Morgunblaðið - 19.08.1949, Page 6

Morgunblaðið - 19.08.1949, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. R'í ijóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) "’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók f\Jíkuei'ji ókrijkar: ÚR DAGLEGA LÍFINU „Þau hafa sama mið it ,.EITT mesta áhugamál Reykvíkinga hlýtur að vera það, að afkomuskilyrðin annars staðar á landinu verði svo góð, að fólk hætti að streyma um of frá öðrum stöðum til Reykjavík- ur. Á hinn bóginn getum við að sjálfsögðu ekki annað en haldið áfram á braut framkvæmda, sem stefna að því að greiða fyrir atvinnulífi og lífsþægindum bæjarbúa.“ Þannig fórust Gunnari Thoroddsen borgarstjóra m. a. orð í samtali, sem blaðið birti við hann í gær í tilefni 163. ára afmæli Reykjavíkurborgar. ★ Þetta er skilningur Sjálfstæðisflokksins á því vandamáli, sem hin gífurlega fólksfjölgun í höfuðborginni hefur skapað allri þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratuga skeið stýrt málefnum höfuðborgarinnar. Hann hefur haft þar forystu um glæsilegar framkvæmdir, bæði á sviði atvinnu- mála, menningarmála og sköpun lífsþæginda, fyrir íbúa hennar. Hann hefur sameinað það tvennt að gæta fyllsta öryggis í fjármálum bæjarins og vinna djarílega að stór- felldum umbótum. Af þessum ástæðum stendur nú efna- hagur Reykjavíkur með blóma. Skuldlausar eignir hennar, sem flestar eru arðberandi námu um síðustu áramót 127 miljónum króna. Skuldir bæjarsjóðs eru hverfandi litlur og fyrirtæki hans standa traustum fótum. A þessum efnu- hagsgrundvelli byggja Sjálfstæðismenn nú áform sín um nýjar stórframkvæmdir höfuðborgarinnar á sviði raforku- mála, heilbrigðis- og skólamála, húsnæðismála o. s. frv. Hinn mikli vöxtur borgarinnar krefst stöðugt nýrra fram- kvæmda til þess að þörfum fólksins verði fullnægt. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðið stjórn landsins í heild í rúma tvo áratugi. Þess vegna hefur þeirrar forsjár ekki gætt í stjórn þjóðarbúsins, sem æskilegt hefði verið. Þess vegna á nú ríkissjóður við mikla fjárhagsörðugleika að etja á sama tíma, sem fjárhagur Reykjavíkur er aldrei traustari og bæjarsjóður lánar jafnvel ríkissjóði fje til fram- kvæmda. ★ Sj álfstæðismönnum í Reykjavík er það vel ljóst að það er íbúum höfuðborgarinnar mikið hagsmunamál að afkomu- skilyrði almennings annars staðar á landinu verði bætt og aukið samræmi skapað milli lífskjara fólksins í sveitum, kaupstöðum og sjávarþorpum annarsvegar og Reykjavíkur hins vegar. Ef slíkt samræmi skapast ekki hlýtur fólks- straumurinn til Reykjavíkur að halda áfram. En þótt Reykjavík sje vel stæð þá heíur hún ekki efni á að byggja yfir alla landsmenn og sjá að öðru leyti fyrir þörfum þeirra. Hún hefur heldui ekki atvinnutæki, er tryggi þeim atvinnu. Þjóðin hefur heldur ekki efni á að því fólki haldi áfram að fækka, sem stundar framleiðsiustörf í sveit- um og sjávarþorpum, en hinum fjölgi, sem stunda atvinnu, sem krefst gjaldeyriseyðslu. ★ Reykvíkingar og þjóðin í heild eiga því sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að skapa aukið jafnvægi í þjóð- lífinu, bæta afkomuskilyrði fólksins, sem vinnur að fram- leiðslustörfum víðsvegar um land, til sjávar og sveita. Þjett- býli höfuðborgarinnar hlýtur að taka höndum saman við framleiðslustjettir sveita og sjávarsíðu um sameiginlegt átak í þessum efnum. „Þau hafa sama mið,“ Reykjavík og aðrir hlutar ísiands, segir Einar Benediktsson í hyllingaróð sínum til höfuðborg- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill að þjettbýli höfuðborgarinnar °g byggðin utan hennar víðsvegar um hina miklu strand- lengju, fram til dala og fjarða, taki höndum saman um að skapa það samræmi í lífskjör fólksins, sem eitt getur stöðv- að flóttann frá framleiðslunni og skapað lífsnauðsynlegt jafnvægi í þjóðarbúskap íslendinga. * :iT Yfirlýsing Gunnars Thoroddsen borgarstjóra ' er hva ,1- ing til allra landsmanna um að fylkja sjer uifl þessá stejnji. Ef þjóðin gerir það mun þess ekki langt að bíða að úr þ'eiýi erfiðleikum rætist, sem nú steðja að íslendingum. Dugnaðarforkur BRESKA flugkonan unga, frú Richarda Morrow-Tait, sem kom til Keflavíkur í smá rellu, eins og flugmennirnir kalla þessar litlu æfingarflugvjelar, er mesti dugnaðarforkur. Það má líkja henni við Þurríði for- mann og aðra kvenskörunga, ef við viljum gera samanburð við fortíðarfólk okkar. Frúin verður væntanlega fræg fyrir að hafa orðið fyrsti kvenmaðurinn, sem stýrir flug- vjel kringum hnöttinn. En til- gangur hennar var sá, að sýna og sanna, að konur geti unnið afrek rjett eins og karlar. • Er farið að langa • heim ÞEGAR 'frú Morrow-Tait hafði þvegið áf sjer ferðarykið eftir komuna til Keflavíkur í fyrra- kvöld fjekk jeg tækifæri til að rabba við hana nokkra stund- Hún er fríð kona sýnum, eins og sjá má af myndum og ber af sjer góðan þokka, enda var hún „model“ fyrir tískuhús í London, áður en hún giftist. „Jeg verð ósköp fegin þegar ferðinni er lokið“, sagði unga frúin, sem á mann og hálfs ann ars árs dóttur, sem bíða heima í Englandi. „Og mig er farið að langa til að komast heim, eftir árs fjarveru. • Ætlar í eldhús- störfin „ÞEGAR jeg er komin heim, hefi jeg hugsað mjer, að snúa mjer að húsverkunum. Hugsa um manninn minn og dóttur mína og reyna að bæta fyrir þann tima, sem jeg hefi verið á flakki“, sagði frú Morrow Tait. „Jeg er ekki atvinnuflug- kona, heldur er og verður það tómstundaföndur hjá mjer að fljúga. Að sjálfsögðu mun jeg þó inn rita mig í kvennadeild breska flughersins ef ske kynni, að jeg gæti orðið að einhverju liði þar. „Kvenrjettinda- kona“. ÞESSI breska flugkona myndi vafalaust vera kölluð kven- rjettindakona hjer á landi. Hún fer ekki leynt með að hún hafi lagt upp í þetta flug umhverfis jöiðina til að sanna, að kynsyst ur hennar standi ekkert karl- mönnum að baki í dugnaði, á- ræðni og íþróttum. „Að mínum dómi leggja of fáar konur fyrir sig störf, eins og flugmennsku, siglingafræði, flugvjelavirkjun og þessháttar. Jeg hefði t. d. viljað, að jeg hefði getað haft með mjer konu sem loftsiglingafiæðing, en það var enginn til. — Jeg vil líka, að dóttir mín fái tækifæri til að leggja fyrir sig þá iðn, sem henni kynni að detta í hug, þeg- ar hún vex upp“. „Skipstjóri á sínu skipi“ „NÚ, en þjer hafið samt orðið fegnar, að fá karlmann yður til aðstoðar í hnattfluginu,“ varð mjer að orði. „Já, það er af ástæðum, sem jeg gat um áðan. Og það er rjetet, að betri aðstoðarmann hefði jeg ekki getað fengið en Michael, (loftsiglingafræðingur hennar). „En jeg verð að segja, að mjer sárnar, þegar fólk talar um hann, sem „flugmanninn minn“. Jeg er sjálf flugmaður og „skipstjóri á mínu skipi“, sem ræð ferðinni — þótt jeg verði því miður, að viðurkenna, að hann er ekki altaf eins hlíð inn við mig og jeg vildi“, bætti frúin við brosandi. Engin „kvenvargur“ OFT heyrist það sagt, að þeg- ar kona vinnu einhver afrek, þá sje það kvenvargur, eða jafn vel skass. Vafalaust er það upp og ofan. að kvenvargar geta unnið afrek, en afrekskonur þurfa ekki að vera kvensköss. Og víst er það. Þessi breska kona er enginn kvenvargur, það sjest strax við stutta við- kynningu. Hún er rjett eins og hvev önnur ung kona, blátt á- fram og eins og fólk er flest- Aðaláhvggjuefnið hennar í fvrrakvöld var, að hún hafði fengið tilboð frá mörgum stór- blöðum um, að skrifa ferðasög una og hún var að velta bví fyrir sjer. hvort það myndi hafa phrif á riett hennar til að skrifa bók. sem hún hefir ákveðið að skrifa um hnattflugið. í fiárþröng ER JEG spurði hana hvað yrði hennar fyrsta verk, er heim kæmi. sagðist hún vonast til, að maður hennar og dóttir kæmu ?>ð taka á móti sier á flugvellinum. „Kannske förum við eitthvað út að skemmta okk ur fyrsta kvöldið, en það verð- ekkert voða fínt, því jeg er orð in auralítil eftir ferðina og verð að spara einsog frekast er unt þegar heim kemur, til að borga skuldirnar“. Móðgun REYKVÍKINGUM þótti það móðgun við sig og höfuðborg- ina, að ekki skyldi vera flaggað á stjórnárráðshúsinu á afmæli borgarinnar. Fjöldi manns hringdi til Morgunblaðsins til að spyrja hverju þetta sætti. Annars flögguðu menn yfir- leitt um allan bæ og flaggað var víðast hvar á opinberum byggingum, eins og sjálfsagt var á þessum degi. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Samveldisráðstefna ákveðin í Kanada í september næstk. EFTIR CHARLES B. LYNCH, frjettaritara Reuters. OTTAWA, — Verslunarmenn, opinberir embættismenn, verka lýðsleiðtogar og blaðamenn frá öllum bresku samveldislöndun- um munu koma saman á ráð- stefnu í Kanada dagana 8. til 19. september næstkomandi. — Ráðstefna þessi á að fjalla um breska heimsveldið og afstöðu þess til heimsmálanna, en full- trúarnir verða gestir Canadian Institute og International Affairs. Búist er við því, að ráðstefn- an gangi frá fjölda tillagna og komi þeim áleiðis til ríkis- stjórna samveldislandanna. • • MIKIÐ UMRÆÐU- - EFNI EITT AF aðalmálum ráðstefn- unnar verður breytingin, sem orðið hefur á breska heimsveld inu á undanförnum árum, sjer- staklega með hliðsjón af sjálf- stæði Hindustan, Pakistan og Ceylon, innan samveldisins. Þá verður og rætt um þær hömlur, sem lagðar hafa vsesrið á fólksflutmnga til Ástralílilo^ S,vi$u¥r.Áfr-íkuH,.jsfem ráðsteúian. iruui^vgfalaust f|dlia um gjaldeýrisvandræðin, Iseih samyeldrsferfdFif^nú eiga fllest við a‘ð st rfðá. * LOKAÐIR FUNDIR UM eitt hundrað fulltrúar eiga að taka þátt í umræðunum og þeir munu vafalaust einnig taka afstöðu til ýmissa mála, sem eru alþjóðlegs eðlis. j Fundirnir verða haldnir fyr- ,ir luktum dyrum, en frjettatil- [kynningar verða gefnar út dag- lega, og í ráði er að birta yfir- litsskýrslu um ráðstefnuna, þegar henni lýkur. I Þetta verður fjórða ráðstefn- lan sinnar tegundar. Sú fyrsta var haldin í Tóronto 1933, önn- ur í Lapstone í Ástralíu 1938 og sú síðasta í London 1945. • • EINSTAKT TÆKI- FÆRI. í ÁR munu 15 breskir full- trúar sitja ráðstefnuna, sex frá Suður-Afríku, sex frá Eire, sex eða sjö frá bæði Hindustan og Pakistan, þrír frá Ceylon, sex frá Ástralíu, þrír frá Nýja Sjá- landi og 25 frá Kanada. R. M. Fowler, forseti Cana- dian Institute of International tökulandanna og sambúð þeirra. Hún mun og taka til athugunar hvaða breytingar kunni að reynast nauðsynlegar á stefn- um þeirra, í þágu framfara og friðar. MIKLAR BREYT- INGAR „FRÁ ÞVÍ 1939 hefur heim- urinn orðið vitni að breyting- um, sem haft hafa geisimikil- vægar afleiðingar í för með sjer- fyrir allar þjóðir, og þá ekki síst þær, sem eru meðlimir i breska heimsveldinu. Áhrif ó- friðaráranna, atómsprengjan, umbrotin á fjármálasviðinu — þetta og fjölda margt annað, hefur valdið því, að margar meðlimaþjóðir samveldisins hafa endurskoðað hlutverk sín í samveldinu og í heiminu í heild“. Affairs, segir í sambandi við .—„nuna: . ýÁ ráásféfntíhhi ætti að gef1- ast “íé1ri£tákit' táekifæri til að ræða ýmis'rnál, sérti ‘nú ýrii' mjög 'aðkallandi: Á hénni verð- ur rætt um núverandi stjórn- mála og efnáhagsástand þátt- V-Þýskaland og kommúnistar. BONN — Dr Konrad Adenauer, sem. er. Líklegastur manna til að mýhda1:. st'jorn i V-Þýskalandi, héfö^ íýlf i?ýí St'm skoðun sinni, áð ó^t-Tlégt' sjé ' fýrlr' v-þýska lýðveldiðfiáð^éiga sárftVlrfnu við nokkÚTt’iþaðnlandSVæði, sem er undir yfirráðum kommúnista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.