Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 2
2 jÉLfjgreiíd&la.' bladsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu, Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða f Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Badehotel. Auk þessara landa taka ýmsir aðrir íslendingar og dansk- ir stjórnmálamenn og blaðamenn J)átt í förinni. Hneyksli kallaði Jón Þorláksson það á bæj- arstjórnarfundi í gær, að verka- lýðsfélögin hér í bænum fengu til umráða í styrktarsjóð ioo þús. , kr. af fé því, sem verkam. hér í bænum nar veitt ‘vegna atvinnu- tjóns, þegar botnvörpungarnir voru seldir 1917. Hneyksli kallar sá góði maður það, að verkafólki er afhent lögleg eign þess. Það liggur Uklega næst að skilja þessi um- mæli svo, að verkafólki sé ekki trúandi íyrir því að hafa nein umráð yfir eignum sínum, og er það í rauninni í góðu samræmi við þann yfirdrotnunaranda, sem ávait og alstaðar kemur fram hjá stórborgurunum gagnvart verka- lýðnum. Upphaflega var fé það, sem verkalýðnum hér í Rvík var ætl- að í sárabætur vegna atvinnutjóns við togarasöluna, 135 þús. kr. En þegar bæjarstjórnin í apríl 1919 fjallaði um málið, þá var klipið af þeim 35 þús. kr., sem veitt var Sjúkrasamlagi Rvíkur og Al- þýðubókasafninu. Verkamenn létu sér þetta lýnda þá, þó þeir í raun og veru væru þá rændir þessu fé. En þegar farið er að skifta fénu, þá kemur upp vafi hjá stjórnar- ráðinu um það, hvernig vöxtunum skuli skift. Og er líklega ekki rétt, að óreyndu, að ætla því annað, en að það hafi viljað leita sannleikans í málinu, þó að hann i flestra ugum sé augljós, að hver sjóður fái tiltölulegan hluta af vöxtunum. Stjórnarráðið skrifar bæjarstjórn um málið og þar samþ. bæjar- ALÞYÐUBL AÐIÐ stjórnia, sem nú er skipuð alt öðrum raönnum en 1919, nýja út- hlutua á fénu, með því að ákveða, að vextirnir renni til alþýðubóka- safnsins. Þetta er algerlega heimildarlaust. og þettað er hneiksli. Sú bæjarstjórn, sem nú situr, hefir ekkert vald til að ákveða hvaða skilning bæjarfulltrúarnir 1919 hafa lagt í þessa samþykt, og er þetta ráhskapar fólskuverk sýnilega framið til þess, að gera verklýðsíélagsskap þessa bæjar fjártjón. Sjálfstjórnarhöfðingjarinir Zim- sen og Jón Þorláksson geta ekki einu sinni vitað til þess, að verka- lýðurinn haldi réttmætum eignum sínum, heldur beita þeir bolmagni í bæjarstjórninni til að hafa fram algerlega ólöglega samþykt^ til skaða fyrir verkamenn. Þetta er sérstajdega áberandi ranglæti, þegar þess er gætt, að einn bæjarfulltrúinn, (Á. J.), sem var í nefnd þeirri er gerði tillög- urnar um skiftingu fjárins 1919, upplýsti það, sem raunur liggur í augum uppi, að hans skilningur hefði frá upphafi í nefndinni verið sá, að vextirnir skiftust jafnt á milli sjóðanna. En þetta passaði ekki í kram Sjálfstjórnarliðsins, að tara með réttlæti og sanngirni. Verkalýður bæjarins átti í hlut; með meirihlutavaldi sínu í bæjar- stjórninni, töldu þeir sig geta skað- að hann, og þá mátti ekki láta tækifærið ónotað. Vonandi reynist stjórnarráðið réttlátara i úrskurði sínum á málinu. Ðm dagii og vegii. Vínlandið kom í morgun af fiskiveiðum, fer í kvöld til Eng- lands. Ennfremur kom Rán með ágætis afla. Skipakomnr. Skonnortan Marz kom í gær með kolafarm til Kol og Salt og í morgun skonnortan Flóra með kolafarm til Lands- verzlunarinnar. Nýja gjaldskrá handa bifreið- um, fyrir mannflutninga í Reykja- vík, hefir stjórnarráðið gefið út. Sömuleiðis bifreiðagjöld milli Rvík- útvegar Kaupfélag Reykjavíkur í gamla bankanum. Lysthafendur gefi sig fram fyrir næstu helgi. ur og nærliggjandi staða. Yfirleitt hafa gjöldin hækkað. Hátíðahöldin í dag byrja kl. 4 með skrúðgöngu frá barnaskólan- úm að Austurvelli; þar talar frá Guðrún Lárusdóttir. Þaðan verður haldið suður á íþróttavöil og halda þar ræður Sveinn Björnsson og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Svo verður knattspyrna, dans, tombóla og bazar í Bárunni, sýning í Gamla Bio og kvöldskemtun í Iðno. Veit- ingar verða á Uppsölum allan* daginn og hljóðfærasláttur af og til á íþróttavellinum og á leiðinnf: þangað. Farþegar á Gullfossi í gær vom meðal annara: Pétur Jónssoa söngv- ari og Páll ísólfsson organleikari,, Kristín Jónsdóttir, málari, Halldór skáld Guðjónsson frá Laxnesi, Jakob Möller ritstjóri, stúdentarnir Jón Grímsson, Friðgeir Bjarna- son, Gústaf og Einar Sveinssynir,. Magnús Konráðsson, Emil Thor- oddsen málari og unnusta hans o. fl. Stefán Stefánsson skólameist- ari á Akureyri, sem dvalið hefir erlendis í vetur sér til heilsubót- ar og nú síðast til þess að undir- búa aðra útgáfu grasafræða sinna, kom á Gullfossi í gær. Hyndir frá 17. júní koma mjög bráðlega hér í blaðinu. Þær verða gerðar í prentmyndasmiðju Olafs J. Hvanndals. Ætlið þér að láta leggja raf- magnsleiðslnr í húsið yðar! Sé svo, þá er yður best að tala við okkur, sem allra fyrst. H e 1 s t í d a g. H.f. Rafmfél. Hiti & Ljós Vonarstræti 8. — Sími 830.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.