Morgunblaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 11
Miðvikudagiy; 18. xnaí 1949. MORGUNBLAÐIÐ 11 Frá Fegrunarfjelagi Reykjavíkur: Skrnðgurðoræktun Fyrri grein. Eftir E.B. Malmquist. ÞAÐ VERÐUR að játa. að ræktunaraðstaða okkar er að ýmsu leyti erfiðari en t. d. ná- grannaþjóðanna, en því þrýnni er nauðsyn þess, að ræktunar- þekking einstaklinga og bjóðar- innar í heild verði meiri og gerðir hennar eftir því. Þrátt fyrir lágan meðalhita um sprettutímann — vor og sumarmánuðina — og óstöðuga veðráttu er þó öruggt, að rækt- un okkar, sú, er rniðar að því að prýða umhverfið og gera það hlýlegra, getur náð æskilegum árangri, ef vandað er til undir- búningsins og hinir tæknilegu mpguleikar hagnýttir til hins ýtrasta. Ef við reisum hús á slæmum grunni og skeytum ekki um að fá örugga undirstöðu, getur það aldrei orðið annað en ljéleg eða jafnvel algerlega óhæf bygging. — Þetta vita allir enda er kappkostað að vanda svo til bygginga, að svikul und- irstaða fái þeim ekki grandað, jafnvel án tillits til þess, hvað það kann að kosta. Þekkingin ,og raunhæfnin hafa hrósað ■ sigri á því sviði. En það er öðru máli að gegna með skipulagningu húslóðar- innar hjá okkur og stofnun skrúðgarðsins, þrátt fyrir það að megin undirstöðuatriðin sjeu þai sama eðlis eins og í flest- um verklegum framkvæmdum. Best og hagkvæmast væri að taka til greina þegar í byrjun húsbyggingarinnar, að síðar eigi að koma trjálundur eða skrúð^- garður í kringum húsið. Þegar fengin er jarðýta eða ippmokstursvjel til þess að •grafa fyrir húsgruiminum, ætti ætíð að byrja á því að forða efsta jarðlaginu frá, þannig að matarmoldin lendi ekki undir uppmokstri úr grunninum og íari þannig forgörðum í stað þess að koma að notum við ræktun lóðarinnar. Ennfremur myndi það auka mjög lítið á byrjunarkostnað byggingarinnar, ef graftrarvjel er fengin á annað borð, að grafa fyrir aðal-holræsum lóðarinn- ar, væntanlegum trjábeðum og jafnvel girðingarstæði, ef á- formuð er steypt girðing kring- um lóðina. Hjer í bænum og nágrenni hans er jarðvegur yfirleitt frem ur leirblendinn og frjóefna- snauður, þungur og kaldur, a. in. k. þar sem engin ræktun hefir áður íarið fram og eins og áður er sagt verður því ávalt nokkrum erfiðleikum bundið að hefja ræktunina, enda þótt örð- ugleikar þessir sjeu á engan hátt óyfirstíganlegir. Það má segja, að hornsteinn skrúðgarðaræktunarinnar hvíli á eftirfarandi atriðum, sem þeg ar frá upphafi verður að vinna að: 1) að garðstæðið sje hæfilega þurrt, 2) að jarðvegsblandai: sje ekki of þjett, 3) að loft- hreyfingar geti átt sjer stað, 4) að rætur gróðursins fái sem hindrunarminnst og best jarð- vegssamband, 5) að jarðvegur- inn sje gerður sem móttækileg- Myndirnar sýna, hvernig leggja má steinaræsi. astur fyrir hitasöfnun frá geisl- um og bakteríugróðri. Góð framræsla á húslóðinni er nauðsynleg svo að segja hvar sem er í þessu bæjarlandi þótt mismunandi sje. Hæfilegt er að holræsin sjeu um 1,20—1,40 m. að dýpt. Auðvitað getur komið til greina að nota ýmiss konar efni við í holræsin, en ef steinaræsi eru vel lögð, munu þau reyn- ast endingargóð og með tilliti til fullkominnar þurrkunar landsins þá eigum við ekki kost á betra efni. Hvernig best er að ræsa fram húslóðir er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur um, og ættu menn, ef kostur er, að ráðfæra sig við kunnáttumenn í því efni. Það má þó segja, að jafnan skal leitast við að hafa ræsin sem næst hinum kröfumeiri gróðri í garðinum, en oft get- ur þó farið saman að hafa hol- ræsi meðfram eða undir gang- stígum. E. B. Malmquist. Rímnafjelagið Frh. af bls. 10. þeir óvitrustu, sem ekki skilja, að með þessu eru þeir að fletta ofan af sinni eigin fákænsku. Þetta er þegar spor í rjetta átt. Þó þarf enn að glæða skilning- inn á þessari einstæðu bók- mentagrein okkar — hinni þjóð legustu þeirra allra“. Stjórn fjelagsins skipa: Jör- undur Brynjólfsson, alþm ,'for- seti; Arnór Guðmundsson, skrif stofustj. Fiskifjelagsins, gjald- keri; Lúðvík Kristjánsson, rit- stjóri, ritari; Friðgeir Björns- son, stjórnarráðsfulltrúi, bóka- vörður. Til einhvers þessara manna ber þeim að snúa sjer, sem gerast vilja fjelagar. Fjelagsmaður. Niyada FJÁRFESTINARLEYFI OG INN KAUPAHEIMILDIR ÞAÐ ER ÓHÆTT að segja, að Framsóknarmenn hafa sjald- an komist lengra í því að bera fram tillögur til þess að sýnast heldur en þegar þeir báru fram á Alþingi frumvarp, sem með- al margs annars af svipuðu tagi, felur það í sjer, að jafn- framt því, sem einstaklingi eða fjelagi sje veitt fjárfestingar-' leyfi, til dæmis til byggingar húss, þá skuli fjárfestingarleyf- ið jafnframt gilda sem innflutn- ingsleyfi fyrir öllu því, sem til hússins þarf. Það er óneitanlegt, að slík tillaga lítur ekki illa út á papp- írnum og einmitt þessvegna er, henni varpað fram. Hitt dylst svo aftur engum, sem athugar nánar þetta fyrirkomulag, að það er gersamlega útilokað, að nokkrum geti dottið í hug, að það sje framkvæmanlegt. Takmörkun fjárfestingar. Þegar gripið var til þess ráðs að fá nokkrum stjórnskipuðum mönnum í hendur að segja til um hverjir mættu festa fje í framkvæmdum eins og húsbygg ingum. var þess auðvitað ekki að dyljast, að slíkt hlyti að vera óvinsælt. Framkvæmd svo yfir- gripsmikilla hafta hlaut að verða örðug og hjer var um nýja tegund opinberrar íhlut- unar að ræða, sem hlaut að koma mörgum að óvörum. Það þarf naumast að taka það fram, að á framkvæmd veitingar f jár- festingarleyfa, hafa orðið ýmis- leg mistök, þótt samkomulag sje um, að slíku eftirliti beri að halda uppi. Blöð Framsóknarmanna hafa gert það sem þau hafa getað til að magna óánægjuna með veit- ingu fjárfestingarleyfannna. Það er síst af öllu hægt að hafa framkvæmdina svo öllum líki, það hlaut þessvegna altaf að verða stór hópur óánægðra manna. Þau sömu mistök áttu sjer stað við úthlutun fjárfest- ingarleyfanna eins og við út- hlutun seðla t. d. til kaupa á vefnaðarvöru, að menn sátu uppi með ónýta seðla af því að engar vörur voru til. Þótt fjár- festingarleyfi hafi til dæmis verið veitt til byggingar húss, þá hefur ekki verið tryggt, að nægilegar byggingarvörur af öllum tegundum væru til. Þótt til dæmis, hafi verið unnt að fá cement og timbur, hefir ef til vill vantað flest annað til húsagerðar, þakskífur, gólf- dúka, skrár og lamir og yfir- leitt allt, sem nöfnum tjáir að nefna. „Framsóknarmenn hafa gert sjer grein fyrir þessu missmíði í framkvæmd fjárfestingarmál- anna“ segir Tíminn. Það þarf vitanlega ekki að táka það fram, að fleiri hafa tekið eftir þessu en Tíminn, og hjer í blaðinu hefir oftsinnis verið á það þent, að um leið og skömmtunarseðlar væru út- gefnir, bæri að sjá fyrir því, að almenningur fengi vörur út á miðana og hið sama gildir um fjárfestingarleyfin, að sje leyfi veitt, t. d. til þess að byggja hús á tilteknum tíma, þarf um leið að sjá um, að byggingar- yörur sjeu til í landinu. Þetta á auðvitað að framkvæma með því móti' að sjeð verði fyrir því, að bygg- ingarvöruverslanir fái leyfi til að flytja inn vörur, sem síðan dreifast á venjúlegan hátt til þeirra, sem fá fjárfestingar- leyfi. Sá háttur hefir verið hafður, að þeir sem hafa í höndum f jár- festingarleyfi, hafa orðið að sýna heimild sína, þegar um’ hefir verið að ræða úttektir á aðaltegundum byggingarvara, svo sem sementi, járni og timbri, til þess að tryggja að þessar vörur gengju til þeirra, sem hafa fjárfcstingarleyfi, og er slíkt sjálfsögð ráðstöfun, með an þeim höftum er haldið uppi. sem nú eru á þessum sviðum. Ný Framsóknarverðbrjef til sölu. Framsóknarmenn hugsa sjer hinsvegar aðra aðferð, en hún er sú, að jafnframt því, sem einstaklingur fær leyfi til að byggja hús, fái hann einnig innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir öllu, sem til hússins þarf, hvort sem smátt er eða stórt. í þessu sambandi hefir alvcg láðst að geta þess hvernig fara cigi að því að útbúa slíkt inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir öllu, sem þarf til marg- brotinnar framkvæmdar, scm enn er ekki hafin. En slíkt mun Skúla Guðmundssyni og öðr- um Framsóknarmönnum sama sinnis þykja óþarfi, því tillagan er hvort sem er ekki borin fram nema til að sýnast. Þótt svo sýnist sem hver ein- staklingur gæti samkvæmt til—1 lögunni pantað erlendis frá sjálf ur allt, sem þarf til leyfðrar framkvæmdar, munu tillögu- mennirnir þó tæplega gera ráð fyrir að slíkt eigi sjer stað og hver veit þó? Eins og tillagan er orðuð er slíkt heimilt, en flestir munu geta sjeð, að þess háttar er ekki framkvæman- legt. Almennast mundu leyfis- hafar afhenda leyfi sín versl- unum, sem síðan panta vöruna, en um framkvæmd á slíku er auðvitað allt í óvissu meðan enginn getur sagt um hvernig fyrirhugað er að sjálft gjald- eyris- og innflutningsleyfið hljóði. Einnig má hjer gera þá at- hugasemd, að ekki verður úr framkvæmdum fyrir nærri því öllum, sem fá f járfestingarleyfi. Veldur því margt, breyttar á- stæður manna og ýms atvik sem gera að verkum, að þeim er ekki unnt að leggja út í fram kvæmdir, þegar til kemur, þótt þeir væru alráðnir í að hefjast handa, þegar leyfið var veitt. Mun það vera rúmur þriðjung- ur af leyfðum framkvæmdum einstaklinga, sem misferst þann ig á einn og annan veg. Er glöggt, að það gæti haft ýmsar varhugaverðar afleiðingar, ef hópur manna, sem þannig stendur á fyrir, hefði í hönd- um gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir mikluir. cf phæðum. Það þarf vita~ s '.‘:g ekki að orðlengja, að slík tjE.vij eins og Framsóknarmenn stinga upp á, yrðu hin ákjósanlegustu keppi- kefli og mundu verða álitleg- ur söluvarningur fyrir þá, sem hefðu þau í höndum. Þegar svo hefir farið, að minni háttar inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi hafa gengið kaupum og sölum manna á millí, má nærri geta hvernig færi Um leyfi eins og þau, sem Framsóknarmenn ætl- ast til að gefin verði út. Fram- sóknarmenft hafa fyrr og síðar verið furðu lagnir á að útgefa slík „verðbrjef“. Það sem býr á bakvið. Þegar á það er litið, að bæði fjárfestingarleyfi Og leyfi til innflutnings eru í höndum eins og sama aðila, má nærri geta. að unnt er að koma þ.yí svo fyrir, að leyfi og vörur standist á, ef vilji er til slíks. f Allir, sem til þekkja, hljóta að sjá hvað býr bak við tillögu Framsóknarmanna, en eins og áður er sagt er hún aðeins einn liður í þeirri viðleitni að not- færa sjer pólitiskt þá óánægju, sem er með framkvæmd hinna mörgu hafta og þcssvegna eru tækifærin gripin til þess að bera fram yfirskynstillögur, sem líta vel út á pappír, en geta aldrei orðið annað og meira en puppir. Yfirlýsing viðskiptamálaráðherra. Viðskiptamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi fyrir skömmu að fyrirhugað Væri að flytja meira inn af skömmtunarvör- um en seðlaútgáfu nemur, svo heldur yrðu til birgðir en hitt. Þetta er í samræmi vlð það, sem Mbl. hefir barist fyrir, og er þess að vænta, að sami hátt- ur verði tekinn upp hvað við- kemur þeim vörum, sem til þess þurfa, að fjárfestingarleyfi geti ætíð orðið fullgild leyfi og ann- að og meira en pappírinn einn. DPPBO Opinbert uppboð verður haldið að Grjótlæk í Slokks- eyrarhreppi, Árnessýslu, laugardaginn 21. mai kl. 1 eftir hádegi, og þar selt, ef viðunandi boð fæst: 2—3 kýr, 4 kvígur, 1—2 vagnhross, búshlutir, smíðatól, bygg ingarefni, girðingarstólpar, re'iðtýgi og margt fleira. Nókkrir hestar af töðu utan uppboðs. Söluskilmálar birtir á staðnum. Hreppstjóri- AUGLÝSING E R GULLS ÍGILDl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.