Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. febrúar 1949. I i exarider Kiellan Frh. af bls. 7. ög valdafíkn sem kemur í veg fyrir heilbrigt og eðlilegt líf. Randulf skipstjóri segir: „Hver heldur þú að sje Drottni betur að skapi: Ærlegur sjómaður, sem heldur kjafti og sjer um skip sitt, eða slíly^r hræsnari, sem svíkur meira en Grikkinn fyrir ásjónu hans og synguur svo á eftir sálma. upp í opið geðið á Guði almáttugum.“ * Kielland hafði mikinn áhuga fyrir kvenrjettindamálinu. Meðal nánustu skyldmenna hans voru gáfaðar konur, eins og systir hans Kitty Kielland, sem var ágætur listmálari. Hann segir frá mörgum merk- um konum í sögum sínum, er barist hafa fyrir sannleika og framförum, eins og Rakel Gar- man og frú Wenche Lövdal. En hann hataði hinar vindlareykj- andi blásokkur, karlmannslíku konurnar, sem voru afskræmi, eins og oft ber á þegar nýjung- ar eru að ryðja sjer til rúms. Jafnframt því, sem Kielland var talsmaður alþýðunnar, hinna fátæku og undirokuðu, hafaði hann hinn nýríka dóna, sem treður sjer áfram og hrifsar til sín með græðgi og frekju allt sem fyrir verður. Terres Snörte ( vold. í sögunni Jakob, er einn ' af slíkum frekum snýkjugest- um. alæta, montinn, en eins og Kielland sjálfur segir, var hann tímamótafyrirbrigði. ’*• Það leyndi sjer ekki að gagn- ! rýni Kiellands kom við menn. ■ Svo heitar voru umræðurnar í , Stórbinginu á árunum 1885, ’86 og ’87 um það hvort hann ætti að fá skáldslaun Flestir full- trúar Vinstriflokksins hieldu langar ræður um þetta mál, er varð eitt af þeim er orsakaði | að flokkurinn klofnaði. Kiel- land .fjekk ekki skáldalaunin. En hann hafði ánægjuna af því, að standa sjálfur mitt í barátt- unni. Hann hafði af öllum mætti barist fyrir framförum, sannleika og víðsýni. Vandamál þjóðfjelagsins eru orðin önnur, en þau voru á dög- um Kiellands. en margar af þeim einkennis persónum, sem hann lýsir, hafa breytst furðu lítið síðan. Krafa um sannleika og hreinskilni’ í öllum málum er enn jafn rjettmæt og þá. Én við metum eins mikið skáldið og listamanninn í honum, eins og umbótamanninn. Mestur verður Kieliand bcgar hneykslun hans samlagast hinni ótæmandi frá- sagnar^leði, eins og í jólasög- unni ..Elsu“. Það er sorgarsaga um Elsu og endalok hennar, rjett fyrir nefinu á hinum þröng sýnu góðgerðarkonum. En það er ákaflega mikið fjör í þeirri sögu, svo margir tónar, svo mikil kæti og litskrúð í frá- sögninni af eymdinni. Þar eru ungar ástir', gullin sumarkvöld, og þar eru hin skuggalegu loft- herbergi hjá Puppelene, þar sem gamli Schirrmeister ennþá einu sinni getur fengið fiðluna sína til að andvarpa. Þar er hlátur Elsu, svo skær og glað- ur, sem hljómar allt frá lofti til kjallara, og hjer er hægt að nota orð Björnsons um Kiel- land: Það er yndisþokki í skap- gerð hans. Sem listamaður er hann heil- steyptastur í „Smásögunum“ og , Elsu“. Þær eru svo formíast- ar, svo heilsteyptar. Eins* og t. d. hin fína tregaþrungna smá- saga frá Jótlandi: ,,Karen“, er hljómar eins og hörpusláttur frá fyrstu byrjun. „Eitt sinn var í Krarup-bauk stúlka sem hjet. karen“. Hjer og þar í skáldsög- um hans eru kaflar, alveg útaf fyrir sig, eins og hann hafi skrifað þá að gamni sínu, m. a. hinn myndauðga kafla um póst bátinn, er fer meðfram strönd- inni, eða hin skínandi, lifsglaða lýsing hans á vorkomu til Nor- egs. Það er á Vesturlandinu, í Stavangri og Jaðri, sem Kiel- land verður skáld Hann verður innblásinn af þeirri náttúru, sem hann elskaði, hafinu, ströndinni, fuglunum, víðáttu- miklu lyngsljettunum þar sem víðsýnið nýtur sín, veðrinu, ekta vesturlandsveðri með stormi, regni og skúraskilum. A Austurlandinu er aldrei neitt veður. Norsku skáldin tvö, sem hafa gert bestar veðurlýsingar eru bæði Vestlendingar, Alex- ander Kielland og Amalia Skram. En fyrst og síðást er það bær- inn, Stavangur gamli, sem Kiel land lýsir með hlykkjóttum göt um og hvítum timburhúsum, koldimmu.r um nætur með ljós- blettum hjer og þar kringum luktir, sem lýsa yfir götuaur- inn. En allt í einu var þar komið rjúkandi atvinnulíf, alt á fleygi ferð. Síldin kornin. Þá eykst spenningurinn með hverri klukkustund. Hver báturinn kemur inn í höfnina af öðrum, sökkhlaðinn, og stúlkurnar sem kverka síldina við sjóbúðirnar í síldarhreystri upp undir augu. í skáldritum Kiellands eru engar gátur. Allt er skýrt og blátt áfram. Hann opinberar enga leyndardóma sálarlífsins. Það er þá líka enginn falskur tónn hjá honum. Hann er eins og Björnson sagði: merkisberi norskra bókmennta, karlmann- legasta skáldið. Verk Kiellands munu vera lesin og í heiðri höfð um langan aldur eftir að margir af hinum miklu spá- imönnum eru glevmdir í ryki bókahillanna. Kari Hamre magister. — Meða! annara orða Frh. af bls. 6. anna, sem voru meðlimir í eða aðstoðuðu nokkurn þann fje- lagsskap, sem verið hefur „óvinveittur Bandaríkjunum og stjórnarháttum þeirra“. Þá verður því fólki ennfremur neitað um innflytjendaleyfi, sem beitt hefur sjer fyrir eða tekið þátt í kynþátta- eða trú- arbragða ofsóknum. I nýju innflytjendalögunum er gert ráð fyrir að veita að minnsta kosti 2,000 af þeim Tjekkum, sem flúðu land sitt °ftir valdarán kommúnista, dvaldarleyfi í Bandaríkjun- um, auk 15,000 flóttamanna, sem flúið hafa inn á hernáms- svæðin í Þýskalandi og Aust- urríki ,,af ótta við ofsóknir". Japan TOKYO — Hin nýja stjórn í Japan, undir forystu Yoshida for sætisráðherra, hefur lýst yfir stuðningi sínum við stefnu Mc- Arthur hershöfðingja og her- námsstjóra í Japan. Fnr. m eignarnám á ans 2. umr. FRUMVARPIÐ um eignarnám á lóðunum kringum Menntaskól ann var til 1. umr. í Ed. í gær. Eysteinn Jónsson, mennta- málaráðherra, gerði nokkra grein fyrir frumvarpinu í stuttri ræðu. Gat hann þess m. a. að áætl- að væri, að hið nýja skólahús yrði reist á svæðinu þar sem leikfimishús skólans stendur nú, en nýtt leikfimishús yrði byggt á öðrum stað. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpinu vísað til 2. umr. og menntamálanefndar. Erfðalögin. Þá var frumvarpið til erfða- laga einnig til 1. umr. í Ed. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra fylgdi því úr hlaði með stuttri ræðu. Ráðherra skýrði frá því, að frumvarpið hefði upphaflega verið samið af Þorsteini Þor- steinssyni sýslumanni, og síðan gerðar á því nokkrar breyting- ar í dómsmálaráðuneytinu. Ráð herra kvaðst fullviss um að þetta frumvarp væri til mikilla bóta, þótt í því væru ýms vafa- atriði, sem kynnu að orka tví- mælis t. d. hversu erfðarjett- urinn skuli vera víðtækur. Málinu' var vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. FRANKFURT — Talsmaður Banda- ríkjahers í Þýskalandi hefur skýrt því, að nœstkomandi mánudag muni hefjast rjettarhöld á málum sex þeirra Tjekka, sem handteknir voru í nóvember s.l. fyrir njósnir gegn Vesturvelddunum . íjálfvirk olíukynditæki og katlar fullkomnustu iiryggis- og stillitækjum • OLÍUDÆLAN lokar sjálfvirkt fyrir olíurermsli þegar kyndingin stöðvast. • HÁSPENNUKVEIKJA kveikir í olíuúðanum i hvert sinn er kynding hefst. • REYKHITAÞREYFARI stöðvar oliurennslið strax ef ekki kviknar í úðanum og ef loginn sloknar. • VATNSIIITASTIUUFR gætir þess að vatnið á mið- stöðvarkatlinum hitni ekki óhæfilega mikið. • LOFTHITASTILUIR á stofuvegg heldur jöfnum loft- hita í íbúðinni og má stilla hann að vild með fingursnertingu. • Ofangreind tæki útvegum við strax gegn nauðsynlegum leyfum frá Bandarikjun- um, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. • Sjerfræðileg aðstoð látin í tje ókeypis við val tækjanna. ® Notfærið yður margra ára reynslu vora í hitatækni. — Kaupið aðeins það besta. SSON H F VERKFAÆÐINGAR & VJ ELASALAR Eenni I fagteíkningú (Iiúsasmið-; I I um og múrurum). Rún- i j teikningu og flatarteikn- i j ingu. j Kristján Einarsson i Freyjugötu 37, bakhúsinu | | Peninga- | skápar j Orfáir litlir peningaskáp i ar eru til sölu. LANDSSMIÐJAN Sími 1680. Yfirbyggður | jeppi | I til sölu og sýnis við Leifs i i styttuna frá kl. 1.30—2.30- i í dag. I Z l■l■lllll■lllltllllllllllllllll|||||||||||||l||||||||||||||||||| z jSá, semtókl FRAKKAN i í misgripum í fatageymslu j 5 á Hótel Borg á þriðjudags i i kvöldið, geri svo vel að i i skila honum þangað og i i taka sinn. i : ,iiiiiiiifiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiriiiiiiiitiiiiiiiiiiiii z ífeúð fi! leigu i Glæsileg 4ra herbergja i i íbúð til leigu í vor. — Sá, i Í sém getur útvegað 30—40 = i þús. kr. lán, gengur fyrir. j 1 Tilboð merkt „Hlíðahverfi j Í —48“, sendist afgreiðslu j i blaðsins fyrir sunnudag, i n. k. 1 Z iimiimiiiliiiiiiiiliiiiiliiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiinl z í Til sölu | gírkassi \ Í í Dodge Cariol. Uppl. í j síma 80688. • itiiiiniiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii 5 f = j TIL SÖLU j | mótor j i í Bedford, (complet). — j i Kúpling og gírkassi. — i Uppl. í síma 80688. i S Z • .............................. = i MAu luTNINGS- Í SKRIFSTOFA Í Eint h Guðmundsson j Í GuðinutíUJ Þorláksson 1 Austurstræti 7, Sima- 3202, 2002. Skrifstofutími i Í ki r' 12 og 1—5. (2 slúlkur I j 2 ábyggilegar stúlkur, j Í óska eftir félagsskap við I j menn sem hafa einhverja i i iðn, báðar vanar saumi, i j gætum tekið að okkur að i Í starta saumastofu, með- i i mæli eru fyrir hendi ef i Í óskað er. Tilb. sendist | i afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. | j merkt ,,S. S. 1949—28“. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.