Morgunblaðið - 20.06.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1949, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Suiinudagur 19. júní 1949. ] H LÝÐVELDISHÁTÍÐAHÖLDIIM Framh. af bls 1 við hún á stöngum allt í kring og veifur með fánalitunum iriilli stanganna. Húsin í kring- um yöllinn voru prýdd fánum ög einkanlega Landsímahúsið. É»að' hafði verið skreytt eins og undú' iýðveldishátíðina 1944 skjaldarmerkjum allra Tijeraða landsins og í sömu röð og.tiá. Um styttu Jóns Sigurðs- sonar hafði verið gerð fánaborg og fót.stallurinn skrýddur rauð- um, bláum og hvítum böndum. Nýútskrifuðu stúdentarnir slop.uðu sjer í heiðursvörð frá dy rum Alþingishússins að slyttu Jóns Sigurðssonar. Þá gongu. fram handhafar forseta- v.ilds á Islandi, en það voru forseti hæstarjettar, forseti sam ei n aðs þings og forsætisráð- horra, og lögðu blómsveig að fótstalli styttunnar. Því næst r.jidaði Lúðrasveitin þjóðsöng- in.n: Ó Guð vors lands. Næsta atriði var áð fjallkon- an búin fögrum skautbúningi steig fram á svalir Alþingishúss ini, og ávarpaði þjóðina. Hlýddu rnenn með athygli á boðskap þ.apn er hún flutti. Fjallkonan var að þessu sinni Regína Þórð- ardpttir, en ávarpið var samið af Tómasi Guðmundssyni. (Það er< birt á öðrum stað hjer í blað inu í dág). Næst kom fram á svalirnar Eniíl Jónsson, atvinnumálaráð- he r.a sem gegnir forsætisráð- herrastöðunni í fjarveru for- sæíisráðherra. Flutti hann ræðu og sk.ýrði frá ástandi og horf- um í-þjóðfjelagsmálum. Að lok- uin var hrópað ferfalt húrra f.yrir íslandi og lúðrasveitin spilaði: ísland ögrum skorið. A.thöfninni á Austurvelli var lokið og mannfjöldinn lafði af stað suður á íþróttavöll. En á *6ng unni þangað var staðnæmst við leiði Jóns* Sigurðssonar í 4i i rlr.jy.garðinum og lagðir á það Mómsveigar frá bæjarstjórn Roykjavíkur og íþróttasam- bjtndi íslands. J ? júmmótið 17. júní-mót íþróttam. hófst ,á íþróttavellinum kl. 3,30 e.h. á þjóðhátíðardaginn. Meðal áhorf enda, sem voru mjög margir, Vcti' forsetafrúin, Georgía Björns í.on, handhafar forsetavaldsins, bi;.kup íslands og ráðherrar. — rBen. G. Waage, forseti ÍSÍ, setti mólið rneð ræðu, en síðan hófst slu úðganga íþróttamanna. Fyr- it henni gengu skátar með fána- • borg. Hefur skrúðgangan aldrei ver-ið; þunnskipaðri en nú síðan ■•J4ýð veidið var stofnað. Aðeins -fjögur.fjelög tóku þátt í henni, Ármann, KR, ÍR og UMFR. V,.>ru fylkingar þeirra allra fá- menn.ar nema Ármanns. Hefði vorið skemmtilegra að fleiri af .biixum 16 fjelögum innan íþróttabandalags Reykjavíkur, befðu sent fulltrúa sína í bessa ©öngu. Fíiuileikar og glíma. Mótið í heild bar merld hins óblíða veðurfars. Fimleikamennirnir úr KR, sem sýudu undir stjórn Benedikts J ikiobssonar nutu sín ekki sem skyldi vegna þess hve hvasst vor og glímumennirnir, sem sýndu íslenska glímu og kepptu í bændaglímu, áttu oft erfitt með að fóta sig á sleipum pall- inum. Bændaglíman var annars skemmtileg. Sigurður Hall- björnsson naut mestrar hylli áhorfenda. Hann vann hvern Fjallkonan, 17. júní — Frú Rcgína Þórðardóttir, leikkona. (Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M.). andstæðing sinn á fætur öðrum og stóð einn uppi með foringja sínum, Sigurði Sigurjónssyni, er hitt liðið var allt að velli lagt. — Þorgils Guðmundsson stjórnaði glímunni. Skemmtilegt 100 m. hlaup Frjálsíþróttakeppnin hófst með 100 m. hlaupi. í A-flokki vann Finnbjörn Þorvaldsson fyrri riðilinn í mjög skemmti- legu hlaupi á 10,8 sek., en Guð- mundur Lárusson var næstur. Trausti Eyjólfsson var þriðji á 11,2 sek. Svo kom Haukar Clausen, sem keppir nú í fyrsta sinn á þessu sumri, og vann síðari riðilinn á 10,6 sek., sem er sami tími og íslenska metið, en Ásmundur Bjarnason varð annar á 10.9 sek. Er þetta í fyrsta sinn, sem hann hleypur undir 11 sek., er aðstæður hafa ekki verið of hagstæðar, en það voru þær ekki að þessu sinni. Vindurinn var að vísu allmikill, 5—6 vindstig, en hann var á hlið og þar að auki hefur kuld- inn sín áhrif. Þriðji í riðlin- um var Hörður Haraldsson á 11,1 sek. Finnbjörn vann í úrslitunum. Var nema von að menn biðu úrslitanna með mikilli eftir- væntingu. Eftir eitt „þjófstart" þutu hlaupararnir upp. Finn- björn hafði yfirburði í viðbragð inu og var þegar fyrstur. Hann hljóp ljett og mjúkt eins og í undanrásinni. Haukur knúði á, og hafði nær náð Finnbirni un, miðbik hlaupsins, en á Finn- birni var engan bilbug að finna, hann gaf sig hvergi og var um metra á undan honum í mark- inu. Finnbjörn hljóp á sama tíma og í undanrásinni, en Haukur á 10.9. Huseby hlýtur enn konungsbikarinn. Eftir að Haukur Clausen hafði hlaupið 100 m. á 10,6 sek. varð Huseby að kasta kúl- unni minnst 15,41 m. til þess að vinna konungsbikarinn — og hann gerði það. Til frekara ör- yggis kastaði hann 15,59 m., sem er aðeins 10 cm. frá ís- landsmeti hans. Huseby hefur ennþá 16 m. „í skrokknum", og nú er aðeins að hagnýta það. Friðrik Guðmundsson var með 14,26 og Sigfús á Selfossi ,los- aði“ einnig 14 m. 800 m. hlaup. Óskar Jónsson og Pjetur Ein- arsson hefðu sennilega báðir farið niður fyrir 2 mín. í 800 m. hlaupi, ef veður hefði verið viðunandi. Þeir voru öruggir! með 1. og 2. sætið, en Vest- mannaeyingurinn Eggert Sig- urlásson, sem nú keppir fyrir KR, og Stefán Gunnarsson háðu harða keppni um þriðja sætið. Hafdís ■ setur enn íslandsmet. Hafdís Ragnarsdóttir vanr. 100 m. hlaup kvenna með yfir- burðum eins og venjulega, og auðvitað bætti hún enn metið þar. Tími hennar var 13,6 sek., en fyrra metið 13,9. Aðrar greinar. Hliðarvindur gerði spjótköst- urunum mjög erfitt fyrir og varð Jóel að láta sjer nægja 56,69 m. — Keppendur voru aðeins tveir í 5000 m. hlaupi og tíminn ekki góður. — KR-sveit- in vann í 1000 m. boðhlaup- inu. Sveit Ármanns var fyrst eftir þrjá fyrstu sprettina (100, 200 og 300), en á 400 metrun- um færði Sveinn Björnsson KR-ingum öruggan sigur. Pjet- ur Einarsson, sem hljóp þriðja Sprettinn fyrir ÍR, varð fyrir því óhappi að detta, en stóð upp aftur og' lauk hlaupinu. , Náði sveitin þriðja sæti. (í gær frjetti blaðið, að KR-sveitin hefði verið dæmd úr leik vegna þess að Ásm. Bjarnason hefði Framh. á bls 8. Kom heil til feginsfundar, íslensk þjóð! Gakk frjáls og djörf á hönd þeim óskadegi, sem eignast skal þín afreksverk og ljóð um eilífð, þó að menn og stefnur deyi. Því draumur sá, er aðeins átti sjer um aldir samastað í fólksins hjarta, varð sál þess dags, er frelsið færði þjer og fána þínum lyfti í heiðið bjarta. Jeg veit oft seint mitt vor að sunnan fer. En vor, sem eins er fólki sínu bundið og hlýrri þrá og ástúð vafið er, í öllum heimi verður naumast fundið. Og loks er frjálsir dagar gengu í garð með glæstu föruneyti þúsund vona, jeg fann það best, hve auðugt ísland varð í önn og gleði dætra þess og sona. l»ví vorið kom! En steðji ólög að og ógnað verði frelsi niðja þinna, mun hættan sjálf fá sagt þjer til um það, hvar sannan kjark og trúnað var að finna. Á slíkri stund er feigur sá, er flýr, en frjálsum manni verður skammt til ráða: Hann hittist þar, sem þyngstur vandi knýr hans þrek og manndómslund til stærstra dáða. Svo haldi landsins heilladísir vörð um hvern þann stað, sem fáninn blaktir yfir, því þar skal frjálsu fólki heilög jörð og föðurland á meðan sál þess lifir. En vit, að öll þín arfleifð, von og þrá, er áskorun frá minning, sögn og ljóðum, að ganga af heilum hug til liðs við þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum. Tómas Guðmundsson. IYIKULOKIH Lðygardagyr 18. júm' AÐ TALA OF MIKIÐ. Það hefur lengi verið vitað, að stjórn hinna kommúnist- isku einræðisherra austan járn tjalds er þannig háttað, að menn get.a og hafa fyrirgert lífinu með því að „tala of mik- ið“ — það er að segja, með því að láta sjer þau orð um munn fara, sera hægt hefur verið að túlka sem gagnrýni á komm- únismann, jarla þessarar stefnu og hirðmenn þeirra. Þetta er nú viðurkennt lög- mái einræáissíefnunnar, sam- bærilegt við það, er menn hjer uppi á Islandi máttu ekki gagn rýna gerðir erlendra konunga, án þess að eiga á hættu frelsis- missi og jafnvel Jífiát. ~k ÓRÁÐ. Hitt var að sjáifsögðu ekki jafr , vitað, að óráðið, sem hinni kommúnistisku ein- ræðispest fylgir. er orðið svo óskaplegt, að það er nú jafnvei orðið dauoasynd í álfu Stalins marskálks ... að begja of mikið. Svo segir í Reutersfrjett tit Morgunhlaðsins, í sambandi við handtöku Laszlo Rajk, fyr verandi utanríkisráðherra Ung verjalands: ★ AÐ ÞEGJA OF MIKIÐ. „Tilkyimingu stjórnarinnai* (ungvcrsku) fylgir löng skýr- ing á handtökunni. Segir þai’ meðal annars, að flokksstjórn- in verði að berjast hlífðarlaust geg:-' al!r: þjcðernisstefnu i landinu, því að slíkt leiði ekki til neins nema fylgis við Tito. Þá verður þegar í stað að upp- ræta alla andúð á Rússum, HVORT SEM HÚN KEMUR FRAM ÞANNIG, AÐ MENN DÁIST AÐ VESTUR VEI.D - UNUM EÐA ÞEGI UM HIÐ MIKLA HLUTVERK, SEMC RÚSSLANDI ER ÆTLAÐ TIL FRELSUNAR ALLRA ÞJÓÐA“. ★ REFSIVERT. í löndum „frelsisins“ og ,,alþýðustjórnarma“ er með öðrum orðum refsivert aö þegia! Svona hörmulegt og gev spilt getur einræðið orðið, Svona hörmulega gerspiltur er orðinn hugsunarháttur mann- anna, sem frá stríð'slokun* hafa svift miljónir manna öllus frelsi og sett þá undir alveldii Moskvumaima. Svona algerj’ er virðingaideysi konunúnista orðið fyrjr einstaklingnum i löndunum, þar sem byssustínjá arnir ráða. ★ ÖRÞRIFARÁÐ. Breskur fyririesari hetui; það eftir Napoleons einræðis-. herra, að hægt sje að notai byssustinga til alls nema sitja á þeim! Franski einræðis- herrann hæfði þarna nærri markinu. Hann var búinn a<$ þrautreyna mátt vopnavalds- ins og var vafalaust mannaj best fallinn til að meta „gagn-* semi“ þess. En hann gleymdi einu, eðaj kaus að minnsta kosti að orðaj það ekki. Hann gleymdi þv| Framh ó bls. 4 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.