Morgunblaðið - 17.07.1949, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.07.1949, Qupperneq 2
2 VORGUNBLaí9 * # Sunnudagvir 17. júli 1949* Bengsíeinn Sergsleinss on: ílitleg fiskflokunarvjel þýsk ÁRATUGUM saman hefir víða urn heim verið unnið að upp- íinndingu fiskflökunarvjela og |>á. einkum í þeim löndum sem íiskframleiðsla hefir veruleg á- lui;:' á atvinnulífið. Þetta er afm eðlilegt þegar þess er gætt 4ive fiskframleiðsla heimsins er stó rkostleg og mikill hluti fisks- *n,5 er flakaður áður en hans cl neytt endanlega, og þá þess hvað r mikið vinnuafl liggu toundið í vinnu við fiskflökun hjá .mörgum þjóðum. Leigð noiendum — ekki seld T. d. má geta þess, að ef á- ætlað er að framleiðsla okkar ísiendinga sje árlega um 25.000 smál. af bolfiskflökum, gæti lát «ð nærri að til þess að hand- flaka það, þyrfti einhvers stað- ar milli 3—400.000 vinnustund- •«r. Tölur þessar eru ekki ná- kvæmar en aðeins settar hjer til |>ess að gefa hugmynd um mál- ið'. Margir hugvitsmenn hafa spreytt sig á því mikinn hluta æfí sinnar. að smíða nothæfa flokunarvjel, en flestum þeirra hefir enn sem komið er gengið erfíðlega. ■ Þetta er eðlilegt þegar tekið er tillit til þess, að ef vjelin ekki flakar vel, þ. e. a. s. skilur hreínlega og á rjettum stöðum fisk frá beinum, þá er hún ekki noíhæf, en allir skurðir sem vjel in þarf að skera við flökun eru mismunandi bogiínur en ekki héihar og fiskurinn altaf mis- stór. Fiskflökunarvjel er því afar margbrotið verkfæri og engin UlvMjun eða óheppni að margir mentt hafa eitt miklum tíma í t>essa uppfinndingu og náð litl- nm árangri. Einn þeirra manna, sem lengst og ótrauðast mun hafa vmnði að uppfindingu og smiði tflókunarvjela og að því er jeg h'dö með bestum árangri er Hr. Kud Baader, eigandi og for- stjóri Nordischer Maschinenbau Luheck í Þýskalandi. Um nokurt skeið hafði mjer leikið hugur á að sjá fiskflök- tmarvjel Baaders vinna einkum vegna þess að jeg hefi áður sjeð aðrar flökunarvjelar vinna, sem jeg veit til að reyndar hafi verið í Ameríku og Norður- álfu. Þegar jeg var svo staddur í Þýskaiandi s. 1. vor, fjekk jeg ósk mína uppfylta að sjá vjel Baaders vinna og það sem meira var um vert, kynnast hr. Baad- en sjálfum og ræða við hann persónuiega um þetta mál, sem jeg álít mikilsvert, þ. e. vjel- ílökun á fiski, Hr..Baaden fór með mjer til Cuxhaven, þar sem ein af hans tfiskflökunarvjelum er í gangi. Hafði jeg gott tækifæri til þess að athuga verk vjelarinnar þar sem við vorum þar mestan hluta dags. Fiskflökunarvjel hr. Baaders er ekki fyrirferðarmikil; hún er ca. 2 m. í þvermál hringmynd- uð' og þegar hún flakar, flyst íiskurinn rúman hálfhrinf eft- ir henni (lárjett), Til hliðar en íást við er önnur vjel sem haus- ar fiskinn og skilar honum inná tflökunarvjelina. Þegar fiskur- Flökunarvjel Baaders með áf; inn kemur inná fiökunarvjel- ina, mælir hún sjálf stærð hans og á sama augnabliki stillir hún sjálfvirkt alla hnífa samkv. því máli, eða sem sagt sorterar fisk inn fyrir sig sjálf. Þegar flökin kcma út úr flök- unarvjelinni, fára þau beint í roðflettast, en ef þau eiga að roðflettast, en ef þau eiga að pakkast með roði. flytjast þau ^ Rud Baader. framhjá roðfiettingai vjelinni. Flökunarvjelin flakar um 20 fiska á mínútu. svo að afköst hennar munu nægja hvaða frystihúsi sem væri hjer á landi eins og þau eru nú. Jeg veitti því eftirtekt að vjel in flakaði mjög vel og hrein- lega, þannig að ekki þurfti að snyrta flökin neitt á eftir. Til þess að fullvissa mig um hvað vel hún flakaði, fjekk jeg að gera samanburð á því og hand- flökun, því í sama húsi var einnig verið að handflaka þenn- an dag, vegna þess að mikið hafði borist að af fiski. Þessi samanburður sýndi að vjelin náði 3% meiri fiski úr hráefn- inu og þó var handflakað mjög vel á okkar mælikvarða. Að mínum dómi er þetta full- komnasta fiskflökunarvjel sem enn hefir verið reynd, má meðal annars benda á það. að hún still ir sig sjálf eftir stærð fisksins eins og .áður et' sagt, ennfrem- ur að ekki þarf nema 2 menn til þess að vinna við hana, að hausun og flökun. með þetta miklum afköstum sem vjelin hefur. Vandvirkni vjelarinnar er líka mikið atriði. en samkv. athugun þeirri. er jeg gerði, eins og áður er sagt, ætti hún að ná alltaf nokkuð hærri procent en ef handflakað er. Þessi mismunur byggist. líka á því, að ef handflakað er flaka menn misjafnlega vel, sumir vel stri hausunarvjel, til vinstii. sumir illa, og alltaf er töluvert um óvana menn. því einu sinni verða menn að læra að flaka. Eftir að hafa verið í Cuxhav- en og sjeð vjelina vinna bauð hr. Baader mjer að skoða vjela- verksmiðju sína í Lubeck, þar sem flökunarvjelarnar eru smið aðar. Þar getur að líta model af flökunarvjelum frá fyrstu tíð að hann byrjaði að vinna að smíði þeirra, og með því að skoða það safn, skilst manni hví lík feikna verk liggur í því að vinna upp fiskflökunarvjel og hvaða æfistarf þessi maður hef- ir þegar unnið á þessu sviði. T. d. sá jeg þarna model af fisk- flatningsvjel sem hr. Gísli John sen keypti til Vestmannaeyja árði 1927. Hr. Baader selur ekki fisk- flökunarvjelarnir, heldur leigir þær. Þetta kveðst hann gera vegna þess að hann er sífelt að vinna að endurbótum fiskflökunarvjel arinnar og þegar hann hefir gert nýtt model, tekur hann gömlu modelin til baka frá leigj endunum og lætur þá hafa ný. Með þessu er tryggt, segir hr. Baader, að hans bestu vjelar eru alltaf í notkun og viðskiptavin- ir sitja ekki með úreltar vjelar sem þeir einusinni hafa keypt þegar aðrir fá nýjar. Hr. Baader hefir einnig fund ið upp og smíðað síldarflökun- arvjelar, sem eru notaðar víða um heim, en frá þeim verður ekki sagt hjer. Þar sem fiskflökunarvjel hr. Baaders mun vera besta vjel sinnar tegundar, er vonandi að fiskframleiðendur hjer á landi athugi möguleika á því að hag- nýta hjer hana í framtíðinni. Sjóvarnargarður vlð Kcnf síyrklur LONDON. — í sumar hefur verið unnið að því að gera við og stækka sjóvarnargarðinn mikla við norðurströnd Kent. Verk þetta er talið mu.ni kosta 250 þús. sterlingspund (6% millj. ísl. kr.) Varnarveggur þessi tengir meðal annars eyna Thanet, austast við Ker.t við meginland. íjnars s.l. skemmd ist garðurinn í miklu fárviðri og 12,000 ekrur góðra engja, þjóðvegurinn og járnbrautin með ströndinni voru í hættu. Ætlunin er að hækka garðinn um þijú fet. — Reuter. Heraiauii Jóoasson gersam- lega andvígur bílábraski j HERMANN JÓNASSON nef- ir nýlega látið þess getið 'í Tím- anum, að hann væri andv!gur frekari bílainnflutningi því hann verði einungis til þess að auka óhóflegt brask með b;la. Þann 18. nóv. s. 1..lýsti Her- mann því í Tímanum, hversu gegndarlaust bílabraskið væri þá orðið. Hann birti þá játn- ingu eins braskarans. Stuttur úrdráttur hennar er svohljóð- andi: — Jeg keypti bifreið og seldi hana og keypti aðra og greiddi toll af henni. Þá pantaði jeg nýja bifreið, ráðstafaði henni og bað síðan bílasalann að panta fyrir ’mig aðra bifreið. Hana ljet jeg til annars manns. Þá sótti jeg um innflutning bif- reiðar, í stað annarar er jeg seldi. Hafði svo um skeið not- aða bifreið, setti í hana nýja vjel og kostaði miklu til. Að lokum fjekk jeg leyfi til að kaupa litla bifreið. Seldi hana. Fjellst þá Nýbyggingarráð á að láta mig hafa yfirbygðan jeppa. Rjett á eftir fjekk jeg leyfi fyrir bandarískri fólks- bifreið. Seldi jeg þá yfirbvgða jeppann. Hef orðið þess var að ýmsa undrar, að jeg skuli nú eiga jeppa. Fjekk hann frá bónda, fyrir gamla vjel, sem jeg átti áðui og ferðast aðal- lega á honum suður í Fossvog í skemmtigarð sem jeg á þar. Það er engin furða, þó Her- mann Jónasson líti svo á að þegar braskaraferill eins manng er orðinn þetta flókinn, þá sjei tími til kominn, að stemma stigu fyrir frekara braski. Kannski kemur það málinul ekkert við, að sagan sem Her*« mann sagði í Tímanum um bila«i braskarann, var af engum 'ðri um en honum sjálfum(!!) , ------------------- ý Versiun Péliands i og Austurríkis VARSJA, lo. júlí — Undirrit* aður hefur verið verslunar- samningur milli Austurríkis og Póllands sem gildir næstu tólí mánuði, Viðskipti landanmgj eiga að nema 40 milljón doll’' urum. Pólverjar selja Austur-* ríkismönnum kol, rúg, sykufl og efnavörur en kaupa í sta3« inn tilbúinn áburð, stál og gerfiull. — Réuter. Reynl a§ bæta úr óánægju Bengalbúa NÝJA DELHI, 16. júlí — Frarrj kvæmdastjórn indverska þjóð« þingsflokksins situr á ráðstefnií í Delhi til að ræða stjórnmála- ástandið. Flokkurinn hefur geí ið út yfirlýsingu um að nauð< synlegt sje að rannsaka hvaðf sje orsök róstanna, sem oft hafaí orðið í Vestur-Bengal og reynsj síðan að bæta úr því sem veld-< ur óánægju fólksins. — Reuter* Feðgar hittast eftir 36 ár Þetta eru feðgarnir Oddfriður Oddsson og Kristinn sonun lians, sem nýlega hittust eftir 36 ára fjarvistir. Oddfriður eia gamall og þekktur Reykvíkingur, fæddur í Lar.dakoti 25. nóv« 1865. Hann er nú vistmaður í Eíliheimilinu Grund. Kristinnj sonur hans fór til Ameríku 1913 og kom nýlega lieim aftur. —* (Ljósm. Mbl, Ói. K. Magnússon). j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.