Morgunblaðið - 23.02.1949, Blaðsíða 11
/
MiSvikudagur 23. febrúar 1949
MORGVTSBLAÐIÐ
11
Fiskiðjuver í Horna-
■
ÍÞRÓTTIR
; Vjelstjórafjelag íslaiuls
u
a
u
MEIRI hluti sjávarútvegsnefnd
ar Efri deildar (Gísli Jónsson,
Björn Kristjánsson, Björn Ól-
afsson, Sigurjón Á. Ólafsson)
leggur til að frumvarpið um
fiskiðjuver í Iíornafirði verði
vísað frá með rökstuddri dag-
skrá, sem hljóðar svo:
„Meðan ríkissjóður telur sig
ekki geta lagt fram nægilegt fje
til þess að ljúka byggingu fisk-
iðjuvers ríkisins, sem þó er álit-
ið nauðsynlegt til tryggingar
betri afkomu, og meðan því er
heldur eigi sjeð fyrir nauðsyn-
legu rekstrarfje þykir ekki rjett
að legg'ja til, að ákveðið sje með
lögum, að.ríkissjóður skuli reisa
og reka annað fiskiðjuver, sem
kosta mundi stórf je, og í trausti
þess, að þær lánsstofnanir, sem
lögum samkvæmt er ætlað að
styðja þá, sem koma vilja upp
slíkum fiskiðjuverum, meti að
fullu þá þörf, sem hjer er fyrir
hendi, og styrki þá aðila, sem
vildu koma upp fiskiðjuveri í
Hornafirði, eftir því sem lög og
reglur um lán frekast heimila
tekur deildin fyrir næsta mál á
dagskrá.“
Nokkrar umræður urðu um
mál þetta í gær. Gísli Jónsson
benti á reynsluna af fiskiðju-
verinu á Grandagarði, en allur
kostnaður þess er nú orðinn 9,8
millj, kr. og er það að sjálfsögðu
þungur baggi á ríkinu, sjerstak-
lega þar sem það er rekið með
Stórtapi. Er því sýnilégt, að sjó-
menn og útgerðarmenn, er
kæmu til að skipta við fyrir-
hugað fiskiðjuver í Hornafirði,
fengju ekki almennt g^ngverð
fyrir afurðir sínar, ef fylgja ætti
ákvæðum frumvarpsins í 8, gr.
Væri því vafasamt, hvort
Hornf irðingum yrði gerður
greiði með þvi að sambvkkja
þetta frumvarp án þess að
tryggt væri að fyrirtækið bæri
sig fjárhagslega.
Þá er aðeins farið fram á 4
miilj. kr. lán í frumvarpinu, en
áætlað er, að fiskiðjuverið kosti
a. m. k. 10 millj. kr. Hvar á að
taka hinar 6 milljónirnar?
Yfirleitt væri ástandið þann-
ig hjá ýmsum fyrirtækjum, sem
rekin eru af ríkinu, að þing-
menn ættu að vera búnir að fá
nóg af slíku í bili.
T. d. er ástandið hjá síldar-
verksmiðjum ríkisins þannig, að
þær verða að sækja fje í ríkis-
kassann til að standa við lög-
boðin gjöld sín. Á sama tima
hafa síldarverksmiðjur einstak-
linganna greitt milljónir í skatta
til rikisins.
Flutningsmanni frumvarps-
ins, Ásmundi Sigurðssyni, varð
að sjálfsögðu svarafátt við þess-
um rökum. Hann sagði einungis
að síldarverksmiðjur ríkisins
væru ekki til að græða fyrir
ríkissjóð!
FrsnsfíSarskipulag
Áðalstræfls lil sýnis
BORGARSTJÓRI skýrði frá
því á fundi bæjarstjórnar á
föstudaginn, að tillöguupp-
öráttur að framtíðarskípulagi
Aðalstrætis yrði hafður almenn
ingi til sýnis í fjórar vikur í
skrifstofu skipulagsnefndar.
Úrslit 1 meistaraflokkí
karla í kvöld
í KVÖLÐ fara fram tveir
leikirnir í íslandsmótinu í
handknattleik og er annar
þeirra úrslitaleikur mótsins,
Ármann gegn Val.
Þetta er ekki í fyrsta sinn.
sem þessi fjelög eigast við um
að vinna titilinn ,.Besta hand-
knattleiksf jelag íslands“, því síð
ast í fyrra lentu þau í úrslit-
um, en eins og kunnugt er, bar
Valur þá sigur úr býtum. Aliir
sem fylgjast með handknatt-
leik hjer í bænum bíða með
eftirvæntingu eftir þessum
leik, enda ógerningur að spá
fyrirfram um úrslit hans, svo
eru fjelögin jöfn að styrkleika.
Þó-mun óhætt að segja, að Ár-
manns-liðið sje öllu tryggara,
þeir eiga á að skipa reyndum
og sterkum leikmönnum. Vörn
þeirra er að mínu álíti, ein-
hver sú besta sem við eigum
völ á og framlínan all-góð með
Kjartan. sem höfuðpaur og besta
mann liðsins.
Aftur á móti er Vals liðið
mest megnis skipað ungum leik
mönnum. En mesti kostur Vals
liðsins, að mínú áliti, er sá,
hversu framherjar þeirra, eink-
um þó Sigurhans og Bragi, eru
lægnir á að leika sig algerlega
fría á markteig andstæðingsins,
en þegar leikmanniýiefur þann
ig tekist að komást með knött-
inn í „dauðafæri“ eins og kall-
að er á máli handknattleiks-
manna, er ekki hægt fyrir varn
arleikmann að koma við neinni
vörn, nema sem að öllum lík-
indum kostar .lið hans vítakast.
Ef að líkum lætur munu Vals-
menn leitast við að notfæra
sjer þessa lægni sina í ríkum
mæli í kvöld og fróðlegt verð-
ur að sjá hversu þeim tekst
það. Annars er Sveinn Helga-
Boðsynd skóíanna:
HIN árlega boðsundskeppni
skólanna fór fram s. 1. mánu-
dagskvöld. Hingað til hefir að-
eins farið fram boðsundskeppni
karla, en að þessu sinni var
einnig keppt í boðsundi kvenna.
Laugarvatnsskólinn bar sig-
ur úr býtum í kvennasundinu.
Tíminn var 5.09,9 mín. Mennta-
skólinn var annar á 5.11,2 mín.,
Verslunarskólinn þriðji á 5.11,5
mín. og Gagnfræðaskóli Aust-
urbæjar 4. á 5.14,4 mín. Alls
kepptu 6 skólar.
í karlaboðsundinu bar Iðn-
skólinn sigur úr býtum eins og
undanfarin ár. Tími sveitar
hans var 8.17,5 mín. Mennta-
skólinn var annar með 8.23,5
mín„ Gagnfræðaskóli Austur-
bæjar 3. með 8.31,0 mín. og
Verslunarskólinn 4. með 8.44,0
mín. Alls kepptu átta skólar.
son miðpunktur liðsins og
tengiliður sóknar og varnar.
Hinn leikurinn sem er á milli
í. R. og Víkings verður vafa-
laust ekki síður spennandi, enda
þótt úrslit hans hafi ekki nein
áhrif á úrslit mótsins.
Það má því gera ráð fyrir
að margir íþróttaunnendur
leggi leið sína að Hálogalandi
í kvöld, til að sjá spennandi og
vonandi drengilega handknatt
leikskeppni, en handknattleik-
ur er nú orðið sú íþrótt, sem
mest aðdráttarafl hefur af þeim
íþróttum, sem iðkaðar eru yfir
vetrarmánuðina.
Sig. Magnússon.
AKUREYRI, 21. febrúar: —
Síðastliðinn sunnudag fór fram
svigkeppni karla á „Stórhríð-
armó_tinu“ 1949. Fallhæð braut
arinnar var 120 m. Hún var 300
m. löng með 40 hliðum. Keppn-
in fór fram í Bíldsárskarði í
Vaðlaheiði.
Úrslit urðu þessi:
A-flokkur: — 1. Magnús
Brynjólfsson, KR. 99.5 sek., 2.
Sigurður Samúelsson, Þór 120,2
sek. og 3. Jón Kr- Vilhjálms-
son. Þór, 122,7 sek.
B-flokki: — 1. Hreinn Ingi-
marsson, Þór, 120,5 sek.
C-flokkur: — 1- Bergur Ei-
ríksson, KA, 84,6 sek., 2. Guð-
mundur Guðmundsson, KA,
96,1 sek. og 3. Kristján Jóns-
son, Þór, 98,6 sek.
Braut A- og B-flokks var
sameiginleg. Færi var ákjósan
legt. Keppni hófst kl. 2 e.h. og
gekk greitt. Vegna hvassveðurs
voru áhorfendur með færra
móti, en þeir sem komu skemtu
sjer vel. — H- Vald.
AÐALFUNDUR Skíðaráðs
Reykjavíkur var haldinn ný-
lega: Formaður ráðsins var
kosinn Ragnar Þorsteinsson, I.
R. Varaformaður Haraldur
Björnsson, K. R, fundarritari
Þórarinn Björnsson. Skátafjel.
Rvk., spjaldskrárritari Magnús
Þórarinsson, Á. gjaldkeri ferða-
sjóði Leif Muller, Skiðafjelagi
Rvk., gjaldkeri Gunnar Pjeturs.
son, Víking og meðstjórnendur
Stefán Hallgrímsson. Val, Sig-
urður Sigvaldason, ÍH, og Elen
Sighvatsdóttir, IK.
BEST AÐ AVGLÝSA
AVGLÝSING
| 40 ára afmæiisfapalur ]
; fjelagsins verður haldinn að Hótel Borg, föstudaginn 25. ;;
m >J
: febr. og hefst meö borðhaldi kl- 18,00. ”,
j Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu fjelagsins, Ingólfs- «
■ hvoli, Lofti Ólafssyni, F.skihlíð 23 og Vjelaverslun G. »
* J. Fossbe'rg.
j Árnesíngafjelagið l
: í kvöld verður spiluð fjelagsvist i Fjelagsheimili versl \
: unarmanna, Vonarstræti 4. Byrjað verður stundvíslega ;
• kl. 8,30. Góð verðlaun veitt. Dansaðir vei’ða gömlu dans ;
j arnir á eftir. Mætið stundvíslega. Komið með gesti. 1
; Aðgangur 10 kr. t
: Skemmtinefndin. "
® 1
li
■ liálft hús á ágætum st.að í Austurbænum, neðri IiaA
i °g V2 kjallari. Upplýsingar gefur
j JÓN ÓLAFSSON, lögfr.,
: Lækjartorgi 1.
tvan' s’tærðir1.
■ Útvegum einangrunarkork (mulinn og í plötum) frá
; Portugal með stuttum fyrirvara. Verðið mjög hagkvæmt.
; Sýnishorn fyrirliggjandi.
Sími 81370.
| FRYSTÍVJEL
■ Til sölu lítið notuð Baker-frysti.vjel með 5 H.K. mótor
j (riðstraumur) D.C. 1800. Uppl. kl 10—12 hjá Alliance
; h.f. slmi 2895 (Afgr. fr. Djúpavík h.f.).
| Stýrimaður
j Stýrimann vantar á m.s.
I Skíða á togveiðar, upplýs-
I ingar um borð við ver-
j búðabryggju.
5
Mllltllllltllllllllltf ItlllltlltlltlllllttlltttMlllllllllllltttlia*
BEST AÐ AVGLTSa
I MORGVNBLAÐINV
j Vil kaupa
j íbúð, í eða við bæinn. — J
| Helst rishæð 3—4 her- l
j bergi. Þarf ekki að vera i
i alveg tilbúin. Lítið.-ein- ;
i býlishús kemur einnig ti! ■ ■
j greina. Tilboð merkt 4Ó50 !
j —134“, sendist Mbl., fyf- “v!
I ir fimtudagskvöld.