Morgunblaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur. 111. tbl. — Miðvikudagur 18. maí 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins TEKIST HEFIR EIMIM AÐ BÆGJA ATVIIMIMULEYSIIMU FRÁ ÞJÖÐIIMIMI ,,Er það hækkunartillaga?" Þannig spurði háttv. landskj. ■þm. -Brynjólfur Bjarnason fyrir tveimur árum við afgreiðslu fjárlaga. Ilann hafði vikið sjer írá en vildi nú greiða atkvseði ■á riý, og þessvegna fá að vita ;hvers eðlis tilll., sem til atkv. .var væri. Hann spurði ekki um, hvort tiliagan væri þörf eða óþörf, hvort hún væri til stvrkt- ar góðu máli eða illu. Hið eina, sem Brynjólfur Bjarnason taldi hafa þýðingu og rjeði atkvæði hans, var. hvort um væri að ræða hækk- un útgjalda eða ekki. Þegar hann heyrði, að um hækkunar- tillögu væri að ræða, greiddi hann henni hiklaust atkvæði sitt. Þetta atvik hefur orðið minn- isstætt flestum eða öllum, sem viðstaddir voru. En þess mun einnig verða getið í sögu þjóð- arinnar, jwí að fáir atburðir sýna í einu vetfangi ljósar meg- instefnu kommúnista í fjármól- um. Allstaðar hafa þeir verið með hækkunum útgjalda, hvergi með lækkunum, a.m.k. hvergi þar sem þýðingu hafði. Vilja minnka löggæsluna . En engin regla er án und- antekninga. Við afgreiðslu fjár- laga að þessu sinni greiddu kommúnistar atkvæði með ein- staka lækkunartillögum. Eftir- tektarverðast um þá afstöðu þeirra var, að þeir vildu lækka útgjöld til löggæslu, rannsókn- ar sakamála og hætta útgáfu Hæstarjettardóma. Þarf ekki skýringar við af hverju komm- únistar taka þessa þætti út úr og viija umfram allt koma í veg fyrir, að hafðar sjeu hend- ur í hári sakamanna og frásagn- ir af athæfi þeirra birtar í Hæstarjettardómum. Fjandskapur þeirra við rjett- arrannsóknina út af ofbeldis- verkunum 30. mars s. 1. er af sama toga spunnin. Þeir óttast, að þar muni sitt hvað sannast, sem þeir vilja hafa dulið. Sá ótti þeirra er skiljanlegur, því að þó að þar muni ekki sannast öll launráð þeirra og vina þeirra til undir- búnings árásinni á Alþingi, mun hlutur þeirra verða ærið slæmur fyrir því. Vitanlega reyna kommúnistar að hræða menn frá að segja satt um það, er þeir sáu til tiltekta komm- úni^ta þennan dag og reyna eft- ir föngum að skjóta undan sönn unargögnum. Þessvegna vona þeir einnig, að kvikmyndirnar, sem teknar voru þennan dag, verði ekki sýndar og reyna að telja kjark Þrátt fyrir ofsafengnar árásir á fjárhagsafkomn þjóðarinnar íslendmpr fordæma einræði, skoðana- í lið sitt með því að skrökva því upp, að banna eigi sýn- ingu mynda þessara. Sú skrök- saga verður hinum seku mönn- um skammgóður vermir. Mynd- irnar munu verða sýndar, og umfrám allt verður að sýna þær óstyttar, því að þótt þær að sjálfsögðu nái ekki nema litlu af þeim ljótu afbrotum, sem kommúnistar og vinir þeirra frömdu 30. mars, þá sjest þar þó margt, sem komm- únistar kvíða, að komi fyrir augu almennings. Snýr við myndum og sannleikanum Kommúnistar kvíða sannleik anum. Þeir vita, að hann muni eyða slíkum söguburði og háttv. þm. Ásm. Sigurðsson, maður- inn, sem sneri við mynd Jóns Sigurðssonar, viðhafði hjer áð- an. Öfugmæli hans um atburð- ina 30. mars eru sýnishorn af sagnfræði kommúnista. Sumu því Ijótasta úr Þjóðviljanum slepti hann þó. — T. d. hinni lubbal. árás á nafngreindan íslending, sem starfaði með Þjóðverjum í Nor- egi fyrri hluta stríðsáranna, og hlaut fyrir það þunga refsingu í Noi'egi að ófriðnum loknum og var þó sleppt þaðan úr haldi. Þjóðviljinn hefur dag eft- ir dag fullyrt, að þessi maður hafi verið í liði lögreglunnar eða a. m. k. lýðræðisflokkanna 30. mars. Sannleikurinn er sá, að þessi maður kom þar hvergi nærri og er sannast sagt furðu níðinglegt að rífa stöðugt upp á ný sár hans. Allra síst situr það þó á kommúnistum að brígsla manni þessum, bvi að afstaða hans í upphafi stríðs- ins var einmitt hin sama oe Molotovs, sem óskaði sendi- herra Þjóðverja til hamingju þegar hann sagði honum frá innrás Þjóðverja í Noreg. Þeir vilja sem mest „ríkisbákn* Allir þykjast vera á móti út- gjaldahæð fjárlaganna, meðan ekki er vikið að því í einstökum atriðum, hvað eigi að spara. Mikið er talað um aukning ríkisbáknsins í því sambandi. Síst skyldi jeg verða til þess að verja vöxt þess. • Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem er í beinni and stöðu við ofmikil ríkisafskipti af atvinnuvegum landsmanna og framkvæmdum. En flokkur- kúgun og miaidamyrkur kommúnismans. Ræða Ejarna BenedikSssonar, uianríkisráðherra, við framhaid 3. umræðu fjáriaganna. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. inn hefur því miður ekki meiri hluta atkvæða með kjósendum landsins og ræður þessvegna ekki einn stefnunni, heldur verður hann að semja við aðra flokka, gjörólíka að skoð- unum, um framgang allra mála og hverri meginstefnu skuli íyigt- Allir þessir flokkar, andstöðu flokkar Sjálfstæðismanna, vilja meiri og minni ríkisafskipti. Kommúnistaflokkurinn þó mest. A engum flokki situr þv; síður en honum að ásaka aðra um útþenslu ríkisstarfsem- innar, ríkisafskipti, skrifstofu- bákn og skriffinnsku. Sannleikurinn er sá, að þó að ýmsum þyki að vonum of mik- ið um þvílíka iðju hjer á landi nú, þá er hún ekki nema svip- ur hjá sjón miðað við ástand- ið í þeim löndum, þar sem socialismi, hvað þá kommún- ismi, hefur fengið öll ráð. Þeg- ar kommúnistar þessvegna lýsa andstöðu sinni við þvílíka stjórnarhætti, tala þeir þvert um hug sjer sem endranær. Þar ráðast þeir einmitt á þau stjórn ax-einkenni, sem öllu öðru frem ur eru ráðandi í því þjóðf jelags- formi, sem þeir vilja koma á. En þó að rjett sje, að hjer á landi sje nú oi mikið um skriffinnsku, og úr öllu því fargani verði seint bætt til hlýt ar nema Sjáiístæðisflokkurinr. einn fái hi'einan meiri hluta við kosningar, þá verður þó að segja söguna eins og' hún er. Og hún er sú: að hækkun út- gjalda ríkissjóðs stafar ekki fyrst og' fremst af þessum sök- um. Það eru aðrar ástæður en fjölgun starfsmanna ríkisbákna ins, sem mestu ráða um þetta. Starfræksla ríkisins gleypti ekki fjeð Eftir 2. umr. fjárl. voru heild arútgjöld fjárlaga í’úmlega 293 milj. kr. í hverju var megin- hluti útgjaldanna fólginn? Var það hin eiginlega starfs- ræksia í’íkisins, embættis- mannafjöldinrt, sem gleypti allt þetta fje? Nei, það voru örfáir liðir, þessu í rauninni ó\dðkomandi, sem tóku mest af fjenu. Til verklegra framkvæmda, sa.m- göngumála, kennslumála, land- búnaðarmála, raforkumála, al- mannatrygginga, dýrtíðarmála og skuldaniðurgreiðslu var var- ;ð h. u. b. 225 milj. kr. Þegar við lítum á einstakar fjárhæðir fjárlaganna, sjáum við að samgöngumál, en þar eru taldar flestar verklegar framkvæmdir, voru þar með h. u. b. 37x/2 milj. kr., sem hækkuðu um miljónir við 3. umr. Við þetta má bæta 5 milj. til raforkumála og a. m. k. 800 þús. til notendasíma hjá Lands- símanum, sem ekki er talið til eignaaukninga. Þá eru í 20. gr. taldar auk skuldaniðurgreiðslu 10 milj. til ýmiskonar eigna- aukninga, nær allt verklegar framkvæmdir. Hvað vilja þeir lækka Vilja kommúnistar lækka verklegar framkvæmdir frá því, sem nú er? Þvert á móti. Þeir vilja auka þær og ásaka núver- andi meirihluta Alþingis og nú- verandi ríkisstjórn um allt of mikið aðgerðarleysi í þessura efnum. Þá eru h. u. b. 20 milj. ki'. ætlaðar til ýmiskonar landbún- aðarframkvæmda, mæðiveiki- varna, fjárskipta og apnars slíks. Ekki hefi jeg orðið þess var, að kommúnistar hafi flutt neinar tillögur til lækkunar þessum liðum, heldur hafa þeir viljað hækka þá svo hundruð- um þúsunda skifti. Til skólamála eru ætlaðar h. u. b. 28 milj. og 300 þús. Mjög verulegur liður í þessari geypi- fjárhæð er kostnaður af fræðslu lögunum nýju. Jeg skal ekki ræða um það, hvort þessi löggjöf, með hinu langa skólanámi fyrir alla ungl inga, hvernig sem námshæfi- leikum og löngun þeirra er var- ið, horíi til góðs eða ills. Hxtt þori jeg að fullyrða, að komm- 'N únistaflokkui'inn, og þó einkum fyrrv. menntamálaráðherra Brynjólfur Bjarnason, mundi telja mjög á hlut sinn gengið, ef neitað væri, að hann hefði Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.