Morgunblaðið - 10.02.1949, Page 7

Morgunblaðið - 10.02.1949, Page 7
Fimmtudagur 10. febrúar 1949 M O R G L Y B L A fí l Ð 7 ÞVERBRESTUR JEG man ekki til að nokkurt málefni haíi verið fafn rúm- frekt í norsku blöðunum þau árin, sem jeg hefi dvalið hjer, eins og hermálasamningaum- ieitanir miðríkjanna þriggja á Norðurlöndum hafa verið allan janúarmánuð. Það er helst hægt að bera það saman við Græn- landsdeiluna dansk-norsku. Hún var líka norrænt deiíu- mál, sem bergmáíaði í heims- blöðunum. En flestum mun bera saman um, að hún hafi verið þýðingarminna mál en það, sem nú hefir verið á döf- inni. Hjer hefir verið deiit um af- stöðu Norðurlanda til hinna andstæðu politisku segulskauta í austri og vestri. En áttavit- arnir hjá Svíum og Norðmönn- um vísað í svo mismunandi átt- ir að ókleift hefir þótt að marka nokkra sameiginlega stefnu eft- ir þeirra tilvísun. Svíar hafa gert sjer attavita, sem þeir vilja láta vera ónæman fyrir aðdrátt- araflinu og vísa beint í norður og suður, kompásnálin hjá Norð mönnum vísar í vestur. En Dan- ir hafa reynt að halda uppi hlutverki málamiðlarans, og siglt beggja skauta byr. Samkomulagið brast. Samkomulagstilraunirnar um hermálasamninga ríkjanna þriggja fóru út um þúfur sunnu daginn 30. jan. Útförin fór fram í Oslo. Þar voru haldnar marg- ar hjartnæmar ræður og mikil áhersla lögð á, að hermálaum- ræðurnar hefðu farið fram í fullri vinsemd, einlægur vilji hefði verið á því, að ná sam- komulagi. Það var og fullyrt, að þó hermálasamningarnir færi í strand, mundi norræn samvinna halda áfram á öllum öðrum sviðum, einsog ekkert hefði í skorist. En um hermál- in reyndist ómögulegt að finna neina samleið. Málið hefir verið rætt. frá öll- um hliðum. Sierstök hermála- nefnd hefir setið á rökstólum síðan í haust og haldið fundi. Forsætisráðherrarnir hjeldu fund í Uddevalla fyrir jól. Síð- an kom leynifundur í Karlstad 5.—6. jan. — Þá stóri fundur- inn í Kaupmannahöfn, þar sem mættir voru forsætis-, utan- ríkis- og hermálaráðherrar allra ríkjanna, auk fjölmennra nefnda frá þingunum. Svo blöð- in kölluðu samkomur þessar ,,norræna ríkisþingið“. Og loks síðasti fundurinn, jafn stór, í Osló. En ekkert dugði. Það var ekki hægt að „rjetta kompás- ana“. Það kom ótvírætt fram að sumir dauðadæmdu tilraun- ina áður en fundurinn í Khöfn og Osló voru haldnir. C. J. Hambro drap á málið í eldhús- dagsumræðunum norsku og benti á, að utanríkisráðherr- ann sænski hefði gefið svo ótvíræða yfirlýsingu um málið eftir fundinn í Karlstad, að ó- þarft væri að ræða málið leng- ur. „Við getum vel sleppt því, áð fara til Kaupmannahafnar", sagði hann. Hvað eiginlega hefir gerst á fundunum vita menn ekki. Yfir iýsingarnar, sem gefnar hafa verið út, eru svo óákveðnar og loðnar, að mergur m'álsins kem- ur ekki fram. En væntanlega Noregsbrjef frá Skúía Skúiasyni LANDVARNÆRAÐHEKRAR Norðurlanda á fundi ineðan á umræðunum um varnarbandaiag Norðurianda stóð. Taiið frá vinstri: J. Chr. Hauge, Norcgi, Rasrnus Hansen, Danmörku og Aiian Vougt, Svíþjóð. skýrist málið núna næstu daga, þegar stjórnirnar gefa skýrslu á þingum sínum um málflutn- inginn. En um sjá 1 ft málið vita msnn það sem rnestu skiftir, og þá líka hversvegna það strandaði. Því að það voru engin blind- sker, sem það strandaði á. Stefnumunur Norðmanna og Svía var kunnur áður, og hvor- ugir vildu víkja frá sinni stefnu. Sænska sjónarmiðið. Svíar efldu mjög vígbúnað sinn á stríðsárunum. Hervarn- ir þeirra hafa lengi verið hlut- fallslega betri en Ðana og Norð manna. Það mátti því heyra sænskar raddir um, að hermála sambandið yrði fjárhagsleg byrði fyrir Svía. Því það ætti langt í land, að hinar þjóðirnar ' kæmi hervörnum sínum í það j horf, að þær yrðu hlutfallslega eins sterkar og sænsjíu varn- irnar. Viðurkennt var, að Norð- menn legðu mikla áherslu á her varnir hjá sjer. En Danir hins- vegar litla. 1. Þatta umtal, um sænsku fórn- irnar, kom illa við bæði Dani og Norðmenn. Þeir töldu þetta bera vott um, að Svíar teldu sig gera gustukaverk með vænt anlegu hermálasambandi. En þó hefði verið hægt að jafna þetta. Aðalatriðið var, að Sví- ar — sjerstaklega utanríkisráð- herra þeirra, Östen Unden, setti það frumskilyrði, að vænt- anlegt hermálasamband yrði algeilega hlutlaust., innan S. Þ. þó, en leitaði ekki neins sam- bands, hvorki við önnur ríki eða ríkjasambönd. Það átti að vera „alliance fri alliance“. Þetta töldu þeir fullnægjandi öryggi fyrir ríkin þrjú, og af- farasælast fy.rir heimsfriðinn. Æt5a má, að allmikill meiri- hluti þjóðarinnar sje fylgjandi þessari stefnu. Stjórnarflokkur- inn og hægrimenn standa nokk- urnvegin samam um hana og kommúnistar fylla þeirra flokk. Hinsvegar er ..Folkpartiet" með öll sín stóru biöð klofinn. ..Dag- ens Nyheter“ í Stokkhólmi og 1 „Göteborgs Handels- og Sjö- fartstidende“' telja t. d. bæði, að norrænt hermálasamband 1 veiíi ekkert ciryggi nema stoð einhvers stórveidis komi til, og benda á að Norðurlönd hallist að. Vesturveldunum, að emum fámennum stjórnmálaflokki og nokkrum sænskum erkinasist- urn undante' num. I j Norska stefnan. Halvard Lang herra tók af utanríkisráð- öll tvímæli um stefnu norsku stjórnarinnar þeg ar í haust. Og fyrir nýjár sam- þykktu hinir flokkarnir, að kommúnistum undanteknum, þá stefnu. Hún er í stuttu máli þessi: | Við viljum hermálasamband t við Dani og Svía og teljum að- ! stöðu landanna þriggja gagn- vart erlendri árás stórum betri en áður, ef hún kæmist á. En hermálasambandið veitir ekk- ert fullnaðaröryggi. Hvaða stór veldi sem vera skal, getur unn- jið bug á sameiginlegum her Dana, Norðmanna og Svía. Þess vegna verður hermálasamband- ið að hafa opna leið til þess að beiðast liðsinnis stórveldanna j (þ. e. Sandaríkjanna) og hafa I tryggingu fyrir, að þau hjálpi, ef á okkur er ráðist. Við verð- um einnig að geta fengið vopn utan að, því vopnaframleiðslan á Norðurlöndum fullnægir hvergi nærri þörfum landanna. | Jafnvel Svíar verða að kaupr vopn að. Þessvegna göngum við ekki í norrænt hermálasamband nema því aðeins, að því sje tryggður stuðninsur Vestur- veldanna. Og náist ekki her- málasamband á bessum grund- velli, verðum við eínir að tryggja okkur vernd úr vest- urátt — hvað sem Ðanir og Svíar gera. Mikill meirihluti þjóðarinnar fylgir þessari stefnu. Þó má jteta þess, að auk kommúnista : eru einstakir menn úr öðrum flokkum dálítið hikandi í mál- inu. Meðal annars menn úr sjálf um stjórnarflokknum, svo sem Jakob Friis, Oksvik fyrrv. ráð- h.erra og Fostervold, fyrr fræðslumálaráðherra og núv. útvarpsstjóri. Þó telja þeir Vesturveldin hiálparhelluna, ef í harðbakka slær og telja Norðmenn eiga samleið með Vesturveldunum en ekki Austurveldunum. Danir sáttasemjarar. Afstaða Dana hefir ekki ver- ið jafn ljós og hinna tveggja. Þeir hafa jafnan, við undan- gengna samninga, reynt að sam ræma hin ólíku sjónarmið. Hed- toft forsætisráðherra hefir hlot ið lof af beggja hálfu fyrir frá- bæra einlægni í sáttasemjara- starfinu. Annars mun meiri- hluti dönsku þjóðarinnar hafa verið hlyntur því, að væntan- legur hermálasamningur væri þannig úr garði gerður að hægt væri að kaupa vopn hjá Vest- urveldunum og yfirleitt standa talsvert nær norsku. stefnunni en þeirri sænsku. Hlutlaust hermálasamband. Hinar löngu umleitanir gátu ekki borið árangur, vegna þess, að hlutlaust hermálasamband verður ekki hlutlaust undir eins og það æskir aðstoðar úr ákveð- inni átt. Annars hefir það skýrst við umræðurnar, að hlutleysi er harla óraunverulegt orð. Marg- ir vilja t. d. halda þvi fram, að Svíar hafi rofið hlutleysi sitt er þeir gerðust aðilar að Mars- hall viði'eisninni, og fræðilega verður víst erfitt að neita því. En að öðru leyti má segja hið fornkveðna: , Hver sem ekki er með mjer er á móti mjer“. I þeim tvískifta heimi sem vc.rð til upp úr styrjöldinni — og var reyndar skiftur áður — eru þeir, sem ekki skipa sjer i flokk taldir óskilagemlingar, sem- hver geti hirt er fyrstur finn- ur. Þannig er blákaldur raun- veruleikinn, hversu hátt sem hrópað er um hluleysið. Norðurlandablöðin harma1 mjög hversu fór um samning- ana. Þau segja, að nú hafi ver- ið tækifæri til að láta alda' gamlan draum rætist og að á- kvörðunin um hermálasamr.ing hefði orðið merkasti atburður í sögu Norðurlanda í mörg bundr uð ár. Þetta tækifæri hafi ver- ið forsómað. En blöðin varast' að skeila skuldinni á nokkurn' einn aðilia, og tala mjög var- lega. Og samningamennirnir gera sitt til að fullvissa um, aö’ þjóðirnar þrjár sjeu eins góðir vinir eftir sem áður. — Það get - ur vel verið satt. Hlýleikímv milli forsætisráðberrar.na þriggja er eflaust ókulnaður, En grunur leikur á, að utanríkbj- ráðherrarnir þrír sjeu ekki eins . góðir vinir“. Hitt er vist að . Oli norski'1 og ..sænski Carlsson" eru ekki ánægðir. Þeir eru hvor um sig ekki í vandræðum með að j finna sökudólginn og benda báö ir yfir Kjölinn — annar í aust- ur og hinn í vestur. Þetta er þeim mun skiljanlegra sem kalt i'efir verið milli grannanna síð- an á gtríðsárunum. Lárus Thorarensen fyrv. kaupmaður 85 ára LÁRUS THORARENSEN, fyr- verandi kaupmaður á Akureyri, á 85 ára afmæli í dag. Það má heita að hann hafi alið allan sinn aldur á Akurej'ri eða þar í grend, uns hann á s. 1. hausti fluttist hingað til Reykjavíkur. templarareglunni og gengt þar mörgum trúnaðarstörfum. Hann var meðal forgöngumanna aö' stofnun Sjálfstæðisfjelags Ak- ureyrar og hefur verið kjörinn þar heiðursfjelagi. Á hans löngu starfsömu ævi, hefur hann kynnst ákaflega Tiörgum merkum áhrifamönn- im. Sennilega hefur enginn nú- ifandi maður eins mikinn kunn eika á sögu Akureyrar og 'iann, og öðru því, sem þar hef- ir gerst, frá því Akureyrarkaup '.taði óx fiskur um hrjygg. Eins og öllum Akaureyring- um er kunnugt, er Lárus Thor- arensen hinn mætasti maður, grandvar og áreiðanlegur, enda hafa Akureyringar falið hon- um mörg og margskonar trún- aðarstörf um ævina. Hann hef- ur verið þar bæjarfulltrúi, í sóknarnefnd og niðurjöfnunar- nefnd. Þegar bæjarfjelagið hef- ur þurft á því að halda að ráða einhvern reglusaman dugnað- armann til áríðandi starfa, hef- ur oft verið til hans leitað. Hann hefur verið einn af áhugasöm- ustu starfsmönnum í Good lausnarleg gjöf till IY.F.Í. t GÆR barst Slysavarnafjelagi íslands mjög rausnarleg gjöf frá ónafngreindri konu. Afhenti hún frú Guðrúnu Jónasson formanni kvennadeild- ar Slysavarnafjelagsins í Rvík gjöfina, sem er kr. 8.000.00 og gefin er til minningar um lát- inn bróður gefandans, og er. slysavarnastarfseminni í land- inu vel borgið á meðan það nýt- ur slíks stuðnings og hugarfars, j sem þessi gjöf sýnir. í -------------------- AMSTERDAM, 8. febr. —- Skýrt var frá því hjer í dag, að fyrstu Gyðingarnir frá Hol- landi, sem ætla að setjast að í Palestínu, sjeu nú lagðir af stað þangað. -— Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.