Morgunblaðið - 23.02.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 23. febrúar 1949 MORGtUTSBLAÐIÐ 5 ili ///x^/y////////,,. ALLAR FER STÖÐUGT VAXAMl TIÐINDAMAÐUR blaðsins hitti nýskeð form. Heimdall- ar, Gunnar Helgason og not aði þá tækifærið og spurði hann frjetta um fjelagsstarf- semi Heimdallar, en hún hef ur verið með mesta móti und anfarið. iVíðtæk starfsemi. I hverju er nú vetrarstarf- Bemi fjelagsins helst fólgin, ppyr jeg Gunnar? Það er nú Erfitt í stuttu máli að gera grein fyrir því, því að ef ætti að segja nákvæmlega frá mundi það end fest okkur í margar greinar. í fjelagi sem Heimdalli, sem tel tir mikið á þriðju þúsund æsku fólks, verður að halda uppi fjöl þættri starfsemi til þess að eitt hvað sje fyrir sem flesta. Þess vegna hefur stjórn fjelagsins lagt á það megin áherslu, að halda uppi sem víðtækastri starfsemi og er nú svo komið að á nálega hverjum degi eru haldnir fundir í fjelaginu eða einhverri deild þess, stjórnmála námskeið meðan það stendur yf ir. eða kvöldvökur og fræðslu fundir. t v Stjórnmálanámskeið. Já, hvernig hefur það gengið með stjórnmálanámskeiðið? Það hefur gengið vel. Fundir þess hafa yfirleitt, verið vel sóttir. Oftast svona frá 40 til 60 manns Jeg er viss um að fjelaginu mun bætast þar áhugasamur hópur rnanna, sem eiga eftir að verða oruggir baráttumenn sjálfstæð- isstefnunnar. Starfsemi námskeiðsins er tví þætt. Fyrirlestrar og mælsku- sefingar. Flefur verið reynt að hafa fyrirlestrana sem allra fjölbreyttast’a svo að nemend- um gæfist kostur á sem víðtæk astri fræðslu. Og svo eru það xnálfundirnir, á þeim hafa verið rædd ýmiss mál og menn æfðir í að tala. Hafa þessar mælsku- æfingar borið mjög góðan ár- angur. Tugir deilda Starfa ekki margar deildir inn an fjelagsins? Jú vegna þess mikla fjölda sem í Heimdalli er var ákveðið að auka starfsem- ina með því að mynda sjerstak ar deildir á ýmsum stöðum og ttarfa nú tugir þeirra innan fje lagsins. Koma margar þeirra saman á fundi næstum því viku lega og er þar margt gert, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Verður þessi starfsemi sennilega aukin mikið á næstunni. Æskulýðsfundir. Svo eru það æskulýðsfundir og fjelagsfundirnir. Hvað getur þú sagt mjer um þá? Jeg vil í því sambandi minna á það, að það er táknrænt fyrir mált Heimdallar hversu glæsilegir Á annað hundrað nýrra fjeíaga síðan um ára mót stórvægilegra átaka dregur vifí andstæðinganna. Æ,. ‘ \ æskulýðsfundir f jelagsins eru. ] A þá sækja hundruð reykvískra ar æsku og þar taka til mál stór hópur af ungu fólki, stúlkur og piltar, enda er Heimdallur eina pólitíska æskulýðsfjelagið hjer í bænum ■ er treyst hefur til að halda slíka fundi milli kosn- inga. 60 ræðumenn. Annað sem einkennir mikið starfsemi Heimdallar, er hinn stóri hópur æskumanna er kom ið hefur fram og talað á opin- berum fundum og kvöldvökum fjelagsins. Á síðastliðnu ári fluttu t. d. milli 50 og 60 æsku- menn ræður á slíkum samkom um og þá er ekki talin með hinn stóri hópur, er tók þátt í um- ræðum á stjórnmálanámskeiði og öðrum fámennari fundum. Þetta sýnir vel hinn mikla fjölda er raunverulega tekur þátt í fjelagsstárfseminni og sem gert hefur Heimdall jafn sterkan og raun ber vitni. Kvöldvökur Þá eru það kvöldvökurnar? Kvöldvökur fjelagsins eru mjög vinsælar, enda oftast vel sóttar. Er tilhögun þeirra þann ig, að fluttar eru stuttar ræð- ur um stjórnmál, en þess á milli eru ýmis skemtiatriði og að síðustu 'dans. Kvöldvökurn ar eru venjulega haldnar á hálfs mánaðar fresti og eru orðnar fastur liður í starfsemi fjelagsins allan ársins hring, en þó heldur færri á sumrin, því þá er lögð áhersla á aðra starfsemi. í þessu sambandi er rjett að minnast fullveldisfagnaðar Heimdallar er haldinn var 30. nóv. s. 1. Sátu hann fleiri hundruð' manns og var sam- koman mjög hátíðleg, enda allt gert til að svo mætti verða. Nýir fjelagar Fjölgar nú fjelögunum eins ört nú og undanfarin ár? Já, það líður varla svo dagur, að ekki bætist nýir fjelagar í Heimdall og síðan um áramót- in hafa gengið í fjelagið á ann að hundrað manns. Það mætti ætla að þegar fjelagið er orðið svona fjölmennt, sem raun ber vitni að þá færi að minka um inngöngu nýrra fjelaga, en svo hefir ekki reynst, æskan heldur áfram að skipa sjer und ir merki sjálfstæðisstefnunnar í sí vaxandi mæli. Heimdallur er nú fjölmennari og síerkari en nokkru sinni fyrr og mun máttur sjálfstæðisæskunnar koma enn betur í Ijós, er til tJtgáfustarfsemi og fundahöld Hvað hafið þið nú helst á prjónunum, spyr jeg Gunnar? Það er nú margt. Við erura að undirbúa mikla útgáfustarf semi á pólitískum ritum. —• Fundahöld og ferðalög. Full- trúaráð fjelagsins sem er mjög fjölmennt undirbýr allar meiri háttar framkvæmdir með stórn fjelagsins og hefir það reynst Iieimdalli sjerstaklega vel. Jeg vil að síðustu geta þess, að meiri einhug og einlægni er ekki hægt að hugsa sjer jnnan nokkurs fjelags heldur en veiifí hefur í Heimdalli. Þetta einlæga samstarf mun iryggja Heim- dalli giæsilega framtíð. Þannig fórust Gunnari or'ð. Jeg þakka honum fyrir upp'iýs ingarnar og vona að jeg íá* tækifæri til að segja lesendum Morgunblaðsins bráðlega meira frá þessu lang stærsta og öfl- ugasta æskulýðsfjelagi ] . •. á lands. Æskulýðshöllin og ijúrsöfnun B. Æ. ÞAÐ eru fá mál, sem frá upp- hafi hafa átt jafn miklum vin- sældum að fagna í hugum Reyk víkinga og æskulýðshallarmál- ið allt frá því að hugmyndin var fyrst borin fram af Aðal- steini heitnum Sigmundssyni og þar til núverandi biskup lands- ins, herra Sigurgeir Sigurðsson, hafði forgöngu um að samstilla krafta 33ja æskulýðsfjelaga í bænum um þetta mál með því að gerast aðalhvatamaðurinn að stofnun Bandalags æskulýðs fjelaganna í Reykjavík. Og hvað er það, sem veldur því að vart hefur heyrst hjá- róma rödd í þessu deilugjarna landi allan þann tíma, sem þetta stórmál hefur verið á döf- inni, eða síðan hugmyndin skaut fyrst upp kollinum? Vafalaust veldur það miklu í því efni, að ungir og aldnir hafa haft ríka ástæðu til að bera óskorað traust til forgöngumannanna og þeirra fjelagasamtaka og stofn- ana, sem þeir hafa verið og eru fulltrúar fyrir. Þess er t. d. vert að minnast, að biskupinn er verndari B. Æ. R., og hann hef- ur sýnt, að hann er það meira en að nafninu til, og enn í dag treystir almenningur í landinu engum betur fyrir málefnum barna sinna en kirkjunni. Um íslensku kirkjuna er þó alltaf óhætt að segja að hún vinni að fjölmörgum góðum málum, og að hún vinni ekki gegn neinu góðu máli. En það, sem samstillir hugi ungra og oldinna Reykvíkinga ] í sækulýðshallarmálinu, er þó' fyrst og fremst hin brýna þörf j fyrir slíka stofnian, og á bæj-j arstjórn Reykjavíkur þakkir skildar fyrir þann ríka skiln- ing, sem hún hefur sýnt í þessu máli frá upphafi, og nú síðast fyrir að hafa boðist til að leggja J fram 50% eða helming af kostn ' aðarverði æskulýðshallar, oe lóð undir hana, sem þegar hef- ur fengist á ljómandi góðum stað. Að sjálfsögðu verður að byggja þessa stofnun í áföng- um, enda verði hún í mörgum deildum og starfsemin fjöl- breytileg eftir því. Þvf að kot- ungsbrag verður að varast þeg ar framtíð þjóðarinnar á í hlut, æskan er framtíðin, og í Reykja vík er orðinn svo gífurlegur hluti allrar æsku landsins hvort sem mönnum líkar betur eða ver, að fyrir þann hluta er mik- i ðgerandi o gverður að gera mikið. — Það er blátt áfram skylda, og það er ljúf skylda. Það hefur þá ekki heldur skort áhuga á þessu máli hjá æskulýðsfjelögunum í Reykja- vík. Um það hafa verið haldn- ir margir sjerstakir fundir og það komið til umræðu í öllum fjelögunum, og ekki hafði bæj- arstjórnin fyr heitið ákveðnurn stuðningi sínum og framlagi en öll þessi fjelög fylktu sjer sam- eiginlega um málstaðinn og stofnuðu B. Æ. R. Það er til marks um einhug unga fólksins í þessu efni að öll stjórnmála- fjelög þess í bænum gengu þeg- ar í sambandið, og er þetta sjálfsagt eitt af þeim fáu mál- um, sem þessi fjelög eru alger- lega sammála um. Það er ; þeirra augum hafið yfir alla flokkadrætti, það er mál æsku- mannsins, hvar í flokki sem hann stendur, í því snýr allt ungt fólk bökum saman og leyf- ir engri sundrung að komast að. Fjelög ungra Framsóknar- manna, Jafnaðarmanna, Sjálf- stæðismanna og sósíalista standa hlið við hlið í B. Æ. R , hvað sem annars ber á milli, og sýnir þetta svo mikinn fje- lagsþroska að til fyrirmyndar er samtökum feðra og mæðra þessa æskufólks, og væri þess óskandi að það fólk, Sem nú er ungt, kæmi sjer betur saman í landinu i framtíðinni en gert hafa þeir, sem nú ráða flokk- um, og um leið flokkadráttum, í landinu. Og sú æska, sem snúið hef- ur bökum saman í æskulýðs- hallarmálinu, hún er máttug, og hún á a'ð sýna mátt sinn til góðs, sýna hann í verki, 05 munu þá að auki verða ótal hendur á lofti henni til hjálp- ar. Gamalt íslenskt orðtak seg- ir: Guð hjálpar þeim, sem hjálp ar sjer sjálfur. Æskan á fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig næst guði. Hím á að gera kröfur til sjálfrar sín, og fje- lagsstörf íslensks æskufólks á síðustu áratugum sýnir, hve mikil fórnfýsi og fjelagslund blundar í ungum islenskum brjóstum, enda þótt löngum kveði við, að ungt fólk ije kröfufrekt gagnvart öðrum er» sjálfu sjer. Ótal dæmi afsanpa þetta, en bygging æskulýðshall- ar í Reykjavík, sem jafnframt yrði samkomustaður alls ungs fólks, sem kemur utan af landi, á þó að taka af öll tvíméei » þessu efni. Æskan á einu smtii fyrir allt að reka af sjer slyðru- yrðið með því að hætta e'kki fyr en það stendur ómótmæit að hún hafi unnið fjelagslegt: þrekvirki. í vetur ljet stjórn B. Æ. Tí. prenta söfnunarlista og skiptr* fjelögin þeim í milli sín. Safn- að er beinum fjárframlögum, loforðum um fjárframlög og 3of orðum um gjafadagsverk vicS byggingu æskulýðshallarinnar. Af þessari söfnun hafa þegar borist fregnir, sem gefa fyrir— heit um góðan árangur, og tarf nú að herða sóknina í öllum fjelögunum. 1. mars n.k. cr liðið rjett ár frá stofnun B.Æ.R. Hjer með er skorað á alla, -em hafa söfnunarlista undir hcnd- um að herða sóknina og alla, unga og gamla, sem unna æskt* lýðshallarmálinu, að gefa B. Æ. R. sem veglegastar afmsclis- gjafir, hver eftir sinni getu. og hafa dagblöðin í Reykjavíb gófS fúslega lofað að birta gjafa- listana jafnóðum. Þessi söfrrori er prófsteinninn á áhugsnn í verkinu, hún sker úr um r.a'ð, Framh. á bís.. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.