Morgunblaðið - 21.06.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1949, Blaðsíða 5
MO RGU rfBLAÐiÐ 5 | Þriðjudagur 21. jiiní 1949 ii. iii . Viðbyggingin: I eldhúsinu BUSMÆÐRASKÓLA Reykja- Vikur var sagt upp í gær. I ræðu, er forstöðukona skólans, ifrú Hulda Stefánsdóttir, flutti yið það tækifæri, hóf hún raál isitt með' því, að minnast frú Fjólu Fjeldsted, er alla tíð, frá Jdví skólínn var stofnaður, var em af bestu stuðningskonum Bkolans. Allir viðstaddir risu úi sætum til heiðurs minning- Úr hinnar látnu merkiskonu. Forstöðukonan gerði í fáum iorðum grein fyrir starfsemi skól ans á þessiu ári, en þar nutu kennslu alls 120 námsmeyjar. lAf þeim voru 40 í heimavist. Fastir kennarar skólans voru þeir sömu og áður, nema hvað Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vig- lir ljet af störfum, en Katrín Helgadóttír húsmæðrakennari kom í hennar stað. Starfsemi skólans var ýmsum jbvenjulegum erfiðleikum bund- &n að þessu sinni, vegna þess að yiðbótarbyggingunni við skóla- húsið varð ekki lokið á tilætl- uðum tima. Kennsla hófst því Siðar, en venja er til, ekki hægt að koma við kennslu á dagnám- skeiðum og kvöldnámskeiðum íyrr en síðara hluta vetrar. Eitt íiámskeið var haldið í eldhúsi Miðbæjarskólans. En í mars- foyrjun hófust dagnámskeið í hmni nýju byggingu, enda þótt henni væri ekki lokið. Kostnaður nemenda í heima- vist var kr. 2,100 fyrir allan fcímann, á fyrra dagnámskeið- Inu var hann kr. 650 en á hinu síðara kr. 550. A kvöldnámskeið rnum varð hann kr. 200—260. Sýning á handavinnu nem- jBnda var á fimmtudag og föstu- jlag í síðastliðinni viku, eins og Viðbétarbyggingsn teksn í notkun í marsbyrjun áður hefur verið skýrt frá. Var sýning þessi mjög' fjölsótt, og luku sýningargestir lofsorði á hina fallegu og vönduðu vinnu, er þar var sýnd. Frú Ólöf Blöndal hefur, sem að undanförnu, kennt handa- vinnu og hannyrðir, frú Dag- björt Jónsdóttir matreiðslu svo og frk. Katrín Helgadóttir, frk. Sigurlaug Björnsdóttir þvott og ræstingu og Guðrún Jónasdótt- ir vefnað. Stundakennarar voru Herdís Guðmundsdóttir í kjóla- saum, Sigríður Haraldsdóttir kenndi matreiðslu á fyrsta kvöldnámskeiði, en Sigríður Lárusdóttir á tveim hinum síð- ari kvöldnámskeiðum. Aðstoð- arkennari var frk. Sigríður Gisladóttir, eins og undanfarin ár. Er forstöðukona skólans frú Hulda Stefánsdóttir, hafði gert grein fyrir starfsemi skólans á undanförnu skólaári, ávarp- aði hún námsmeyjarnar, er nú hverfa frá skólanum. Lýsti hún því m.a. hvernig þær ættu að temja sjer, að greina á milli aðalatriða og aukaatriða hvers máls, og hvað það væri, í námi þeirra sjerstaklega, sem þær ættu að varðveita og leggja áhe»slu á er út í lífið kemur. I forföllum formanns skóla- nefndar, frú Ragnhildar Pjet- ursdóttur, þakkaði frá Helga Rafnsdóttir forstöðukonunni og kennurum skólans fyrir hið mikla og óeigingjarna starf þeirra i þágu skólans og nem- endanna. ★ Viðbótarbygging sú, sem reist hefur verið við hið fyrra skóla- hús, er ekki stór. Því lóð skól- ans leyfir ekki mikla byggingu umfram það, sem áður var. í hinni nýju byggingu er rúm gott kennslueldhús, saumastofa, matargeymsla og fatageymsla. Kennsla fyrir námsmeyjar á dagnámskeiðum og kvöldnám- skeiðum fer að miklu leyti fram i hinu nýja húsi. Hjer birtast tvær myndir úr hinni nýju byggingu, önnur frá saumastofunni, þar sem frú Olöf Blöndal er við kennslu. Hún sjest út við glugga á miðri myndinni. En hin myndin er úr hinu nýja eldhúsi, þar sem sjest frú Dagbjört Jónsdóttir kennslu- kona. lengst til hægri, og síðan þessar námsmeyjar, talið frá hægri: Sigríður G. Pálsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Svava Jónsdóttir, Guðrún Erla Jónas- dóttir, Ágústa Sigurjónsdóttir, Eva Ulvarsdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Jóhanna Gunnars dóttir, Margrjet Magnúsdóttir, Kristrún Karlsdóttir, Guðborg Sig'geirsdóttir, Kristrún Magnús dóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Elsa Þorkelsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Elíasdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Hjördís Odd geirsdóttir og Hrefna Björns- dóttir. Viðbyggingin: I saumastofunni Sálsýki aðalumræðuefni Prestafjelagsfundarins PRESTAFJELAG ISLANDS hjelt 31. aðalfund sinn í gær, og var fundurinn haldinn í Há- skólakapellunni og hátíðasal Háskólans. — Hófst hann kl. 10 árdegis með ritningarlestri og bæn, er sjera Halldór Jóns- son að Reynivöllum annaðist. — Sungnir ' voru sálmarnir: ..Þann signaða dag vjer sjáum enn“, og ,,Víst er þú, Jesús, kóngur klár“. Ávarp formanns. Frá Háskólakapellunni var gengið í hátíðasal Háskólans, sem þá var skrýdur fánum allra Norðurlanda vegna norræna stúdentamótsins þessa dagana. — Form. Prestafjelags Islands próf. Ásmundur Guðmundsson hóf ávarp sitt til prestanna með því að minnast á, að 10 ár væru um þessar mundir liðin frá því að núverandi bis'kup tók við embætti sínu. — Fór hann við- urkenningarorðum um störf biskups, sem bæði hefðu verið margþætt og mikil á þessum árum. — M. a. gat próf. Ás- mundur þess, að líklega hafi enginn biskup unnið meir fyrir kirkjusöng í landinu síðan Jón Ogmundsson leið. Baráttutímar framundan. í ávarpi sínu komst próf. Ás- mundur svo að orði: „Þess er nú síst að dyljast, að miklir baráttutímar munu vera fram- undan fyrir þjóð okkar. Já, inn- byrðis barátta er þegar hafin, — hörð og hatrammleg eins og atburðirnir sorglegu 30. mars bera ljósast vitn'i um“. Síðan minnti hann á. að nú þyrftum við að standa sameigijilega vörð um sjálfstæði, tungu og þjóð- erni, allt hið dýrasta og besta, sem feður okkar og mæður hefðu unnið fyrir með lífi sínu og starfi. „Þú veist allt . . Próf. Ásmundur fór nokkrum orðum um hlutverk kirkjunnar á öld sundrunga og flokka- drátta, en það hlutverk væri að bera á milli friðarorð og kær- leika, sætta og sameina, og auka þjóðina þannig að innra þrótti. — Hvatti hann prestana til þess að láta frumtón Kristindómsins óma í ’hjörtunum, en sá frum- tónn væri kærleikur Krists. — Minnti hann á orð Páls: Hvað mun geta gjört oss viðskila við kaérleika Krists, — og játningu Pjeturs frammi fyrir Kristi: Þú veist allt, þú veist að jeg elska þig- Kennslubók í kristnum fræðum fyrir gagnfræðaskóla. í skýrslu fjelagsstjórnar, sem próf. Ásmundur flutti, var frá bví sagt, að sjera Árelíus Níels- son hefði tekið að sjer f. h. fjelagsstjórnarinnar að semja námsbók í kristnum fræðum fyrir gagnfræðaskóla. — Væri mikil þörf slikrar bókar, þar sem margir biðu nú eftir þeirri bók til þess að geta hafið kenslu í kristnum fræðum við fram- haldsskólana. — Ingimar Jó- hannesson kennari mun aðstoða við samningu bókarinnar i sam- ráði við Prestafjelagsstjórnina Um rjettindi og skyldur embættismann a. Kl. 11 f. h. var rætt um rjett- indi og skyldur embættisman na. Það gerði sjera Björn Magnús- son dósent, og skýrði hann frá frumvarpi til laga, sem frain er komið um það atriði. — Rakti 1 hann frv. í einstökum liðum og gerði grein fyrir þj'ðingu þess. t : Nauðsyn á menntun guðfræði- nema varðandi sálsýki. Kl. 2 e. h. var rætt um nauð- syn á fræðslu presta varðandi sálsýki. — Voru tveir framsögu menn: Dr. Helgi Tómasson og sjera Jakob Jónson. — Sjera Jakob talaði frá sjónarmiði prestsins um þennan þátt ■» starfi fyrir hina sjúku, og Iag'1%, áherslu á hve nauðsynlegt baiJ væri prestinum í starfi hans aitv vera á verði hvað gera bæri fyr- ir þá sem á einhvern hátt væn> sálarlega vanheilir og þyrftiv- lækningar við. Dr. Helgi Tómason talaði unv málið frá sjónarmiði læknisin> og vísindamannsins. — Sagði- hann að heppilegt væri að gutP fræðinemar ynnu einhvern t:ímr> á geðveikrahæli til þess að öðl- ast raunhæfa þekkingu á þess- •um sjúkdómi. — Einnig værj- það æskilegt að fyrirlestrar í sálsýkisfræði yrðu fluttir sem einn liður í námi þeirra. — Hvöttu báðir ræðumenn til s:a:u vinnu milli presta og lækna í þessu máli. Heimsóknir kennimanna frá Norðurlöndum. Kl. 5 e. h. flutti próf. Ásra. Guðmundsson vísindalegan fyr- irlestur er hann nefndi: Þættir úr ævi Jesú frá Nasarest. - • Þökkuðu fundarmenn eriraj ut með því að rísa úr sætum. Sjera Páll Þorleifsson :i<t" Skinnastað form. alls'herjar- nefndar bar fram till. er borist höfðu m. a. varðandi Kikrjti- ritið. till. dr. Helga Tóma;ií*»- ar um verklega og fræðilega kennslu í sálsýki við Guðfræði- deild Háskólans, og heimsóknir kennimanna frá Norðurlöndum og voru þær samþykktar. St j órnarkosning. Samkv. hinum nýju fjelagál. áttu tveir menn að ganga úr stjórninni, próf. Ásm. Guð- mundsson og sjera Sveinbjöm Högnason. Voru þeir báðir end- urkosnir. Varamenn voru einnig endurkosnir: sjera Hóif- dán Helgason prófastur, sjera Sisurbjörn Einarsson dósent. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir: Sjera Friðrik Hall grímsson, sjera Þorsteinn Briem og sjera Sigurjón Árnason. —• Heillakveðja barst frá sjera Ragnari Renediktssyni og var kveðjan þökkuð með lófataki. Þessum aðalfundi Prestafjel- agsins lauk svo í kapellunai með guðræknisstund um kl. 7,30 e. h. — Var þessi aðslíund- ur fræðandi og örfandi til starfa fyrir kirkju Krists, og til ánægju fyrir þá sem hann sóttu. P. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.