Morgunblaðið - 28.06.1949, Side 2
) 'dmnésmél U.M.F.Í.
'OÍst um næsiu helgi
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagxir 28. júní 1949.
r. Hveragerði
E' A.GA.NA 2. júlí og 3. verður sjöunda Iandsmót Ungmennasam-
b.ands íslands haldið í Hveragerði. Munu það sækja um 230
íþrófcíamenn og konur frá 12 hjeraðssamböndum og tveim ein-
stökum fjelögum víðsvegar að af landinu.
Mót þetta var upphaflega á-
kveðið að halda að Eiðum og
tjj.fð’i Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands unnið
•rijög að undirbúningi mótsins
|i ii . En vegna vorharðindanna
var að hætta við að hafa mótið
að Eiðum og var ákveðið að
lcitá eftir heppilegum stað á
Suðurlandi. Varð Hveragerði þá
fyrir vaiinu.
Rfikiíí imdirbúningur.
Austur í Hveragerði hefur að
undanförnu verið unnið mikið
uudirbúningsstarf. íþróttasvæð
ið lagfært, unnið að endurþót-
um á sundlauginni og áhorf-
endasvæðinu við hana og loks
hefur verið smíðaður um 250
fcrro. pallur fyrir hinar ýmsu
sýningar, sem haldnar verða í
sainliandi við mótið og við móts
shí verður þar væntanlega stig-
iiuj dans.
Vaxandi þátttaka.
Innan vjebanda Ungmenna-
sambands íslands eru nú starf-
íþróttunum farið vaxandi með
uin 11.200 meðlimi alls. Hefur
þátttoka hjeraðssambanda í
íluóttum farið vaxandi með
ári hyerju. Sem fýrr segir verða
uni 230 íþróttamenn og konur,
sem þátt taka í landsmóti þessu
og mun íþróttafólkið búa í
Barnasóklanum. En aðrir gest-
i). mótsins. sem ekki verður
h.egt að hýsa, verður búið um
í tjöldum.
Aðalverðlaunagripur mótsins
er skjöldur einn fagur, er síð-
ast fjell í hendur S.-Þingey-
ingum. Nú eru fimm hjeraðs-
sambönd talin eiga nokkurn-
veginn svipaða sigurvon. Skjöld
urinn er veittur fyrir flest stig.
Mahgap íþróttagreinar.
Keppt verður í öllum helstu
gjTiinum frjálsíþrótta. sundi,
glímu og handknattleik kvenna.
Meðat þeirra sem koma fram
eru t. d. Sigurður Þingeyingur,
Austfirðingarnir Guttormur
Þormar og Jón Olafsson og frá
Selfossi Sigfús Sigurðsson. Þá
verða miklar fimleikasýningar
og vikivakasýning. Fer íþrótta-
keppnin fram báða dagana,
laugard. 2. júlí og sunnudaginn
S. júlí.
Daníel Agústínusson fram-
kvæmdarstjóri U.M.F.Í. skýrði
blaðamönnum frá móti þessu í
gær. Hann mun setja það með
■ræðu kl. 10 árd. á laugardag-
inij Næsta dag mun Eysteinn
Jón .son ráðherra og Ásmundur
Guðmundsson próf. flytja ávörp
að lokinni guðsþjónustu, sem
sr. Eiríkur J. Eiríksson flytur.
Þá ftytur Jens M. Jensen for-
maður danskra ungmfjel. ræðu.
Þoi .-ií.'.-inn Einarsson íþrótta-
/uiUrú;. ríkisins, stjórnar lands-
Bvóti Ixessu. sem lýkur með verð
launaafhendingu að kvöldi
sunnudagHns.
I T I
í 3000 ii). hlaupi
AFMÆLISMÓT Ármanns hjelt
áfram s. 1. laugardag með þátt-
töku Finnanna fjögurra, sem
fjelagið bauð til þessa móts.
Torfi Bryngeirsson vann stang-
arstökkið eins og á fimmtudag-
inn, en í hinum greinunum
fengu Finnarnir ekki eins harða
keppni og þá' vegna þess, að
ÍR-ingarnir voru farnir utan.
Samt sem áður hefði hjervera
þeirra ekki nægt til þess að
hinn ungi og glæsilegi 3000 m.
hlaupari Posti hefði verið sigr-
aður. Hann hljóp þá vegalengd
á skemmri tíma en nokkur ann-
ar maður hefir gert hjer á landi,
8.46.6 mín. Um keppni var ekki
að ræða.
Stefán Gunnarsson fylgdi
Haikkoia vel eftir í 1500 m.
hlaupinu þar til á síðustu 200
metrunum og hljóp á sínum
besta tíma.
Fjórir KR-ingar köstuðu
kringlunni yfir 40 m. Huseby
var þar í fyrsta sæti. — Há-
stökkið vánn ungur Ármenning
ur, Eiríkur Haraldsson, óvænt.
Hann stökk 1,70 m.
Svanhvít Gunnarsdóttir setti
nýtt íslenskt met í hástökki
kvenna og á fimmtudagskvöld-
ið settí Margrjet Margeirsdótt-
ir íslandsmet í kringlukasti
kvenna. Vegna þess hve mótið
dróst á langinn það kvöld og
kringlukastið var síðasta grein,
var ekki hægt að skýra frá úr-
slitum í því, er sagt var frá
fyrri hluta mótsins.
Úrslit:
100 m. hlaup: — 1. Guðmundur
Lárusson, Á, 11,2 sek., 2. Hörður
Haraldsson. Á. 11,3 sek. og 3.
Trausti Eyjolfsson, KR. 11,5 sek.
(Ásmundur Bjarnason ,.stal“
tvisvar og fjekk því ekki að
hlaupa).
Hástökk: — 1. Eiríkur Haralds-
son, Á, 1,70 m., 2. Sigurður Frið-
finnsson, FH, 1,70 m., 3. Þórir
Bergsson, FH, 1,65 m. og.4. Ragn-
ar Björnsson, Á, 1,65 m.
100 m. hlaup drengja: — 1.
Reynir Gunnarsson, Á, 11,6 sek.,
2. Hörður Ingólfsson. KR, 11,9
sek. og 3. Ólafur Örn Arnarson,
ÍR. 12,2 sek.
Stangarstökk: — 1. Torfi Bryn-
geirsson. KR, 3.80 m.. 2. O. Pit-
kánen, Finnlandi, 3,60 m. og 3.
Bjarni Linnet, Á, 3,20 m.
400 m. hlaup: — 1. Magnús Jóns
son, KR, 51,2 sek., 2. Sigurður
Björnsson, KR, 52,5 sek, 3.
Sveinn Björnsson. KR, 52,8 sek.
og 4. Ingi Þorsteinsson, KR, 54,2
sek.
SpjóSkast: — 1. P. Vesterinen,
Finnlandi, 63,04 m., 2. Halldór
Sigurgeirsson, Á, 51,69 m., 3.
Gunnlaugur Ingason, Á, 48,62 m.
og 4. Magnús Guðjónsson, Á.
Framhald á bls. 12.
Breskur lislfrsðing-
ur á Islandi
NÝKOMIN er til landsins á veg
um Handíða- og myndlistaskól
ans, breskur listfræðingur að
nafni Thomas Lindsey og mun
hann á næstunni flytja hjer
sex erindi listfræðilegs efnis,
fyrir almenning. Blaðamenn
áttu í gær stu-tt samtal við Mr.
Lindsey, sem vinnur sem sjer-
fræðingur við hina uppeldis-
fræðilegu deild lista og þjóð-
minjasafnsins í Glasgow í Skot-
landi, sem er eitt stærsta safn
á Bretlandseyjum.
Hann skýrði svo frá, að fyrir
lestra sína hjer á landi muni
hann velja þannig, að sem best
yfirlit fáist yfir myndlist, allt
frá dögum fornmannsins.
Erindin verða þessi: 1) Mynd
list forsögualdanna. 2) Ýmsir
þættir úr mynlistarsögu Norð-
urlanda_ 3) Myndlist á Renais-
sance tímanum. 4) Myndlist
síðustu áratuga. 5) Hagnýting
safna og mynda í þágu upp-
eldismálanna. 6) Engilsaxnesk-
ir fornleifafundir.
Með erindunum verður sýnd
ur fjöldi skuggamynda, en Mr.
Lindsey er ákafur stuðnings-
maður „sýnikennslunnar“, sem
svo mjög hefir rutt sjer til rúms
erlendis á síðari tímum.
íslenska bridgesveitín
spiinr fyrst í London
*
Fimm spilamannanna fóru um helgina
FIMM þeirra sex bridgespilara hjeðan frá Reykjavík, sem
taka þátt í Evrópumeistaramótinu í bridge, eru farnir hjeðan
til London. Þar munu þeir heyja eina æfingakeppni víð
breska bridgespilara, sem fyllilega þykja sambærilegir.
EKKISKÁMTAÐ
UNDANFARNA daga hefir sá
orðrómur gengið hjer um bæinn
að ýmissa ástæðna vegna, yrði
skömmtun tekin upp á kaffi á
ný. Nú hefir þessu verið mót-
mælt af skömtunaryfirvöldun-
um og segir svo í tilk. þeirra
um þetta mál, er Mbl. barst í
gær:
Að gefnu tilefni vill Við-
skiptanefndin taka fram, að
orðrómur sá er farið hefir
manna á milli um, að hefja
eigi á ný skömmtun á kaffi, er
tilhæfulaus með öllu.
Jafnframt skal þess getið að
til eru nú í landinu nægar
birgðir af þeirri vöru.
“®lslenska sveitin.
Þeir fimm-menningarnir, sem
eru: Árni M. Jónsson, Einar
Þorfinsson, Gunnar Guðmundo
son, Kristinn Bergþórsson og
Lárus Karlsson, fóru allir með
xnillilandaflugvjelinni Geysir,
beint til London á sunnudags-
morgun- Jón Guðmundsson sem
tók sæti Bene'dikts JóhannssoB
ar, í sveit Islendinga, getur ekki.
farið fyrr en 2. júlí. Mun hann
þá fara beint til París loftleiðis,
ny-
koinin úi
HANDAVINNUÚTGAFAN hef
ir nýlega gefið út merka mók,
sem heitir „Heklbókin". Bókin
er tekin saman af Guðbjörgu
Þórðardóttur og Önnu J. Jóns-
dóttur og hefir inni að halda
hina nákvæmustu kennslu í
hekli og síðan heklmunstur svo
tugum skiptir, bæði íslensk og
útlend og skiptist bókin í þessa
kafla: Heklaður barnafatnaður.
Heklaðir dúkar. Blúndur jog
milliverk. Hekluð teppi. Ýmsir
heklaðir munir
Mikill áhugi ríkjandi meðal
ungra Sjálfstæðismanna
í Mýrarsýslu
FJELAG ungra Sjálfstæðismanna í Mýrarsýslu hjelt fund í
Borgarnesi mánudaginn 20. þ. m. Formaður fjelagsins, Óskar
Friðriksson, setti fundinn og tilnefndi hann Ragnar Ásmunds-
son fundarstjóra. Fundurinn var vel sóttur og áhugi mikill ríkj-
andi hjá fundarmönnum.
Fyrstur tók til máls formaóur®-
fjelagsins og sagði frá starf-
semi fjelagsins og hvað helst
væri nú á döfinni hjá fjelaginu.
Næstur talaði Pjetur Gunnars-
son, tilraunastjóri, og flutti ít-
arlega ræðu um stjórnmálavið-
horfið. Var Pjetri mjög vel fagn
að af fundarmönnum. Gunnar
Helgason, erindreki, tók næst-
ur til máls og ræddi um stjórn-
málin almennt og starfsemi
ungra Sjálfstæðismanna. Næsti
ræðumaður var Eyvindur Ás-
mundsson. Á fundinum mættu
nokkrir eldri forystumenn
flokksins í hjeraðinu og af
þeim tóku til máls Friðrik Þórð
arson og Magnús Jónsson.
Fundur í Berlín
BERLÍN, 27. júní: — Rússar
tilkynntu í dag að þeir væru
reiðubúnir til þess að mæta á
fundi fulltrúa utanríkisráð-
herra fjórveldanna á morgun
til þess að ræða framkvæmd
samkomulags þess er náðist á
fjórveldaráðstefnunni í París.
Megintilgangurinn með fundi
þessum mun vera sá, að skipa
einhverskonar nefnd, til þess
að hafa yfirumsjón með versl-
un og samgöngum milli her-
námssvæðanna, sem og gjald-
miðilsvandamálinu- — Reuter.
I London.
Hinn heimskunni breski
bridgesnillingur, Harrison-
Gray, hefur reynst bridgemönn
um okkar mjög vel. Hefur hann
útvegað þe'im öllum, sem til
London fóru, húsnæði og það
sem mest er um vert fyrir Is-i
lendingana, er að Harrison
hefur tekist að útvega breska1
bridgesveit til að spila eina æf-
ingakeppni við okkar menn.
Bridgemönnum hjfc*r er ekki
kunnugt um hvort það er sveit
Harrisons, sem þeir íslending
arnir eiga að spila við. En víst
er að hinir bresku spilamenn,
munu vera allir úrvals spila-i
menn.
í París.
Evrópumeistarakeppnin hefst
svo 4. júlí í stórglæsilegu hóteii
í París. Þar mæta til bridge-
keppninnar 10 eða 12 þjóðir<
Mun daglega verða spilað frú
því snemma á morgnana og
fram á nótt, með hljei um há-<
daginn, þegar heitast er. En
Evrópumeistaramótinu á a<i
vera lokið 11. júlí.
Islendingarnir munu komh
til Parísar 2. júlí, mn leið og
Jón Guðmundsson-
Hellishelði erfið
yfirferðar
VEGURINN austur yfir Hellis»
heiði stórspilltist um helgina, en
mun nú vera kominn aftur £
sæmilegt eða jafnvel dágott á«
stand.
Svo sem kunnugt er var tals~
verð rigning um síðustu helgi
og rigndi þó öllu meira á heiö-
um uppi. Mikil hiTaumferð var
austur yfir Fjall á sunnudag-
inn, þó veðrið væri slæmt, og
tóku holurnar að gerast æðiil
hvimleiðar er á daginn leið,
Á sunnudagskvöld var vegur-
inn yfir Hellisheiði orðin illfæn
vegna þess hve holóttur hanra
var og urðu bílstjórarnir að aka
bílum sínum mjög hægt yfir.
í gærdag voru sendir tvein
vegheflar hjeðanúr Reykjavík,
Þeir eiga að fara alla leið austui’
á Kambabrún. Mun vegurinrí
austur því hafa lagast mikic3
við yfirferð vegheflanna.
Eini frambjóðandinn
DAMASKUS — I kosningunum 3
Sýrlandi var Zayim ein irambjocJ
andinn. Aðrir flokkar máttu
bjóða fram, en enginn gerði það,