Morgunblaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 2
2 MORGUPíBLAÐlÐ Fimmtudagur 9. júní 1949, ffMannadaprinn er á »midðfpn kemur /Áðalsamkoman fer fram á /Áusfurveili TÓLFTI Sjómannadagurinn verður hátíðlegur hajdinn hjer í Roykja'\.'ík á sunnudaginn kemur. Hátíðahöld þau er fram fara á Hjóm arnadaginn verða með svipuðum hætti og verið hefur. Sjóroer út um land munu allvíða efna til Sjómannadags- li '(iðal .-'da. Jijer í Reykjavík er með öTlu óvíst um þátttöku sjó~ manna í hátíðahöldunum, því flest verslunarskipanna og tog- ararnir mun’u verða fjarver- andi. Sj óro.annadagsráðið skýrði blaðamönnum frá tilhögun d:ig.;kráv á fundi með þeim í gíerdag I/augirdíagurinn Ein;: og verið hefur á undan- förnum árum, þá fer kappróður sjómann.a fram daginn áður en sjálf hátíðahöld Sjómannadags iris Kappróðurinn fer nú fram í jnnri höfninni. Róið verður fi á Orfinsey að Björnsbryggju. Uni J: vóidið verður útiskemmt- un og íþróttakeppni sjómanna og fara þessi atriði öll fram í skeminí garðinum í Tívolí. •— Keppt verður í stakkasundi og björgunarsundi og reipdrætti. Þá verð'ur söngur. Það er kór undii stjórn R. Abrahams, er syngui cg Ævar R. Kvaran, leikari skemtir. Sjómai.m.adagurinn Árla á sunnudagsmorgun, Sjómannadaginn, verða fánar dregnir að hún á skipum, sem verða hjer í höfninni og skömrnu síðar hefst sala merkja og Sjómannadagsblaðsins. Kl. 1 síðdegis fer fram hópganga sjóroanna um Mið- og Vestur- bæmn, en staðnæmst verður við Austurvöll. Þar fer fram aðalhátíð Sjómannadagsins, er hefst með minningarathöfn uni látna sjómenn og flytur bisJiup landsins minningarræð- una, ej»að henni lokinni verð- ur lagður blómsveigur á leiði Qjþekkta sjómannsins í Foss- vogsldrkjugarði. Þessari at- höfn lýkur með því að Ævar R Kvaran, leikari, syngur sáhn, með undirleik Lúðrasveit ar Reykjavíkur. Avörp Því næst verða flutt ávörp. Fyrjr hönd ríkisstjórnarinnar flytur siglingamálaráðherra, Emil Jónson, ávarp. Þá tekur tiJ niáls fulltrúi útgerðar- manna, Skúli Thoroddsen, og að Jokum flytur Auðunn Her- mannsson ávarp fyrir hönd sjómanna. Milli þessara ávarpa leikur lúðrasveitin- Að lokum verða verðlaun veitt fyrir íþróttaafrekin, sigur í róðrarkeppninni o. fl. Isafold gefur róðrasveit- irnii, sem sigur ber úr býtum, hina nýútkomnu bók Sveinbj. Egilsson. Athöfninni á Austur- vellj Jýkur með því að lúðra- svejtin Ieikur þjóðsönginn. Um kvöldið verður útiskemt un í Tívolí. Efnt verður til dansleilsja í mörgum samkomu húsum bæjarins. Aðalhóf Sjó- mannadagsins fer fram að s>----- ---- Hótel Borg, eins og verið hefur að undanförnu. 1 þessu hófi verða veitt ný verðiaun frá útgei’ðarmönnum. Það eru siifurslegnar ölkönnur, sem bræðslumenn fá fyi’ir besta nýtingu lifur. Veitt verða þrenn slík verðlaun, en Lýsis- samlagið mun eiga að skera úr um verðlaunaveitinguna. Allur ágóði. sem verða kann af skemtunum Sjómannadags- ins rennur í byggingasjóð Dvalarheimilis aldraðara sjó- manna. ÁFENGISVARNANEFND Reykjavíkur og Áfengisvarna- nefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði, hafa að undan- förnu athugað möguleika á því, að koma upp hjálparstöð fyrir drykkjusjúkt fólk, en það er álit þeirra að slík stöð sje nauð- synlegur liður í heildarráðstöf- unum, sem gera þurfi til þess að baráttan geg.i áfengisbölinu beri þann árangur, sem bind- indismenn og bandamenn þeirra vilja ná. Er þetta bygt á tillögum þeim, sem Alfreð Gíslason læknir hefir gert og birtar hafa verið ásamt greinargerð hans. Meðan núverandi ástand helst í áfengismálunum, virðist óh.já- kvæmileg nauðsyn að Jíta á hjálparstarfsemina svipuðum augum og nú er gert í barátt- unr.i gegn berklunum. Undir- búnir.gi að sto'.'nun hjálparstöðv ar er nú það vel á veg komið, að húsnæðisvandræðin ein virð ast standa í vegi fyrir því, að hafist verði handa. Nefndirnar urðu einróma á- sáttar um að það væri ehki ó- eðlilegt, að húsnæði Stórstúku íslands yrði tekið til notkunar fyrir starfsemi þessa, og gerðu því svofelda ályktun: „Fundurinn óskar þess ein- dregið, að nú þegar verði rýmt húsnæði það, sem Stórstúka ís- lands á, Fríkirkjuvegur II, í Reykjavik og að þar verði starf- rækt hjálparstöð íyrir drykkju- sjúkt fólk“. Ályktun þessi ,var gerð á sam eiginlegum fundi nefndanna þ. 3. þ. m., og hefur nú verið send dómsmáiaráðuneytinu og Stór- stúku íslands Munu nefndirnar fylgja máli þessu cftir svo sem verða má, og vænta þess, að r.jóta stuðnings allra þeirra, sem hafa augun opin fyrir þeinú þjóðfjelagslegu hættu, sem stafar af því, að horfa að- gerðalaus á allt það margvísltga böl, sem af áfengisneyslunni hlýst Kynningarkvöld fyrir norsku skógræklar- gestina Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ hjelt Skógræktarfjelag íslands kynningarkvöld í Flugvallarhó- telinu, fyrir hina norsku skóg- ræktargesti. Þar var m. a. sendiherra Norð manna T. Andersen Rysst, all margir fjelagsmenn úr Nord- mannslaget er hafa styrkt kynn isferð þessa, st.jórn Skógrælxt- arfjelags Reykjavíkur, og ýms ir aðrir skógræktarvinir, Foi-maður Skógræktarfjelags íslands, Valtýr Stefánsson bauð gestina velkomna einkum hina nýkomnu Norðmenn. — Lýsti erindi þeirm hingað, og hlut- verki skógræktarinnar hjer á landi. Því næst talaði norski sendi- herrann, m. a. um þau ánægju- legu kynni, sem hann hefir haft af Islandi og íslendingum, og hversu þýðingarmikið það gæti orðið fyrir báðar þjóðirnar, Norðmenn og íslendinga, að æskan í báðum löndunum legði rækt við frændsemina og kvaðst vona, að íslendingarnir, er til Noregs fóru, sem og Norðmenn irnir er hingað eru komnir hafi ánægju og gagn af ferð sinni. Hann talaði um þýðing skóga og skógræktarinnar. Og hversu þýðingarmikið það er, að ís- lenska þjóðin kappkosti að bæta úr skógleysi sínu. En á- nægjulegt væri það, að Norð- menn gætu komið að liði í því starfi. Því næst talaði Árni G- Ey- lands stjórnarráðsfulltrúi m. a. um ræktunarskilyrði hier á landi, og í Norður-Noregi. Gerði hann fróðlegan samanburð á þeim. Jafnframt sem hann lýsti fyrir gestunum ýmsum sjer- kennum í íslenskum búnáðar- og landsháttum. Hann færði rök að því, hversu eðlilegt það er, að ís- lendingar leiti stuðnings frá norskri skógrækt, á meðan það starf er að ýmsu leyti á byrj- unarstigi hjer á landi. Hann bauð hina norsku gesti innilega velkomna. Síðan var sest að kaffidrykkju Ræddu menn saman um stund. Sögðu Norðmennirnir frá mörgum, fróðlegum hlutum af landshögum í Troms-fylki. Að lokum sýndi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hina íslensku skógræktarkvik- mynd_ Hann gerði um leið grein fyrir útbreiðslu og kröpp um kjörum íslenskra birkiskóga hvaða framtíðarvonir væru við skógræktina tengdar og hvaða rök hníga að því, að þær vonir ættu að geta rætst. Ármann vann Ægi Ægir vann KR SUNDKNATTLEIK ÍSLANDS hófst í Sundhöllinni á þriðju- dagskvöld, með leik milli Ár- manns og Ægis, sem lauk með sigri Ármanns, 3:1. Leikurinn var mjög hraður, en ekki fallegur. Ægismenn hófu sókn í byrjun leiks og er 2 mínútur voru af leik fjekk Marteinn boltann í góðu skot- Frh. á bls. 12. Guiu leggur enn upp úr Heklugígum Sfutt viðtal við Sigurð Þórarinsson UM HVÍTASUNNUNA fóru þeir Pálmi Kannesson og Sigui’ður Þórarinsson, ásamt Gísla Gestssyni, austur að Heklu til að athuga, hvort þar hefðu nokkrar breytingar orðið í vetur. Þeir Sigurður og Gísli gengu á hátind Heklu og eftir gos- sprungunni. Morgunblaðið hefur átt tal við Sigurð, og sagðist honum svo frá: Talsverð gufa. Enn leggur allmikla gufu upp úr gígunum, einkum Axl- argíg og gígunum ofarlega í Axlarbrekkugjá. Bræða þeir snjó af sjer að mestu, en þó er snjólag á botni Toppgígs og Axlargígs. Geta má þess, að mosi er farinn að gróa utan á nýja toppgígnum. Axlargígurinn hefur hrunið allmikið saman í vetur, en Toppgígurinn hefur lítið breyst. Stór hellir. Tjekkinn Karel Vorovka, sem mikið hefur ferðast á Heklu- slóðum, hefur fundið hraun- helli skammt niður af þeim stað, sem hraungígurinn var áð- ur, og telur hann hellinn vera nokkur hundruð metra langan, Lækir ltolsýrumengaðir. Enn eru lækir kolsýrumeng- aðir austur þar, og fellur kalk út í ílát, sem soðið er í, jafn- vel hraðar en áður. í Svínhaga fjell kalk út í katla í vetur, og hefur ekki borið á því áður. — í svokölluðum Heimaskógi, skammt inn af gamla Næfur- holti, hafa Næfurholtsbræður fundið í vetur utstreymi afi hlýju lofti, og hefur ekki orðið vart við það áSur. Annars hefur allt verið með kyrrum kjörum á Heklusvæð- ínu í vetur. Aðeins einu sinni eða tvisvar hefur orðið vavt við mjög væga jarðskjálftakippi, Emu sinni telur fólkið á næstu. bæjum sig hafa heyrt drunur frá fjallinu. Víkingur — Frnm 4:2 AÐ setningarathöfn Knatt- spyrnumóts íslands lokinni hófst fyrsti leikur þess milli Fram og Víkings. Víkingur átti val um mark og kaus að leika undan norðan golu. Fyrst í stað var leikurinn þóf kenndur og engin tilþrif sjáan- leg, -en þó mátti strax sjá að Víkingar voru fljótari að knett inum og unnu betur saman. Þeim hefur nú bætst einn nýr leikmaður, Baldur frá Akur- eyri, ljek hann vinstri útherja og er Víkingsliðinu styrkur að honum. Þegar 5 mín. voru af leik fær Víkingur hornspyrnu, knöttur- inn fleytir kerlingar á sköllum fyrir markið yfir til hægri út- herja, Friðþjófs Sigurðssonar, sem skorar auðveldlega, þar sem enginn hugsaði um að gæta hans. Þegar hjer var komið voru Víkingar meira í sókn, höfðu þeir meira vald yfir leiknum, voru nákvæmari í spyrnum og staðsettu sig betur. Þó gerðu Frammarar hættuleg upphlaup annað slagið en voru stundum óheppnir með tækifærin, t. d. þegar Ríkharður skaut á mann laust mark Víkings, en hitti ekki. (Gunnar hafði hiaupið út). Skömmu áður skorar Ingvar fyrir Víking eftir mjög vel upp- byggða sókn og síðan Baldur með mjö’g laglegu skoti. Hálf- leikurinn endaði því 3:0 fyrir Víking og eru þau úrslit ekki ósanngjörn. Seinni hálfleikur hófst með sókn Víkinga, Ijeku þeir yft vel um miðju vallarins, en fengu þó ekki skorað fyrr en Bjarni skor ar knálega eftir að hafa sópað Sigurði Ágústssyni frá með annarri hendinni. Guðmundur Sigurðsson dómari var ekki vakandi nú fremur en endra nær og því síður línuverðirnir. Er líða tók a seinni háliieik sóttu Frammarar sig nokkuð, en náðu þó aldrei góðum leik. Þeg- ar 28 mín. eru af leik skorar Lárus óverjandi og skömmu síð ar fá þeir hoi’nspyrnu sem Ósk- ar tók mjög laglega og Ríkbarð- ur skallar í mark. Leikurinn endaði því 4:2 fyrir Víking og eru þau úrslit sanngjörn, Almennt má segja það um leikinn, að hann hafi verið góð- ur af hálfu Víkiuga. Sýndu þeir oft vel uppbyggð áhlaup og voru þeir Gunnlaugur, Einar og Ingvar Pálssynir driffjaðrir liðsins. Bakverðirnir Helgi og Guðmundur sýndu einnig all- góðan leik. Hinsvegar var leikur Fram mjög sundurlaus, og byggðisti þetta að nokki’u leyti á því, hversu varnarleikmennirnir fylgdu lítið eftir. Þess vegna slitnaði liðið í sundur, Víking- arnir hrifsuðu hinar ónákvæmu sendingar Kristjáns og Sæmund ar, sem hafa þó afsökun í því að þeir höfðu of stórt svæði tii að vinna á, þar sem innherjar Jylgdu ekki eflir í vöi’n og aft- asta vörnin ekki í sókn. Leik- menn Fram voru mjög stað- bundnir að undanskildum Rík- harð, sem var þó gagnslítill vegna hinnar ótakmörkuðu ein- staklingshyggju sinnar. Adam markvörður var eini maður liðsins, sem stóð sig vel, bjargaði því, sem bjargað varð. V. Meðal farþega með flugvjelinni Heklu frá Kaup< mannahöfn í gærkvöldi, voru hjónírj Steinunn og Þórður Jónsson yfirtoll- vörður í Höfn. Þau hjónin komel hingað í boði nokkurra vina og dvelja hjer í mánaðartíma. ____j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.