Morgunblaðið - 17.07.1949, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.1949, Side 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 1949. mniNmuniiaii F.’Hffhsidssagan 42 Eftir Ayn Rand imimiiiiiiiiiniMiiBmiiMMiii«iim»wwiiwi'W mjer að útvega honum herbergi og hann er heiðarlegur öreigi, svo að jeg sje mjer ekki annað íært en að láta hann hafa eitt af herberjum ykkar. Hann get ur fengið borðstofuna, og þá get ui þú haft hin tvö herbergin. Hú. verður að skilja, að við lif- um ekki á þeim tímum, sem menn geta haft sjö herbergi, eins og sumt fólk hafði áður". Nýi leigjandinn var hægiát ur, eldri maður. Hann var með gleraugu og stamaði. Hann var bókari hjá skóverksmiðjunni og Skorohod og fór til vinnu sinn ar snemma á morgunana og kom aftur seint á kvöldin. Hann rnatbjó fyrir sjálfan sig á prím us og það kom aldrei neinn að heimsækja hann. „Jeg skal ekki vera fyrir, borgari Argunova“, sagði hann. ,,Jeg skal alls ekki vera fyrir. En það er bara þetta með bað- herbergið. Mundir þú vilja lofa mjer að fara í bað sVo sem eins og einu sinni í mánuði. Jeg mundi vera þjer mjög þakklatur fyrir það. Hvað viðvíkur öðr- um þægindum, þá er salerni í húsgarðinum, fyrirgefðu að jeg er að minnast á það. Mjer er alveg sama, þó að jeg noti það. Jeg vil alls ekki vera til óþæg- inda“. Þau fluttu húsgögnin úr borð stofunni inn í hin herbergin og negldu fyrir dyrnar. Kira bjó til matinn í stofunni og Leo var í svefnherberginu á meðan. ,,Það er aðeins til að vernda heilbrigðan hugsunarhátt okk- ar“, sagði hún. Þau litu aldrei á dyrnar inn í borðstofuna. Þau hittu a.drei leigjandann og minntust aldrei á hann. Um sumarið hafði Andrei ver íð á ferðalagi um þorpin við Volgu. Hann hitti Kiru fyrsta dag- inn í skólanum um haustið. Hann var hraustlegur- og styrk ur á hönd, en kringum varir hans voru rákir sem hvorki voru sár nje ör, eftir sár, en ininntu á hvort tveggja. „Kira, jeg vissi, að jeg mundi verða feginn að sjá þig aftur, en jeg vissi ekki að jeg mundi verða svona .... innilega glað ur“. ,,Þú hefur átt erfitt sumar, Andrei“. „Þakka þjer fyrir öll brjefin þín, þau glöddu mig mikið“. „Hún leit á hann alvarlega á svip. „Hvað hefur komið fyrir þig, Andrei?“ „Fyrir mig?“ En hann vissi vel, við hvað hún átti. Hann leit undan. „Jeg býst við, að þú ritir, eins og aðrir, hvernig komið er í sveitaþcrpunum. Þar er dokk ur blettur á framtíð okkar. íbúar þorpanna eru ósigraðir. Þeir eru á móti okkur. Þeir draga rauða fánan að hún en eru reiðubúnir að ráðast aftan að okkur, hvenær sem er. Þeir hneigja sig og kinka kolli og brosa í kampinn. Þeir hengja upp myndir af Lenin á birgða- geymslurnar, þar sem þeir fela kornið fyrir okkur. Þú hefur sjálfsagt lesið um það í biöð- L.'hum, að þeir Ih/eiktu í sám-' komuhúsi og brenndu inni þrjá . . . . í frístundum mínum?“ kommúnista. Jeg kom þangað | Maðurinn við skrifborðið leit daginn eftir brunann“. á myndirnar fimm á veggnum. „Andrei! Jeg vona að það | „Sovjetríkið viðurkennir ekk hafi náðst í mennina. sem et annað líf en lífið- fyrir þjóð- kveiktu í!“ fjelagið.“ Hann gat ekki varist brosi. „Kira þó! Að þú skulir tala svona um mennina, sem berj- ast gegn kommúnismanum“. „Já, en . . það hefði getað ver ið þú, sem brannst inni“! „Nei, jeg slapp ómeiddur, eins og þú sjerð. Vertu ekki að stara þetta á örið á hálsivum á mjer. Þetta er bara spretti- skot. Kjáninn sá arna kunni ekkert með byssu að fara. Hann gat ekki einu sinni miðað rjett“. Yfirmaðurinn hjá Gossizdat hafði hengt upp myndir á veggn um í skrifstofu sinni. Eina af Karli Marx, eina af Trotzky, eina af Zinoviev og tvær af . Lenin. Á skrifborðinu nans , voru tvö brjóstlíkön af Lenin og Karli Marx. Hann vr.r í svartri skyrtu úr dýrindis atl- aski með háum kraga. i Hann leit á fágaðar neglur sínar og síðan á Leo. „Fyrirtæki okkar hefur tek- ist á hendur það starf, að sjá um almenna fræðslu einnar deildar baltneska flotans. Auð vitað veist þú, við hvað jeg á“. Það er í sambandi við nýju hreyfinguna innan flokksins, sem starfar að aukinni þekk- ingu og öreigamenningu fyrir þær stofnanir, sem eru skemra á veg komnar. Við höfum tekið að okkur að vera menningar- írömuðir, eins og aðrar heldri stofnanir, og við berurri þess vegna ábyfgð á menningarleg- j um framförum bræðra okkar í baltneska flotanum. Þetta er aðeins lítilmótlegur og sjálfsagð ur þátttur okkar í eflingu menn ingar hinnar nýju ríkjandi stjettar“. „Já, einmitt það“, sagði Leo. „Hvað hefur þú hugsað þjer, að jeg geri?“ ♦ „Mjer finnst það liggja ósköp beint við, fjelagi Kovalensky. j Við ætlum að setja á stofn kvöldskóla, þar sem skjólstæð-j ingar okkar geta ókeypis notið kennslu í erlendum tungumái- um. Þar sem þú ert vel að þjer í þeim sökum, hef jeg hugsað mjer, að þú kenndir þýsku tvisvar í viku. Þýskaland er það land, sem við munum standa í nánustum tengslum við í framtíðinni, og þangað verð ur stigið næsta skrefið í heims byltingunni .... og einn fima í ensku einu sinni í viku. Auð- vitað færð þú enga borgun fyr ir þetta starf. Það á að vera gjöf þín til ríkisins, því að ríkið fer ekki fram á neitt. Það á að- eins að vera gjöf af frjálsum vilja“. „Síðan byltingin hófst“, sagði Leo, „hef jeg ekki gefið neinum gjafir, hvorki vinum mínum . . . nje öðrum. Jeg hef ekki ráð á því.“ „Fjelagi Kovalensky, hefur þú gert þjer ljóst, hvaða álit við höfum á mönnum, sem vinna( aðeins fyrir launum sínum, en.1 taka ekki þátt í neinum þjóð- fjelagslegum störfum?“ „Hefur þú gert þjer ljóst, að jeg þárf að lifa mínu eigiri lífí , Jeg held að það sje eins gott að við hættum að ræða þetta mál“. I „Þú neitar þá að leggja frarn þinn skerf?“ I „Já“. ' „Gott og vel. Þetta er ekki nauðungarvinna. Ekki á nokk- urn hátt. Þessi nýja hreifing byggist einmitt á frjálsum vilja þátttakendanna. Mjer v^r efst í hug þín eigin velferð, þegar jeg stakk upp á þessu. Jeg hafði nefnilega talið mjer trú um, að þú mundir taka þessu vel, þegar tekið er tillit til vissra atburða . . . . ja, það skiftir svo sem engu. Jeg verð um leið að benda þjer á, að fjelagi Zubikov í kommúnistacellunni hefur látið í ljós óángju sína yfir því, að maður með slíka fortíð sem þú, skulir vinna hjer hjá okkur. Og þegar hann heyrir þetta þá . . „Þegar hann heyrir þetta“ sagði Leo, „skaltu segja honum, að hann geti komið til mín og jeg skuli kenna honum ýmislegt ó- keypis . . . ef hann hefur áhuga á málinu.“. Leo kom fyrr heim en hann var vanur. Kira stóð boginn yfir prím- usnum. Blár loginn hvæsti í rökkr- inu og varpaði birtu á hvíta svuntu hennar. Leo fleygði húfunni og tösk- unni á borðið. „Jæja. þá er það búið“, sagði hann. „Mjer var sagt upp“. • „Þú meinar . . . . hjá Gossiz- dat?“. „Já. Starfsfólkinu var fækk- að, Óheppilegir aðilar reknir. Jeg átti að standa af nærri broddborgurunum og jeg tek etókj þátt í þjóðfjelagslegum störfum“_ „O .... hvað gerir það. Við komumst vel af án þess“. „Auðvitað komumst við af. Heldur þú að jeg kæri mig nokkuð um að vinna íyrir þessa státnu karla? Slíkir smámunir hafa ekki frekar á- hrif á mig en lítilfjörlegar veð- urbreytingar“. „AuðVitað ekki. ^Farðu úr frakkanum og þvoðu þjer um hendurnar. Við förum að borða“. „Hvað hefur þú í matinn?“. „Rauðrófusúpu. Þjer finnst hún góð“. „Hvenær hef jeg sagt, að rnjer þyki hún góð? Jeg hef enga matarlyst. Jeg er ekki vit und svangur. Jeg fer inn í svefn herbergi ?ð lesa. Jeg vil helst ekki að þú ónáðir mig“. ’ „Nei, jeg skal ekki gera það“. Þe^ar Kira var ein eftir tók hún handklæði og lyfti lokinu af pottinum. Hún hrærði hægt í súpunni, miklu lengur en nauðsynlegt var. Svo tók hún disk niður af hillunni og jós á hann súpu. Þegar hún bar disk- inn yfir að borðinu. tók hún eftir. að hann hristist í hönd- um hennar. í fyrsta sinn á æv- inrii talaði hún víð sjálfa sig: vu’tvalcstóí? Á skolveiðum í skóginum Eftir MAYNE REID ' i6. m iK Jeg hafði ekki legið lengi íyrir framan tjaldið mitt, þegar jeg heyrði málróm Robba gamla, einhvers staðar skammt frá mjer. Jeg heyrði á málrómnum, að þessi gamli ein- kennilegi veiðimaður var í æstu skapi. Jeg stóð upp, sá að hann stóð skammt frá eldinum og margir strákar höíðu safnast í kringum hann og hlógu að honum. Þá fór ieg að hlusta á það sem Robbi sagði. J „Sjáið þið ekki, piitar mínir? Þið vitið auðvitað, að- hanri Robbi gamli kærir sig ekkert um að vera að eyða púðri og blýi til einskis. En svo framarlega sem jeg heiti Roöbi • þá skal jeg sýna mína skotfimi og slá Indíánann algjöiiega út. Ef jeg segi þetta ekki satt, þá megið þið skera af mjer eyrun“. ; Þessi orð vöktu feikilega kátínu meðal nærstaddra Því að eyrun voru þegar farin af Robba og svo náið höf.ðu pau verið skorin, að það var ekki nokkur ögn eftir, sem hnífur eða skæri gætú bitið á. 4 | „Hvernig ætlarðu að slá hann út í skotfimi, Robbi?‘s hrópaði einn veiðimannanna. „Ætlarðu kannske að skjóta kuðung af hausnum á sjálfum þjer?“ J „Jeg skal sjálfur sjá um það“, sagði Robbi. Hann labb- b ði út úr hópnum upp að tjaldinu sínu en kom bráðlega tii baka með riffilinn sinn, sem hann var lengi að nudda á ! ermi sinni. Allir nærstaddir fylgdust nú af athygli með aðgerðum Robba gamla. Og menn voru að velta því fyrir sjer að nokkru með hálfkæringi og að nokkru með spenningi, hvaða skolla gamli veiðimaðurinn gæti fundið upp á tii að siá út meistara allra meistara í skotkeppni. Það var ó- mögulegt að vita, hvað nú ætti að ske. „Jeg skal algjörlega slá hann út og það svo að allir verði að viðurkenna það“, muldraði Robbi. „Ef jeg segi ekki satt þá má hann skera litla fingurinn af hægri hendinni á mjer“. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að litli fingur- inn vantaði á hægri hendi karlsins. Og aftur fóru allir að skellihlæja. Og ekki batnaði það þegar hann bætti við: „Já, jeg segi það satt, því ef jeg ekki sigra hann, þá má hann skera höf- uðleðrið af mjer“. Menn veltust um af hlátri, því að þó rnjQ^CfAJLriAc^ímjuu /oái-cl. — Það er óþarfi að pakka henni inn, ungfrú, jeg æt!a ad borða hana hjerna. ★ Alæta. Brian Mitchell hefir ekkert á móti jþvi að breyta svolitið tii um matar- æði af og til. Hann er núna 14 ára. Fyrra sunnudag gleypti hann einn hlekk af meðalstórri keðiu. Á mánudag veðjaði hann við stúlku að liann gæti gleypt rifiiskot úr heilli öskju. Honurn tókst það. öll skotin — 24 að tölu — fóru niðut i hann. Og svona til frekari áherslu gleypti hann hálf-pennypening. I Á þriðjudag sögðust skólafjelagar hans ekki trúa því. að hann ga;ti gleypt ;,farthíng“, koparpening, sem nálgast fimmeyring að stærð. Brián var ekki lengi’ að sannfæra þá, og til þess að fyrirbyggja allan misskilning gleypti hann tvo. | Á miðvikudaginn gleypti hann tíu tölur, venjulegar vestistölur, og þar i að auki einn stórán silfúrh'napp. Siðan ; fór hann i veislu, þar sem hann gerði fullorðna fólkið undrandi yfir hve mikla kjötkássu hann gat botðað. En nú vjrtist mælirnin fullur og drengur varð veikur í maganum. Tekin var af honum röntgenmynd og maginn leit út alveg eins og spari- baukur. Laeknamir álíta samt ekki að gera þurfi á honum uppskurð. Hann muni losna við hlutina ó cðlilegan hátt. Duglegir niálarar. Sex menn i Bandaríkjunum mál- uðu nýlega fimm herbergja íbúð í nýju húsi á tveimur mínútum og 32 sekundum. Notuðu þeir viö það 45 lítra af málningu. Slíkt mun algert heimsmet. ★ Kútur og I.ilía. Lilla: — Kútur, jeg veit, hvað jeg vil að þú gefir mjer i afmælisgjöf. ICútur: — Hvað er það? Lilla: — Jeg segi þjer það ekki, a£ því jeg vil láta þjer koma það á óvart. ....................... Augiýsendur alhugið! ( að ísafold og Vörður er | vinsælasta og fjölbreytt- | asta blaðið í sveitum | landsins Kemur út einu i sinni í viku — 16 síður. | 5 3 aiiiiiiiiiniimimmiiiiNiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiu&i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.