Morgunblaðið - 20.06.1949, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. júní 1949.
MORGUNBLAÐiÐ
7
REYKJAVÍKURBRJEF
Laugartíagur
18. júní
Er vorið komið?
Viku eftir viku hefur þessi
spurning fyrst vaknað hjá
mönnum, er þeir hafa litið til
veðurs. Og mánuðum saman, að
heita má, hefir svarið á þessu '
vori verið neitandi. Sami norð-
ansveljandinn hefir beljað um
sveitir lands. Þangað til síðustu
daga. Þá er sem Norðri hafi
slept eða linað á heljartaki sínu
og sunnanátt náð norður yfir
fjöllin. Víða um sveitir fara
vorverk nú fram mánuði seinna
en vant er.
Og þá er næst spurningin:
Isfær grasið að spretta svo nokk-
ur von verði um sæmilegan hey
afla á þessu sumri?
Kaupstaðarfólk, sem hefur
ekki alist upp í sveit, eða aldrei
verið þar í vorharðindum, á
erfitt með að gera sjer grein
fyrir áhyggjum og erfiði bænda
og þeirra, sem við fjárhirðingu
fást, þegar veturinn linnir ekki
látum, frost og hríðar halda
áfram lengi eftir að menn hafa
ástæðu til að vonast eftir vor-
batanum. Þá er sem bændur eigi
í höggi við óvinaher, sem eng-
inn veit hve liðsterkur er, áður
en á dynur. Menn eru daglega
að spyrja og spá út í loftið,
um það, hvort nú sje batinn að
koma, eða hvort bíða verði hans
í nokkrar vikur enn.
Altaf gengur á fóðurbirgð-
irnar, „hergögnin“, sem fyrir
hendi eru, í viðureigninni við
harðindin.
Dag eftir dag, nótt eftir nótt,
lifa þeir, sem eiga afkomu sína
undir því, hvernig búfjenaðin-
um reiðir af, milli vonar og
ótta. Eftir því, sem menn verða
vonsviknir oftar, fleiri daga og
nætur, eftir því þyngist fargið
á þeim, sem við áhyggjurnar
búa.
Hjer er ekki aðeins um efna-
hagsáhyggjur að ræða, enda
þótt þær geti orðið ærið þung-
bærar. Hjer hugsa menn líka
beinlínis um líðan skepnanna,
sem mannfólkið hefir tekið að
sjer að sjá farborða og taka
nærri sjer, ef umsjáin bregst,
eða á henni verða stóríeldar
misfellur.
Frjettir af harð-
indunum.
í samanburði við annan
frjettaflutning af innlendum
viðburðum, er hægt að segja
að blöðin hafi verið fáorð um
baráttuna við harðindin. En
það kemur m. a. til af því, að
ævinlega er erfiðleikum bundið
að fá um slík efni glöggt og
nákvæmt yfirlit. Þegar bændur
standa í þess háttar baráttu,
eru þeir að sjálfsögðu fáorðir
um sinn hag. Meðan þeir vita
ekkert hvenær eða hvernig
bárdaganum lýkur, fara þeir
ógjarna að segja frá því í miðju
kafi, að allt sje í lagi hjá sjer.
Því hver veit hver endir þar
á verður. Yfirlitið verður að
bíða, þar til komin eru græn
grös og öllum fjenaði er borgið.
Túnræktin í stuttu
sumri.
Þegar framfarir í túnrækt
tóku fjörkipp fyrir nokkrum
áratugum síðan, var það við-
kvæði þeirra, sem fyrir þeim
börðust og að þeim unnu, að
hvernig sem ííðarfarið'' ýrði,
hversu hörð vor og sumur sem
kæmu yfir landið, þá fengju
menn æfinlega öruggan afrakst
ur af velræktuðum túnum.
Túnrækt væri því sú atvinnu
grein, og það sem á henni yrði
bygt, það árvisasta, sem landið
okkar hefði að bjóða börnum
sínum.
Einu sinni á þessari öld hefur
þessi kenning þó brugðist Það
var sumarið 1918. Þá var ekki
um að kenna venjulegum vor-
harðindum þ e. a. s. óvenjulega
löngum kuldum, heldur ein-
stöku áfelli, er heljar frost kom
á nýþiðnaða jörð, svo tún kólu
víða það mikið, að þau urðu
graslaus að kalla það sumarið.
Nú er eftir að vita, hvernig
túnasprettan getur orðið á þessu
sumri, sem hlýtur að verða ó-
venjulega stutt, hvernig sem
viðrar úr þessu. Vonandi stenst
kenningin um það, að velrækt-
uð tún bregðist ekki. Fari þetta
á annan veg, ná áhrifin af þess-
um . vorkuldum lengra en til
ársins í ár.
Aukið öryggi.
Krafa nútímans á öllum svið-
um er, að hver þjóðfjelagsborg-
ari, hvaða atvinnu sem hann
stundar, fái sem mest öryggi
■ fyrir sig, sitt fólk, og atvinnu
sína. Eftir því, sem þjóðfjelag-
inu tekst að skapa almenningi
meira öryggi eftir því er bjóðin
betur á vegi stödd.
Menn leita eftir auknu öryggi
^ með því að umbæta tæknina.
Heyskapurinn á túnum er ör-
^ uggari en á útslæg'jum, þess
vegna á að hverfa frá engjahey-
skapnum víðast hvar. Tæknin
hjálpar okkur til að auka tún-
rætkina ört. Þegar heyfengur-
j inn brestur og grípa þarf til
kjarnfóðurgjafar, í stærri stíl
en venjulega, þá kemur til auk-
in tækni í samgöngunum, er
gerir mönnum aðflutninga
mögulegri en áður.
j Það er m. a. þetta, sem riðið
hefir baggamuninn víða um
sveitir að þessu sinni. A tiltölu-
lega skömmum tíma var hægt
á þessu vori að ná kjarnfóð-
urbirgðum til landsins. og
koma þeim víða og heyi frá
þeim, er birgastir voru, út um
land í tæka tíð. Hefi jeg heyrt
marga kunnuga menn vera
sammála um, að hefði ekki tek-
ist svo fljótt, og vel með út-
vegun kjarnfóðurbirgða frá
Ameríku, og flutninga þeirra
út um land, sem þeirra var
þörf, hefði hjer gerst ægilegt
tjón af fóðurskorti. Sem eðli-
legt er, þareð menn hafa ekki
þekkt önnur eins harðindi og
hjer hafa verið á þessu vori.
Einkennilegt
bjargráð.
Nokkru áður en bændur í
harðindasveitunum höfðu sjeð
fyrir endann á því, hvernig
þeim myndi takast að verjast
hinum þyngstu áföllum harð-
indanna, fóru að berast fregnir
af því, út um sveitir, að flokk-
urinn sem telur að hagsmunir
bænda sjeu sjer sjerstakl. hjart-
fólgnir, sje nú kominn í kosn-
ingahug. Teiji sem sje, að hrað-
kosningar á þessu sumri muni
vera líklegasta bjargráðið til
þess að bæta úr erfiðleikum
bænd ast j ettarinnar.
Jeg hefi heyrt bændur, sem
vexúð hafa fremur vinveittir
Framsóknarflokknum á ur.dan-
förnum árum, furða sig á því,
ef flokkurinn ætli að grípa til
þess konr.r , .hallærisráðstaf-
ana“. Því þeir menn, sem á
þessu vori, hafa átt í hinni
hörðu baráttu við ómiit tíðarfar
og afleiðingar þess, líta vissu-
lega svo á, að á sumri því, sem
væntanlega fer nú í hönd, muni
bændum hentara að hafa ann-
að fyrir stafni, en kosninga-
undirbúning. Fráleitt er fyrir
pólitíska andstæðinga Fram-
sóknarflokksins, að hafa á móti
því, að flokkurinn taki á sig
,,heiðurinn“ af slíkuum ráð-
stöfunum, sem vissulega bera
fyrst og fremst vott um mál-
efna-hallæri hjá flokknum.
„Programmið“.
Kosningahugleiðingar Fram
sóknar gömlu verða þó enn þá
furðulegri, þegar þess er gætt,
hvaða ,.prógram“ hún hefur upp
á að bjóða. Þ. e. að gera skömt-
unarseðlana að innflutningsleyf
um. Og telja, að með þeirri ráð
stöfun, sje Framsókn að inn-
leiða „frjálsa verslun" í Jand-
inu.
Með öðrum orðum: Þegar
þannig er frá vúðskiftamálunum
gengið, að enginn maður í land
inu getur keypt vöru, sem
sköhmtuð er, nema hann hafi
fest kaup á henni að ósjeðu,
þá sje verslunin orðin frjáls(!)
Fyrir þesskonar „frjálsri' versl
un ætlar Framsókn að berjast.
Og telja mönnum trú um, að
með því ,,versluarfrelsi“ sje
meginerfiðleikunum Ijett. af
þjóðinni.
í fljótu bragði skilst manni
að slíkt bjargráð sje álíka væn-
legt til góðs árangurs eins og
Framsókn hefur hugsað sjer að
bæta úr fóðurskorti í vor með
því, að leggja til, að búfjenu
yrðu gefnir skömtunarseðl-
arnir.
Sá sem er samkepnis-
hæfastur.
Annars er sífelt skraf Fram-
sóknarmanna um verslunarmál
in þeim löngu orðið til hábor-
innar minkunar. Þeir þrástag-
ast á því, að verið sje að halda
hlífiskildi yfir okri á ýmis-
konar nauðsynjavöru, og með
því sje verið að gera almenn-
ingi óþarflega erfitt fyrir, en
dýrtíðin með þessu spent upp.
Lækningin á þessu á svo að vera
sú, að leggja verslunina sem
inest undir kaupfjelögin
Ársskýrslur verslunarfyrir-
tækja þessara sýna næsta glögt,
að þau eru ekki sett hjá í inn-
flutningi. En ef trúa mætti
þeim betur en öðrum, til að
lækka vöruverðið i landinu,
væri viðkunnanlegt að þau
sýndu, að þau gætu selt vör-
urnar við vægara verði, en aðr-
ir, ef jöfnuður ríkti í skatta-
álögum.
Það hefir altaf verið stefna
Sjálfstæðisflokksins, er, og verð
ur sú hin sama, að láta reynsl-
una skera úr því, hvaða versl-
unarfyrirkomulag er almerm-
ingi hentugast. En sú reynsla
fæst best með því, að láta þá
sitja að innflutningnum, sem
best gera innkaupin. Hver sá,
sem kaupir hagkvæmast inn til
landsins, sem bestar vörur fyrir
sem lægst verð, hann vinr.ur
þjóðarheildinni mest gagn með
verslunarstarfsemi sinni. Og
gerir viðureignina við dýrt'.ð-
ina auðveldari.
Þessa einföldu reglu og a ig-
ljósa sjónarmið hefir Framsókn
átt ósköp erfitt með að viður-
kenna. Meðan svo er verður
ekki hægt að trúa því að brauk
flokksins í verslunarmálunum
miði að því, að gera verslurina
þjóðinni sem hagkvæmasta,
heldur sje stefnt að því að auka
á þau sjerrjettindi kaupfjelag-
anna, sem eru með hverju
ári að verða þjóðar-
heildinni erfiðari og skaðlegri.
En hafa óneitanlega gefið
Framsókn gömlu viðhaldsft ð-
ur, sem henni hefir dugað í
pólitískum harðindum og
stormaköstum flokksstreitunn-
ar. —
Einar „þögli“.
Það viðurnefni hefir nú hlot-
ið kommúnisti sá, sem verið
hefir málliðugastur þeirra allra
á undanförnum árum.
Síðan Einar Olgeirsson sat
þing kommúnista í Prag, laum-
aðist þangað suður eftir, svo
lítið bar á, hefir hann ekki feng
ist til að segja aukatekið orð um
það, hvað hann heyrði og sá
þar syðra, í ríki vinar síns Gott
walds.
Eins og kunnugt er, hefir ver
ið hin mestta ókyrð í forsprökk
um kommúnista á þessu vori.
Enda hafa flokksbræður þeirra
í nágrannalöndunum illilega orð
ið fyrir barðinu á yfirstjórninni
í Moskvu. Hefir Moskvastjórn
flokksins „hreinsað svo til“ í
stjórnum flokksdeildanna, að
fyrverandi foringjar í 5. her-
deildunum hafa verið reknir
hópum saman eins og fje af af-
rjett, er þeir dirfast við og
við að taka tillit til hagsmuna
þjóða sinna, í stað þess að iíta
á ekkert annað en hagsmuni
hinnar rússnesku ofbeldis-
stjórnar.
Þegar menn eru innritaðir í
5. herdeildir, til þess að ryðja
áhrifuin einváldsherrans braut,
þá er ekki hægt samtímis að
hugsa um og vinna fyrir þjóð-
arhag. Dyggir kommúnistar
verða að temja sjer hugsunar-
hátt Þórodds Guðmundssonar,
sem svo greinilega kom fram,
er hann sagði við samstaDs-
menn sína: „Hvað varðar rcig
um þjóðarhag“.
Fá þeir náð fyrir
augum einvaldans?
Það eina, sem Þjóðvil]inn
hefir fengist til að segja af
ferðalagi Einars Olgeirssonar
til Prag, er, að hann gefur i
skyn, að Einar hafi haft tal af
Gottwald „höfuðpaurnum", sem
Þjóðviljamenn nefna svo.
En eftir er að vita, hvort Ein-
ar hefir fengið hrós fyrir
frammistöðu sína hjer heima og
starfsfjelaga sinna í 5. herdcild
inni íslensku.
Fær hann þann vitnisburð hjá
hinum austrænu yfirboðurum
sínum, að hann sje nægilega
tryggur liðsmaður einvaldsk'iik
unnar, svo hann fái að halda
völdum sínum í flokknum. Get-
ur hann fært sönnur á, að hann
sje steinhættur að hugsa urrv
„þjóðarhag“, hafi hann. nokk-
urntíma gert svo? Ellegar verð-
ur hann rekinn frá vöJdum t
hinni íslensku 5. herdeild?
Þetta hlýtur fyrr en siðar aö
koma á daginn. Og þá vit'a
menn, veit allur almenningur
á ísiandi, hvaða eiginleikurn
Einar er búinn, sem gerir það
að verkum, að hann fær að vera
í foringjaklíku kommúnista-
flokksins hjer og hafa afskipfc*
af stjórn hans. Hann er þá sem
sje viðurkenndur af yfirboðúr-
um sínum ósvikinn landráða-
maður og uppsker sín laun fyr-
ir þá þjónustu.
Haldi hann virðingarstöðu
sinni í kommúnistaflokknum,
verður því óþarfi að bendía
hann við umhyggju fyrir þióð-
arhag úr þessu.
Húsmæðraskóia
ísafjarðar slitið
ÍSAFJÖRÐUR, fimmtudag - -
Húsmæðraskóla ísafjarðar var
slitið í dag. Forstöðukonan Þor-
björg Bjarnadóttir, flutti ræðu
og skýrði frá námstilhögun. A'ð
þessu sinni luku 38 stúlkur
prófi. Fæðiskostnaður þeirra
var 250 kr. á mánuði.
Kennarar auk forstöðukcn-
unnar voru: Guðrún Vigfús-
dóttir, Jakobína Pálmadóttir og
Stefanía Árnadóttir. Stunda-
kennarar voru Guðmundur Ara
son, María Gunnarsdóttir, Ragn
ar H. Ragnars, GísJi Kristjáns-
son og Guttormur Sigurbjörns-
son.
Forstöðukonan þakkaði ne.m-
endum og kennurum fyrir gott
samstarf, og nemendunum fyiiv
ástundun i námi á þessú fyrsta
starfsári skólans í hinu nýju
glæsilegu húsakynnum hans.
Heilsufar í skóJanum var
sæmilega gott fyrst framan. af
vetri. Nokkrar stúlkur tóku
mænuveikina og voru frá nárni
tvær til þrjár vikur.
Frú Sigríður Jónsdóttir tók
einnig til máls og færði kenn-
urum skólans þakkir fyrir gott
starf. Kvað hún það skoðun sína
og bæjarbúa, að skólinn hefði
farið sjerlega vel af stað í hin-
um nýju húsakynnum.
Ein námsmær, Anna Helga-
dóttir, flutti forstöðukonu og
kennurum kvæði og þakkfr.
Handavinnusýningu skólans
lauk s.l. sunnudag og þótti hún
mjög fjölbreytt og vinna nárns-
mevja góð.
Samningarnir elkð
enn undirriiaðit
BUENOS AIRES, 18. juní: —
Verslunarsamningurinn miili
Breta og Argentínumanna hef-
ir ekki enn verið undirritaður
og veldur því ósamkomulag
um nokkur smáatriði. — Upp-
haflega hafði verið ætlunin að
undirskrift færi fram s. I.
þriðjudag, en verður lík'lega
ekki fyrr en eftir þessa helgi.
Verslunarsamningur þessi mun
hafa víðtæk áhrif á heimsversl
unina, — Reuter,