Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1949, Blaðsíða 1
BiíreiSar teppast í íömss á Meykjavik- urffötum UNDANFARNA daga hefui' kyngt niður miklum snjó hjer i Reykjavík og hafa margar götur orðið ófærar bifreiðum, en í fyrrakvöld var færðin víða svo slæm, að bifreiðar festust og náðust ekki úr sköflunum fyr en í gærdag. Göturnar ruddar Verkfræðingadeild bæjarins hefur unnið að því undanfarna daga, að ryðja snjónum af göt- unum og hefur verið lögð meg- ináhersla á, að halda aðalgöt- unum og aðalumferðaræðunum akfærum. Morgunblaðið átti í gær tal við Einar Pálsson verk fræðing og spurði hann hvernig' gengi að halda götunum akfær- um. Hann sagði, að erfitt væri að koma við vjelum á sumum göt- unum, en unnið væri' eins og hægt væri að því að gera göt- urnar færar bílum. í fyrrakvöld gerði hjer hið versta veður með mikilli veðurhæð af vestri. Var vindhraðinn alt að því 10 vind- stig í verstu hryðjunum. Götur, sem ökumenn ættu að. varast. Einar gat þess, að margir bíl- ar. hefðu orðið fastir í sköflum vegna þess, að ökumenn hefðu ekki gætt þess að velja sjer þær götur til aksturs, þar sem snjó- þyngsli eru minnst^í vestan átt og skafbyl. Venjulegast væri þæfingurinn minnstur á aðal- götunum, en verstur á þeim göt um, sem liggja opnar fyrir út- synningi eins og t. d Sóleyjar- gatan, sem var ófær í fyrra- kvöld og í gærmorgun. Sömu sögu væri að segja um Eiríks- götu, Snorrabraut og hluta af Hringbraut, einkum vestast og við Hljómskálagarðinn. Það eru þessar götur, sem bílstjórar ættu að varast einna helst þeg- ar veðri er háttað, eins og það var í fyrrakvöld, sagði Einar Pálsson. KAUPMANNAHÖFN: — Tals- maður danska utanríkisráðuneyt isins hefur skýrt frá því, að Dan- ir sjeu reiðubúnir til þátttöku í Evrópuráði. Vill aS AHanlshafs- sáttmálinn nái til Kyrrahafslanda CAMBERRA, 17. febr. — Ro- bert Menzies, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Astralíu, gerði það í kvöld að tillögu sinni, að hið fyrirhugaða Atlantshafs- bandalag yrði einnig látið ná til Kyrrahafsins, Hann full- yrti, að kommúnistar ógnuðu friðnum alveg jafn mikið í Kyrrahafslöndunum og lönd- unum við Atlantshaf. ,,Við vitum - það af eigin reynslu“, sagði Menzies enn- fremur, ,,að sú styrjöld, sem brýst út í Evrópu, hlýtur að ná til okkar, og ef til ófriðar kemur í Kyrrahafi, nær það til fleiri heimsveldislanda en Ástralíu". — Reuter. UmræSur um kirkju- mál í Tjekkó- slóvakíu PRAG, 17. febr. — Opinberlega var tilkynnt hjer í Prag í dag, að byrjaðar væru á ný sam- komulagsumleitanir milli róm- versk kaþólsku kirkjunnar í Tjekkóslóvakíu og aðalfram- kvæmdanefndar stjórnarinnar. Umræðurnar munu fyrst og fremst snúast um skólahald kirkjunnar í Tjekkóslóvakíu og framkomnar tillögur frá komm únistum um að þjóðnýta kirkju eignir þar. — Reuter. Kommúnislar á ISIorður- löndum kallaðir á Kominformfund Einkaskeyti til Morgunblaðsins. K.HÖFN, 17. febr. — Kaup- mannahafnarblaðið National tidende skýrir frá því, að kommúnistar frá Norðurlönd úm, þar á meðal þrír full- trúar kommúnistaflokks Dan merkur, hafi verið kvaddir á fund Kominform í Buda- pest til að taka við fyrir- mælum. Fundur þessi hófst s. 1. laugardag og aðalverkefni hans er að leggja línuna á Norðurlöndum í sambandi við umræður, sem farið hafa fram undanfarið, um að Norð urlöndin treysti landvarnir sínar. Flokksþiitg norska verkamannaflokksins hófst í Oslc í gær iervarnir og utanríkisstefna íorðmanna eru aðalmái þingsins Bandarískir flugmenn í heimsókn á-Spéni. FYRIR NOKKRU fór sveit bandarískra flugmanna í kurteis- isheimsókn til Spánar. Foringi fararinnar var William H. Turner hershöfðingi, sem hefir verið foringi við loftbrúna til Berlínar og sjest hann hjer fremst á myndinni með spánska flugforingjanum Carlos Sartorius, sem tók á móti amerísku sveitinni á flugvellinum í Barajas. Viðskiftasamningur undirritaður milli fsiendinga og Tjekka Viðskiftin á hvora hlið nema um SEINT í fyrrakvöld barst utanríkisráðuneytinu símskeyti frá íslensku samninganefndinni, sem undanfarið hefur dvalið í Prag, um að viðskiptasamningur íslands og Tjekkóslóvakíu hefði verið undirritaður í fyrradag. Samkvæmt samningi þessum,^ sem gildir til aprílloka 1950, | selja íslendingar Tjekþum hrað I frystan fisk, fiski- og síldar- ^ mjöl, iðnaðarlýsi, þorskalýsi, gærur, saltsíld, niðursoðnar fisk afurðir, ull, loðskinn, hreistur og sútuð fiskroð. Frá Tjekkóslóvakíu verða keyptar svipaðar vörur og síð- astliðið ár. Mun nánar-skýrt frá I tjekkneska vörulistanum, þegar ^ frekari upplýsingar hafa borist ráðuneytinu frá samninganefnd inni. Gert fer ráð fyrir að viðskiptin á hvorá hlið muni nema nálægt 30 millj. ísl. kr. (Frá utanríkisráðuneytinu.) 15 prestar fyrir rjetti SOFIA, 16. febr. — Rjettar- höldin yfir búlgörsku prestun- um fimmtán, sem ákærðir hafa verið fyrir njósnir fyrir Bret- land og Bandaríkin, munu hefj- ast 21. febrúar. — Reuter. <S> _____ hátttaka þeirra í Atlantsh.banda- lagi talin örugg Einkaskeyti til Morgunblaðsins* OSLO, 17. febr. — I dag hófst hjer í Oslo þing norska verka mannaflokksins. Viðstaddir þingsetninguna voru forsætis- ráðherrar Danmerkur og Sví- þjóðar, en verkamannaflokk- urinn bauð þeim til Oslo í ti|- efni af flokksþinginu Telja má víst, að umræður á þing- inu muni að miklu eða öllu leyti snúast um afstöðu Nor- egs til hins væntanlega At- lantshafsbandalags, en ákvarð anir þingfulltrúanna í því máli eru vissulega ákaflega mikilvægar, þar sem það er OSLO, 17. febr. — Ger- hardsen, forsætisráðherra Noregs, neitaði í dag al- gerlega fregn, sem birt var í „I^litiken“ og þar sem því var haldið fram, að Norðmenn, Danir og Sví- ar mundu halda með sjer fund, áður en Noregur tæki lokaákvörðun um af- stöðu sína til hins fyrir- hugaða Atlantshafsbanda- íags. Gerhardsen bætti við: „Þó er ekki nema eðlilegt að gera ráð fyrir því, að við skýrum öðrum Skand- inövum frá ákvörðun okk- ar, áður en við birtum hana opinberlega.—Reuter verkamannaflokkurinn, sem fer með stjórn í Noregi Mikilsverðar ákvarðanir Einar Gerhardsen forsætis- ráðherra flutti aðalræðuna á fundi flokksþingsins í dag. —• Skýrði hann fulltrúunum þegar frá því, að utanríkisstefna Nor- egs og hervarnir landsins mundu verða aðalmál þingsins, en þau mál verða vitanlega á þessu stigi ekki rædd nema með tilliti til Atlantshafsbandalags- ins fyrirhugaða og augljósra óska Breta og Bandaríkjamanna um þátttöku Norðmanna í því. Gerhardsen sagði þingfulltrú- unum ennfremur, að þær á- kvarðanir, sem þingið kynni að taka í þessum málum, mandu hafa mikil áhrif á stöðu Noregs á kcmandi árum. Framh. á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.