Morgunblaðið - 17.05.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1949, Blaðsíða 14
M G RGU JV B L AÐ I Ð Riðjudagur 17. maí 1949- M Framhaldssðgan 28 ir hins liön Eítir Helen Reilly | ..................... Mark hafði farið aftur heim til SÍÍI og kallað í manninn, íem hafði kringluleita manninr. i þjóndstu sinni. ,.Jeg veit að jeg hef verið gabbaður11. Um M8 og harín hringdí McKee tipp. var hann myrtur. En hver þessi maður var, sem hafði fengið lánaða pen- ingana - var enn óráðin gáta. É’að irlauí að vera einhver, sem átti tilkall til þess að hann ianaði honum svo • mikið' -fje. Eínhver náinn ættingi eða góð- ur vinur. Eitt var þó víst, að það var, að kringluleiti maður toitirsem ungfrú Nelson kallaði Eört;' hafð verið fluttur burt ,-úr borginni af því að í gegnum Jiann mundi vera hægt að ná lii morðingjans. Það gat verið inöguiegt. a& ungfrú-' Nelson vissi hvar kringluleiti maður- fim‘var-niður kominn. — Hún gat að minnsta kosti gefið ein- Ever jar upplýsingar ufti'- hánh? Er hun var líka horfin. Fýrst og fremst lá þó fyrir að hafa upp á henni. Tveim dögum eftir dauða Glass iannst hún. Tilkynning- bi,- k©m til lögreglunnar frá nHótel Rothingham“, þegar klukkan var tuttugu og eina mínútu yfir níu um morgun- irm. „Jeg hef ekkert meira hjer að gera“. McKee var staadur v herbergi á þriðju hæð á Rot- hmghamt. Hann snjeri sjer frá ífki Fiorence Nelson, sem lá á gólfinu. við fætur hans. Mc Kee lert enn einu sinni um öxl sjer. Mark Middleton hafði 4aið af skammbyssuskoti, málm vasi hafði orðið Glass að bana. I þetta skipti hafði morðing- mn notað einhverskonar band. Urígfrú Nelson hafði verið Eyrkt. Herbergísþerna hafði komið fyrst að líkinu, um níuleytið. Uhgfrú Nelson hafði ráðgert að flytja þennan morgun úr gistihúsinu. Hún hafði borgað úeikninga sína kvöldíið áður. Þetta var eitt af því, sem Mc Kee hafði hálfpartinn búist við. Florence Nelson hafði sjálf átt sinn þátt í dauða sínum, alveg eins og Glass, með því að lenda í illdeilum við morð- kigjann. í þessu tilfellí áleit McKee þó. að hún hefði ekki sjálf gert sjer Ijóst hvað hún var að gera. Það var ekki laust við að Mc líee kenndi í brjósti um kon- tma. Hún hafði vafalaust verið Híjög meinlaus. Það var ofur auðvelt að rekja slóð hennar, Hún háfði fengið heibérgi á „Rothingham“ um tíuleytið sama kvölcf og hún hafði horf- ið úr íbúð sinni, þar sem Glass hafði verið myrtur. Það var nokkuð góður felustaður. Að vísu nokkuð áræðinn. Gistihús ið var stórt. Þúsundir manna komu þar og fóru á hvérjum degi. Það hafði verið leitað á öllum gistihúsum. þessu sem öðrum. En ungfrú Nelson hafði tekið sjer nýtt nafn, það er ekkert sjerkennilegt við útlit hennai og hún hafði ekki ver- ið í þeim fötum, sem vinkona hennar hafði lýst. Hún hafði ekki Verið í brúnu kápunni með hettunni, héldur - sva-ín kápu með loðkraga og með svartan hatt á höfðinu. Hún hafði annað hvort losað sig við brúnu kápuna, eða einhver hafði losað hana við hana. Myndin af kringluleita mann inum, Bert, var ekki í fórum hennar. Ekkert fannst heldur hjá henni. sem gat gefið nokkr ar upplýsingar um hann eða hvar hanm væri niður kominn- Morðið hafði að því er virt- ist verið íramið án nokkurs undirbúnings á sama hátt og morðið á Glass. En það er ein- mitt oft erfitt að koma upp um slík morð. Allt orsakaðist þetta ,eftir að upplýst hafði verið, að Mark Middleton hefði verið myrtur. Frá því að málið var tekið upp að nýju, var Flor- ence Nelson dauðadæmd. Hún var hlekkúr í keðjunni. sem mundi liða til þess að kringlu- leiti maðurinn fyndist og nú rvaa?. sá hlekkur slitinn. • Hálfri stundu síðar var Mc Kee kominn aftur á skrifstofu sína. Hann fór enn yfir skjöl og skýrslur um allt og alla, sem viðriðnir gátu verið morð Mark Middleton. Hann var allt annað en bjartsýnn. Morðing- inn var bæði harðsnúinn og slunginn og auðsjáanlega sveifst hann einskis_ Það tók McKee nokkurn tima að fara yfir allar skýrsl- urnar. Þegar hann hafði lokið við að lesa síðustu örkina, va:ð hann svo undrandi, að hann kom ekki upp nokkru orði. Ef nokkur möguleiki hefði verið til þess að efast, þá hefði hann gert það. En það var víst óneitanlega satt- Gabri ella Conant hafði verið stödd á ,.Rothingham“ einmitt um sama levti og ungfrú Nelson hafði verið myrt. Gabriella las um morðið á ungfrú Nelson í blaði, sem kom út síðaii hluta dagsins. Henni varð mjög bilt við. Konan var dáin og hún .... Gabriella .... átti sök á þyí. Það var eins og hún hefði sleppt laus- um einhverjum illum öndum, með leit sinni að kringluleita manninum. Og alltaf bitnaði það á þeim saklausu. Hver svo sem Edward Glass hafði verið, þá hafði hann að minnsta kosti áúyggilega ekki myrt Mark. Ungfrú Nelson hafði heldur ekki gert það. Það stóð fátt eitt um morðið í blaðinu. Ef til vill vissi John eitthvað meiia. Hálfri stundu síðar sat hún í dagstofunni í íbúð hans. John Muir gekk fram og aftur um gólfið fyrir framan hana- Gabriella sat hreyíingarlaus í stólnum og horfði á hann. Hún var bæði hrelld og sorgbitin. John vissi lítið meira en hún Hann hafði þó frjett í gegn um Pete Basil frá lög- reglunni, hvað komið hafði fyrir ungfrú Nelson. Lögregl- an var á þeirri skoðun, að sá sami, sem hafði sent ungfrú Nelson úr íbúð sinni, hefði sagt henni að fá sjer herbergi á „Rothingham11. Síðan hafði hún verið myrt, vegna þess að hún vissi, hvar kringiuleiti maðurinn. Bert- var niður I kominn’ Gabriella sat í stólnum og virti John fyrir sjer. Hún var uppgefin á sál cg líkama. — Hugur hennar hvarflaði inn á aðrar brautir. „Jeg hefði ekki átt að koma- hingað. Jeg get ekki haldið þessu áfram leng- ur“,' og hún velti því fyrir sjer, hvort hún mundi alltaf þurfa að vera svona gagntekin Jrrifningu í návist hans. Af öllum þeim mönnum. sem til yoru, hvers vegna þurfti þá ,aðeins einn að hertaka svo hug manns og hjarta, að allir aðrir yrðu útilokaðir. Það var eins og lagðir væru á mann töfrar. Viljinn og dómgreindin hvarf og tilveran öll gat snúist um þennan eina mann. John hætti að ganga um gólf- ið. H.ann dró lítinn hnall að stólnum. þar sem hún sat. og settist á hann. svo nálægt henni, að hnje þeirra snertust. Henni fannst snertingin óþægi op hún reyndi að þoka sjer fjær. En hann hallaði sjer nær henni. ,.Gabriella“, sagði hann og leit í augu hennar. „Jeg ætla að spyrja þig einnar spurningar. Jeg hef verið svo lengi í burtu. Það er svo erfitt fyrir mig að gera mjer Ijóst, hvað hafði komið fyrir Mark, þegar jeg veit ekkert um það |Sem skeð hefur á meðal kunn- ingja okkar .... Hefur þú sjeð nokkuð .... heyrt nokkuð .... Jeg á við, hvort þú haldir, að Brenda sje að hugsa um einhvern annan mann?“_ Henni fannst hjartað kremj- ast í brjósti sjer. En svo varð hún sárreið. Brenda Holmes! Hvers vegna þurfti John að leita til hennar til þess að bægja burt efasemdum um trú festur og dyggð Brendu? Það var óþolandi- John beið eftir svari hennar. Hana langaði til að slá hann utan undir, en hún stóðst freist inguna. „Þú ert kjáni, John“, sagði hún. „Brenda Holmes elskar þig og engan annan. Þú manst þó, hvað hún gerði fyrir þig um daginn“. John bandaði með hendinni. „Ó, það .... já. Það mundi hún gera fyrir hvað kunningja sem væri. Jeg á ekki við það. Ertu viss um, að hún sje ekki að hugsa um neinn annan?“. „Jeg er alveg viss“. Honum ljetti. Hann rjetti úr sjer og hjelt hendinni fyrir augu sjer. Svo leit hann á hana. aftur. „Jeg haga mjer víst eins og kjáni .... En jeg var kominn svo mikið út úr þessu hann leit við. „Hvað var það. James?“. Þjónn hans stóð í dyrunum_ „Það er verið að spyrja eftir yður í símanum“. John fór út. Hann virtist ekki hafa neina hugmynd um j tilfinningar hennar gagnvart 'honum. Gabriella stóð á fætur. Hún varð að komast burtu áð- ur en hún kæmi upp um sig .... Nokkrum sekúndum síðar var hún komin út á götuna. Hún kallaði á leigubifreið og liet aka sjer heim. Hún var nýkomin inn, þegar McKee hringdi. Hann og Nevins þurftu j að ná tali af henni. Það var leinhver hljómur í rödd Mc Fólkib í Rósaíundi Eftir LAURA FITTINGHOFT 74 “; Þegar allt var undirbúið, Ijet hún brúðurnar allar á sinn stað niðu.r á gólfinu. Þarna voru kassar, sem táknuðu húsin og eldspýtustokkar, sem vooru markaðsborðin. Síðan komu trúðarnir inn. Allar brúðurnar fóru að dansa eftir fjörugri hljómlist. — Það var Pjetur, sem söng eða flautaði, en í því konj mamrna inn. Hún var svo sorgbitinn á svip, en þegar hún heyrði, að Pjetur var að syngja, birti yfir andlitinu og bros fullt af hamingju og gleði sigraði sorgina. Því að nú var Pjetur að verða eins og Pjetur átti að vera. Hún strauk hendinni yfir liðað hár Þyrí og sagði: Það er eins og þú sjert fædd hjúkrunarkona, elsku Þyrí mín. Þú getur alveg gert kraftaverk. Þyrí roðnaði. Jæja, — hún, sem var’kölluð fýlupoki og leiðindaskjóða af bróður sínum, hún gat þá verið hjúkrun- arkona. Nú ætlaði hún fyrst að sýna, hvað hún gæti verið góð við Pjetur. Hún ætlaði að lesa upphátt fyrir hann. Hún ætlaði að koma með ávexti og blóm til hans, eins og var gert í skáldsögunum, og margt fleira fann hún út, að hægt var að gera. Veiki drengurinn var þakklátur fyrir allt, sem hún gerði fyrir hann og hann var eiginlega hissa á allri þeirri fyrir- höfn. En til endurgjaids kom hann öllum í gott skap með því að vera sjálfur alltaf í góðu skapi. Ja, það kemur sjer vel, sagði hann einu sinni, þegar skipt var um bindi á brunasárunum — að jeg er svo sjerstaklega leikinn í að ganga á höndunum. Jeg þarf þá ekkert að bíða eftir að sárin á fótunum grói. Egill, sonur prestsins kom á hverjum degi. Hann hafði svo mikinn áhuga fyrir lækningum, að hhnn varð sárgramur við sjálfan sig, ef hann svaf yfir sig á morgnana og gat ekki verið viðstaddur, þegar skipt var um bindingar á bruna- sárunum. Þá fannst honum sjerstaklega athyglisvert, hvernig bruna- sárin smágreru. Hann þóttist vera alvanur læknir og Pjetur beið í hvert skipti með óþreyju eftir að hann kæmi Egill leit á tunguna, tók á slagæðinni og gaf bendingaar um hið dásamlegasta mataræði, að vísu oftast samkvæmt leiðbein- ingur frá Pjetri. Pjetur lýsti því yfir með bifandi röddu, að Blómatískan. ★ Hvernig vissi hann það? — Þú hefir ekki tikall á þjer? — Nei, hvernig fórstu að vita það? ★ Svartamarkaður. Það reyndist erfitt að komast fyrir svarta xnarkaðinn með gull i Hong- kong. Þrír menn voru imii i hliðar- götu og versluðu með þenna varning Allt í einu dregur einn þeirra hand- jám upp og setur hina „í járn“ með snörum handtökum. 1 stað þess að láta sjer verða bilt við. fóru þeir að hlægja um leið og þeir tóku fram lögregluskirteini sín. Þeir voru einnig á veiðum eftir svartamarkaðsbröskur- um með gull. ★ Shaw afhjúpaður. Hjer um daginn kom rakari Georges Bemard Shaw til hans með hárlokk, sem hann hafði tekið úr hári hans og farið með til manns, sem hafði það að atvinnu sinni, að segja fyrir um framtíð manna eftir að hafa rann- sakað hárlokka úr höfði þeirra. — Nú, hvað sá hann?, spurði hinn gamli rithöfundur. — Hánn sagði. svaraði rakarinn. að hárið væri af gamalli kohu, sem ætti enn langt ólifað. Góð lyst. Fangi einn var sendur frá sjúkra* húsi í Plymouth aftur til fangelsisins eftir að hann hafði verið skorinn þar upp og gaffall, sem hann hafði gleypt tekinn úr honum. Fangaverðinum var gefin sjerstök skipun um að gæta hans vel, þar sem þetta var í annað sirm, sem það kom fyrir að hann gleypti gaffal. ★ Öll f jölskyldan inni „Hertogafrú vasaþjófanna“ var ný- lega tekin föst í Róm, er hún var að leita að ránsfeng í handtösku konunn ar, sem stóð við hlið hennar í martn þyrpingu. Hún hefir nú verið sett í fangelsi, og hefir því hlotið sömu örlög og menn hennar tveir: Eiginmaðurinn situr inni fyrir að stela hjólbörðum af bílum í stórum stíl, en elskhugi hennar fyrir innbrot. „Hertogafrúin“, Margherita Pirsi- elli. hefir hlotið þetta viðurnefm „heiðarleika“ síns. Hún hefir alltaf skilað skömmtunarmiðum, lyklum og persónulegum munum, sem fylgt hafa þýfinu af vangá, aftur. ÞÓRARINN JÓPiSSON löggiltur skjalþýðandi í ensku. Kirkjuhvoli, sími 81655. tíigiirður Ölason, hrl. Málflutningsskrifstofa Lækjargötu 10 B. Viðtalstimi: Sig. Olas., kl. 5—6 Haukur Jónsson, cand. jur. kl. 3-—6. — Simi 5535.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.