Morgunblaðið - 27.08.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1949, Blaðsíða 2
2 MORGUIS'BLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1949, ^ 1 VEIR DAGAR OG EIN NÓTT Tveir sáttmálar og ólikar afleiðingar MOLOTOV er hjer á myndinni að undirrita sáttmála nasista og kommúnista, þar sem Hitler og Stalin komu sjer saman um að skifta Evrópuríkjum frá Eystrasalti til Svartahafs á milli sín. Utanríkisráðherra Hitlers, von Ribbentrop og Stalin horfa á. Neðan við myndina er birt niðurlag leynisáttmálans, þar sem tekið cr fram, að báðir aðilar eigi að halda samningi þess- um stranglega leyndum. f % ÞElRRI viku, sem nú er að Tíða, eru tveir merkisdagar, annar úr nútíð hinn úr fortíð, sem lengi mun verða minnst í veraldarsögunni. Snögg breyting til hins betra Hinn 24. ágúst, s. 1. miðviku- ■dag, gekk Atlantshafssáttmál- inn í gildi. Aðdragandi þeirrar sáttmálagerðar er mönnum enn t svo fersku minni, að óþarft «r að rifja hann upp að þessu •íúnni. Hitt er og alþjóð kunnugt, að fáar eða engar samningsgerðir Tuifa haft svo skjót áhrif til góðs eins og Atlantshafssáttmál inn. Jafnvel þótt formleg gildis- "taka hans væri eigi fyrr en 24. -ágúst, hefur hann haft djúptæk áhrif á rás heimsviðburðanna ■■síðastliðna mánuði. í stað uggs og kvíða um yfirvofandi styrj- öld, hefur á þessum mánuðum skapast nokkurt öryggi og bjart sýni um, að hægt verði að ráða fram úr vandamálunum, án þess að til stórstyrjaldar komi. Óvissa Titos Ahrif sáttmálans koma í engu betur fram en því, að þar sem Rússar fram að samningsgerð- inni eyddu mestri orku sinni í að vekja óróa hjá lýðræðisþjóð- um Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, og ögruðu þeim í raun rjettri með daglegri stríðshótun í sambandi við flutningabannið tit Berlínar, þá beina Rússar skeytum sínum nú einkum í aðrar áttir. Auðvitað heldur moldvörpu- starf kcmmúriista látlaust á- fram innan þátttökuríkja At- lanshafsbandalagsins, eins og í öðrum Iöndum. En Rússar hafa nú horfið frá beinum hótunum í garð þessara ríkja, og eru aftur á móti rríun hvassyrtari g&gn þeim ríkjum, er utan bandalagsins eru. Má þar fyrst og fremst nefna Júgóslavíu, og or það saga út af fyrir sig, sem ek.ki er unnt að rekja í dag. Auðvitað voru ekki öll vanda mát alþjóðastjórnmálanna leyst með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. En áhrif þess eru nú þegar ómetanleg og einungis til góðs fyrir þá. sem unna friði og frelsi. 23. ágúst 1939 Dagurinn á undan 24. ágúst <er einnig merkisdagur í sög- tmni, því að það var hinn 23. ágúst 1939, eða fyrir 10 árum, *em þeir von Ribbentrop og Molotov undirrituðu griðasátt- málann milli Þýskalands og Rússlands. Samningur þessi var ■undirritaður í Moskva og var þá þegar sagt frá nokkrum hluta hans. í þeim hluta samningsins, sem frá var skýrt, var aðeins rætt um, að Þýskaland og Rúss- and ætluðu um næsta tíu ára bil að láta hvort annað í friði, hvorugt að ráðast á hitt og ekki )ðstoða þriðja ríki til árásar á nnaðhvort. Samið var um frið- Æunlegar viðræður um hugsan- ítg deiluefni, og ef deilur tlynnu að koma upp, skyldi ke3o þær í vinsemd. Æfintýrið í kommúnista- prentsmið j unni Allt leit þetta ósköp vel út á yfirborðinu og þó voru það ekki nema hinir allra auðtrúuðustu, sem tóku þetta gott og gilt. Á meðal þeirra voru auðvitað kommúnistarnir íslensku. Einn af þáverandi flokks- mönnum þeirra hefur sagt frá því, að hann hafi komið í prent- smiðju málgagns þeirra um kvöldið" eftir, að þessi tíðindi bárust út. Þar var þá búið með stærstu stöfum að setja þá frjett að nú væri heimsfriðurinn tryggður. Gesturinn kvaðst ekki hafa verið alveg eins viss um þetta og hinir auðtrúa skrif- finnar, og hann segir, að sjer hafi tekist að vekja svo mik- inn vafa í brjóstuih þeirra, að þeir hafi breytt frásögninni og ekki látið jafnmikið yfir frið- arvissunni og þeir ætluðu í fyrstu. Hvað sem til er í þessari sögu, er hitt óhagganleg staðreynd, að með frásögninni af griðasátt málanum var ekki skýrt frá nema litlum hluta þess, sem gérst hafði. Leynisamningurinn Griðasáttmálanum fylgdi sem sje leynileg bókun, eða viðbót- arsamningur, sem samstundis var undirritaður af Ribben- tropp og Molotov. Þetta við- bótarsamkomulag var ekki birt þá, eh þegar skjalasöfn þýska utanríkisráðuneytisins fjellu í hendur Vesturveldanna, gátu Rússar ekki lengur hindrað birtingu þessa viðbótarsamn- ings. í honum er samið um áhrifa- svæði Þýskalands og Rús^lands í Eystrasaltslöndunum: Finn- landi, Eistlandi, Lettlandi og Litauen. Einnig til hvers hluta Póllands áhrifasvæði hvors um sig nái. Þar er berum orðum tekið fram, að óvíst sje, að Þýskaland og Rússland kæri sig um áframhaldandi tilvist sjálfstæðs Póllands, en um það á að semja nánar síðar og þá hver landamæri þessa nýja Pól lands eigi að vera, ef til komi. Þá vár vikið að landakröfum Rússa til Bessarabíu. Síðasta setning leynisamningsins hljóð- ar svo: „Báðir aðilar eiga að halda samningi þessum stranglega Ieyndum“. Með þessum leynisamningi voru örlög Póllands, baltnesku ríkjanna og Rúmeníu ákveðin. Þessi friðsömu ríki áttu ekki ð fá að halda áfram eðlilegri og starfssamri tilveru, heldur höfðu stórveldin tvö komið sjer saman um að eyðileggja þau með öllu eða limlesta stórlega, ekki eftir óskum fólksins, sem byggði þessi lönd, heldur eftir geðþótta örfárra erlendra ein- ræðisseggja. Gleðskapurinn í Kreml Það er alþjóðlegur siður, að, er menn hafa lokið góðu dags- verki, setjast þeir saman og rabba og gera sjer eitthvað til hátíðabrigða. v. Ribbentrop, herra Stalin og Molotov utan- ríkisráðherra hjeldu þessum sið að kvöldi dags 23. ágúst. 1939 og sátu að drykkju langt fram á morgun næsta dags. — Frá- sögnin af samfundum þeirra geymdist í þýska utanríkisráðu neytinu, fannst þar og var birt með öðrum skjölum um sam- skifti nasista-stjórnarinnar þýsku og Sovjetstjórnarinnar í Kreml. - Frásögn þessi er ítarleg og á hana var letrað: „Mikið leyndarmál Ríkis leyndarmál ' Hinir þrír mektarmenn ræddu margskonar efni yfir glösunum í Kreml þessa skugga- legu nótt. Umræðurnar eru ítar- lega raktar og var fjallað um þessi feni: 1) Japan. 2) Ítalíu. 3) Tyrkland. 4) England, 5) Frakkland, 6) And-Kominternsáttmál- ana. Stórmennin gerast gamansöm Frásögnin um umræðurnar um 6. lið, hljóðar svo orðrjett: „Utanríkisráðherra ríkisins (þ. e. Ribbentrop) gat þess, að and-Komintern-sáttmálinn beindist að grundvelli til ekki gegn Sovjetríkjunum, heldur gegn hinum vestrænu lýðræð- isríkjum. Hann vissi og gæti skilið það, af tóninum í rúss- neksu blöðunum, að Sovjet- stjórnin skildi fyllilega þessa staðreynd. Hr. Stalin skaut því inn í, að and-Komintern-sáttmálinn hefði í rauninni aðallega hrætt „City í London“, (þ. e. a. s. banka- og verslunarmenn þar) og smákaupmennina bresku. Utanríkisráðherra ríkisins var þessu sammála og gat þess í gamni, að hr. Stalin væri á- reiðanlega minna hræddur við and-Komintern-sáttmálann en City í Lohdon og smákaup mennirnir bresku. Ráða mætti hvað þýska þjóðin hugsaði um þetta af fyndni, sem Berlínar- búar hefðu búið til, en þeir væri þekktir fyrir fyndni sína og gamansemi, en fyndni þessi hefði gengið manna á meðal í nokkra mánuði og væri á þessa leið: „Stalin á eftir að ganga í and-Komintern-bandalagið“. Framh. á bls. 8 • • "1 Staksteinar Gátan ráðin MÖRGUM hefur fundist það einkennilegt að Alþýðublað- ið hefur undanfarið lagt á það sjerstaka áherslu að ráðast á Ólaf Thors formann Sjálf- stæðisflokksins. Þetta hefur þótt skrýtið vegna þess að enginn maður vann ötullegar að því en einmitt formaour Sjálfstæðisflokksins að auð- velda Stefáni Jóhann að koma núverandi samstarf:'. lýðræðisflokkanna um ríkis- stjórn á laggirnar. Enginn, hefur heldur átt meiri þátt í að halda lífinu í því sam- starfi en þessi sami Ólaíur Thors, sem haft hefur glögg- an skilning á nauðsyn þess að allt lýðræðissinnað fólk sam- einaðist- um falslausa sam- vinnu um lausn hagsmuna- mála þjóðarinnar. En nú er gátan ráðin. Nú er það vitað, hver stendur að þessum tirðilslégu skrifuni í Alþýðublaðinu. Það er bæj- arfógetinn í Hafnarfirði, fram bjóðandi Alþýðuflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem fyrir þeim stendur. Þar með var leyndarmálið komið upp. En ekki þykir hlutur fógetans hafa batnað við þetta ,,dúll“ Alþýðublaðsi ns. Suður með sjó og í sveitum Kjósarsýslu þykir slíkt „dúll“ ljeleg íþrótt. Nú yrkja þeir í öskuna öll sín bestu Ijóð ÞAÐ þykir tíðindum sæta að tveir þekktir Framsóknar- bræður á Vestfjörðum, sem oftlega hafa fallið í þingkosn- ingum fyrir Framsóknarflokk inn, eru enn sem komið er hvergi í kjöri. Mun þetta spretta af því að annar bróð- irinn, ,,sálmaskáldið“, hefui um skeið skrifað um stjórn- mál í Tímann og valdið flokki sínum með því tilfinnanlegu tjóni vegna ofstækis síns og geðvonsku. Hefur miðstjórn flokksins nú gert ráðstafanir til þess að kyrrsetja „sálma- skáldið" í Reýkjavík meðan kosningabaráttan stendur yf- ir og skammta honum sem takmarkaðast rúm í Tíman- i um. Er þetta ein viturlegasta , ráðstöfun, sem lengi hefur frjest um frá herbúðum Fram sóknar. Öðru máli gegnir um hinii> i bróðirinn, sem býr búi sínu vestur í Önundarfirði við góð : an orðstír eftir atvikum. — Hann hefur lítið skrifað í Tímann og þar af leiðandi valdið flokki sínum minna 1 tjóni. Þessir tveir Framsókn- ) arbræður yrkja nú í öskuna ! öll sín bestu ljóð, en flokkur þeirra þykist hcipinn á með- an. Ódýrinnkaup og hugsjónir ALLTAF er hann Finnur sami hugsjónamaðurinn. — Þarna lætur hann Emil vesa- linginn, sem Alþýðublaðið segir að stjórni viðskiptamál- unum svo dæmalaust vel, búa til nýja stofnun bara til þess Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.