Morgunblaðið - 29.07.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1949, Blaðsíða 2
MORGVNBLAtna Föstudagur 29. júlí 1949 --------------------- . t lieðjuorð vestur- slensku gestannu I GÆRMORGUN ræddu blaða- menti við vestur-íslensku heið- uisgestina að Hótel Borg. til þess að fá að vita hvernig þeim hefðt iíkað heimsóknin og dvöl- in iyer. En þau eru nú öll á förum Guðmundur Grímsson og kona hans fara í dag með fTugvjel til Kaupmannahafnar, en Vilhjálmur Stefánsson og kona hans leggja af stað vest- ur um haf á morgun með Goða- fo.isi. Öll voru þau innilega ánægð með veruna hjer og báðu fyrir kveðjur til allra er þau hefði kynst. Meðal annars fórust þeim orð á þessa leið: Inl V. Grímsson: — Það er langt stðan að mjer fór að þykja væn.t um ísland og íslensku þjóðina. Fyrir hugarsjónum mínum var hún bókmennta- og menningarþjóð, kjarkmikil og framsækin. Mjer þykir sjer- slaklega vænt um að kynni mín af henni nú hafa staðfest þessa skoðun. Og gaman þótti mjer að ferðast um landið og sjá hin mörgu og fallegu bændabýli. Mig hafði ekki órað fyrir að landbúnaður væri hjer á jafn hóu stigi og raun ber vitni. Jeg hlýt að dást að mörgu í fari yk Jt.ar íslendinga, menningu ykkar og hinni aðdáanlegu gestrisni, sem mætti okkur hvarvetna. Guðmundur Grímsson: — Hjer eru hetjur, ekki síður en í fornöld og jeg undrast það mest hverju íslendingar hafa fengið afkastað á fáum árum. Þá fínst mjer það gleðilegt hverri trygð þeir hafa tekið við landið Sitt. Fólkið flýr ekki hjeðan. ísland er líklega eina landið í Norðurálfu, sem ekki sendir jafn marga útflytjendur til Bandaríkjanna og það má. Fró öllum öðrum þjóðurn vilja fleiri ;kpmast þangað en leyft er. Og af því að „qvóti“ Tslend- inga stendur þar altaf opinn, gc-ta íslenskir námsmenn feng- ið ;þár atvínnu, með því að telja sig ínnflyjendur, en það geta ekki námsmenn annara þjóða. Nú eru íslendingar sjálf- ir farnir að flytja inn starfs- fólk —• við höfum heyrt hjer norsku, dönsku og þýsku og af- greiðslustúlku hittum við á veitingastað og hún kunni ekk- ert annað en dönsku. Þetta er mikil breyting. Þannig er allt að breytast. Jeg hefi aðeins sjeð svij) af því, en langar til að kynnast öllu betur. En — í stuttu máli — þetta hefir ver- ið yndislegur tími, og mjer finst jeg hafa yngst um 10 ár. Evelyn Stefánsson: — Eftir að hafa verið hjer langar mig til að kynnast íslandi miklu betur, Alt, sem jeg hefi sjeð og heyrt hefir glatt mig. Börnin hjer eru falleg og fjörleg, það spáir góðu um framtíðina. — Reykjavík finst mjer falleg og þrifaleg borg — og dáist að Austurvelli og fallegu blómun- ijm Jþar. Og hjer hefi jeg feng- ið bestan mat, harðfisk, hangi- l?jöt, soðinn lax og skyr. Jeg held jeg gæti aldrei orðið leið á s!:yri. Og jeg er viss um að þegar jeg kem heim og fæ I rjómaís, þá mun jeg óska þess að hann væri orðinn að skyri. Fólkið hefir verið frafnúrskar- andi gott við okkur og hefir ausið yfir okkur dýrmætum gjöfum. sem við fáum ekki fuU- þakkað. Vilhjálmur Stefánsson: — Mjer verður þessi ferð minnis- stæð, en minnisstæðust verður mjer þó líklega för mín til Mý- vatns. Við fórum í 2 stórum bílum og með mjer voru 40 ættingjar mínir. Og á eftir sát- um við öll veislu á Svalbarði. Jeg las í amerísku blaði, skömmu áður en jeg fór hing- að að í Svíþjóð væri næstmest bókaútgáfa, miðað við fólks- fjölda, en á íslandi mest. Þar skarar íslenska þjóðin fram úr öðrum og jeg hefi nokkuð kynst því af eigin raun. Á fleiri sviðum eru íslendingar líklega á undan öðrum þjóðum og á- reiðanlega með notkun heita vatnsins. Að tiltölu við fólks- fjölda er rafmagnsnotkun lík- lega meiri hjer en annars stað- ar. Það hefir glatt okkur að kynnast þessu. Og berið svo ríkisstjórn, Þjóðræknisfjelag- inu og þjóðinni allri bestu kveðjur okkar fyrir móttökurn- ar og bestu árnaðaróskir okk- ar.--------- Vilhjálmur er sjálfur mikil- virkur rithöfundur óg hefir skrifað 22 bækur. Að gefnu til- efni skýrði hann svo frá. að nokkur eintök af þeim bókum sínum sem ekki eru uppseld- ar, hefði komið hingað nú og væri hann að rita á þær nafn sitt til minja um þessa ferð. Mun sjálfsagt marga langa til að eignast þær og eiga til minja um komu hans hingað. Síeinker til Akraness í GÆR var komið með hingað til Reykjavíkur, um 60 metra langt stein-ker, sem nota á til hafnargerðar á Akranesi. Það var hollenskur dráttar- bátur, sem kom með kerið alla leið frá Hollandsströndum. — Lagðist báturinn við festar á ytri höfninni og lá þar í allan gærdag. Eftir því, sem blaðið rjetti í gærkvöldi, mun steinkerið verða dregið inn á Kleppsvík í dag og geymt þar, uns hægt verður að taka við því á Akra- nesi. Dauðadómar í Júgóslavíu SKOPLJE, 28. júlí. — í dag dæmdi kviðdómur í Júgóslafíu tvo menn til hengingar. Voru þeir fundnir sekir um að hafa myrt mann nokkurn svo og að hafa ráðgert fleiri níðingsverk. Níu menn bornir svipuðum sökum, voru dæmdir í fang- qIsí, þetta frá 10 mánuðum og allt upp í 20 ár. Sagði forseti dómsins, að sak borningarnir hafi ætlað að flýja til Albaníu, þar sem þeir bjuggust við að þeim myndi tekið tveim höndum. —Reuter. .... ÍÞRÓTTIR ...... i 'J' ’• "? • “ ' !■ » u v ■■'.•■'.*•. ■ . * «. Fuchs setur heimsmet í kúluvurpi Örn Clausen efstur eftir fyrri dag tugþrautarinnar Norðuriöndin með 164 1/2 stig, U S A 158 1/2 Einkaskevti til Mbl. frá NTB. OSLO, 28. júlí: — Bislet-leik vangurinn var ekki fullsetinn áhorfendum í dag, er frjáls- íþróttakeppni Norðurlandanna við Bandaríkin hjelt áfram, enda var veður heldur leiðin- legt til að byrja með. Það rigndi í nótt og síðdegis í dag og völl- urinn því nokkuð þungur. Dagurinn var samt ógleym- anlegur. „Stemningin“ byrjaði þegar Ameríkumaðurinn Louise kastaði sleggjunni rúma 14 metra í fyrsta kasti sínu og náði hápunktinum, þegar landi hans J. Fuchs setti heimsmet í kúluvarpi, 17,79 m. — Eftir þennan dag hafa Norðurlöndin 164% stig, en USA 159% stig. Einnig vakti það og mjög mikla hrifningu, hve góð frammistaða íslendingsins Arnar Clausen var í fyrri hluta tugþrautarinnar. „Við getum ekki búist við því, að hann nái fýrsta sætinu af Ameríkönunum, en erfiður getur hann orðið þeim“. Tugþrautin. Þegar 100 m. hlaup tugþraut arinnar fór fram var rigning og brautin mjög þung. Örn varð þar annar á sama tíma og fyrsti maður, Ameríkaninn Albens, en Mathias og Mondschein voru með 11,4 og 11,5 sek Eftir langstökkið, sem Mond- schein vann með 7,26 m., en Albens var annar með 6,95 m„ var Örn kominn í þriðja sæti. Albens hafði 1605 stig, Mond- schein 1584, en Örn 1563. Mat- hias hafði 1486. Örn stökk 6,79 m. í kúluvarp- inu kom Örn svo mjög á ó- vart. Hann kastaði 13,34 m. eða lengra en nokkru sinni áður. Mathias var fyrstur í kúi- unni með 13,57 m., en enginn hinna náði 13 m. Þetta afrek Arnar færði hann upp í fyrsta sæti með 2312 stigum. Mondschein varð annar með 2259 stig, en Mathias þriðji með 2258. Albens var með 2156 st. („Það kom gleðilega á óvart, að Clausen skyldi ,,leiða“ eftir þrjár greinar“, sagði þul- ur norska útvarpsins). Mondschein vann hástökkið með yfirburðum, stökk 1,94 m. Albens var annar með 1.86 m., en Clausen, Mathias og Svíinn Eriksson stukku allir 1,83 m. Mondschein var nú kominn í fyrsta sæti með 3219 stigum, en Örn var annar með 3134 stig. Mathias þriðji með 3070 og Albens fjórði með 3015. Síðasta grein fyrri dagsins, 400 m. hlaupið, var eftir. Órn hljóp í riðli með Mathias og Mondschein. Var hann á mið- brauíinni. Ameríkanarnir fóru í byrjun hlaupsins fram úr honum, en þegar á síðustu beinu brautina kom, tók Örn forust- una og kom um 7 m. á undan Mathias, sem varð annar að marki. Þetta hlaup hans var- frábært. Tíminn 50,6 sek., að- eins 2/10 sek. frá íslenska met- inu og nærri sekúndu betri tími en Örn hefir nokkru sinni hlaupið á áður. („Einn vinsæl- asti keppandinn hjer á Bislet“, sagði norska útvarpið). Þetta dugði Erni til þess að komast aftur í fyrsta sætið. Hann var nú með 3977 stig, en Mond- schein var með 3974 stig — Mathias var í þriðja sæti með 3855 stig og Albens í fjórða með 3790. Tannander hafði 3601 st. og Eriksson 3559 st. (Til samanburðar má geta þess, að Örn hafði 3816 stig eft- ir fyrri daginn, er hann setti Islandsmet sitt. Árangur hans núna er því 161 stigi betri. Þá hljóp hann 100 m. á 11,0, stökk 6,76 í langstökki, kastaði kúlu 12,98 m., stökk 1,75 í hástökki og hljóp 400 m. á 51,5 sek.) Heimsmet í kúluvarpi Það ætlaði bókstaflega allt um koll að keyra á Bislet, þeg- ar Ameríkumaðurinn J. Fuchs hafði kastað í annarri umferð í kúluvarpi. Hann hafði sett nýtt heimsmet, 17,79 m. Landi hans Fonville átti fyrra met- ið, 17,-68 m. Þetta er í annað sinn, sem heimsmet í þessari grein er sett á Bislet. Ameríku maðurinn Torrace kastaði þar 17,40 m_ 1934, sem þá var álitið „yfirnáttúrulegt afrek. Fuch dansaði „stríðsdans11, eins og Indíáni af ánægju og landar hans báru hann á gullstól um völlinn. Ameríski þjóðsöngur- inn var leikinn, er Fuchs tók við verðlaununum. — Gunnar Huseby var fyrstur Norður- landamannanna á eftir Amerí könunum. Hann kastaði 15,84 metra. Skemmtilegt 800 m. hlaup 800 m. hlaupið var mjög skemmtilegt Svíinn Wolf- brandt, sem hljóp á ystu braut tó-k fljótt forystuna, en landi hand Lindgárd fylgdi honum eftir. 400 m. hljóp hann á 54 — 55 sek. Þá var það sem að Ólympíumeistarinn Whit- field hljóp fram, en Wolf- brandt náði hann ekki fyrr en um 200 m. voru eftir af hlaupinu. Hinir Ameríkumenn irnir og Svíinn Ingvar Bengts son fylgdu honum eftir. Bengts son reyndist þeim sterkari 0g kom annar í mark. Lindgárd hleypti þeim heldur ekki fram fyrir sig. Norðurlöndin fengu því 2. og 3. mann í þessu hlaupi og var það meira en bjartsýnustu menn höfðu þor« að að vona. Wolfbrandt vaci alveg ,,útkeyrður“ og varS sætta sig við síðasta sætið. j Þrefaldur norrænn sigur í sleggjukasti Reiknað hafði verið með. a?S Ameríkumaðurinn Samuel Felton myndi riðla röðum Nor3 urlandanna í sleggjukasti. eiu honum mistókst í öðru kastf sínu, datt í hringinum og var(f að hætta. Bo Ericson, Tamm-> i inen og Söderquist komusti því aldrei í hættu. Ameriku« menn ætluðu fyrst aðeins að hafa tvo menn í sleggjukasúnu og fórna þar einu stigi, en svö hafa þeir sjeð sig um hönd og Taylor- Louise var bah með. — Hann vakti nukla) athygli, þar sem hann kastaöi innan við 20 m. i ! Þrefaldur amerískur sigur í 110 m grind. 110 m grindahlaupi attij Amerikumenn 3 fyrstu rrenn, eins og vitað var, en þó kepptS ekki heimsmethafinn Harrisorí Dillard. — í hans stað korrí 400 m grindahlauparinn Rich« erd Ault. Hann bjargaði þnðjai sætinu fyrir Ameríkana, þótií hann, sem vanur er lágunf grindum úr 400 m hlaupinu, feldi fimm grindur. Tíminn | hlaupinu var ekkert sjerstakur. Dixon vann á 14,2 sek. * Annar þrefaldur sigur USA. Úrslitin í langstökkinu urðU á sömu leið og í grindahiti ;ip« inu. Þrír Ameríkanar fyrstir. Douglas stökk 7,47 m„ en Bry- an var rjett á eftir honum me8 7,45 m. Aðeins einn Norður- landabúi, Svíinn Gustav, Strand, stökk yfir 7 m. Vallarmet í 4x100 m. Sem vænta mátti, höfðU Ameríkanar mikla yfirburði f 4x100 m boðhlaupinu og scttu þar nýtt vallarmet. Tíminn var 41,2 sek. Norðurlandasveí'in, sem skipuð var einum Dana, Sibtsby, tveimur íslendingum, Finnbirni og Hauk Clausen og einum Norðmanni Bloch. h(;óp á 42,3 sek. Úrslit. 110 m. grindahlaup; 1- C, Dixon. USA. 14.2 sek.. 2. Richarjj Attlesey, USA, 14,8 sek., 3. Richarij Ault, USA. 15.2 sek.. 4. Suvivuo. Na 15.4 sek., 5. Kenneth Johansson. Na 15.5 sek. og 6. Arnt Garpestad. Na 15.6 sek. Sleggjukast: — 1. Bo Eric<on, N, 52,48 m.. 2. Tamminen, N, 41,4jj m., 3. Per Söderquist, N, 49,68 tn., 4. Thomas Montgomery, USAa 46,94 m., 5. Samuel Felton, USAj 33,52 m. og 6. Lewis, USA, 17,8$ m. 30Ó m. hlaup: — 1. Melvirj Framh. á bls. 8, J Örn Clausen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.