Morgunblaðið - 17.05.1949, Page 8

Morgunblaðið - 17.05.1949, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1949. > / |IUnr0nttUikUk Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvatj.: Sigfúa Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarxn.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. A.uglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsia: Austurstræti 6. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innsnlanda, kr. 15.00 utanlands. t lausasölu 50 aura elntakið, 75 aura með Lesbók. Þjóðhátíðardagur Norðmanna í DAG er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Á þessum degi fagnar öll norska þjóðin því lýðræði og þjóðfrelsi, er hún hlaut fyrir 135 árum síðan, þó frelsisbarátta hennar væri þá ekki á enda kljáð. Sú frelsisskrá er Eiðsvallarmennirnir báru fram, var, og er runnin beint frá þeim frelsishugsjón- um, er hinn norræni stofn hefir alið. Hún hefir verið leið- arstjarna norskra stjórnmálamanna og menningarfrömuða síðan. Frelsishugsjónir Eiðsvellamanna urðu líka leiðarvísir norsku þjóðarinnar á hættunnar stund, er óvígur erlendur her ruddist inn í land þeirra, svo þjóðin varð aflvana, að láta bugast í vopnaðri viðureign. En sá ósigur varð Norð- mönnum ekki ofraun. Hann stælti þá, brýndi frelsisást þeirra. Þegar styrjöldinni var lokið, stóðu Norðmenn and- lega styrkari en áður. Enda höfðu þeir áunnið sjer virðing og þakklæti allra frelsisunnandi manna. í beinu framhaldi af þessari þróun, hafa Norðmenn á þessu ári gerst forystumenn Norðurlandaþjóða í utanríkis- málum. Er þeir ljetu hótanir nágrannastórveldis sem vind um eyrun þjóta, og gengu óhikað til samstarfs við lýðræð- isþjóðirnar beggja megin Atlantshafs til þess að tryggja frið og frelsi í heiminum, þó þeir með því gætu átt von á að voldugt herveldi ljeti reiði sína bitna á smáþjóðinni, fyrir það, að hún metur frelsið meira en lífið í brjósti sjer. Eri einmitt þessi frelsisþrá einkendi alla framkomu Norð- manna í síðastliðinni heimsstyrjöld. Meðan barist var í síðustu styrjöld, var það einstakling- urinn eða einstaklingarnir, sem lögðu fram sinn skerf, í vogarskálina og margir lífið að veði, bæði á sjó og landi. En á hinum nýliðna vetri, þegar um það var barist með orðum, hvort lýðræðisþjóðir Norðurálfu skyldu bindast í fóstbræðralag til verndar friði og rjettlæti eða láta kúgast af ógnunum heimsvaldasinna, var. það norska þjóðin sem heild, er tók hina einbeittu afstöðu með frelsinu og vörnum þess. Hafi norska þjóðin og forystumenn hennar fyrir það ævarandi þakkir. Á styrjaldarárunum síðustu, er hjer dvaldi um skeið norskt herlið, landflótta, fjarri ættjörð og skyldmennum, en heima- þjóðin hnept í kúgunarfjötra, tókust meiri, nánari, kynni með íslenskum mönnum og norskum, en áður hafði verið Meðan norska þjóðin átti um sárt að binda, rann Islend- ingum blóðið til skyldunnar. Þá opnaðist leið kynningar og samúðar, milli þjóðanna, sem lengi hafði verið „hrísi vax- in og háu grasi“ eins og þar stendur. Síðan styrjöldinni lauk og Norðmenn endurheimtu aftur frelsi sitt, hafa þeir á margan hátt sýnt, að þeir vilja halda við góðum kynnum á milli þjóðanna, svo leiðir vináttu og góðrar frændsemi vaxi ekki grasi og týnist að nýju. Til sannindamerkis um það er heimsókn Ólafs konungsefnis hingað með fríðu föruneyti á Snorrahátíðina sumarið 1947 til þess að sýna hve mikils virði Norðmenn telja sjer og þjóðmenning sinni hina íslensku sagnaritun. Stofnað hefir verið fjelag í Noregi, sem kunnugt er, til að efla kynni milli Norðmanna og íslendinga. En þegar Þjóðminjasafnið nýja verður tekið í notkun, berst safninu vinagjöf frá minj-asöfnum Norðmanna, dýrmætt gripasafn, til að kynna íslendingum norska þjóðmenning og sögu frá þeim tímum, er saga þeirra var saga forfeðra okkar. Enn má nefna merka nýjung í samskiftum þjóðanna, að hingað skuli í næsta mánuði koma hópur manna frá nyrsta skógræktarhjeraði Noregs til þess að kynna íslenskri æsku, hvernig þar er unnið að skógræktinni. Sú samvinna sem þar verður efnt til, getur haft ómetanlega þýðingu fyrir skogræktarmál lands vors í framtíðinni. Fleira mætti. nefna,- sem sýnar vinarhug Norðmanna til íslands. Er ástæða til á þjóðhátíðardegi Norðmanna að færa þeim þakkir fyrir góða vinsemd, með þeirri ósk að upp af henni megi spretta margt nytsamt og gott fyrir báðar þjóðirnar. wíLuerji óhriýar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sjónarmið bindindismanns. CIIUTER EDE, innanríkisráð- herra Bretl. er bindindismað- ur á áfenga drykki. En þrátt fyrir það stóð hann u.pp í breska þinginu á dögunum og lagði til, að veitingahús í London mættu vera opin til klukkan 2,30 að nóttu til, og að gestum væri leyfilegt að dansa og neyta áfengis þetta langt fram eftir nóttunni. Ede ráðherra fór ékki dult með, að. hann hefði andstygð á næturgölti og drykkjuskap. En hann sagði við umræðurnar í þinginú: „Ekki hægt að * neyða menn“. „VIÐ bindindismenn megum ekki láta okkur koma til hug- ar, að við getum neytt okkar skoðunum upp á aðra. Og það væri einnig rangt að gera til- raun til þess hjer á landi. Við eigum hinsvegar að reyna að hafa áhrif á samlanda okkar og hvetja þá til bindindis með rök- uín“. Hjer talar hinn reyndi stjórn- málamaður, sem lætur skyn- semina ráða, en ekki ofstækið. • „Pytlu-partý“. ÁSTÆÐAN fyrir þessari tillögu innanríkisráðherra Breta um lengingu veitingatímans, er sú, að í London hefir ríkt hið mesta ófremdarástand í „næturlífi" borgarinnar. Næturklúbbar eru bannaðir að lögum, en þrátt fyr ir það skifta þeir tugum víðs- vegar um borgina og menn geta drukkið og dansað og rallað framundir morgun, engu síður en í þeim borgum t. d. á megin- landinu, þar sem næturveiting- ar eru löglegar. Lundúnabúar hafa farið þannig kringum lögin, að stofn- að hefir verið til „pytlu-partýa“ (Bottle parties), þar sem gest- irnir eru „boðnir". • Sama ástand hjer. ÞETTA pukur og lögbrot þykir breskum stjórnmálamönnum blettur á menningu Breta og þeir eru farnir að sjá, að úr því ekki er hægt að afnema nætur- lífið, þá sje betra að hafa það löglegt. Hjer á landi er aðeins einu veitingahúsi leyfilegt að.veita gestum áfenga drykki. Það eru lög. En þó er Veitt vín — með undanþágu — í fjölda sam- komuhúsum bæjarins svo að segja á hverju einásta kvöldi. Og þar sem vín er ekki veitt er barinn á hjólum. — Tugir bíla bíða fýrir utan samkomu- húsin hlaðnir áfengum drykkj- um. • Að þora, eða ekki ... HAMLET er í tísku um. þessar mundir og það mætti breyta örlítið hinni frægu setningu hans um að vera, eða ekki og benda á, að það er um það að ræða hjá þingmönnum okkar, „að þora, eða ekki“. Þeir þorðu ekki, þegar bjór- inn var á döfinni. Og enginn virðist þora, að ganga hreint til verks í áfengismálunum. Leyfa veitingahúsum, sem uppfylla á- kveðin skilyrði, að veita áfenga drykki, pukurlaust og undan- þágulaust. • Svala þorsta sínum hvort eð er. ÞETTA er ekki áróður fyrir þyrsta menn, því það þarf ekki að vorkenna þeim. Fjárlaga- frumvarpið okkar sannar best, að vel er sjeð fyrir, að þyrstir geti fengið að drekka, þar sem tekjur Áfengisverslunarinnar erú áætlaðar rúmlega 50 miljón ir á þessu ári. Það má vera meiri þorstinn, ef ekki er hægt að slökkva hann með því fjárframlagi. Nei, það eru víst engin vand- ræði að ná í áfengi. En hitt er skammarlegt, að hafa það alt í pukri, eða með sífeldum undan- þágum. Það hlýtur að veikja virðingu almennings fyrir lög- um og reglugerðum og er þó * varla ábætandi. Markaður fyrir minjagripi. MAÐURINN, sem selur ís- lenska minjagripi fyrir Ferða- skrifstofu ríkisins í Flugstöð- inni í Keflavík segir mjer, að allmikil eftirspurn sje eftir ís- lenskum minjagripum, þótt þeir þyki nokkuð dýrir. , Mest er eftirspurnin eftir silfurmunum, víravikri og þess- háttar. Sagði afgreiðslumaður- inn, að fyrir nokkru hefði versl uninni borist talsvert af silfur og gullmunum frá Akureyri, þar á meðal kvenarmbönd og hafi þau ekki staðið við nema tvo daga, þótt þau hafi verið seld á 200 krónur. • Vanrækt iðngrein, MINJAGRIPAFRAMLEIÐSLA hefir verið mjög vanrækt iðn- grein hjer á landi, því miður. Af slíkri framleiðslu mætti hafa talsverðar gjaldeyristekjur — og ekki veitir víst af. En silfur og gullsmiðir eru í vandræðum vegna þess að þeir fá ekki efni til smíðanna Við éigum marga dverghaga gull og silfursmiði, sem myndu afla landinu mikils gjaldeyris, ef þeir fengju efni til að smíða úr. Væri ekki hægt að veita þeim einhverja úrlausn? • Ljeleg Iand- kynning. ÞAÐ hefir gjörsamlega mis- hepnast valið á ljósmyndunum frá íslandi, sem hengdar hafa verið upp í afgreiðslusalinn í flugstöðinni í Keflavík. Þar er mynd af Heklugosi, en er raun- verulega mynd af stóði. Hekla sjest ekki, en nokkur hross fremst á myndinni og reykjar- mökkur, sem eins gæti verið óveðursský í augum þeirra, sem ekki vita betur. Engar skýring- ar eru með myndinni. Eina „myndin“, sem að gagni kemur er landakort .af íslandi, en gall- inn á því er sá, að ekki eru útlend skýringanöfn ásamt þeim íslensku. Það á ekki altaf við, að betra sje að veifa i óngu i.rje en engu. IMMtHI||t|H||H«IIIIIHI1HIII1||IIHIIIIIMIII«IIIMIIMHHtMlt • MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Bretar !eg«ja undlr slg alþjólu hanadísku vönnýnln(|uii<t Eftir Charles Lynch, frjettaritara Reuters. TORONTO — Bretar hafa byrj að nýja herferð til þess að leggja undir sig markaðina í Kanada'og Bandaríkjunum. — Þetta verður ekki síst ljóst, er alþjóðlega vörusýningin í Kan ada verður opnuð 30 þessa mánaðar. Sýningunni, sem standa á yfir í tólf daga, hefur verið valinn staður í Toronto. Það verða Bretar, sem stærstu útlendu deildina munu eiga á vörusýnlngunni; sannast að segja 'munar minnstu að sýn- ingardefid þeirra verði stærri en Kanadamanna sjálfra. • • SÚ STÆRSTA UTAN ENGLANDS EINN af «tjórnendum vörusýn- ingarinnar sagði þeim, sem þetta ritar, að hjer yrði á ferð- inni , umfangsmeiri sýning á breskum yörum, en nokkru sihni hefði. verið haldih utan Epgíands. f sambandi við mark aðsherferð Breta er það at- hýglisvert, að Charles Sawyer versluriarmáíáráðherra Banda- ríkjanna, mun opna vörusýn- inguna, að viðstöddum breska verslunarmálaráðherranum, — Harold Wilson, — og fjölda annarra háttsettra embættis- manna. Enda þótt Bandaríkin verði ekki meðal stærri sýningarland anna, gera menn sjer vonir um, að mikill fjöldi bandarískra verslunarmanna heimsæki sýn- ingarsvæðið. Kanadiskir versl- unarmenn munu áreiðanlega sækja sýniaguna vel, en hún verður aðeins í tvo daga opin almenningi. • • ÞREFALT STÆRRI VEFNAÐARVÖRU- og fatnað- ardeildin breska á sýningunni verður sú stærsta á svæðinu. Þessi deild verður um þrefalt stærri en samsvarandi deild kanadiskra verslunarmanna, sem verða númer tvö í röðinni á þessu sviði. Bretar munu einnig ætla að hafa geysistóra sýníngardeild, þar sem fyrst og fremst verða til sýnis ýmis- konar vjelar og yerksrniðju-' tæki. Sömu sögu er áð segja áf öðr- um vörutegundum. Breskar vörur munu yfirleitt verða í meirihluta í þeim sýn- ingardeildum, þar sem sýnd verða húsgögn, skartgripir, málmar, rafmagns- og leður- vörur, landbúnaðarvjelar, bygg ingarvörur, skemmtitæki ýmis- konar, matvæli og drykkjar- föng. Þrjátíu og þrjár þjóðir taka þátt í vörusýningunni. Þegar Kanada er undanskilið, mun breska sýningardeildin ná yfir hálft sýningarsvæðið. • • ÁFENGI OG BIFREIÐAR AF ÞEIM sautján löndum, sem sýna ætla ýmiskonar landbún- aðarframleiðslu, verða sýning- ar Kanada, Englands og Skot- lands umfangsmestar. Bretar hafa ákveðið að reisa eftirlík- ingu af gamalli breskri drykkju krá á sýningarsvæðinu, Flestir. stærri vínframleiðenda Skot- Idnds munu sýna vörú sína — ög varla ætti það að draga ur aðsókninni, að géstirnir geta fengið að bragða á „Sýnishorn- unum.“ Framhald á.bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.