Morgunblaðið - 29.07.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur.
170. tbl. — Föstudagur 29- júlí 1919-
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ÞESSI NÝSTÁRLEGU hjól eru undir fljú?andi virki. Eru
þau til að Icnda á ójöfnum flugvöllum og er það í fyrsta sinni,
sem þesskonar hjól eru sett á svo stórar flugvjelar.
Lánveiting til Islnnds
rædd í breska þinginu
Gagnrýni á henni mótmælf af stjórnarfullfrúa
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 28. júlí. — í dag urðu umræður í Neðri málstofu
Lreska’þingsins um lánveitingu þá, sem Hambros-banki veitti
rikissjóði íslands til smíði hinna 10 togara, sem samið hefir
verið um smíði á þar í landi.
Mikilsvert. *
t umræðunum upplýstist að
breska stjórn teldi það mikils-
, vert, að fiskiflota landa á sterl-
ingssvæðinu væri komið í ný-
tískuhorf.
Italir mótmæla
ásökunum Rússa
Breski togaraflotinn einfær*
Það var fulltrúi íhaldsflokks
ins, sem gagnrýndi þessa lán-
veitingu. Sagði þingmaðurinn '
ræðu sinni, að í breska togara-
flotanum væri nú nógu mörg
skip til að fullnægja þörf
breskra fiskmarkaða.
Lánveiting sjálfsögð.
Talsmaður fjármálaráðuneyt
isins var fyrir svörum; og sagði
að það væri mikilvægt. að fiski
floti landa þeirra, sem á sterl-
ingssvæðinu eru, væri efldur
og komið í nýtískuhorf.
Utvarp á dönsku um
Vesfur-islendintja
MONTREAL, 28. júlí: —
Danska röddin í Kanada
mun hafa sjerstaka dag-
skrá á stuttbylgjum á
sunnudaginn kemur, þann
31. júlí klukkan 20,40 ís-
Ienskur tími, um íslensku
landnemana í Kanada. —
Sent verður á eftirtöld-
um bylgjulengdum: 16,84
m. (17,82 megacycles) og
19,58 m. (15,32 megacycl-
es).
Einkaskeyti frá Reuter.
RÓMABORG 28. júlí: Sforza
greifi, utanríkisráðherra Italíu
skýrði sendiherrum Breta og
Bandaríkjanna hjer í borg í
dag frá innihaldi svars ítölsku
stjórnarinnar við orðsendingu
Rússa á dögunum, er þeir á-
sökuðu ítali fyrir að hafa rofið
friðarsemningana með því, að
gerast aðilar að Atlantshafs-
sáttmálanum. ítalska stjórnin
vísaði fullyrðingunum, um að
hún hefði rofið friðarsamning-
ana með þátttöku sinni í At-
lantshafssáttmálanum, á bug.
Búist er við. að Sforza greifi,
skýri ítalska þinginu frá þessu
í dag, er þátttaka Itala kemur
til umræðu í öldungadeildinni.
Lánveifing til Júgósiavíu
WASHINGTON, 28. júlí: —
Sú yfirlýsing var gefin út frá
alþjóðabankanum í dag, að
sendinefnd yrði gerð út t'l Júgó
slavíu í fyrri hluta ágústmán-
aðar. f tilkynningunni sagði, að
nefndin mundi kynna sjer efna
hag landsins viðvíkjandi láns-
beiðni Júgóslaviu.
Láninu yrði varið til að búa
landbúnaðinn vjelum, eflingar
námureksturs, bættra sam-
gangna, til að auka iðnaðinn o.
fl. — Reuter.
Ofbeldishættan vofir yfir Evrópu
LýöræðisfDjóðirnar þurfa
aðstoð til varnar sjer
Ummæii Dean áchesonr ufanríkisráSherra
WASHINGTON, 28. júlí: — Lýðræðisríkin í Vestur Evrópu
geta ekki varist árás af eigin ramleik, eins og er og það er langt
'frá, að árásarhættan sje hjá liðin í Evrópu. Á þessa leið fórust
Dean Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna orð í dag, 'er
hann mætti sem vitni fyrir utanríkismálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, í sambandi við frumvarp Trumans forseta,
um fjárveitingu til vopnakaupa fyrir Evrópuþjóðir.
r)0§inn,,! særfskt
effirlifsskip við ísland
Einkaskeyti til Mhl. frá
N.T.B.
STOKKHÓLMI, 28, júlí:
Varðskipið „Óðinn“ fór
í dag hjeðan áleiðis til
Islands og á skipið að að-
stoða sænska síldveiði-
menn á Islandsmiðum.
31 manna áhöfn er á skip
inu og er þetta í fyrsta
sinni, sem Svíar senda
vnrðskip á Islandsmið.
Ef þessi tilraun tekst vel
er í ráði að halda henni
áfram. — Landvarnaráð-
herrann sænski skoðaði
skipið áður en það fór
frá Stokkhólmi.
Þetta skip, „Óðinn“,
var byggt í Kaupmanna-
höfn. Það er 500 smál.
og var upphaglega byggt
fyrir íslensku ríkisstjórn
ina og var varðskip við
ísland frá 1926, þar til
það var selt til Stokk-
hólms.
Mikil laxveiði
í Þingeyjarsýslu
HtlSAVlK fimmtudag: — Ein-
muna hlýindi og þurkar hafa
verið hjer nyrðra i röskan mán
uð, en í dag er hjer komið
dumbungsveður og litilsháttar
rigning. f
Enn er mikil laxveiði i Laxá
í Þingeyjarsýslu. Eru flestir lax
anna ekki undir 10 pimdum og
sumir allt að 35 punda þungir.
Laxveiðimenn hjer felja óvenju
mikinn lax vera i ánni nú í
ár. — S. P. B.
Deila ríkis og kirkju
i Tjekkóslóvakíu
harðnar
NEW YORK, 28. júlí: — Róm
versk-kaþólska kirkjan í Tjekkó
slóvakíu undirbýr nú leynistarf
semi til að vinna gegn þeim
tilraunum stjórnarinnar, að gá
yfirstjórn kirkjunnar 1 sínar
hendur.
Er almennt talið meðal kirkj
unnar manna í Tjekkóslóvakíu,
að deilan milli ríkis og kirkju
sje nú orðin það hörð, að um
samkomulag verði ekki að ræða
úr þessp. — NTB.
Breski flotamálaráð-
herrann á ferð til
Miðjarðarhafsins
MALTA, 28. júlí: — Hall,
flotamálaráðherra Bretlands
kom hingað í kvöld, en hann
er nú á ferðalagi til flotastöðva
í Miðjarðarhafi og skipa rir
breska flotanum. — Reuter.
Árásarhættan mikil
Acheson benti á, að það
væri siður einræðisstjórna að
þegar þær gætu ekki lengúr
náð takmarki sínu á pólitískan
hátt gripu þær til ofbeldisins
með vopnum og sú hætta vofði
yfir í Evrópu einmitt nú.
Hann taldi nauðsynlegt, að
Bandaríkin aðstoðuðu þjóðir
Evrópu til að varðveita frelsi
sitt og til þess væri nauðsyn-
legt, að Bandaríkjastjórn
veitti fje, því það væri langt
frá, að lýðræðisþjóðirnar í
Vestur-Evrópu væru 'þess
megnugar að verja sig sjálfar
gegn öflugu ofbeldis- og her-
veldi.
Ekkert lát á
ofbeldisstefnunni
Síðar í dag mætti Acheson,
utanríkisráðherra, fyrir her-
málanefnd, fulltrúadeildarinn-
ar í sama máli og sagði hann,
að það væri síður en svo að
nokkurt lát sæist á ofbeldis-
stefnunni.
Ráðherrann sagði, að ómögu
legt væri að segja hversu
lengi Bandaríkjamenn þyrftu
að styrkja lýðræðisþjóðirnar í
Evrópu til að tryggja sjálf-
stæði þeirra.
Lávarðadeildin stöðvar
frumv. um þjóðnýtingu
stáliðnaðarins breska
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 28. júlí: — Lávarðardeildin samþykkti í dag með
103 atkvæðum gegn 29, að frumvarp stjórnarinnar um þjóð-
nýtingu stáliðnaðarins breska skuli ekki koma til framkvæmda
fyr en eftir næstu kosningar. Þessa breytingu á stjórnarfrum-
varpinu hafði deildin gert áður, en neðri deildin hafði felt þessa
breytingartillögu.
Með þessari afgreiðslu í lá-*
varðadeild breska þingsins er
auðsætt að málið tefst og að
jafnaðarmannastjórnin breska
kemur ekki fyrirætlunum sín-
um um þjóðnýtingu stáliðnað-
arins fram eins fljótt og hún
hafði hugsað sjer.
Verður málið nú að hvila á
meðan yfirstandandi þingtíma-
bil stendur yfir, eða þangað til
í desember í vetur. En á næsta
þingtímabili er hægt að taka
málið upp á ný og er þá talio
að stjórnin þrengi þvi i gegn.
Hvernig skifta á
framlaginu
Acheson gerði grein fyrir
því hvernig hugsað væri að
skipta hinu 1450 millj_ dollara
framlagi, sem farið er framá
fyrir árið 1950. — Grikkir og
Tyrkir eiga að fá; 50 millj.
dollara. 11 millj. dollara vseru
ætlaðar til hergagnakaupa
fyrir Norður-Atlantshafssátt-
mála þjóðirnar, en það sem
eftir væri til aðstoðar þeim
þjóðum, sem ógnað er af Rúss
um.
Hefur bjargað þeim
úr klóm Rússa
Acheson gat þess, að aðstoð
Bandaríkjastjórnar við Grikki
og Tyrki hefði til þessa bjarg-
að þeim úr klóm Rússa.
Ráðherrann taldi líkur til
þess, að áður en langt liði
myndi verða gengið milli bols
og höfuðs á grísku uppreisnar
mönnunum.