Morgunblaðið - 07.07.1949, Side 11
Fimratudagur 7. júlí 1949.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Sigurjén Sigurðsson
Hinningarorð
I DAG verður til moldar borjnn jarð-
Heskur Hkami Sigurjóns Sigurðssonar
trjesmíðameistara. Hann er tæddur
að Holtakoti í Biskupstungum 30.
júní 1869. Sonur hjónanna Sigurðar
Guðmundssonar, sem lengi var bóndi
að Gröf i Mosfellssveit, og k.,nu hcns
Guðrúnar Þorláksdóttur.
Sigurjón var starfsmaðu: mikill
meðan þrek og kraftar leyfðu. Ung-
ur lærði hann trjesbíði Ijjá Þorkeli
Snikkara. Gerðist hann þá umsvifa-
mikill húsasmiður hjer í Bcykjavík
Um og eftir aldamótin. Meðal húsa,
Sem hann sá um smíði á má nefna:
Lækjargata 12 og 10, húsið s°m eyði-
lagðist af eldi einmitt á þeirn stundu
er hann skildi við þetta líf. Fleiri hús,
6em hann smíðaði má nefnda svo
sem: Þórshamar, Vonarstræti 8 og 12,
alt á sínum tima mjög glæsileg og
myndarleg hús, ásamt mörgum fleiri
húsum. Sumarhús myndarlegt reisti
liann sjer, sem hann kallað’ Neðri-
dal. Var þar alt með þeim myndar-
skap sem honum var lagið, bæði um
jarðrækt og annað. En bæði sá staður
og heimili hans, bar vott um ástúð
þá og umhyggju, sem hann bar fyrir
sinni mikilhæfu eiginkonu; sem bar
það þunga hlutskifti að vera fötluð,
Seinnihluta æfi sinnar.
Eftir að þrek hans til stærri átaka
Vai' tekið að dvína, starfaði hann i
mörg ár við fasteignamat Reykjavik-
Ur, og var það lengi til húsa hjá hon-
Um.
Á bestu starfsárum sinum vann
hann mjög að uppbyggingu Iðnaðar
mannafjelagsins. Hann var einn af
stofnendum h.f. Völundur, og var i
stjórn þess til dauðadags. Ei.inig var
hann einn af stofnendum Fiskiveiða-
hlutafjelagsins Island, og einnig
Sparisjóðs Reykjavíkur.
Árið 1932 urðu þau hjómn fyrir
þeirri þungu sorg að missa uppkomna
Ikjördóttur sína, Helgu, sem þau unnu
bæði mjög mikið.
Þó að ellin væri farin að færast
mjög yfir hann, þá fylgdist rann vel
með málum þeim, sem efst voru á
baugi með þjóð vorri, alt fram á
síðasta dag. Og alltaf sama þýða og
elskulega viðbótið, svo við sem fylgd
nmst með honum, sannfærðumst um
að „fögur sál er ávalt ung undir
silfurhærum“.
Rausn, myndarskapur og astúðlegt
viðmót prýddi heimili hans, Og vin-
irnir, sem heimsóttu hann á áttatiu
'ára afmælinu hans, tiltölulega kát-
ann og hressann, þó rúmJ ggjandi
væri, munu ekki hafa húist við, að
hann ætti eJcki eftir nema þrjá hjer-
yistardaga. En það er nú ávalt svo
að við álítum að dauðinn hljoti altaf
að vera svo langt i burtu fra okkur,
þetta eina skref, sem áreiðanlegt er
að við eigum öll eftir að stiga.
Eftir að hunn misti sína ástriku
og mikilhæfu eiginkonu og hfsföru
naut, Elínu Jónatansdóttur, fyrir tæp
iim fjórum árum síðan, og sjónin
Var að mestu horfin og þrtkið var
tekið að bila, þá var hann svo ham-
ingjusamur að fá að njóta fórnfúsrar
og ástríkrar umhyggju systurdóttur
sinnar, sem reyndist honum hest þeg-
ar mest á ló. Hún dvaldi hja honum
síðustu stundirnar og lijelt í hendi
hans þegar hin mikla stund, viðskiln-
aðarstundin við þetta líf rarm upp.
Sömu ástúðar og umhyggju hafði
kona hans orðið aðnjótandi, hjá
frænku hans, í veikindum sínum og
þjáningum þeim, sem hún ' arð að
liða áður en hún var kölluð hjeðan.
Hin umhyggjusama frænka hans
L Franihald á bls. 12.
reiðafirði os Tími
Við Breiðafjörð.
í NÆR 20 ár hefur minkurinn
lifað vilJtur á íslandi, og ekk-
ert sem gert hefur verið, megn-
að að hefta útbreiðslu hans.
í þrjá daga hefui Tíminn
skrifað um mink, tbl. 116—118,
og telur sjerfræðingur blaðsins
sig geta útrýmt honum á nokkr
um árum, og byggir þá stað-
hæfingu á eigin afrekum. Hann
segist hafa drepið innan við 500
minka, mest 180 á einu ári.
Hann er launaður embættis-
maður í þessu skyni, ferðast
hvert þangað, sem mest verður
minks vart, og því helst veiði
von, og hefur hvorttveggja, ein-
stæða sjerþekkingu og fullkomn
ustu tækni, sem sjerfræðin
þekkir besta, og árangurinn var
180 minkar yfir árið, sem senni
lega er innan við 1% af við-
komu villiminksins.
Orsök villiminksins.
Frá því að minkur var fluttur
inn og þar til í stríðsbyrjun,
var ekkert eftirlit haft með
vörslu minka, þeir haldnir á
ýmsan hátt af kunnáttulausum
mönnum, og sluppu víða. Þá
varð til sá villiminkastofn, sem
aldrei hefur tekist að vinna bug
á og teksfr aldrei, t. d. er sann-
að, að 1932 sluppu 8 minkar úr
búrum og náðust ekki aftur, ein
þessara hjóna ættu forfalla-
laust rúmlega eitt hundrað mill
jón afkomendur á þessu ári.
Utbreiðsla villiminksins.
Tíminn segir að villiminkur
sje nú um allt Suður- og Vest-
urland. Heyrst hefur um mink
í Ólafsfirði, Mývatnssveit og
víðar á Norðurlandi. Eitt dag-
blaðanna gat þess nýlega, að
uglan væri versti óvinur villi-
minksins á Austurlandi, svo þar
er hann til líka. Merkur bóndi
úr Borgarfirði segir mjer, að
þá er snjór var fallinn á Arn-
arvatnsheiði í göngum síðast-
liðið haust, hafi minkaslóðir
legið þar með lækjum og vötn-
um.
Carl Carlsen, nú sjerfróður
meindýraeyðir, segir í viðtali
við dagbl. Vísir fyrir rúmu ári,
þá nýkominn úr einni af hin-
um fengsælu veiðiförum, að
hann telji villiminkinn skifta
þúsundum á svæðinu frá Hafn-
arfirði austur í Ölfus.
Að þessu athuguðu geta menn
sjeð, að hjer er ekki um að-
eins fá dýr að ræða, heldur
geysi mikla hjörð, enda álit
flestra sem reynt hafa að kynna
sjer þessi mál, að stofninn muni
nú ekki innan við 10 þús.
Ef reiknað er með þeirri
tölu, er viðkoman um 20 þús.
hvolpar á ári, og hefur því
meindýraeyði lánast að veiða
innan við einn af hundraði við-
komunnar.
Það verður því að segjast, að
sú fullyrðing sje næsta hæpin,
að honum muni takast að gjör-
eyða villiminknum á fáum ár-
um, ef ekki beinlinis sögð í
annarlegum tilgangi, að minsta
kosti verður hún hæpin, ef
hann byggir hana á eigin af-
rekum. Eða halda menn að síð-
'asta prósentið verði sjerfræð-
ingnum auðunnið, þegar fyrsta'
prósentið kostaði hann heilt ár?
Fyrir íslendinga, sem þekkja
Arnarvatnsheiði, hvað þá Þing-
vallahraun eða hraunin á
Reykjanesskaganum, þar sem
\
villiminkurinn hefur nú lifað
ódræpur í nær 20 ár, er svona
staðhæfing ótrúleg frá hendi
sjerfræðings.
Yfirleitt má segja, að þessi
minkaskrif Tímans hafi borið
áberandi keim af meinlega
dönskum hugmyndum um ís-
lenskar aðstæður, enda mun
sjerfræðin þaðan ættuð.
Hvað heldur
villiminknum í skefjum?
Margir munu spyrja, hvort
stofninn verði 20 þús. mink-
um fleiri um þetta leyti næsta
ár. Því vil jeg svara neitandi.
Fjölgun stofnsins verður aðeins
fyrir nýtt landnám, en á þeim
svæðum, sem minkur er búinn
að lifa villtur I fleiri ár, hefur
hann löngu náð þeirri útbreiðslu
sem aðstæður leyfa og fellur
því árlega sem viðkomunni
nemur, þó að sjálfsögðu geti
það verið breytilegt frá ári til
árs. Náttúran hefur sínar leið-
ir til að ná þessu marki, og
heldur að sjálfsögðu jafnvægi
meðal þeirra, sem annara dýra-
tegunda. Eða hvað væru nú
margar mýs á íslandi, ef þær
yrðu ekki fyrir neinum van-
höldum nema af hendi kattar-
ins?
Það virðist því eiga eins langt
í land að áhrifa meindýraeyðis
fari að gæta verulega í örlögum
villiminksins, að minsta kosti
þegar maður athugar þá stað-
reynd, að hann náði ekki ein-
um einasta mink með sinni
tækni í þeim 68 af 70 Breiða-
fjaiiðareyjum, þar sem deili um
mink var að finna, en mátti
þess í stað gera nýja reisu í
Atvinnumálaráðuneytið og
sækjá sjer hund, að ráði ósjer-
fróðra manna, sem notað hafa
þá aðferð með nokkrum ár-
angri, þar sem hagar til að
minkurinn verður grafinn út.
Tjón af völdum minka.
Óttinn við það, að minkur-
inn muni gjöreyða öllu fuglalífi
við Breiðafjörð, er sem betur
fer ekki á sterkum rökum reist
ur. Hjer syðra, þar sem mink-
ur er að staðaldri í varplönd-
um, er eyðingin ekki algjörri
en svo, að æðarvarp mun nú
svipað og áður var.
Sú staðhæfing sjerfræðings-
ins, að þeir sem stunda minka-
búskap sjeu á móti eyðingu
villiminksins, er ekki svara
verð. En hitt er satt, að margir
þeirra þekkja þetta dýr svo að
þeir vita, að það verður aldrei
hægt, enda hafa engra hags-
muna að gæta í sambandi við
það að staðhæfa slíkt gegn betri
vitund. Þeir harma það ekki
síður en aðrir, að minkurinn er
orðinn viltur og veldur tjóni,
og það svo tilfinnanlegu í sum-
um tilfellum, að ekkert virðist
rjettlátara en menn fái það
bætt.
En það munu finnast aðrir
menn, sem ekki kæra sig um
að útrýma villimink, þeir sem
lært hafa að veiða hann og
telja hann orðið til hlunninda,
enda hver minkur um 200 kr.
virði, og má segja, að þar fái
minkagaldurinn hæfilegan
endi.
Loðdýrabúið
í Stykkishólmi.
Þar sem Tíminn segir, að
minkurinn í Breiðafjarðareyj-
um, sje kominn úr loðadýrabú-
inu í Stykkishólmi, þá skal vik-
ið að því nokkrum orðum.
Þetta er eina loðdýrabúið á
landinu, sem haldið hefur silf-
urrefastofni sínum óskertum
yfir stríðsárin, þrátt fyrir allar
ofsóknir sem yfir þennan at-
vinnuveg hafa dunið, auk þess
mátt óstutt taka á sig hinn gíf-
urlega framleiðslukostnað, með
lokaða markaði og fyrirstríðs-
verð á framleiðslunni, þegar
eitthvað hefur selst.
Þeir sem annan atvinnurekst-
ur stunda, geta spurt sjálfa sig
hvar þeirra búskapur stæði nú
eftir 10 ár, hefðu þeir orðið að
sæta sömu kjörum.
Fram til ársins 1947, var að-
eins silfurrefur á þessu búi, en
það ár var ráðist í að bjarga
einnig nokkrum verðmætum
minkaafbrigðum, því þá horfði
til þess, að sá búskapur myndi
með öllu leggjast niður vegna
ofstækis minkagaldursmanna.
Tveim árum áður en þessir
minkar komu vestur, hafði orð-
ið vart við villimink á Skóg-
arströnd, um sama leyti fór að
bera á, að rauðmagi væri jet-
inn í netum í Breiðafjarðareyj-
um, sem síðar sannast að er
gert af mink.
Sjerfræðingurinn segir, að
minkurinn ferðist 50 km. á dag
(Jörundur kaldi kom honum í
100 mílur), en þaðan sem hann
slapp fyrir nær 20 árum og til
Breiðafjarðar, er um 200 km.
Samkv. þessari kenningu getur
minkur, sem býr með konu og
börnum suður í Mýrasýslu, sótt
sjer í matinn norður í Breiða-
fjarðareyjar, og svo á hann
ekki að geta verið kominn þang
að annars staðar frá en úr loð-
dýrabúinu í Stykkishólmi. Þetta
er - að sjálfsögðu alger danska
fyrir þá, sem eitthvað þekkja
mink. En það er með þetta eins
og annað í þessum meinlegu
sjerfræðiskrifum Tímans, þar
rekur sig hvað á annars horn.
Sú fullyrðing Tímans, að
hundar hlaupi út og inn um
minkabúrin í Stykkishólmi, hæf
ir Tímanum, en það skal við-
urkennt, að síðastliðinn vetur
voru nokkrir minkar og búr
flutt vestur í Stykkishólm, en
vegna snjóa og óhagstæðrar
veðráttu, sem eflaust fleiri
hafa kynnst, reyndist ekki unnt
þá þegar, að ganga frá girð-
ingu lögum samkv. En haldi
sjerfræðingurinn að þeir hafi
sloppið, þá vill svo vel til að
þeir eru gráhvítir að lit, og því
jafnvel þekkjanlegir fyrir hann,
og vona jeg að hann sendi þá
heim til föðurhúsanna, rekist
hann á slíkan mink.
En minkaplágan í Breiða-
fjarðareyjum á ekki rætur sín-
ar að rekja til loðdýrabúsins í
Stykkishólmi, heldur þeirrar
útbreiðslu villiminksins, sem
ekki skilur frekar eftir þe.nnan
landshluta en aðra, þegar að
þeim kemur, og ekki verður
fyrir byggt, þótt hörmúlegt sje.
Onýt Tímasprengja.
Þess skal að lokum getið, aO
Framsóknarflokkurinn stendur
ekki óskiptur í minkagaldrin-
um frekar en öðru, því enginn
hefur barist af næmari kkiln-
ingi og meiri drengskap gegn
hamförum minkagaldursmanna
á undangengnum þingum en
einmitt búnaðarmálastjórinn,
þótt nú hafi tekist að setja þau
lög, sem duga munu til þess ai>
minkaeldi verður bannað.
Vifilsstöðum 3. júní ’49.
Leifur Jónasson
frá Öxney.
r
áframhaldandi bairátfa
gep kcmmum í Kíng
CANTON, 6. júlí — Chiang
Kai Shek marskálkur, Li Tsung
Jen forseti og aðrir leiÖtogar
kínversku stjórnarinnar lýstu 4
dag á ný yfir þeirri ákvörðun
sinni að halda áfram barátt*
unni gegn herjum kommúnista.
— Reuter.
Vann OlympíumeistafM
og setfi Ewóptsme!
PARÍS, 2. júli: — Franski-su.ml
maðurinn Rena Pirollej setti
nýtt Evrópume't i 200 m bak-
sundi á móti í Marsaille í geer-
Timi hans var 2:24,2 mm. —
Fyrra metið á vegalengdinni
var 2:25,4 min- og átti Georges
Vallerey það.
I þessari keppni sigraðí
Pirolley Amerík uma nniri n
Alan Stack, sem varð Olympíu
meistari í 100 m. baksundi.
Tími Stacks var 2:25,1.
ámtarlegur bústað^r
LONDON: — Breski þingmrið
urinn, William Denis KendalL,
sem er gráhærður piparsveinn,
hár á vöxt, hefir setzt að u«i
borð í skemmtisnekkju, sem
liggur fyrir festum á miðri
Themsá í námunda við þing-
húsið.
Hann býr í sal búnum slag-
hörpu og bókaskápum og hefet
þarna við ásamt háseta sínum
Bill Sharman. Snekkjan gtrjgur
fyrir 300 hestafla diesel-vjel.
Sjálfur er Kendall í senn
sk i ps t j ór i, sigli ngafræðingur,
vjelstjóri og loftskeytamaður á
skipinu- — Reuter.
Nýr sendiherra ísraeSs
í París
PARÍS, 5. júlí — Maurice Fish-
er, hinn nýi sendiherra Israels-
ríkis í Frakklandi gekk í dag á
fund Auriols Frakklandsíorseta
og afhenti honum skilríki sín.
•—Reuter.