Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 1
youblaði O^efiO lit af A-]/þýí>uflokl£iium. 1920 Laugardaginn 19. júní 137. tölubl. I dag": LandsspítalasjóðscLagur. Hátíð frá kl. 4. Allir með! €rleuð símskeyti. Khöfn 18. júní. Yenizelos og Gtrikkjakóngur. Sá orðrómur berst út, að Veni- ±elos hafi hvatt Grikkjakonung til þess að segja af sér, svo lýð- veldi geti komist á. Frá bolsíríkum. Símað er frá Moskva, að bolsi- ¦víkar ætli að yfirgefa Parsíu. Lundúnafregn hermir, að Krassin íiafi boðist til að viðurkenna gaml- ár ríkisskuidir Rússlands gegn því að Rússar íái að vera með í ráð- ^am um Konstantínopel. Stjórnarþaufið í Pýzkalandi. Símað frá Berlín, að Fehrenbach f»ingforseti reyni að mynda stjórn. Nýströni og Ruhe hafa báðir verið sýknaðir af fóst- urmorðsákærunni, segir fregn frá "Stokkhólmi. Fundur verður haldinra með Eystrasalts- þjóðunum í júlí. úsnæðismállð. »PóIarnir« sigra. Á bæjarstjóraarfuadi í gær var húsnæðismálið til umræðu og var samþykt í því tiliaga frá húsnæð- ÍMiefnd bæjarstjórnar um að reisa ívö íbúðarhús á ívarsselstiáni, 'hv.ort raeð 10 íbúðum, 1 herbergi og ^klþýdiit>la.did ér ödýrasta, fjölbreyttasta og beztá dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. eldhúsi. Húsin verða þægindalaus með öllu. Þeim fylgir sárlítil geymsla, engin þvottahús, ekki vatnssalerni, yfirleitt engin þau þægindi sem krafist er í hinum siðuðu löndum nú á dögum. Og íbúðirnar er vaila hægt að kalla íbúðir, að minsta kosti ekki handa fjölskyldum. Þetta er því óforsvar- anlegt kák og ekkert annað, bæn- um til stórskammar. Jón Baldvinsson flutti tillögu um að reist yrðu tjögurra íbúða tirnb- urhús, með svipuðu fyrirkomulagi og hús Byggirigarfélagsins við Bergþórugötu, en sú tillaga var feld, af því vit var í henni. Það er engu Iíkara en borgarstjóri megi ekki heyra nefnt, að sæmi- legar íbúðir séu gerðar handa þeim, sem bærinn þarf að sjá fyrir hús- næði. Ein af aðalástæðunum gegn þvf, að reisa sæmileg íbúðarhús, var sú, að fé myndi ekki íást. Veiga- lítii og órökstudd ástæða, því ólík- legt er, að bankarnir séú fúsari á að lána fé til ófullkominna og.lé- legra húsa en fullkominUa. Miklu meira verð er í góðum húsum en „Pólunum", og bærinn getur síð- ar meir frémur gert sér von um að geta leigt þau út, en hjalla, sem enginn vill búa í nema þeir, sem bærinn skipar þangað. 35nskn háfíðaholðin. (Frá .ræðismanni Dana hér.) 18. júní. Fimtánda júnf voru Dansk-þýzku landamærin tilkynt Danmörku og Þýzkaiandi. Þau eru í aðalatriðura ákveðin með tilliti til bendinga al- þjóðanefndarinnar. Jafnframt hafa Bandamenn afhent Danmörku lands- hluta þá, er liggja norðan landa- mæranna. 16. júní yfirgaf bæði al- þjóðanefndin og útlendar setuliðs- hersveitir Slésvík, og klukkan 12 á miðnætti aðíaranótt þess 17, júní, tók Danmörk við fullkomn- um umráðarétti yfir héruðum Suð-> ur-Jótlands. Síðdegis, þann 16., kom 1200 manna brezkur fccr úr setuliðinu til Kaupmannahafnar og hélt hann hersýningu að morgni þess 17. á heræfingavelli Rosenborgar fyrir hans hátign konunginum; og var við það tækifæri sérhver hermað- ur; sæmdur hinum nýja slésvíska minnispeningi. Að hersýningunni afstaðinni var gengið í hergöngu til þinghússins og þar snæddur morgunverður. Um kvöldið var mannfagnaður mikill í veitinga- húsum Wivels og Nimbs og í Tivoli. 18. verður haldin hirðveizla ©g kvöldverður í ráðhusi bæjarins; gangast yerzlun, iðnaður, siglingar og landbúnaður fyrir því. Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Guðm. Björnson landlæknir og rit- stjórarnir Ólafur Friðriksson, Vilh. Finsen og Þorsteinn Gíslason taka þátt í öllum hátíðahöldunum og á sunnudaginn verður stofnað til bíl- ferðar fyrir þá út í dýragarðinn og miðdegisverðar á Skodsborg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.