Morgunblaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. júní 1949. ftl O R G U N B L A & i Ð 9 DAI'ytR HYLLA 100 ÁRA LÝÐFRELSI Eftir ívar Guðmundsson. DANSKA þjóðiri virðir og met- ur til fulls hið frjálsa þjóð- skipulag, sem hún býr við — og aldrei betur en einmitt nú. í fimm löng ár urðu Danir að þola ánauð einræðisins, 5 síð- t ustu styrjöld, er landið var her- tekið og þjóðin kúguð og pínd undir oki nasismans. í hetju- legri baráttu gegn ofbeldinu sýndu Danir, að frelsið meta þeir meir öllu öðru. Það er því að vonum, að þeir skyldu ekki gleyma 100 ára afmæli stjórn- arskrárinnar frá 5. júní 1849, er þjóðin fjekk sjálfsákvörðun- arrjett um sín eigin mál og hornsteinninn var lagður að því lýðfrelsi, sem nú ríkir með þjóðinni. Hátíðahöldin í Dan- mörku um hvítasunnuhelgina hafa sýnt, að frelsisást Dana er ekki innantóm orð, eða þurr lagabókstafur, heldur liggur á bak við þau vilji og festa sam- heldnar þjóðar, sem veit að hún getur aldrei lifað í hlekkjum einræðisins. Aldarafmælið í Kaup- mannaliöfn. í heila öld hefir verið haldið upp á 5 júní í Dandaveldi. Jafn- vel á meðan þjóðin stundi und- ir oki nasismans á Styrjaldar- árunum var hátíð í huga danskra manna. í ár var sjer- stakur undirbúningur hafður til að minnast aldarafmælisins. Ríkisþingið bauð fulltrúum frá frændþjóðunum á Norðurlönd- um og frá ,.móður lýðræðisþing- anna“, breska þinginu, að vera viðstaddir þessi hátíðahöld. auk fulltrúa frá Lögþingi Pæreyinga og landsráði Grænlands. IJátíða höldin hófust snemma dags er konungur Danmerkur, Friðrik IX., ríkisstjórnin, gestir og Kaupmannahafnarbúar söfnuð- ust saman við styttu Friðriks Virðuleg hótíðuhöld í Höfn ú uldurafmæli stjórnarskrárinnar VII. fyrir framan Kristjánsborg arhöll. Voru þar lagðir blóm- sveigar við fótstall líkneskisins til minningai um konunginn, sem hafði afsalað sjer eitiveldi og hafði að einkunarorði: , Ast þjóðarinnar — styrkur minn“. Borg í hátíðarskrúði. Borgarstjórn Kaupmanna- hafnar veitti 62.000 krónur til að skreyta borgina í tilefni af afmælinu. Hátíðaflögg voru sett upp á aðalgötunum og meðfram götum þeim, sem konungsfjöl- skyldan ók eftir frá Amalien- borgarhöll til Kristjánsborgar- hallar, en þar fóru aðalhátíða- höldin fram. Auk þess skrevttu kauprnenn glugga sína og flagg var dregið að hún á hverri einustu flagg- stöng í öllu landinu. Voru marg ar gluggaskreytingarnar hinar íburðamestu og sýndu hug- kvæmni og listsmekk þeirra, sem að þeim stóðu. Veðurspáin var ekki góð, ótt- ast ligningarskúra og varð sú raun á, að veðurfræðingar reyndust sannspáir í þetta skifti. Veður hjelst þó þurt, með sólskini öðru hvoru, fram að há degi en þá kom úrhellisdemba með þrumum og litlu síðar hagl jel, snjórinn stóð þó ekki lengi við því .lofthiti var frá 14 uppí 17 stig. Guðsþjónusta í Holmenskirkju. Guðsþjónusta var haldin í Holmenskirkju að þessu sinni, þótt venja sje við hátíðleg tæki- færi að messa í Hallarkirkjunni. I Hvert sæti var skipað í þessari virðulegu gömlu kirkju, þar sem aðaláherslan heíir verið lögð á að skreyta kirkjuna að innan, því heldur er hún óásjá- leg að utan sem kunnugt er. Að innan var kirkjan öll blóm- um skreytt og hátíðablær yfir öllu. Friðrik konungur, Ingrid drottning, Alexandrine drottn- ing, Knútur prins og Caroline Matthilde prinsessa hlýddu messu. Fuglsang-Damgaard biskup messaði. Kirkjukórinn söng nýtt sálmalag eftir Knud Jespersen prófessor, sem hann hafði samið i tilefni dagsins. Var þessi hátíðarmessa öll hin virðulegasta. Sumir íslensku gestanna sungu með fullum hálsi sálminn . Mægtigste Kriste . . “, sem Danir syngja undir lag inu, sem við þekkjum best við „Hlíðin mín fríða. Ekki vakti söngur hinna fáu íslendinga at- hygli því það er siður í dönsku kirkjunum að söfnuðurinn syngi með kirkjukór. Sá siður er nú að deyja út á íslandi Mannfjöldinn hyllir konungshjónin. Frá kirkju gengu boðsgestir til Kristjánsborgarhallar, þar sem matur var framreiddur. Var meðal annars snætt > svo- nefndu ,,snapsaþingi“, sem eru veitingastofur Ríkisþingsins. Það varð til þess að einn ís- lensku gestanna mintist skrítlu úr gamanblaðinu „Blæksprutt- en“ frá 1914, þar sem sú athuga semd var gerð ,að í Ríkisþingi Dana væru þrjú þing; þjóðþing, landsþing og snapsaþing, á ís- landi væri Alþing, en í Vestur- Indíum ekkert þing“. A meðan á borðhaldi gest- anna stóð í þinghöllinni söfn- uðust menn saman fyrir framan höllina og við götur þær. sem vitað var að konungshjónin mj-ndu aka um, en þeirra var von til Kristjánsborgarhallar rjett áður en aðalathöfnin átti að hefjast í þjóðþingsalnum á hádegi. Var þá glaðasólskin. Brátt heyrðist hófadynur mikill og skömmu síðar birtist ridd- araliðsflokkur í skrautlegum klæðum og á hlaupalegum gæð- ingum, en þar á eftir kom við- hafnarkerra konungshjónanna, sem sex hestum var beitt fyrir og kerran var opin. Vakti það fögnuð almennings, að fá þannig tækifæri til að sjá konungshjón Konungshjónin hylt. Þegar konungshjónin komu akandi laust mannfjöldinn upp húrrahrópum, en þau heilsuðu. brosandi á báðar hliðar Var það næsta ævintýralegt að sjá riddaraliðið og lífvörðinn ríða eftir götum Kaupmannahafnar í sínum fornu litauðgu einV.enn- isbúningum, en mannfjöldann hylla þjóðhöfðingja sinn og drottningu af þeirri hjartans ein lægni, sem ekki varð vilst á. I þjóðþingssalnum I þjóðþingssalnum, þai sem aðalhátíðahöld dagsins íóru fram, höfðu verið gerðar nokkr- ar breytingar til þess. að hægt væri að hýsa alla gesti, sem boðnir höfðu verið. Vinstra meg Danska konungsfjölskyldan á pallinum í þjóðþingssalnum, konungshjónin fyrir miðju. Við hægri hlið konungs er Alex- andrine drottning, þá Knútur prins og Caroline Mathilde. í ræðustól er Julius Bomholí forseti þjóðþingsins. in í salnum, þegar inn er kom- ið, höfðu verið bygðir nýir pall- ar eða stúkur. Konungshjónm og konungsfjölskyldan sat-u -á upphækkuðum palli fyrir miðj- um sal með silkihimni og kór- ónunni, svo kaljað „baldúkih1*, en. andspænis- -pallinum stólaraðir, þar sem þingmenn, innlendir og erlendir, dómarnr hæstarjettar í einkennisbúning- um, og fleiri háttsettir gestir sátu. I stúkum til hliSaRm- sátiá sendiherrar erlendra ríkja, all- ir amtmenn Danmerkur-' í«ei»v4 röð í stúku, blaðamenn og-*fle+^Á gestir. Var svo áskipað i saln- um, sem frekast mátti. I fremstu stólaröð satu ráð- herrar dönsku ríkisstjómarinn- ar og forsetar þinga Norour- landa. Þar sat Finnur Jónsson, 2. varaforseti Sameinaðs A l- þingis milli forseta finska þingú ins og norska stórþingsins, - en íslensku þingmennirnir, Jóhann Hafstein, Sigurður Kristjámsson Bernhard Stefánsson og Einar Olgeirsson sátu skamt fyrir af t- an, ásamt Jóni Sigurðssym skrif stofustjóra Alþingis. Skrautlegir húningar og orðusafn. Flestir gesta voru í hatíða- búningi og virtist hver tjaidn því sem hann átti til af orðuxn og heiðursmerkjum. Flestir sendiherranna voru í gullbún- um einkennisbúningum me3 margar raðir af orðum á brjóst- inu. Dönsku amtmennimir allir gulli hlaðnir, ásamt yfirmönn- um hers og flota. Friðrik kon- ungur var klæddur flotafor- , 0 mgjabúningi, en prinsarnir í konungsfjölskyldunni ýmsum herforingjabúningum og skraiit legum mjög á að líta. Drotn- ingar og hirðmeyjar báru einnig orður og orðubönd og hjeldu á rósavöndum í fanginu. Gestir höfðu verið beðnir að setjast'í sæti sín 20 mínútum áður en athöfnin átti að hefjast. Um 12 leytið hvað við lúðrablástur frá hinum gömlu dönsku lúðrurn, en það boðaði komu konungs. Fyrst gengu í salinn meðlimir konungsfjölskyldunnar, en síð- ast Alexandrine drotning og konungshjónin, en forsetar þingsins fylgdu hinum tignu gestum til sæta þeirra. Allir risn úr sætum sínum, en lúðrablást- ur kvað við. Julius Bomholt, forseti þjóð- þingsins, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi, en því næst tók Friðrik konungur til mála og flutti stutta ræðu. Konungur mintist þess, að Friðrik VII. hefði látið að ósk- um þjóðarinnar með stjornar- skránni frá 5. júní 1349 og að sú stjörnarskrá hefði fcapað samvinnu milli konungS og þegnanna, sem síðan hefði við- loðað og þótt nokkrar breyting- ar hefðu verið gerðar á stjórn- . arskránni á liðnum 100 áruxn, þá væri fyrsta stjórnarskráin hornsteinn af þeim frairförufn á sviði stjórnmála, fjelagsmála og fjármála, sem orðið hefðu: i Danmörku á þessum tíma. „Frelsið er einn af hornstein- unum í stjórnarskrá vorrj og kynslóðin, sem nú er uppi í Dan mörku heíir af sárri raynslu Framh. á bls. 10,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.