Morgunblaðið - 07.07.1949, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.1949, Qupperneq 1
16 síðsr 36. árgangur. 151- tbl. — Fininituilagur 7. júlí 1949. Prentsmiðja Morgunbláðsins Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, hefur undanfarið dvalið í Danmörku. Birti danska blaðið B.T. samtal við hann fyrir skömmu og fylgdi þessi mynd því. Er hún af Haraldi og Ib Schönberg, einura fremsta gamanleikara Dana, þar sem þeir sitja að snæðingi í Tivoli. Tveir góðir saman 16 knaltipyrnumeíin æfa undir hMm vi§ Dani LANDSLIÐSNEFND hefur nú valið 16 knattspyrnumenn til æfinga undir millilandaleikinn við Dani, sem fram á að fara þann 7. ágúst næstkomandi. Æfingar liðsins hefjast annað kvöld og verður æft á grasvelli. Knattspyrnufjelagið Valur ———————————————— fimm menn í liði þe'ssu, K. R. fjóra og Fram fjóra, Vikingur tvo og Akurnesingar einn mann. Þessir eru í liðinu. Landsliðsnefnd hefur valið þessa markmenn: Hermann Hermannsson og Adam Jó- liannesson. — Bakverði: Karl Guðmundsson, Daníel Stgurðs- son og Helgi Eysteinsson. Frarr verðir: Óli B. Jónsson, Sigurð ur Ólafsson Gunnlaugur Lárus son og Saemundur Gíslason Framherjar: Ólafur Hannes- son, Ríkarður Jónsson, Hörður Óskarsson, Sveinn Helgason. Ellert Sölvason, Halldór Hall dórsson og Akurnesmginn Hreiðar Sigurjónsson. Buchlo stjórnar- Hinn kunni þýski knatt- spyrnuþjálfari Fritz Buclilo mun þjálfa liðið og stíórna æf- ingum þess algjörlega- Mun fyrsta æfing liðsins fara fram annað kvöld. I.andsliðsnefnd hefur íengið til umráða knattspyrnuvöll Kjalnesinga við Leirvogstungu. Er þetta grasvöllur, sem mun vera i góðu ásigkomulag- Viðskipfi Ástralíu við dollarasvæðið síór- tninnkuð CANBERRA, 6_ júlí: — Ástr- alska stjórnin hefir ákveðið að setja bráðabirgðahömlur á inn- flutning frá dollarasvæðinu. Chiefley, forsætis- og fjár- málaráðherra landsins, tilkynti þetta í dag, og sagði að fyrir- skipun hefði verið gefin út um að veita aðeins innflutnings- leyfi fyrir þeim vörum, sem mjög mikil þörf væri á. — Reuter. Hermálaráðherra- iundur LONDON, 6. iúlí — Það var opinberlega tilkynnt hjer í dag, að hermálaráðherrar Brussel- bandalagsríkjanna fimm, Bret- lands, Frakklands, Luxemburg Hollands og Bt'lgíu, mundu næst eiga fund með sjer í Lux- emburg hinn 15. júlí. Seinast komu þeir saman í Haag í önd- verðum aprilmánuði- — Reuter Bretar hætta um skeii vöruinn- flutningi frú dollurusvæðinu Breska stjórnin skorar á aS vinna mú sjer (rlpps fordæmlr pólHísk verkiöfl Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter- LONÐOM, 6 júlí — Sir Stafford Cripps fjármálaráð- herra, skoraði í kvöld á bresku þjóðina að styðja við- leitni síjórnarinnar til aS sigrast á gull- og dollara- skortinum, með því meðal annars að fresta öllnm kröfum um aukin iaun og herjast gegn verkföUum, sem efnt væri til af sljórnmálaásíæðum. Sir Stafford hjelt fiuid með frjettamönnum, þegar eftir að hann hafði skýrt neðri málstofu þingsins frá núverandi efnahagsörðugleikum Breta- A blaðafund- inum sagði fjármálaráðherrann meðal annars: „Við verður að fara okkur hægt í launakröfum, ella eyðileggjum við möguleilca okkar á öruggri og stöðugri vinnu og sómasamlegri lífsafkomu. „Ef við eigum að hafa næga atvinnu handa öllum landsmönnum — eins og við verðum að gera og munum gera — og ætlum að vernda þau lífskjör, sem við eigum nú við að búa, þörfnumst við alhuga stuðnings hvers einasta karls og konu. „Nú er alls enginn timi til að auka tekjur einstakl- inga. Ef launagreiðslur yrðu auknar í dag, kynni ein- staka maður að vísu að fá ineira fje milli handanna, en heildarútkoman vrði sú, að þjóðiu fengi nnnna af neysluvörum en áður. „Við höfum ekki heldur efni á þeim hlægilega munaði, sem felst í pólitískum verkföllum. Eina markmið þeirra er að eyðileggja kaupgetu okkar og kalla harðrjetti og eymd yfir þjóðina“. Ilinnbndi guli og dollaraeign Tilkynning Sir Slafford Cripps í gær Einkaskeyti frá Reuter. LONDON, 6. júlí — Sir Staí'- ford Cripps, fjármálaráðherra Breta, skýrði neðri deild þings ins frá því í dag, að breska stjórnin hefði um miðjan júní síðastliðinn ákveðið að stöðva öll innkaup frá dollarasvæð- inu um þriggja mánaða skeið að minnsta kosti. Gripið hefði verið til þessa ráðs til þess að koma í veg fyrir, að dollara- eign Breta minnkaði meir en þegar er orðið. Hins vegar hefði breska stjórnin alls ekki í hyggju að lækka gengi ster- lingspundsins. Ný innflutningsáætlun. Sir Stafford skýrði þingmönn um frá því, að gull og dollara- eign sterlingssvæðisins hefði minnkað úr 571 milljón ster- lingspunda 31. mars s.l. í 406 milljón pund 30. júní. Hann varaði við því, að er gengið hefði verið frá nýrri innflutn- ingsáætlun — sem að öllum líkindum yrði gert í septemþer — kynni að reynast nauðsyn- legt að minnka innflutning á sumum fæðutegundum og hrá- efnum frá dollarasvæðinu. Bandaríkin senda ennþá efnahagsaðstoð til Kína Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. WASHINGTON, 6. júlí — Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hjelt í dag fund með frjettamönnum. Ráð- herrann skýrði þeim meðal annars frá eftirfarandi: 1) Bandaríkin láta kínversku^ stjórnarvöldunum enn í tje alla þá efnahagslegu aðstoð, sem hægt ei að koma viðhneð ein- hverjum árangri. 2) Bandaríska stjórnin hefur ekkert eftirlit með verslun Bandaríkjamanna viþ Rússa, nema um sje að ræða vörur, sem haft geta hernaðarlega þýð ingu. 3) Bandaríkjamenn eru reiðu þúnir að aðstoða við lausn flóttamannavandamálsins í Pal- estínu, en líta þó svo á, að það sje fyrst og fremst verkefni Ísraelsríkis og Arabaríkjanna. Gríska stjórnin (ær fraustsyfirlýsingu AÞENA, 6. júlí — Nýpi sam- steypustjórnin undir íorystu Alexandros Diomedes, hins 74 ára gamla le'iðtoga óháðra fjekk í kvöld traustsyfirlýsingu þings ins. Stjórninni greiddu atkvæði 199 fulltrúar, 72 voru á rnóti en 2 sátu hjá. Flóð í Kínu. NANKING — Nýlega flóði Yangsze fljót yfir bakka sína og skolaði burtu 1200 kofum. Urðu við það 3000 manns heimilislausir. 1 hinni nýju stjórn eiga sæti tólf konungssinnar, tíu frjáls lyndir, tveir sameiningarmenn og einn utan flokka. — Reuter. Ráðstefna í London. Cripps lagði áherslu á það í ræðu sinni, að Bretland, Banda ríkin og samveldislöndin yrðu í sameiningu að reyna að leysa hið þráláta vandamál, sem skap aðist af hinum óhagstæða greiðslujöfnuði milli Norður- Ameríku og annarra landa. — Fjármálaráðherrar samveldis- landanna mundu koma saman á ráðstefnu í London hinn 13. þessa mánaðar, „til þess að ræða núverandi ástand og ganga í sameiningu frá gagn- aðgerðum.“ John Snyder. Sir Stafford bætti því við. að breska stjórnin mundi nota heimsókn Snyders, fjármálaráð herra Bandaríkjanna, til þess að hefja viðræður við Banda- ríkjamenn um efnahagsvanda- málin. Kína. NEW DELHI — Fyrir skömmu sagði starfsmaður í utanríkisráðuneyt j inu hjer, að indverska sendiráðið i Nanking hefði ekki enn sett s g form | lega í samband við kommúnistastjórn (ina i Kina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.