Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 JLindarpenni fund* inn. Vitjist á afgr. Alþbl. gegn borgunar þessarar auglýsingar. Bókaíregn. Tímarit Þjóðræknis- félags Íslendínga. i. ár. Winnipeg 1919. Nýskeð er komið hér á mark- aðinn nýtt tímarit með þessu nafni. Er það prýðilegt útlits og prent- að á betri pappír, en vér alment eigum að venjast hér heima. í greinargerð fyrir útgáfu ritsins er komist svo að orði meðal ann- ars: „Stofnfundur „Þjóðræknisfélags- ins“, sem stóð yfir dagana 25. —27. marz síðastliðinn (1919), ákvað að félagið skyldi gefa út einhvers konar rit á þessu hinu fyrsta starfsári sínu, ef ástæður leyfðu. Helzt var ætlast til, að þetta yrði ársrit, fyrst um sinn.. .* . . Þó nú ákveðið væri að koma að eins út ársriti að þessu sinni, var þó eigi svo til ætlast að við það yrði látið sitja í framtíðinni, heldur þegar að fram liðu stund- ir yrði ritið látið koma oftar út og eigi sjaldnar en við ársfjórð- ungsmót hver. Ekkert var fastá- kveðið um það, hvernig ritið skyldi vera né hvað það skyldi hafa með- ferðis. . . .“ „. . . . Stefnan eða tilgangurinn hlaut að vera miðað- ur við stefnu og tilgang félagsins. Annað var óhugsandi. En nú, þeg- ar litið er til grundvallarlaganna, þá er tilgangur félagsins þessi: a) Að stuðla af fremsta megni að því, að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. b) Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vest- urheimi. c) Að efla samúð og sam- vinnu milli íslendinga austan hafs og vestan." Af þessum molum, sem hér eru til týndir, sézt hvert takmark þessa rits muni vera, og ætti það eitt að nægja til þess, að sem flestir gerðust áskrifendur þess, ekki sízt þegar að því er gáð, að það flyt- ur og mun flytja ýmsan fróðleik, sem annars mundi lítt kunnur, og loks er það afar ódýrt, ekki nema 6 krónur. Þetta 1. ár hefir inni að halda: Þingkvöð, kvæði eftir Stephan G. ' Stephansson. Tímaritið, inngangs- otð. Kvæðaflokkur: Gróðabrögð, Einhversstaðar sver hann sig í ættina og Segðu þér það sjálfur, eftir Stephan G. St, gott eins og annað fleira eftir hann. Geislinn eftir Kristinn Stefánsson. Þjóðar- arfur og þjóðrækni, vel rituð og skýr grein eftir síra G. Guttorms- son. Þá kemur mjög fróðleg og að mínu viti bezta ritgerðin í þessu riti, að ólöstuðu öðru efni þess, heitir hún Víalandsferðir og er eftir Halldór Hermannsson bókavörð við Fiske-safnið við Cornell háskóla, ræðir hún um flest það markvert er fram hefir komið um Ameríku- fund íslendinga fyr á öldum. Næst er kvæði eítir Jónas A. Sigurðs- son, er heitir Málið okkar. íslend- ingar vakna, eftir Indriða skáld Einarsson, stutt yfirlit yfir menn- ingarsögu ísíendinga. Svar ellinn- ar, heitir kvæðiskorn eftir Guð- rúnu Þórðardóttur frá Valshamri. Kvæðið Vilhjálmur Stefánsson eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson er fyrir- tak. Næst kemur Snjór, smásaga eftir Kristinn Stefánsson og Vísur eftir Guðrúnu Þórðardóttur. ísland fullvalda ríki, eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót; stutt yfirlit en skýrt um hag íslands. Vísur eftir G. Þ. og Haustraddir eftir Henry van Dyke þýtt af Gísla Jónssyni. Tónsnill- ingurinn, saga eftir Þ. Þ. Þorsteins- son. Þú, kvæði eftir Einar P. Jóns- son. „Santa Claus“, kafli úr sög- unni „Karl litli* eftir J. Magnús Bjarnason, skemtilega skrifuð. Veg- urinn og ljósið, æfintýri eftir Fe-' dor Sologub. Líf f landi, nýbyggja- saga eftir Hjálmar Gíslason. Þjóð- ræknissamtök meðal íslendinga í Vesturheimi, upphaf á fróðlegri grein er fjallar um sögu Vestur- íslendinga, eftir sfra Rögnvald Pétursson og loks framtíðin, æfia- týri eftir Fedor Sologub. Af efnisyfirliti því er hér er prentað, má sjá, að ritið er mjög margbreytt, og engin hætta er á að mönnum þyki það leiðinlegt. Annars verður hér enginn dóm- ur upp kveðinn um það frá bók- mentalegu sjónarmiði, um það er bezt að lesendur dæmi. Aðeins skal það tekið fram, að málinu á því er sumstaðar nokkuð ábóta- vant, eins og nokkuð oft vill verða um vesturheimsrit íslendinga, en þó er það ekki til stórlýta. Von- andi taka íslendingar hér heitna „Andvaka“. (Sjá blöðin næstu viku). Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu .56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Willemoes-kraít og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. */z kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Amesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (f glös- um), Teiknibólur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Grerið svo vel og lítið inn í búðina eða hringið í síma 503. ritinu vel og styrkja það eftir mætti með ritgerðum, þeir sem það geta. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar hefir útsöluna á hendi hér heima. Þulur. Staka. Vanda hrindi, fæði fjör, — fegrist lyndis hagur — veiti yndis kosta kjör kvenréííindadagur. Knútur hertogi. Yeðrið í dag, 9.3- 9.8- 6,2. 8,0. Vestm.eyjar Reykjavik . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðisíjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvog lægst land og fallandi á suðvesturlandi. Kyrt veður annarsstaðar. A, hiti A, hiti logn, hiti Iogn, hiti logn, hiti io,o, S, hiti 12,9. logn, hiti 10,0. merkja áttina. fyrir suðvestan S t a k a. Klónni slaka’ ég aldrei á undan blaki af hrynu, mig þó hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Jón S. Bergmann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.