Morgunblaðið - 09.07.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júll 1949. FORUSTA í ATVINNUMÁLUM '. HÓPUR breskra leiðtoga í at- vinnumálum sagði nýl.: „Moral . re-armament — hin siðferði- lega hervæðing hugarfarsins, er þegar að magna verkalýðinn hugsjónum, sem taka fram allri stjettabaráttu“. Síðastl. mánuði hafa tugþúsundir breskra verka manna í London og umhverfi, einnig á kolaiðnaðarsvæðinu í Midlands og Suður-Wales og fleiri stöðum, sjeð þessar hug- sjónir túlkaðar á leiksviðinu í sýningum leikritanna ,,The For gotten Factor“ og „The Good Road“. Hundruðum saman hafa verkamenn einnig komið frá skipasmíðastöðvunum við Clyde og í Liverpool og frá verk- smiðjunum í Lancashire og Yorkshire, til þess að sjá þessa sjónleiki. Þeir hafa eigi gert sig ánægða með það eitt. „Hvert förum við hjeðan?“, hafa þeir spurt þús- undum saman. Þeir hafa ekki gleymt því, að í seinni tíð, hafa heilar þjóðir, sumar tvisvar sinnum, orðið að bráð mönnum, sem voru þjálfaðir til þrautar í hugsanakerfi og stjórnarhátt- um þeim, er eiga að baki sjer hugsjónalíf efnishyggjunnar. — Og þess vegna hafa þessir menn óskað þess, að fá fræðslu og þjálfun í hugsjónaheimi hinnar siðferðilegu viðreisnar, (Moral re-armament). Og til þess að verða við þeirri ósk. hefur ver- ið komið upp námsskeiðum, á þessu sviði, á ellefu mikilvæg- ' um svæðum atvinnulífsins. Má þar nefna jafnmikilvæg iðnað- arsvæði eins og kolanámudal- ina í Suður-Wales, sem kynslóð fram af kynslóð hafa verið höfuðvígj byltinga- hreyfinga í Englandi, einnig Clyde-svæðið, sem hefur verið hinn stormasami miðpunktur atvinnulífsins í Skotlandi, þar sem fyrir 30 árum verkstjóra- hreyfingin hófst meðal þess hluta verklýðsins, sem fremst stóð. Eins og á kolaiðnaðarsvæð- unum, hafa það verið verk- stjórarnir, sem tekið hafa for- ustuna í sambandi við þessi námsskeið, því að þeir eru „hin ir sönnu forustumenn verka- mannanna, þar sem það er oft- ast í verksmiðjunum sjálfum", eins og einn þeirra sagði, „að við tökum ákvarðanir um fje- lagssamtök okkar og áhuga- málin“. Jeg hef við hendina skýrslu eins þessara námsskeiða, með yfirskriftinni: „Framtíðarörlög verkamála mannkynsins“. Yf- . irlit þetta er samið af formönn- um og fulltrúum verkstjóra við sjö mikil iðnfyrirtæki á Birmingham-svæðinu. — Þar segir: „Það sem lá fyrir, var að kynna sjer verklýðshreyfing- una í helstu iðnarlöndum heimsins, svo sem Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum, og það kapp sem stefnurnar leggja á það, að ná yfirráðum yfir verkalýðs- , samtökunum, með aðstoð slíkra fjelaga og sambanda og glöggva ' sig einnig á framtíð og örlögum verklýðsmálanna með hliðsjón af losi í heimilislífi, atvinnu- ” Námskeið þetta sóttu yfir 100 verksmiðju-verkstjórar, frá 14 málum og þjóðmálum". verklýðssamböndum í 22 verk- smiðjum, með samtals yfir 100 þúsund starfsmanna. Má þar af nefna fyrirtækin Austin, Morris Commercial, B.S.A., Lucas, G. E. C., Cadbury, og Guest, Keen ' and Nettlefold. i Aðkomu þátttakendur móts- ; ins veittu fyrsta flokks upplýs- ingar um ástandið í 10 þjóð- löndum. Meðal þeirra var I Madame Laure, sósialista leið- | to§i í Frakklandi, handgengin ' Leon Blum, og Andrí Crepin, fulltrúi við C. G. T. og öflugur liðsmaður í mótstöðuhreyfing- unni í síðustu heimsstyrjöld. A einum fundinum voru helstu ræðumenn fulltrúar forstjóra iðnfyrirtækjanna, ýmist frá skipakvíunum í Liverpool, stál- iðnaðinum í Sheffield og verk- smiðjum Lundúnaborgar, frá kolanámunum í Midlands og S,- Wales. Þeir báru vitni um þeirra eigin viðkynningu af hin um nýja hugsunarhætti og góða anda, sem náð hefði að festa rætur í fjelagssamtökum verka manna og við iðnfyrirtækin. Á einum fundinum sagði C. J. Simmons, þingmaður Vestur Birmingham og einnig stjórn- arráðsfulltrúi, þetta: „Allt þetta námsskeið virðist stjórnast af þeim anda, sem verður að bjarga bæði verklýðs heild. Við, sem tilheyrum verk- lýðshreyfingunni, verðum að gera okkur ljóst, hvað fram- undan er. Það er hlutverk okk- ar að kosta kapps um, að okkar menn geti orðið verðugir braut- ryðjendur á þeirri eigin sigur- göngu. Þetta held jeg, að gerist aðeins með því móti, að hugir manna og hjörtu verði gagntek- in af þeim grundvallar sann- indum, sem hreyfing hinnar sið ferðilegu hervæðingar hugar- farsins (MRA) byggir á. Hann verður að gagntaka heimilislíf- ið, fjelagslífið og allar sam- þyktir okkar. Þegar það verður, mun þessi mikla, og þjóðræðinu holla hreyfing hafa verulega úr slita-þýðingu um örlög og fram tíð, ekki aðeins okkar eigin þjóðar, heldur og mannkynsins í heild.“ Fulltrúi verkstjóra við mik- ið stáliðnaðarfyrirtæki, sagðist hafa verið Marxisti og kastað sjer af heiium hug inn í stjetta- baráttuna. Hann sagði ennfrem ur: „Árið 1948 kynntist jeg hinni siðferðilegu hervæðingu hugarfarsins (MRA) og sótti alþjóðaþing þeirra í Caux í Svisslandi. Jeg var tortrygginn og hræddur um, að hjer kynni að vera á ferðinni aðeins ein tilraunin enn til þess að toga okkur frá stjettabaráttunni, sem hinni einu lausn á vanda- málum okkar verkamanna. En þarna fann jeg það, sem jeg hafði í raun og veru keppt að allt mitt líf — samfjelag án stjettaskiftingar. Jeg hafði jafn an talað mikið um bróðurkær- leikann, en hjer fann jeg hann, í fyrsta sinni á ævi minni, gerð- an að veruleika.“ Eftir því sem leið á daga námskeiðsins, komu menn með konur sinar eða samverkamenn sína. Að loknum fyrsta fundin- um sagði einn verkstjóri: „Það verður langt að bíða næsta sunnudags". Áhrifin frá þessu námskeiði gerðu fljótt vart við | sig í verklýðsfjelögunum og at- vinnulífinu. Elsta málgagn j verklýðshreyfingarinnar í Mid- j lands, „Birmingham Town Cri- er“, hafði eftir einum fulltrúa verkstjóranna, að á einum fje- lagsfundi þeirra hefði húsið verið troðfult og þeir teldu sig hafa fundið lausn vandamáls þeirra. Hann sagði ennfremur: „Síðan verkstjórarnir í mínu verklýðssambándi kyntust MR A, hinni siðferðilegu endur- vakningu, höfum við haft nokkra hina ánægjulegustu fundi í allri sögu sambands- ins“ .... í niðurlagi skýrslunnar, um þetta námskeið, segir: „Þetta námskeið hins heilbrigða hug- sjónalífs hefur í sannleika ver- ið mentandi. Það hefur gefið okkur öllum, er sóttu það, nýjan skilning á vandamálum heims- ins og þeim mismunandi hug- sjónastefnum, sem eru að verki í rás margra mikilvægra við- burða. Það er augljóst mál, að lýð- frelsi og þjóðræði fær svo best staðist, að það fóstri og ali upp það hugsjónalíf, sem menn geta grundvallað á alla ráðagerð sína og breytni allar stundir sól arhringsins. Það er þess vegna, að æðsta hlutverk þessa nám- skeiðs hefur verið að þjálfa menn í þeim hugsunarhætti, er MRA hreyfingin hefur til vegar komið og er hin jákvæða og sanna lausn á vandamálum heimsins. Við hlökkum til að vinna með samverkamönnum okkar í Landssambandi kolaiðnaðar- manna, sem hafa síðustu mán- uðina vitnað í verki fyrir leið- togum atvinnulífsins beggja vegna Atlantshafsins, um gagn- semi þessarar hugsjónastefnu. MRA — Moral re-armament — er að skapa nýtt andrúmsloft í iðnaðarmannasambandinu og atvinnulífinu í Midlands. Við getum ekki sætt okkur við stjettabaráttuna. Hún er aug- ljóslega ekki fær um að skapa neitt bræðralag. Og ekki heldur getum við sætt okkur við neinn / undirlægjuhátt. Við höfum oft, bæði sem verkamenn og verk- stjórar, háð baráttu gegn eig- ingimi í þessum málum. MRA vísar þriðju leiðina. Það er algerlega ný vídd. Það er gagnger breyting hugarfarsins og siðferðileg endurvakning hvers og eins- Það er lagður nýr samkomulagsgrundvöllur. Ekkj þessi: Hvor hefur á rjettu að standa, heldur: Hvað er rjett. málunum og mannkyninu í Þar skapast anddrúmslaft, sem Þar skapast andrúmsloft, sem gerir mönnum fært að sigrast á fordómum og misskilningi. — Þetta er fljótari og betri leið til lausnar vandamálunum en sundrung og yfirdrottnun. MRA sameinar grundvallar- sannindi lífsins, það sem er fag- urt, satt og rjett skipulaggur það í einn allsherjar aflgjafa í lífi þjóðarinnar og alls mann- kyns“. Höfundar skýrslunnar eru sannfærðir um, að ríkis- hreyfingu þessa með í reikinginn. „Við getum ekki stjórnir verði að taka betur sjeð“, segja þeir, „en að hún komi miklu góðu til leiðar. I sambandi við kolaiðnaðinn, meðferð vjela, áhrif á afköst og dugnað, og samstarf frá verk- lýðsfjelaganna hálfu, kemur hún til vegar í Midlands hin- um hagkvæmustu aðgerðum til uppfyllingar óska ríkisstjórn- arinnar. Verklýðsleiðtogum og verk- stjórum, sem sótt hafa þessi námskeið hinnar siðferðilegu viðreisnar, hefur verið boðið að taka þátt í atvinnumálaráðstefn um í Svisslandi, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum Ev rópu. Einn þessara manna, Mr. Tom Oswald, formaður „The Transport and General Work- ers’ Union“ í Austur-Skotlandi, er nýkominn frá Ruhr, en þangaðj var honum boðið af Henrich Malina, formanni eins verklýðssambands í Ruhr. Hvar sem hann fór, hitti hann verk- lýðsleiðtoga og verkamenn, sem sjeð höfðu bjartan vonargeisla í því hugsjónakerfi. sem túlk- að er með leikritunum „The Good Road“ og „The Forgotten Factor.“ Likt og bresku verkamenn- irnir spurðu þeir: „Hvert förum við hjeðan?" Sósíalista leiðtogi, Wilhelm Regert, sem unnið hafði í andstöðuhreyfingunni í Þýskalandi á styrjaldarárunum og er nú eftirlitsmaður við námuiðnað í Ruhr, sagði við Oswald: „í öllum bænum, komdu eins fljótt og þú getur aftur, til þess að hjálpa okkur. Við þurfum að fá þjálfunar- námskeið fyrir þá, sem vilja fræðast um, hvernig hægt er að Reglusama stúlku vantar I Herbergi | nú þegar. Smávegis heim | ilisaðstoð getur komið til l greina. Uppl. í síma 5607. i Vil láta ameríska hrærivjel í skiptum fyrir aðra sænska. Milligjöf. Sími 4603. » -•uiMiKifi.iiiMiiiiMtwiiuMnifMitfmiiiiiirimrtiiiiittMv Ibúð 5 herbergja hæð í Norð- . urmýrinni til leigu nú þegar. Töluverð fyrir- framgreiðsla áskilin. Til- boð sendist afgr. blaðs- ins, merkt: „Góð hæð 1949 — 455‘.. IIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIimillllllllllll llllll III gera hina siðferðilegu hervæð- ingu hugarfarsins að raunveru- leika“. Námskeið, svipuð þeim, sem hjer hefur verið minnst á, hafa og verið haldin fyrir forstöðu- menn atvinnufyrirtækjanna. —• Þau áhrif, sem þessir menn hafa nú á hinum þýðingarmestu stöð um í breskum iðnaði, og atvinnu málum þjóðarinnar, geta vel orð ið sú fyrirmynd, er leiði til þeirrar lífsskoðunar, sem sam- einar starfslið Evrópu og jafn- vel alls heims. (Þýtt úr blaðinu „New World News“). Tveir píanóbekkir = danskir, úr mahogni með J : bognum löppum og dam- | askáklæði, til sýnis og | sölu í Tjarnargötu 47 \ eftir hádegi í dag.' Ný, ensk sumarkápa no. 16, til sölu. Uppl. í síma 80317 frá kl. 2—6. MiitiiMtin»aiiH"ninmiuinaMiiiiiiiniimiiiiiMii ■■•KIUIUIIKIIUIKKKIIIKKIIKHII Herbergi | Stúlka getur fengið her- I bergi í Miðbænum gegn \ húshjálp. Upplýsingar í f síma 7394. • IlllllllllI •11111111IIIlllllllllllllIIIMIMIIMIIMIMIIMIIIMIIIIB •(>£.2 1(~_ ^lö^gui Buiek ’41 ■ ■ • Lítið keyrður og vel með farinn Buick ’41 til sölu. Til Jsýnis á Bílaverkstæðinu við Þormóðsstaði, í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.