Morgunblaðið - 21.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Simnudagur 21. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. R’tstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) -'’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. "'W í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, Ein leið 1 STJÖRN okkar íslendinga hefur s.l. ár ekki gætt nægilegrar festu. Samstarf lýðræðisflokkanna hefur verið of óheilt og áhrif eyðileggingarstefnu kommúnista á efnahagsmál landsmanna hafa verið of rík. Það er meginorsök þeirra vandkvæða, sem þjóðin nú á við að etja. En það hefur verið þessari þjóð mikið lán að þýðingar- mestu málum hennar, utanríkismálunum, hefur verið stjórn- að af glöggum skilningi á þörfum hennar í nútíð og framtíð. Fyrir ágæta forystu tveggja utanríkisráðherra, þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar hefur tekist að sameina lýð- ræðisflokkana að mestu um ákveðna og skýrt markaða stefnu. Um þá stefnu hefur svo öll þjóðin skipað sjer nema kommúnistar og örfá pólitísk viðrini. Kjarni þeirrar utanríkisstefnu, sern íslendingar hafa mark- að sjer er sá sð hafa vinsamleg skipti við allar þjóðir, en leita þó trausts og halds meðal hinna vestrænu lýðræðis- þjóða til verndar frelsi sínu og öryggi. í viðskiptamálum höfum víð reynt að koma á viðskipta- samböndum við sem flestar þjóðir, í senn í austri og vestri. Hefur allmikill árangur orðið af þeirri viðleitni, sem sjest af því að íslendingar selja nú töiuvert vörumagn til landa í Austur- og Mið-Evrópu svo sem Tjekkóslóvakíu og Póllands. Þrátt fyrir ýtarlegar og endurteknar tilraunir hefur ekki tekist að koma á varanlegum viðskiptum milli íslendinga og Rússa. En meginviðskipti okkar eru enn sem fyrr við Bretland, sem um aratugaskeið hefur verið okkar besta viðskiptaland. Hlýtur svo að verða enn um hríð. Höfuðtakmarkið í við- vílwerjí ÚR DAGLEGA LÍFINU Tekið undir FYRIR nokkru er búið að aug lýsa stöðu veitingamanns við Þjóðleikhúsið lausa til umsókn ar. Blað hjer í bænum gerði það mál að umtalsefni í gær- morgun og var þar rjettilega tekið fram, að í þá stöðu verði að velja reyndan, menntaðan og siðfágaðan mann. Undir þessa kröfu skal tek- ið af heilum hug og víst er, að sú krafa, er einnig studd af al- menningi, að ekki verði v3linn neinn meðalmaður í þá vanda- sömu stöðu. • Hæfir menn eru til VIÐ EIGUM nokkra vel hæfa menn 1 þessa stöðu, sem hafa aflað sjer sjermenntunar í veit ingafaginu. En það hefir heyrst að meðal umsækjenda séu menn sem hafa dundað við veitinga- sölu í tjöldum á hjeraðsmótum eða haft greiðasölu við frum- stæðustu skilyrði í sveit. Þeir geta verið góðir menn og gegn ir, en ekki sem forstöðumenn veitinga í Þjóðleikhúsi lands- ins. • Brjef frá Stefinu í VIKUNNI barst „Daglega lif- inu“ brjef frá formanni STEFS, herra Jóni Leifs. Undir venju- legum kringumstæðum hefði ekki komið til mála, að birta þetta brjef og það af þeirri einu ástæðu, að því fylgdu þeir af- arkostir, „að birting þess sje því aðeins leyfileg, að það sje ekki stytt“. — Ekki er nú hof- móðnum fyrir að fara! En vegna þess, að þetta Stef- mál hefir vakið allmikla at- hygli og umtal og að ekki þyk- ir rjett, að saklausir menn gjaldi þess, að klaufalega er á málum haldið, er eftir atvik- um talið rjett að birta plaggið. • Ó'dst um höfundarjett ÖÐRUM blöðum er þó ekki ráð lagt að prenta brjefið, hvorki í heild, eða hluta úr því, án þess að hafa kynt sjei um höfundar rjettinn. Einnig ættu menn að varast að lesa það upphátt á manna- mótum, í bíl, eða útvarp. — Og vissara er að hafa eldhúshurð- ina lokaða, ef brjefið er lesið upphátt. Eftir þessar varúðarráðstaf- anir hefir formaður Stefs orð- ið: e „Tjón neytenda“ „Kæri Víkverji! Við í ,,STEFI“ höfum fullan skilning á öllu gamni, en það er ekki víst að lesendur yðar skilji eins vel slíka gamansemi, og þessvegna viljum við biðja yður að reyna að forða þeim frá því tjóni, sem þeir gætu orðið fyrir, ef þeir misskildu starfsemi STEFS- — Alt það moldviðri og allur sá útúrsnún ingur, sem kemur í Ijós fyrir ranga túlkun á störfum STEFS veldur ekki STEFI heldur neyt endunum hins mesta tjóns, sem getur þó vaxið er frá líður“. o Fer með umboð rjetthafa „STEF fer meo umboð nærri allra rjetthafa tónverka í heim inum. Frekari viðurkenning er óþörf. — Þeir einir geta tekið umboðið af STEFI. íslensk yf- irvöld geta ekki breytt þessari staðreynd, nema að stjórnar- skrá íslenska lýðveldisins verði afnumin. — Ef nauðsyn krefur, verða íslenskir dómstólar látn- ir skera úr, en þeir dæma eftir íslenskum lögum og milliríkja- samningum, er lagagildi hafa. Það er tilgangslaust að telja fólki trú um st.jórnarráðið geti úrskurðað slíkt. o Vilja samningaleiðina ,.STEF mun reyna samninga- leiðina enn á ný og mun reyna að sýna sanngirni svo langt sem heiðarleiki í milliríkjavið- skiptum og alþjóðareglur leyfa. Með kollegakveðjum, yðar einlægur, fyrir STEF, samband Tónskálda og eigenda flutnings- rjettar Jón Leifs, formaður. MEÐAL ANNARA QRÐA . . . . Sænska stjórnin vill áframhaldandi feslingu kaupgjalds skiptamálum okkar hefur verið að skapa sem flest og trygg- ust ný viðskiptasambönd en treysta jafnhliða hin eldri. Þeirri stefnu ber hiklaust að fylgja framvegis. ★ Með þátttöku sinni í samtökum Sameinuðu þjóðanna og hinu svokallaða Atlantshafsbandalagi hafa íslendingar sýnt það að þeir vilja fyrst og fremst leggja sitt litla lóð á vogar- skál íriðaar og öryggis í heiminum. Þátttaka okkar í báðum þessum samtökum var ráðin hiklaust og við eindreginn stuðn- ing meginhluta þjóðarinnar. Höfðu Islendingar þannig sama hátt á og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir. Það er óhætt að fullyrða að hin hiklausa og einarða fram- koma íslands í sambandi við bæði þessi víðtæku þjóðasamtök, ekki hvað síst Atlantshafsbandalagið, hefur átt ríkan þátt í að auka álit umheimsins á hinu unga íslenska lýðveldi við ysta haf. 1 raun rjettri var heldur engri þjóð það nauðsynlegra en hinni fámennu íslensku þjóð að marka stefnu sína í því máli hiklaust og af fullri festu. Land hennar er á veðramótum tveggja gerólíkra lífsviðhorfa, stiklusteinn milli hins gamla og nýja heims. Á því gat enginn vafi leikið í hugum hinnar lýðræðissinnuðu og frjálshuga íslensku þjóðar, að ekki aðeins öryggi hennar heldur og sæmd væri best borgið með því að skipa sjer hiklaust í sveit hinna vestrænu lýðræðisþjóða við blið frænda sinna og nágranna. íslendingar gerðu þetta og þeir eru þess ákveðnari nú en nokkru sinni fyrr að leiðin til aukins öryggis fyrir líf þeirra og sjálfstæði lýðveldis þeirra liggur um sem nánasta samvinnu þeirra þjóða, þess fólks, sem tekur persónufrelsi og lýðræði fram yfir kúgun, ofbeldi og mannfyrirlitningu kommúnismans. ★ Framundan eru Alþingiskosningar. Þjóðin, sem gagnrýnt hefur harðlega meðferð þings og stjórnar á innanlandsmál- um hennar, á þess nú kost að skapa sjer nýtt og samhentara Alþingi. Lýðræðissinnaða íslendinga greinir ekki á um það að utanríkismálum þeirra hafi verið vel stjórnað undir forystu Sjálfstæðismanna. Þeir eiga þess vegna að gefa Sjálfstæðisflokknum möguleika til þess að marka stefnuna einum í innanlandsmálum þeirra. Það er eina leiðin til þess að skapa hjer heilbrigt stjórnarfar. Það er eina leiðin til að útrýma þeirri spillingu, sem í dag ríkir á fjölmörgum stöðum í stjórnkerfi þessarar þjóðar. Eftir Thomas Harris, frjettaritara Reuters. STOKKHÓLMUR — Sænska sósíalistastjórnin hefur gefið fyrirheit um skattalækkanir og auknar íbúðabyggingar, í þeirri von, að hún fái verkalýðssam- tökin til að fallast á áframhald- andi festingu kaupgjalds og verðlags. Ef núverandi sam- komulag fæst framlengt, er í ráði að hafa það í gildi i eitt ár enn, frá næstkomandi ára- mótum að telja. Aðalandstæðan við þetta sam komulag kemur frá samtökum framleiðenda, enda fullyrða þau, að framleiðslukostnaður í timburiðnaðinum og öðrum mik ilvægum iðngreinum sje orðinn svo hár, að sænskir framleið- endur sjeu ekki samkeppnis- færir við fyrirtæki í Norður- Ameríku. • • ANDVÍGIR AFSKIPTUM STJÓRNARINNAR ATVINNUREKENDUR í Sví- þjóð virðast flestir hverjir sam- mála um, að kaupgjaldsmálin verði best leyst með beinum samningum við verkalýðsfje- lögin, án afskipta stjórnarvald- anna. Talsmenn verkalýðssambands ins, en í því er yfir ein milljón verkamanna, hafa hins vegar látið á sjer skilja, að þeir geti fallist á áframhaldandi festingu kaupgjaldsins, þó með því skil- yrði, að vöruverð hækki ekki. Þeir hafa jafnframt lýst yfir, að þeir muni berjast gegn öllum tilraunum til kauplækkana. • • LÍTILL HLUTI KOSTNAÐARINS ÞEIR rjettlæta þessa ákvörðun með þeirri fullyrðingu, að launa greiðslur sjeu aðeins lítill hluti framleiðslukostnaðarins. Hið op inbera málgagn þeirra, „Verka- lýðshreyfingin“, áætlar, að það kosti 25—50 krónur í kaup- greiðslum að framleiða pappírs- efni íyrir 500 krónur. „Það er því staðreynd,“ bætir blaðið við, „að jafnvel 50% launa- lækkun mundi aðeins lækka söluverðið um 12.50 til 25 krón- ur, og hjer er um talsvert minni mismun að ræða en verðmun- inn á þessari vörutegund í Sví- þjóð og Norður-Ameríku.“ • • MATVÆLAVERÐIÐ LEIÐTOGAR sænska verkalýðs sambandsins hafa á hinn bóg- inn lýst yfir, að þeir geti ekki fallist á áframhaldandi fest- ingu kaupgjaldsins, ef ríkis- stjórnin verður við kröfum bænda um hærra verð fyrir mjólk þeirra og smjör. Fram- færslukostnaðurinn mundi ó- hjákvæmilega aukast, segir sam bandið, ef matvælaverðið hækk aði svo nokkru næmi. — Það mundi aftur þýða það, að stjórn in hefði rofið loforð sín um ó- breytt verðlag, meðan núver- andi launasamkomulag er í gildi. • • NÁKVÆM RANNSÓKN FYRIRHUGUÐ RÆÐUR sænsku ráðherranna upp á síðkastið þykja benda til þess, að stjórnin muni reyna að fá allar stjettir til þess að taka á sig einhverjar fjárhagslegar byrðar, með það fyrir augum, að sigrast á núverandi efna- hagsvandræðum Svíþjóðar. — David Hall fjármálaráðherra lýsti nýlega yfir, að stjórnin mundi láta fara fram nákvæma rannsókn á því, með hverju móti hægt yrði að lækka fram- leiðslukostnað sænska iðnaðar- ins. Hall sagði, að fyr yrði ekki hægt að taka neina ákvörðun um það, hvort nauðsynlegt yrði að fá almenning til að fallast á launalækkanir. Hann bætti því við, að þegar væri þó aug- ljóst, að um sáralitla hækkun á launum gæti verið að ræða. Breskir kommar hafa 100 fram- bjóðendur LONDON, 19. ágúst. — Vara- formaður breska kommúnista- flokksins ræddi í dag við frjetta menn í sambandi við kosning-; arnar, sem fram eiga að fara í Bretlandi næsta ár. — Hann skýrði þeim meðal annars frá því, að flokkurinn mundi hafa um 100 frambjóðendur. Hann kvað bresku kommana fylgjandi því að verslun þjóð- arinnar yrði endurskipulögð, með það fyrir augum að auka verslunina við löndin utan doll- arasvæðisins. — Reuter. 500 milj. dollara við- skiffasamningur FRANKFURT, 19. ágúst. Til- kynt var í dag, að Vestur Þýska land hefði gert nýjan verslun- arsamning við sterlingssvæðið. Verður skipst á vörum fyrir meira en 500 miljónir doilara. Samningurinn, sem undirrit- aður var í Frankfurt í gær, gild ir til eins árs, frá 1. júlí síð- astliðnum að telja. Samkvæmt honum, mun Vestur Þýskaland láta sterlingssvæðið fá vörur fyrir um 218 miljónir dollara, en flytja inn fyrir um 291 milj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.