Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 30. mars 1949. MORG V.N BLAÐIÐ £»*>■.' Samnöngumál Fljótsdalshjeraðs JEG skrifaði grein um þetta efni í ísafold fyrir ári síðan. Enn finnst mjer ástæða til að fara nokkrum orðum um það, því að lítið miðar áfram, enda er það staðreynd, að þögn og tómlæti er flestum nytjamálum fjötur um fót. En jeg held, að ekki verði véfengt, að greiðar samgöngur sjeu eitt allra veiga mesta mál hvers bygðarlags. — Hver dalur, hver sveit, á ör- yggi sitt, velferð og framtíð undir engu fremur, en góðum, tíðum og tryggum samgöngum. Jeg hef aðeins kynst samgöngu- málum Fljótsdalshjeraðs síðastl. tvö ár. En þau kynni hafa sann- fært mig um, hve samgöngun- um er í mörgu áfátt, og þær óviðunandi á ýmsa lund. Hygg jeg, að mjer hafi orðið þetta því ljósara, sem jeg hafði átt við miklu betri samgöngur að búa áður, sem Eyfirðingur. Jeg hef áður lýst því, hve stórmikil bót var að nýju brúnni á Jökulsá á Fjöllum, fyr ir sumarsamgöngur við Aust- urland. Hennar naut við síðast- liðið sumar, og er ekki að efa, að sú aukning, sem varð á sum- arferðum fólks, með bílum til Austurlandsins síðastliðið sum- ar, er að nokkru leyti vegna hinnar nýju brúar. Hitt er svo sjálfsagt flestum ljóst, að það, út af fyrir sig, hefur enga úr- slitaþýðingu fyrir Fljótsdals- hjerað. Áætlunarferðir bifreiða frá AustfjÖrðum til Akureyrar, hafa um mörg undanfarin ár, verið tvær í viku hverri. Get jeg viðurkennt að erfiðleikar hafi verið á þeim fleiri, meðan ekið var um Axarfjörð og Reykjaheiði, — ca. 70 km lengri leið, og miklu erfiðari en þá, sem skapaðist við Jökulsár- brúna hjá Grímsstöðum. — En mig undraði það mjög, þegar sömu reglu var haldið s.l. sum- ar. — • Það er alveg sjálfsagt og nauðsynlegt að þessar áætlun- arferðir verði þrisvar í viku hvora leið, eða annan hvern dag — jafnframt þarf að leggja meira kapp á að hefja þessar ferðir sem fyrst að vori, og halda þeirn fram eftir haustinu, meðan nokkur möguleiki er á. Jeg á ekki við að þræla bif- reiðum áfram í snjó og ófærð, heldur hitt, að reynt sje að fara, þegar góðviðriskafla gerir, þótt ferðir hafi fallið niður á tíma- bili áður. T. d. má telju líklegt, að unt hefði verið að aka þessa leið síðari hluta nóvember s 1. haust. En til þess var engin tilraun gerð. Mun þó á flestum tímum vera um að ræða póst og far- þega, sem myndu þurfa slíkra férða með. Á meðan vegurinn frá Grímsstöðum og að Skjöld- ólfsstöðum er aðeins ruddur eins og nú er, verður að vísu ekki reiknað með honum, sem samgönguleið. nema yfir hásum arið. Hjeraðsbúar og Austfirð- ingar yfir höfuð, verða því að hefja sterka sókn fyrir vel upp hlöðnum vegi og vel lögðum, er myndi tengja landshlutana bif- reiðasamgöngum mikinn hluta ársins, þegar vetur er í meðal- lagi eða mildari. Jeg tel sjálfsagt að næsta sumar verði fastar áætlunar- ferðir um Austurlandsveginn 3 Jónas Pjetursson. í viku, hvora leið. Jafnframt er nauðsynlegt, að hægt sje að senda böggla og smásendingar með bílunum. þegar á þarf að halda. Síðastliðið sumar sendi jeg kassa með grænmeti frá Haf ursá, sem átti að fara í kjötbúð K. E. A., með áætlunarbílun- um. Eftir tæpa viku var kassinn kominn aftur á sama stað við veginn hjá Hafursá og hann fór frá, með öllum sömu ummerkjum að öðru en því, að innihaldið var nú ónýtt. Verð- mæti sendingarinnar var að vísu ekki mikið, en þó að máli skifti og svona lagað á ekki og má ekki koma fyrir. Það er nauðsynlegt að hægt sje að koma smásendingum með bíl- unum og því verður að vera hægt að treysta að þær komist til skila. Ef til vill hefir þetta verið slysaleg undantekning með tjeða sendingu, og vonandi að svo hafi verið. Vegakerfið innbyrðis á Fljóts dalshjeraði er fremur ófulikom- ið, enda víðáttumikið, og fjár- framlög til veganna vitanlega takmörkuð. Eru stór verkefni þar framundan. Mestu máli skiptir vegurinn um Fagradal, frá Egilsstöðum til Reyðarf jarð- ar, sem er lífæð Hjeraðsins. Um hann fara svo að segja allir verslunarflutningar, enda er hann eina hugsanlega leið Hjeraðsbúa að skipgengri höfn, sem ætla má að verði bílfær mikið til í mörgum vetrum. S.l. vetur lokuðu þó snjóar lengi vetrar með öllu fyrir bílasam- göngur. Og slíks hvgg jeg að vænta megi alltaf öðru hvoru. En veg þann verður að bvggja betur upp og breyta legu hans á köflum, einkum á Eyvindar- árdalnum. Með því að byggja þann veg háan og breiðan, sem að vísu kostar stórfje, má mjög tryggja þá leið, og slíkt verður að gerast í náinni framtíð. En reikna verður með því, að þrátt fyrir það, geti snjóar lokað öðru hvoru fyrir alla bifreiðaumferð um Fagradal. Þessvegna hygg jeg, að flugsamgöngurnar við Fljótsdalshjerað, eigi og þurfi að verða mjög vaxandi þáttur og einkum á vetrum. Flugfjelag íslands hefir haft flugið við Austurland. Var flog- ið á helstu firðina og á Egils- staði s. 1. sumar, en þegar haust aði var þó sjaldan komið í Egilsstaði. Endurbót var gerð á flugvellinum við Egilsstaði s. 1. iumar^ land jaínað og lagt járn- net og völlurinn þannig lengd- ir. Nokkuð var hann notaður, ?n reyndist ekki vel, a. m. k. ^kki fyrir ,,Douglas“ vjelina. Mjer sýnist því auðsætt, að í bráð a. m. k„ verði aðallega að treysta á Löginn, sem lending- arstað. En nauðsynlegt er þó, að nothæf flugbraut sje til á Hjer- aðinu, og stefna ber markvisst að því, að koma þar sem fyrst upp góðum flugvelli, og byggja bann þar, sem skilyrði öl] eru best. Ef nauðsynlegt reynist að koma hjer upp millilandaflug- velli, öðrum en suð-vestanlands álít jeg hagkvæmast og skyn- samlegast að byggja hann á Fljotsdalshjeraði, og leysa þannig tvöfalda þörf. En til þess að leysa sem fyrst úr aðkallandi þörf Hjeraðsbúa um auknar flugsamgöngur á að nota Lög- inn. Hjá Egilsstöðum þegar fært er, en innar þegar autt er þar, en ísilagt hjá Egilsstöðum. Tryggast er að flugið fari fram milli Akureyrar og Hjeraðs, einkum meðan dagar eru stutt- ir. Það flug tekur eina klukku- stund hvora leið og auk þess er veðurfar oftast mjög svipað á báðum stöðum. Lítil flugvjel þyrfti að hafa aðsetur austur frá, a. m. k. suma árstíma og helst alltaf. Væri þá aðeins flogið á einn stað austur frá á stærri flugvjelunum og ætti sú aðalstöð tvímælalgust að vera á Hjeraðinu. En með flugvjel- inni, sem austur frá væri, skyldu farþegar fluttir milli Hjeraðsins og fjarðanna og jafnframt yrði hún höfð til póst flutninga. Á þetta, að hafa flug- vjel á Austurlandi, til inn- byrðisflugs þar, ber að leggja mikla áherslu, og þarf fólkið að sameinast um að fylgja því máli eftir. Afgreiðsluskilyrðin á Leginum þarf að bæta nú þeg ar, svo að ekki ráði hending hvar farþegarnir eru settir nið- ur, eins og segja má að skeð hafi í nóvemberlok s. 1., þeg- ar Katalína var full af farþeg- um til Hjeraðsins og Reyðar- fjarðar, en varð að lenda á Seyðisfirði, af því að bátur var ekki í nothæfu standi á Egils- stöðum og þoka á Reyðarfirði. En þá var illfært með bíl yfir Fjarðarheiði. og þurftu þó flest ir, ef ekki allir farþegarnir að brjótast þá leið. Nú mun að vísu ákveðið að gera bryggju hjá Egilsstöðum, og ætti þá að vera auðveldara að vernda þar bát, en láta hann glamra við- klapp- irnar, eða taka hann á land alltaf á milli notkunar. En það er vitanlega alveg nauðsynlegt að alltaf sje hægt að taka far- þega í bát á Egilsstöðum, ef aðrar aðstæður levfa þar lend- ingu. Það er ekki viðunandi að farþegar þurfi að kosta miklu til ferða, auk tíma og fyrir- hafnar, áður en þeir fara með flugvjel, eða eftir að þeir koma, nema óviðráðanlegar ástæður liggi til, svo sem veðurskilyrði. Jeg vil aðeins nefna dæmi um það, hve kostnaðarsamt get ur verið að ferðast frá Hjerað- Framh. á bls. 12 Helga Magnúsdóflir Minningarorð HELGA MAGNÚSDÓTTIR ljest að heimili sínu Landsíma- stöðinni, Eyrarbakka, 7. mars og var jarðsungin 19. s. m. frá Eyrarbakkakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Helga var fædd 2. nóv. 1867 að Vatnsdal í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Önnu Valgerðar Pálsdóttur Sig urðssonar alþingsmanns í Ár- kvörn og Magnúsar hreppstjóra Árnasonar Magnússonar Bein- teinssonar frá Þorlákshöfn. — Á þessu orðlagða myndar- og rausnar heimili dvaldi Hélga öll sín æsku og uppvaxtarár. Ellefu ára gömul, elst 5 syst- kina, misti hún móður sína. Þó samvistartími þeirra yrði ekki mundsdóttur, Anna gift Helga verslunarstjóra Ágústssyni og Jórunn stöðvarstjóri á Eyrar- bakka, ógift auk þess ólu þau upp að mestu tvö systurbörn Helgu. Ungu hjónin á, Sámsstöðum, sem bæði voru frábær að list- fengi og dugnaði, hurfu að því ráði að yfirgefa sínar fögru æksustöðvar í Fljótshlíðinni. og setjast að á Eyrarbakka, sem á þeim tíma var eitt mesta at- hafnabygðarlag hjer á landi. — Fjelagslíf var þar með miklum blóma og tók Helga virkan þátt í'því. Sú þáttaka mun, eins og öll störf hennar fyrr og síðar, hafa mótast af vitsmunum, djúpri rjettlætiskend og sann- leiksást. Þá var Eyrarbakki miðstöð allra verslunarviðskifta sunn- anlands og því fjölsótt þangað af ferðafólki úr fjarlægum og nærliggjand sveitum. i Eins og að líkum lætur, var aðbúnaður þessa ferðafólks slæmur, enda fann hin unga hús ifreyja, frá gestrisnu foreldra- heimili, hvöt hjá sjer til að veita mörgum ferðamanni, þektum og óþektum aðhlynn- ingu á heimili sínu, sem um (háttprýði alla mátti telja 'í i fremstu röð heimila í þessu bygðarlagi. — Það fjell í hlut þeirra hjóna að taka að lengri, mun þá þegar hafa ver- ið lagður grundvöllur að þeim sálarþroska, er æ síðan mótaði allt líf og framkomu Helgu og m. a. veitti henni styrk til að taka með stillingu því hlutskifti að stjúpan tæki sæti móðurinn- ar á heimilinu. Heimili slíkt, sem Vatnsdalur, var þeim vanda vaxið að gegna því tvö- falda hlutverki að annast upp- eldi og mentun barnanna. Sú mentun var þjálfun hugar og handa í raunhæfum undirbún- ingi til þess að verða fær um að takast á hendur margþætt Íífsstörf við misjöfn og oft all erfið skilyrði Með þetta vega- nesti og dýran arf mannkosta, sem hún hafði hlotið í vöggu- gjöf frá ættmennum sínum, hóf Helga lífsstarf sitt. Árið 1889 20. júní giftist hún Oddi Odds- syni frá Samsstöðum í Fljóts- hlíð og reistu þau þar bú sama ár. Árnð 1898 brugðu þau búi þar og fluttu til Eyrarbakka og bjuggu þar þangað til hann fjell frá 22. sept. 1938 Fjögur börn þeirra hjóna eru öll á lífi. Sig- ríður gift Páli kaupmanni Sig- geirssyni, Magnús símaverk- stjóri, kvæntur Gúðnýju Sig- sjer vörslu landsímans, þegar hann var lagður til Eyrgrbakka og mun það hafa orðið einskon- ar viðauki við húsmóðurstörf Helgu, að annast daglega þjón- ustu hans. í þvf starfi sem öðrú, mun fófnarlund hennar o'g hjálpfýsi hafa komið fram til bættrar fyrirgreiðslu. Uppeldi barna sinna vandaði Helga svo, sem best mátti verða enda hafa þau ekkert sparað til endurgjalds umhyggju hennar, sem best hefur komið í ljós hin síðari ár, þegar elli og sjúk- dómur tóku að sækja hána heim. Eftir fráfall manns síns fluttist Helga á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Sel- fossi og dvaldist þar um níu ára skeið. Þrotin að heilsu, fluttist hún síðan með Jórunni dóttur sinni til fornra stöðva að Eyrarbakka og lauk þar æfi sinn, umvafin ástúð vandamanna og vina, með frið í sál, sem er dýrmætasta gjöfin, er hlotnast getur hjerna megin grafar. ,,Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alt og allt“. D. S. | Vann sjómenn ■ ■ ■ vantar á netaveiðar við Vestmannaeyjar. Uppl. hjá ■ ■ ■ ; Landssambandi ísl. útvegsmanna, sími 6650. Atvinna ■ ■ ■ Nokkrir verkamenn geta fengið vinnu nú þegar við ýmsa : frystihúsvinnu, fiskflökun o. fl. Upplýsingar gefur : Iváðningarstofa Reykjavíkurbæjar | Simi 4666 og 4065 kl. 12—1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.