári, vitá á því glögg skil, hver er að-
öragandinn að stofnun hins væntanlega varnarbandalags. Að
forráðamenn hinna vestrænu lýðræðisríkja hafa, á síðast-
liðnu ári, komist að þeirri niðurstöðu, að helsta, líklegasta,
ef ekki beinlínis einasta leiðin, til þess að forða heiminum
frá ómælanlegu böli nýrrar styrjaldar, er það. að hver sá
árásaraðili, sem hyggst að beita vopnavaldi, gegn hinum
\ estrænu ríkjum, sjái það, og skilji í tíma, að lýðfrjálsar
þjóðir vestan Járntjalds verða ekki gleyptar í einum munn-
fcita, kostnaðar og fyrirhafnarlítið, eins og þau ríki í austan-
verðri Evrópu, sem hvert af öðru hafa „hrokkið ofan í“ hina
]• ommúnistisku einræðishít.
Þegar að því kann að koma, að íslenska þjóðin verði kvödd
til þess, fyrir sitt leyti, að taka afstöðu til hins væntanlega
bandalags, er. á að forða heiminum frá nýju styrjaldarböli,
þá liggur það í hlutarins eðli, að afstaða okkar miðast við
það, sem best getur trygt frelsi okkar, sjálfstæði og alla
framtíðarvelgengni. En ekki verður úr þessu skorið til hlítar
fyrri en vitað verður, hvernig hinu væntanlega bandalagz
verður háttað og þá ekki síst hvaða skyldur þeim verða
ilagðar á herðar, sem þar verða þátttakendur.
Engum manni, hvorki innlendum nje erlendum, getur
blandast hugur um, að þátttaka íslands í bandalagi þjóða,
sem miðar að því, að koma í veg fyrir styrjöld, mun
verða með óðrum hætti, en þátttaka herbúinna stórþjóða.
En það raskar ekki þeim sjálfsagða hlut, að mikið liggur við,
að íslendingar ræði þetta mál með stillingu og æsinga-
laust, svo það verði trygt sem best, að hin íslensku sjónar-
mjð fái að njóta sín, í þeim umræðum og ákvörðunum.
★
rar:
XJíLi/erji áLripa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ný vísindagrein
SKÖMTUNARFRÆÐI er spá-
ný vísindagrein, sem allir
aurfa áð kunna nokkur skil á.
En það er talsvert nám, að
komast vel niður í þessum nýja
lærdómi og það þarf meira en
meðal skussa til þess, að verða
sæmilega vel að sjer á þessu
sviði.
Þó þútið sje dag eftir dag í
útvarpi "og dagblöðin sjeu full
af auglýsingum og skýringum
á skömtunarfræðunum, eru
margir fitlu nær. Það er ekki
auðvelt að muna hvenær menn
eiga að taka með sjer L-3, eða
K.-2. Hvenær reiturinn, sem
nota á úíþað og það skiftið er
á nýja skömtunarseðlinum, eða
hvenær hann er úr gömlu bók
inni frá í fyrra.
Eitt er nauðsynlegt
NU ERIJ menn svo sem ekkert
að efast um, að skömtun nauð-
synja, sje bráðnauðsynleg og
enda tilgangslaust að velta því
fyrir sjer. En hitt má orða, að
reynt sje að gera þetta skömt-
unarkerfi eitthvað auðveldara
-en það &r nú.
Hversvegna má ekki gefa út
nýja skömtunarbók á hverju
ári í stað þess, að láta þá gömlu
vera með í það óendanlega. —
Það fer að vera erfitt að átta
sig á þessari skriffinsku allri
saman og það fer heldur ekki
hjá því, að fólk glati þessum
gömlu plöggum. Og hvað á þá
að gera?-
Svelta ,eða ganga klæðlaus-
ari, en flestir verða, þótt þeir
eigi og k.unni að nota allan
þenna aragrúa af reitum?
•
Gagnlausir
skömtunarmiðar
AÐ ÞESSU sinni leiði jeg hjá
mjer, að birta þær umkvart-
anir allar, sem komið hafa
fram í sambandi við skömtun-
ina, þótt margar sjeu rjettmæt
ar og skömtunin þurfi lagfær-
ingar við.
Einu atriði er þó ekki hægt
að ganga alveg framhjá og það
eru gömlu skómiðarnir, sem
nú eru orðnir ónýtir.
Fjöldi.manns, sem ekki fjekk
við sitt hæfi á fæturna af
þeirri einföldu ástæðu, að það
var ekki til, geymdi þessa
miða í þeirri von, að þeir gætu
notað þá einnig eftir áramótin.
Skómiðar og fatnaðarmiðar
hafa verið í gildi ár eftir ár,
þar til nú.
Að vísu koma nýir skómiðar
í staðinn, en þeim, sem afskift
ir urðu á síðasta ári og fengu
ekkert við sitt hæfi út á skó-
miðana, finst eins og þeir hafi
verið snuðaðir. Og má enda til
sannsvegar færa.
•
Skrá yfir ný
símanúmer
H. B. SKRIFAR: — „Vík-
verji sæll: Gleðilegt ár og
þökk fyrir margt þarflegt á
hinu liðna.
Nú vildi jeg biðja þig að
biðja blessaðan bæjarsímstjór-
ann að auglýsa í blöðum bæj-
arins hin nýju símanúmer frá
80-000 og uppúr, sem bætgt
hafa við upp á síðkastið.
Menn geti þá klippt þetta úr
blöðunum og lagt í símaskrána.
Sparað sjer ergelsi, stúlkunum
í nr. 1000 mikið óþarfa arg og
bölvað símastjórninni örlítið
minna.
Þinn einl. H. B“.
•
Þörf ábending
ÞETTA VAR þörf ábending hjá
H. B. Það hafa bætst við 2000
ný símanúmer. Þótt ekki sje
komið í samband við þau öll
ennþá, þá mun. ákveðið hverj-
ir fá númerin og á næstu vík-
um og mánuðum komast þessi
nýju númer í samband við bæj
arkerfið.
Hvort, sem það er nú heppi-
legt að birta um þetta auglýs-
ingar í blöðum, eða ekki, þá
er hitt víst, að ekki verður kom
ist hjá að gefa út aukaskrá,
eins og stundum hefir verið
gert áður.
Það þarf að gera fyr en síð-
ar. —
•
Önnur góð tillaga
í BRJEFI FRÁ G. er drepið á
annað atriði, sem stundum hefir
verið minst á hjer, en aldrei
fengist lagfæring á. Góð vísa
er aldrei of oft kveðin og hjer
er því brjefið frá G:
„Þeir bæjarbúar sem oft
gera sjer það til dægrastytt-
ingar að fara í bíó, munu án
efa vera sammála um þau ó-
þægindi sem óstundvísi fjölda
kvikmyndahúsgesta veldur í
byrjun sýningar.
Jeg geri ráð fyrir að mikill
meirihluti þess fólks, sem
sækir kvikmyndahúsin, myndu
vera eigendur húsanna þakk-
látir fyrir umbætur í þessum
efnum.
Heppilegt
fyrirkomulag
„VILDI JEG í því sambandi
benda á fyrirkomulag sem tíðk
ast e.rlendis og myndi eflaust
henta hjer, en það er að það
fólk sem kemur eftir að sýning
hefst, verði látið bíða þangað
til frjetta- eða aukamynd er
lokið, en að þá sje kveikt og
þeim sem komu of seint gert
kleift að komast í sæti sín án
þess að troða öðrum gestum
um tær eða spilla skemtun
þeirra“.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
Þegar Truman vinnur embættiseið sinn
En við höfum það sameiginlegt með hinum fólksfleiri og
öflugri þjóðum, að meðal okkar er flokkur manna, sem
miðar afstöðu sína til hins væntanlega varnarbandalags út
frá alt öðru en hagsmunum þjóðar sinnar. Með öllum vest-
rænum lýðræðisþjóðum starfa nú deildir kommúnistaflokks-
ins. Hefur þeim öllum, sem kunnugt er, verið falið það verk-
efni, að reyna eftir fremsta megni, að spilla fyrir öllum sam-
tökum lýðræðisþjóðanna, og gera þau tortryggileg eftir því
sem þeir framast geta.
Samkvæmt þeim fyrirmælurrf? sem þessar deildir hinna
ciþjóðlegu samtaka kommúnista hafa fengið, er þeim uppá-
lagt að kalla allar varnarráðstafanir lýðræðisþjóðanna stríðs
æsingar. En reyna jafnframt að læða þeirri skoðun inn hjá
almenningi að frá því ríki, sem gleypt hefur hverja þjóðina
af annari, á síðustu árum, sje engra árása eða ófriðar að
vaenta.
Þessu friðar- og flærðar tali svaraði breski verkamanna-
flokkurinn fyrir nokkru, með rökstuddu áliti, þar sem sýnt
er fram á, að ófriðarhættan í heiminum í dag stafar frá
yfirráðamönnunum í Moskvu og engum öðrum.
Svo vakandi er skilningur íslensku þjóðarinnar orðinn á
st&rfi og stefnu kommúnista, bæði alþjóðasamtaka þeirra
o« hinnar íslensku flokksdeildar, að velílestir íslendingar
skilja, að þann dag, sem kommúnistar marka stefnu lands-
manna í utanríkismálum, á íslenskt sjálfstæði skammt eftir
olifað. Það er eindreginn vilji íslendinga að halda vinfengi
og samvinnu við hin vestrænu lýðræðisríki. Jafnvel þeir
reykvískir mentamenn, sem skemst eru komnir í skilningi
á eðli og starfi hins alþjóðlega kommúnisma, samþyktu
skveðna yfirlýsirigu um þann vilja sinn, á stúdentafund-
inum á sunnudaginn. En kommúnistar sem fundinn sá.tu
töldu sjer þann kost yænstari, að hallagt að sömu skoðun,
i þann svipinn.
TRUMAN forseti mun vinna
embættiseið sinn 20. þessa
mánaðar. Þegar hann vinnur
eiðinn, tekur hann formlega
við æðsta embætti Bandaríkj-
anna. Hann tekur við þessu
embætti shmkvæmt yfirlýstri
ósk þjóðar sinnar, en hann var
kjörinn varaforseti 1944 og
tók við forsetastarfinu eftir lát
Franklin D. Roosevelts í apríl
1945. —
Þegar Truman sór embættis
eið sinn. sem varaforseti í
janúar 1945, var friður enn
ekki kominn á, og athöfnin fór
því fram með minni hátíðar-
blæ en siður hefir verið í
Bandaríkjunum. Athöfnin fór
fram á suðursvölum Hvíta
hússins, og tiltölulega fáir
voru viðstaddir. Sömu sögu er
að segja af því þá er Truman
tók við embætti eftir Roosevelt
forseta. Bandaríkjamenn voru
að vonum daprir eftir lát þessa
mikla forseta, en nauðsynlegt
var að Truman ynni embættis-
eiðinn eins skjótt og mögulegt
væri. Sama dag sem Roosevelt
ljest, var Truman kvaddur frá
skrifstofu sinni til Hvíta húss-
íns, og þar vann hann eið sinn;
að viðstöddurn örfáurn embætt-,
ismönrium.
• •
GLÆSILEG
IIÁTÍÖAHÖLD
í AR verða naiwaauiain í sam-
bandi við embættistöku Tru-
mans forseta hinsvegar hin
glæsilegustu. Þarna verða
skrúðgöngur og ýmiskonar sýn
ingar, og stjórnmálaerjurnar
verða lagðar á hilluna að
minsta kosti um stundarsakir,
svo að þjóðin geti öll samein-
ast um að fagna forsetanum.
A friðartímum er mikið um
að vera í Washington þegar
forsetinn vinnur embættiseið
sinn. Fólk streymir til borgar-
innar í járnbrautum, bifreiðum
og flugvjelum. Mikið er um
opinber veisluhöld í borginni,
og í ár verður auk þess mikil
hljómleikahátíð. Þar koma
meðal annars fram þekt sýmp-
honíuhljómsveit, frægar dans-
hljómsveitir, operusöngvarar
og „stjörnur" úr leikhúsum,
kvikmyndum og útvarpi.
• •
1.000.000 MANNS
HÁTÍÐAHÖLDIN hefjast að
þessu sinni. er Alben W.
Barkley varaforseti ekur til
forsetans í Blair-húsi, en þar
býr hann meðan viðgerð fer
fram á Hvíta húsinu. Þaðan
munu þeir aka saman til
Capitol Hill, en á leiðinni
þangað er áætlað að úm
1.000.000 manns hylli þá á
Penrisýlvania Avenué. —
Skömrím fyrir hádegi ganga
forseti og varaforseti upp á
pall þann, sem reistur hefir
verið fyrir framan þinghöllina
og þar sem þeir sverja embætt
iseiða sína. Viðstaddir verða
háttsettir embættismenn,' er-
lendir sendiherrar, hershöfð-
ingjar og flotaforingjar og
konur þeirra.
• •
5 STUNDA
SKRÚÐGANGA
EFTIR að Truman og Barkley
hafa svarið embættiseiðana,
flytur forsetinn ræðu, sem út-
varpað verður um öll Banda-
ríkin. Að því loknu ekur hann
heim til sín ásamt konu sinni,
en þar snæða þau hádegisverð
ásamt örfáum nánustu vinum
sínum.
Að borðhaldinu loknu tekur
Truman sjer stöðu á sjerstök-
um palli, sem reistur ^efir
verið fyrir framan Hvíta hús-
ið, og þaðan horfir hann á
skrúðgönguna, sem haldin er
til heiðurs honum. Áætlað er að
skrúðgangan standi yfir í fimm
klukkustundir, en í henni
munu taka þátt fulltrúar frá
hinum 48 fylkjum Bandaríkj-
anna. Flugsýning fer fram
samtímis skrúðgöngunni.
Hátíðahöldunum lýkur með
dansleik, sem varaforsetinn
venjul. er viðstaddur. Um 6,000
mánns hefir verið boðið á dans
leik þennan, én samfara hon-
urn fer frám mikil flugelda-
sýning.