Morgunblaðið - 09.06.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. júni 1949.
Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson
A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austunrtrœti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.0C utanlands.
f iausasölu 50 aura *intakið, 75 aura með Lesbók
Ráðstefna í Rósahöll
ÞANN 23. maí s.l. hittust þeir í Rósahöllinni í París, Ache-
son utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Bevin, Vishinsky
og Schuman, utanríkisráðherrar Breta, Rússa og Frakka.
Var tilgangur þeirra að ræða Þýskalandsvandamáhð. Rúss-
ar áttu að verulegu leyti upptökin að þessari ráðstefnu um
leið og þeir slökuðu á samgöngubanninu við Berlín.
Ráðstefnan í Rósahöllinni fór ekki sem allra verst af stað.
Á fyrsta degi hennar náðist samkomulag um dagskrá henn-
ar og þótti það ekki sæta litlum tíðindum. Samkvæmt því
skyldi í fyrsta lagi rætt um sameiningu Þýskalands, í öðru
lagi um Berlínarvandamálið, í þriðja lagi um undirbúning
friðarsamninga við Þýskaland og í fjórða lagi friðarsamn-
inga við Austurríki.
★
Hvernig hefur nú hinum fjórum stóru gengið að ljúka
þessum dagskrármálum?
Þeim hefur vægast sagt gengið það mjög illa, svo illa
að eftir 14 fundi telja stjórnmálafrjettaritarar í París, að
þeir sjeu engu nær samkomulagi en í upphafi fundarins.
Umræðurnar hófust um fyrsta atriði dagskrárinnar, sam-
einingu Þýskalands. En sjónarmiðin voru mjög andstæð í
því máli. Hinir tveir hlutar landsins, hernámssvæði Vestur-
veldanna annars vegar og hernámssvæði Rússa hins vegar
hafa nú fengið hver sína stjórnarskrá og stjórnskipan,
Vestur-Þýskaland frá Bonn en Austur-Þýskaland frá hmum
rússneska hluta Berlínar.
Meginágreiningurinn um meðferð Þýskalands virðist vera
sá að Rússar vilja halda sjer sem mest við ástandið frá
1946. Þeir vilja hafa áfram neitunarvald í herráði Banda-
manna í Berlín o. s. frv.
Að öðru leyti er Rússum það mikið kappsmál að stjórnar-
skrá sú, sem þeir hafa þröngvað upp á hernámssvæði sitt
í Austur-Þýskalandi verði látin gilda í öllu landinu og
„eining“ Þýskalands framkvæmd á grundvelli hennar. —
Stjórnir»Vesturveldanna og forystumanna lýðræðisflokk-
anna í Vestur-Þýskalandi benda hins vegar á að sú stjórn-
arskrá fullnægi engan veginn þeim kröfum, sem almenn-
ingur á hernámssvæðum Vesturveldanna gerir til almennra
mannrjettinda og lýðræðishátta.
★
Viðræðurnar í París hafa ekki farið mjög óvinsamlega
fram, enda þótt þar hafi kastast í kekki milli Vishinskv og
hinna utanríkisráðherranna. En framkoma Rússa í Berlín
é meðan Vishinsky ræðir við utanríkisráðherra Vesturveld-
anna gefur engan veginn til kynna að hugarfar þeirra hafi
breyst mikið eftir að samgöngubannið við Berlín átti að
heita afnumið. Sú ráðabreytni Sovjetstjórnarinnar að efna
t. d. til heræfinga flugflota síns svo að segja á flugleið
Vesturveldanna til Berlínar er ekki sjerstaklega friðsamleg
eða líkleg til þess að sýna einlægan vilja til samkomulags
um ágreiningsmálin í Þýskalandi.
Stefna Vesturveldanna í málefnum Þýskalands virðist
vera sú að gefa Þjóðverjum aukið áhrifavald í málum
sínum, koma í veg fyrir alla möguleika þeirra til endur-
vígbúnaðar, en skapa þeim lýðræðisstjórnskipulag í sam-
einuðu Þýskalandi, sem byggt sje upp af hinum ýmsu ríkj-
um þess, er njóti allvíðtækrar sjálfsstjórnar um innri mál
sín.
Rússar hafa hins vegar látið í veðri vaka að þeir vildu
efla vald hinnar þýsku ríkisheildar á kostnað hinna ein-
stöku ríkja innan hennar. En að sjálfsögðu miðast sú afstaða
þeirra við það, að hið sterka ríkisvald, byggist á stjórnar-
skránni, sem kommúnistar sömdu í Berlín.
★
Engu skal um það spáð, hver verði niðurstaða ráðstefn-
unnar í Rósahöll. Horfur eru þar í bili slæmar. En það er
þá fremur ótrúlegt að Rússar hætti á það að láta hana
fara gjörsamlega út um þúfur. Sprettur það fyrst og fremst
af tvennu: Vissu þeirra um hina nánu samvinnu vestrænna
lýðræðisþjóða á grundvelli Atlantshafssáttmálans og vax-
andi þörf margra leppríkja þeirra fyrir verslunarviðskipti
við Vestur-Evrópu.
\Jdar óhri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Þá og nú
EFTIRFARANDI brjef hefir
Dc;lega lífinu borist um fund-
arboð og póstútburð:
„í Lesbókinni 15. maí ’49 ,er
skýrt frá slæmum póstskilum á
árunum 1857 og ’58. Sýnir það
að „það er ekki ný bóla“ að
slíkt komi fyrir.
En eftir því sem póstsam-
göngur batna og afgreiðslu-
möguleikar eru gerðir fullkomn
ari, ættu skil á pósti líka að
batna — að öðru jöfnu. Svo
finnst mjer þó ekki alltaf og að
öllu leyti. Nefni svo nokkur
dæmi úr næsta nágrenni, nefni
lega borginni okkar Reykjavík.
•
Fundarboð
„JEG hefi þrautreynt það, að
þurfi maður að senda út fund-
arboð með pósti hjer, má fyrir
varinn helst ekki vera styttri
en vika, ef nokkurnveginn trygt
á að vera, að boðið verði komið
flestum móttakendum í hendur
í tæka tíð. En þó er altítt að
þetta sje ekki nóg; hefi jeg
margreynt, að skilin hafa tekið
um og yfir hálfan mánuð á sum
um brjefunum.
Hjer eru svo tvö skýr dæmi:
•
Leið og beið
„HINN 10. nóv. síðastliðinn
sendi jeg út nokkuð á annað
hundrað brjefa. Utanáskriftin
var skýr og hvert brjef greini-
lega merkt til endurskila, ef
móttakandinn fyndist ekki.
Nú leið og beið, ekkert brjef
kom til baka á „normal“-tíma,
en um hitt, hvort öll hafa kom-
ist til skila, er mjer ókunnugt,
því að 13 fjelagsmenn hafa
engin skil gert á vetrinum; er
þó engin ástæða til að ætla að
þeir hafi ekki fengið sín brjef.
En 19- des., röskum fimm
vikum eftir að brjefin voru
lögð í póstinn, kemur eitt þeirra
til baka með áletruninni —
„Flutt“.
Þetta eru Ijeleg skil. Þó er
hitt enn verra. Þessu brjefi
fylgdi til mín brjef, sem lagt
vár í póst hjer í Reykjavík 27.
apríl 1948 (skilað 19. des.
1948). Það var því átta mánuði
á leiðínni milli húsa hjer í bæn-
um.
o
Eins og fyrir 90
árum
„AUÐVITAÐ er sjálfsagt að
viðurkenna, að áritunin á þetta
brjef var mjög ófullkomin. —
Sendandamerkið var þó afar
skýrt, svo að vel hefði mátt end
ursenda honum brjefið strax.
En svo var líka hægt með einni
upphringingu að fullkomna árit
un brjefsins, og gaf hin ófull-
komna áritun greinilega bend
ingu um, hvar upplýsinga um
það væri að leita.
Svona geta póstskilin verið
enn í dag eins og fyrir 90 árum,
en mikill er þó munurinn á því
hversu ljettara er að vinna
þessi störf nú en þá, og meiri
möguleikar á að Vinna þau
betur“.
•
Ljelegir áhorfendur
ÍSLENDINGAR eru ljelegir
áhorfendur. Þeir kunna ekki
að koma fram sem áhorfendur,
haga sjer oft eins og óþroskað-
ir krakkar, þegar þeir eru
komnir einhversstaðar saman í
hóp.
Þetta kom meðal annars í
ljós á síðasta leiknum við
bresku knattspyrnumennina.
Einn áhorfandanna hefir skýrt
Daglega lífinu frá því, að svo
mikill múgur hafi þust inn á
knattspyrnuvöllinn að leikslok
um, að knattspyrnumennirnir
hafi átt erfitt með að komast
til búningsklefa sinna.
•
Margcndurtekin
tilmæli
ÞARNA höfðu áhorfendurnir
að engu hin margendurteknu
tilmæli, sem heyra má á öllum
íþróttamótum hjer á landi: —
Áhorfendur eru vinsamlega
beðnir um að fara ekki inn á '
völlinn að leilc loknum.
Það er skiljanlegt þótt ungl-
ingar og börn gleymi sjer eft-
ir „bardagann“ og reyni að
rjrðja sjer braut að íþróttahetj-
unum sínum. Fullorðið fólk
ætti hinsvegar að geta staðist
þessa freistingu.
o
Kappreiðar Fáks
STUNDUM kemur það jafnvel
fyrir, að áhorfendurnir stofna
lífi sínu í hættu með því að
rjúfa allar reglur samkomu-
svæðisins. Eftirfarandi brjef
vekur athygli á be^su:
„Hestamannafjelagið Fákur
heldur árlega kappreiðar á 2.
í hvítasunnu. Kappreiðarnar
eru vinsælar og draga að sjer
mikinn fjölda áhorfenda. —
Margir þeirra eru svo fádæma
kærulausir, að það má heita
mesta mildi, að stórslys skuli
ekki þegar hafa hlotist af.
©
Lögregla gætir
áhorfenda
„ÞEIR gera sjer það meðal ann
ars að leik að hlaupa yfir skeið
völlinn. Þeir setjast innan við
girðinguna við völlinn, cn hún
hefir auðvitað fvrst og fremst
verið reist með það fyrir aug-
um að halda áhorfendunum frá
keppnisbrautinni. Og loks
standa hinir brntlegu áhorfend-
ur á enda brautarinnar, þar
sem hestarnir koma í mark.
„Þetta er auðvitað stranglega
bannað. Þetta kæruleysi gæti
auðveldlega valdið stórslysi. —-
Þegar hestarnir koma í mark,
eru það þeir, sem ráða ferðinni,
og áhorfendur á vegi þeirra
gætu slasað bæði sjálfa sig,
knapa og hest.
„Á kappreiðum Fáks voru
margir lögregluþjónar til bess
að gæta áhorfendanna. Þó dugði
það ekki til og fiöldi manna
þverbraut allar reglur skeið-
vallarins“.
tlllllllHMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIflllllllllllHMIIIIIIIMIIUItllllMlfMIIIMIIIIIIIIIMllllliiiiiiiiiiinniuiiiiiniiKiiiiifiniiiiiiiiHifiilMlllllllllllli
| MEÐAL ANNARA ORÐA . .
“•I Mlllll •1111111111111111111111111 lllllll II llllllllllllllllllllllllllfirillllllllllllllMIIMIIIIIIIIIHII'
I i
Prag í vandræðum
í ENGU LANDI hefir valdataka
kommúnista haft svo skyndi-
lega og ákafa hrörnun lífskjara
í för með sjer og í Tjekkósló-
vakíu. Tjekkar, sem áður nutu
svipaðra lífskjara og þjóðir
Vestur-Evrópu, eru nú álíka á
vegi staddir og hinar sára fá-
tæku þjóðir Austur-Evrópu.
ÓSTJÓRN
KOMMÚNISTA
ÓSTJÓRN kommúnista í
Tjekkoslóvakíu í atvinnumál-
um og fjármálum hefir komið
í ljós á margan hátt_ Allt at-
vinnulífið hefir verið hnept í
fjötra pólitískia tilskipana. —
Sjerþekkingunni hefir verið
útrýmt úr verslun og iðnaði,
en í stað hennar 'hafa sendi-
sveinar kommúnista ruðst þar
inn.
Verkalýðsfjelögin hafa verið
,,skipulögð“ eftir Sovjetfyrir-
mynd. Verkamönnum hefir ver
ið fyrirskipað að vinna eftir á-
kveðnum vinnuhraða og til að
knýja hann fram hafa kommún
istar ekki hikað við að beita
ýmiskonar þvingunarráðstöfun
um. Meðal mikils fjölda verka-
manna ríkir mikil beiskja og
vonbrigði vegna þessa ástands.
UTANRIKIS-
VERSLUNIN
ONNUR þýðingarmikil ástæða
fyrir hinni almennu skerðingu
lífskjaranna hefir verið íú
breyting utanríkisverslunarinn
ar, sem kommúnistar og þá
fyrst og fiemst Rússar, hafa
unnið ötullega að. — Gagn-
stætt því, sem gildir um önn-
ur lönd fyrir austan járntjald-
ið, hefir Tjekkoslóvakía fengið
mjög mikinn hluta hráefna
sinna frá Vestur-Evrópu. Jafn-
vel árið 1947, þegar reynt var
eftir megni að auka verslunina
við Austur-Evrópu, fluttu
Tjekkar inn fimm sinnum
meira frá Englandi og Banda-
ríkjunum en frá Sovjet-Rúss-
landi. Eftir valdatöku komm-
únista hefir Tjekkoslóvakía að
verulegu leyti slitið sig úr við-
skiptalegum tengslum við Vest-
ur-Evrópu, til þess að þóknast
Rússum. SovjetRússland, sem
árið 1947 var fimmti stærsti
seljandi Tjekka (næst á eftir
Svíþjóð) og sjöundi í röðinpi
af kaupendum, varð árið 1948
langsamlega stærsta viðskipta-
land Tjekkoslóvakíu. -— Þessi
breyting hefir haft örlagarík
áhrif á fjárhag Tjekka. — Inn-
flutningurinn hefir bæði orðið
dýrari og verri. í öðru lagi hef-
ir hinn mikli útflutningur
Tjekka til Rússlands gert þá
gjörsamlega háða því verðlagi,
sem ákveðið er í Moskva.
• •
STJÓRNIN
í VANDRÆÐUM
AFLEIÐINGAR þessarar stefnu
stjórnarinnar í Prag eru ekki
ennþá að öllu leyti komnar í
ljós- Er það m.a_ að þakka lán-
um þeim, sem Bretar veittu
Tjekkum, meðan það var enn
lýðræðisþjóð. En nú eru þessi
lán að verða búin. Þrátt fyrir
hinar stöðugu árásir kommún-
ista í Prag á hið „breska auð-
vald“, hafa þeir mikinn áhuga
fyrir að fá nýtt breskt lán_ —
Þessvegna hafa fyrir skömmu
verið teknir upp viðskiptasamn
ingar milli Tjekka og Breta í
London. Fyrir nokkrum mánuð
um var einnig send tjekknesk
viðskiptanefnd til Bandaríkj-
anna, til þess að reyna að fá
þar stór lán. Þeir samningar
urðu árangurslausir. — Hins-
vegar notaði einn af samninga-
mönnum Tjekka tækifærið til
þess að komast undan stjórn
Gottwaids, og gaf Bandaríkja-
mönnum tækifæri til þess að
Framhald á bls. 12.