Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1949, Blaðsíða 16
fEPUISÚtLIT — FAXAFLÖI: Suð-arjstan kaldi, síðan stinn- ingskaidL Skýjað og sumsstað- ÓIIUGUR I Þjóðviljanum yfir, að Landsíög taka til Kommúiv ista. Sjá grein á bls. 2. ar Ttgnmg. 133. tbl. — Fimmtudagur 16. júní 1949. lílilahöldin 1 J.júní fara fram Helecoplerllugvjel é Reykjavíkurfluvelli á Lækjarforgi og Austurvelli i iokkur orð m fyrirkomuiag þjóðháfíðarinnar Á MORGUN, þjóðhátíðardaginn. verður þess minnst um iand alit, að Iiðin eru fimm ár frá stofnun hins íslenska lýðveldis. t'fcilefni af afmæli þessu, verða hátíðahöld um land allt. Hjer í—Reykjavík verða þau með svipuðum hætti og verið hefur á midanförnum árum. Þjóðhátíðanefnd átti i gær~&- dag tal við blaðamenn, um fyr- wkomulag hátíðahaldanna hjer í Reykjavík, en það er Reykja- víkurbær, sem gengst fyrir þeím eins og að undanförnu. É hátíðabúningi Þess er að vænta að bærinn verði í hátíðarbúningi á þjóð- hátxðardaginn. Opinberar bj gg- ingar við Austurvöll, svo sem Alþingíshúsið og Landssíma- trfistð verða skreyttar, svo og Hótel Borg. Einnig verður fót stallur minnisvarða Jóns Sig urðssonar skreyttur. Umhverf is hann verða fimm íslenskir fánar. Hver þeirra táknar eitt ár lýðveldisins. Um allan bæ rnunu þeir. flagga, sem stöng eiga og fána, og skipin verða lán-um skreytt stafna á milli. Þjóðhátíðarnefndin hefur lagt mj.kla áherslu á skreytingu bæj arins og er þess að vænta að almenningur geri og sitt til að betta megi vel takast. Þjóðhátíðin. Þjóðhátíðin hjer í Reykjavík hefst með skrúðgöngu frá Há- skólanum að Austurvelli. Þess er vænst að reykvískur almenn íngur svo og fjelög fjölmenni í gönguna með fána sína. og að foreidrar lofi börnum sínu/n að taka þátt í henni. Þjóðhátíð- arnefnd hefur sjerstaka fána til sölu handa börnum við mjög vægu verði, en skátar annast EÖlu þeirra. — Gangan Leggur stund.víslega af stað kl. 1 30. Á Aosturvelli Þegar gangan verður komin á Austurvöll, hefst hátíðamessa í Dómkirkjunni, sem biskup landsins flytur. Verður hátöl- urura væntanlega komið fyrir, kvo mannfjöldinn á Aust irvelli geti hl'ýtt á messu þessa. í lok hermar mun Þorsteinn Hannes- son. söngvari, syngja eitt eða fleiri Iög. Forseti íslands dvelur nú erlendis sem kunnugt er, og munu því handhafar for- setavaldsins, forseti Hæstarjett- ar, forsætisráðherra, og forseti Sameinaðs Alþingis leggja blóm sveig að fótstalli minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Fjallkonan verður að þessu sinni Regina Þórðardóttir leik- kona, Kún mun flytja stutt á- varp, er Tómas Guðmundsson hefur samið. Nefndinni hefur vísc ekki kómið það snjallræði til hugar, sem sjálfsagt þykir við slíka athöfn sem þessa, að láta fara fram samkeppm um það, hver skuli á hverjum tíma verða Fjallkonan. Þetta er at- hugandi fyrir þjóðhátíðarnefnd. I xtfca er ekki borið fram í þeim tilgangi að vanmeta hæfileika leikkonunnar, síður en svo. Athöfninni á Austurvelli lýk- ur með ávarpi forsætisráðherra eða viðskiptamálaráðherra. þar eð líklegt er talið, að forsætis- ráðherra verði fjarverandi úr bænum. Hlje verður svo á hátíða- höldunum fram til kl. 8 um kvöldið, vegna 17. júní-móts íþróttamanna. Á Arnarhóíi Kvöldskemmtunin verður á Arnarhóli. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem söngur Karlakórs Reykjavíkur og Tón- listarkórsins og loks Þjóðkórs- ins. Dr. Páll mun ekki stjórna song hans, vegna fjarveru — Guðmundur Ásbjörnsson for- seti bæjarstjórnar, ávarpav sam komuna í nafni Reykjavíkur- bæjar. Einar Pálsson leikari les upp ættjarðarkvæði og Guð- mundur Jónsson söngvari syng- ur einsöng. Að lokum verður svo dansað. Gömlu dar.sarnir verða stignir í Ingólfsstræti, en hinir nýju á Lækjartorgi, en aðrar samkomur verða ekki í bænum þetta kvöld. Þjóðhá- tíðardansleiknum lýkur kl. 2 um nóttina. Þess skal að iokum getið að Jón snari gamanvl na- og revýuhöfundur, hefur gert gamanvísur, sem Alfreð And- rjesson leikari mun fara með á dansleikjunum. Fiskasýningin 2600 manns höfðu sjeð fiska- sýninguna í sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar í gær- kvöldi. Þarna gefst mönnum tækifæri á að sjá yfir 30 er- lendar fiskategundir og marg- ar íslenskar. Á sýningunni kl. 6 og 9 eru sýndar kvikmyndir frá laxaklaki og fræðslukvik- mynd um hornsílið. Hjer sjest er lielecopterflugvjelin var reynd s.l. þriðiudag. Flugvjelin er að taka sig upp á Eeykjavíkurflugvellinum. — (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.) fíldrei meiri þögn í Þjóðviljanum Um hvað töluðu þeir Einar og Gottwaid I GÆR afsakar ritstjóri Þjóð- viljan þögn sína, um för Einars Olgeirssonar til Tjekkóslóvak- íu með því, að Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafi ekki sagt frá ferðalagi þessa þingmanns til Prag árið 1945!!! Og spyr, hvers vegna þessi blöð hafi þagað þá, um ferðalag Einars. Þá hafi hann þó „meðal annars talað við sjálfan höfuðpaurinn Gott- wald“_ Ekkert hafi þó verið sagt í blöðunum af samtali Einars og Gottwalds, segir Þjóðviljinn. En „ekki vitað að Einar og Gott- wald hafi breyst mikið síðan“! Þjóðviljanum til leiðbeining- ar er rjett að taka þetta fram: 1. Ur því hann telur, að það hafi merkilegast gerst í ferð Einars 1945, að hann hafi talað við Gottwald, þá er ekki síður merkileg þessi heimsókn hans í Prag, er hann situr fund með Gottwald einræðisherra. 2. Vissi Einar Olgeirsson það sumarið 1945, að Gottwald var tilvonandi ,höfuðpaur‘ í TJekkó slóvakíu? Það var þó ekki fyr en í febrúar 1948, að hann braust til valda og hneppti þjóð sína í kúgunarfjötra. 3. Ef Einar Olgeirsson hefur Klámmyndirnar voru ekki teknar á Keflavíkurflugvelli ÞESS hefur verið getið í blöðum undanfarið, að hjer í bænum væru manna á meðal klámmyndir, sem teknar mundu vera á Keflavíkurflugvellinum. Rannsóknarlögreglan hefur nú rannsakað hvernig í þessu máli liggur og hefur sannast, að myndirnar, sem voru í nönd- um nokkurra manna hjer í bænum, voru ekki teknar hjer á landi. * Höfðu íslenskir menn, sem voru við nám erlendis, náð þar í myndir þessar og komið með þær hingað til lands. (Frjettatilkynning frá dómsmálaráðuneytinu), fengið að vita tteð sumarið 1945 hvað var í aðsigi í Tjekkósló- vakíu, þá er ekkert líklegra, en hann hafi ýmiskonar markverð tíðindi að segja frá síðustu sam- ræðum þeirra Gottwalds um „hvað koma skal“. 4. Hversvegna skyldi Þjóð- viljinn, frjettablað kommúnista neita sjer um að flytja tíðindi, af svo merkum viðræðum sem þeim, er að öllum líkindum hafa átt sjer stað milli Einars Olgeirssonar og Gottwalds nú? 5. Sennilega er það rjett hjá Þjóðviljanum, að hvorugur þeirra Einars eða Gottwalds hafi mikið breyst að lyndis- einkunn eða hugarfari, þau 4 ár, sem liðin eru, síðan Einar talaði við Gottwald í fyrrra skiftið. Að öðru leyti en því, að Gottwald er orðinn einræðis- herra, með vopnavald Moskva- stjórnarinnar á bak við sig, en var ekki nema óbi'eyttur kom- múnistaforsprakki, eins og Ein- ar, er þeir töluðust við sum- arið 1945. Er Þjóðviljinn með þessari vísbendingu um að þeir hafi lít- ið breyst, að gefa það í skyn, að það sem Gottvvald er orðinn, fyrir stuðning Moskvravaldsins, það hafi Einar hug á að verða? Voru þeir að ráðgast um það Gottwald og Einar, hvcrnig Einar ætti að fá sömu aðstöðu hjer, eins og Gottwald hefir öðlast í landi sínu? Þannig er og verður spurt, uns hinn fyrrum hraðmælti Einar kann aftur að fá málið. Handavinnusýning Húsmæðraskóians opnuð í dag > HIN ÁRLEGA handavinnu- sýning Húsmæðraskóla Reykja víkur verður opnuð kl. 10 f.h. í dag- Verður hún opin aðeins tvo daga, í dag og á morgun, frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e.h. — Hún er haldin í húsakynnum skólans, Sólvallagötu 12. Þarna er sýndur allskonar saumaskapur og vefnaður, er nemendur hafa unnið í vetur. Handavinnusýning þessa skóla á undanförnum árum hefir vak: ið mikla athygli bæjarbúa, því þar hefir verið sýnd svo einkar vönduð og falleg vinna. Húsmæðraskólanum verður sagt upp n. k. sunnudag þann 19. júní. Ferðir SVR17. júní ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND skýrði frá því í gær, að Strætísvagnar Reykjavíkur, myndu legeja á- herslu á, að reyna að halda uppi sæmilegum samgöngum við út- hverfi bæjarins á þjóðhátíðar- daginn. Vegna þess að Lækjartorg verður annar aðalskemtistaður- inn, að kvöldi þjóðhátíðardags- ins, verður að loka allri um- ferð um mikinn hluta Miðbæj- arins. Strætisvagnar, sem aka inn að Kleppi, Sogamýri og til annara staða hjer fyrir utan bæinn, munu hafa endastöð við Smiðjustíginn. Skerjafjarðar- og Seltjarnarnesvagnarnir verða við Dómkirkjuna og Foss vognsvagn við Búnaðarfjelags- húsið. Ekki murí verða unnt að halda neinum ferðum upp; hjer innanbæjar frekar en verið hefur. BUENOS AIRES. Kommúnista flokkur Argentínu sendi nýlega kommúnistaflokki Bandaríkj- anna samúðarskeyti vegna , dóms þess, sem upp var kveð- inn yfir leiðtogum hans. Slúdenfar! ÞEIR íslenskir stúaentar, sem ætla að taka þátt 1 norræna stúdentamótinu, ættu að kaupa aðgöngumiða þegar í dag, þar sem mótið hefst 18. júní. — Má að vonum gera ráð fyrir mikilli þátttöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.